Morgunblaðið - 16.06.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 16.06.2001, Síða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á MENNINGARÁRINU var sáð fræjum í bæði innlendan og er- lendan svörð og það er mjög mik- ilvægt að gætt verði að uppsker- unni næstu árin,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir sem nú lætur af starfi kynningarstjóra hins risavaxna verk- efnis Reykjavík – Menningarborg Evrópu 2000. Síðasta verkefni Svanhildar var ritstjórn lokaskýrslu Reykjavíkur – Menningarborgar sem kynnt var á blaðamannafundi stjórnar Menningarborgarinnar í gær. Góð samstaða ríkti um M2000 Páll Skúlason formaður stjórnarinnar kynnti skýrsluna og sagði þrennt vera sér efst í huga er stjórnin skilaði nú af sér verkefninu. „Í fyrsta lagi er ánægjulegt að geta skýrt frá því að upphaflegu áætlanir stóðust mjög vel og fjárhagur Menningarborgarinnar var inn- an þess ramma sem honum var sniðinn. Í öðru lagi var góð samstaða með öllum er komu að þessu gríðarlega unfangsmikla verkefni, stjórnvöld og almenningur – þjóðin öll – lögð- ust á eitt um að þetta tækist sem best. Í þriðja lagi vona ég að þetta muni skila sér til framtíðar og verða ný uppspretta lista- og menningarstarfs.“ Í sama streng tók varaformaðurinn Guðrún Ágústsdóttir og sagði að einnig hefði verið ánægjulegt hversu vel Menningarborgin hefði staðið sig í samstarfinu við hinar 8 menning- arborgirnar. „Þá ríkti fullkomin samstaða meðal hinna pólitísku flokka í borginni um verkefnið og einnig við ríkisstjórnina.“ Inga Jóna Þórðardóttir benti á samstarf Menningarborgarinnar við önnur sveitarfélög og hversu vel hefði tekist til í þeim efnum. Brynjólfur Bjarnason nefndi að Menningar- borgin hefði fengið um 500 milljónir króna af opinberu fé og síðan hefði atvinnulífið lagt til um 100 milljónir. „Margfeldisáhrif þessa í veltu menningarársins eru ríflega þreföld en varlega áætlað má segja að M2000 hafi velt um 2 milljörðum króna.“ Hannes Heimisson fulltrúi utanríkisþjón- ustunnar benti á hversu góð og víðtæk áhrif á ímynd Íslands erlendis M2000 hefði haft og væru þau þó alls ekki öll komin fram enn. Birgir Sigurðsson sagði sér efst í huga hversu vel dagskrá Menningarborgarinnar hefði náð til almennings. „Ég tel að þjóðin hafi sann- færst betur en áður um að Reykjavík er höf- uðborg alls landsins en ekki bara borg Reyk- víkinga.“ Innlegg í menningarsöguna „Þetta er í fyrsta sinn sem menningarverk- efnum eru gerð skil á þennan hátt,“ segir Svanhildur. „Ástæðurnar fyrir því að okkur þótti nauðsynlegt að gera upp starfsemi Menningarborgarinnar með aðgengilegri greinargerð eru margvíslegar. Menningar- borgin var einstakt verkefni sem nauðsynlegt var að gera upp sem nákvæmast. Eðli verk- efnisins og umfang var ólíkt öllu sem áður hefur verið fengist við á menningarsviði hér- lendis. Í þessari skýrslu er ekki gerð tilraun til að leggja hlutlægt mat á hvernig til tókst enda er hún unnin af starfsmönnum M2000 og því vænlegra að aðrir sjái um ytri greiningu á verkefninu. Hins vegar var skýrslan unnin í sama anda og verkefnið allt, þ.e. með það að leiðarljósi að allt yrði sem gagnsæjast og skil- virkast. Einnig má gera sér vonir um að skýrslan geti nýst vel í framtíðinni, þar sem gerð er ítarleg grein fyrir öllu ferlinu – allt frá hugmynd til framkvæmdar. Við hugsum skýrsluna þannig m.a. sem gagnlegt leiðbein- ingarplagg fyrir þá sem á eftir koma – mark- miðið var að hún yrði bæði hagnýt og áhuga- verð.“ Í viðauka við skýrsluna sjálfa eru m.a. birt sýnishorn samninga við framkvæmda- aðila um einstök verkefni og einnig samninga við fjármögnunaraðila um kostun. „Þetta ætti að geta nýst framkvæmdaaðilum menningar- viðburða í framtíðinni.“ Svanhildur bendir ennfremur á að skýrslan sé mikilvægt menningarsögulegt innlegg. „Í þessari skýrslu er staða menningar á Íslandi við upphaf nýrrar aldar að nokkru leyti kort- lögð. Ég á von á því að efni skýrslunnar og gögnin sem á bak við hana standa geti orðið verðugt viðfangsefni þeirra sem sinna menn- ingarfræðilegum rannsóknum og verði þannig þegar fram í sækir gott innlegg í íslenska menningarsögu.“ Svanhildur hóf störf hjá Reykjavík – Menn- ingarborg haustið 1998. „Þá var búið að leggja upp yfirskriftina Menning og náttúra og einn- ig var búið að ákveða talsverðan hluta af verk- efnunum. Mér þótti þessi yfirskrift mjög góð því hún bauð upp á svo marga og spennandi möguleika. Ekki síst í kynningu erlendis. Tengingin við náttúruna vann mjög vel með þeim áherslum sem lagðar hafa verið á kynn- ingu á Íslandi til þessa og við gátum því unnið áfram í þeim farvegi en farið nýjar og frum- legri leiðir. Stjórnandi Menningarborgarinn- ar, Þórunn Sigurðardóttir, hafði ákveðið að fá listamann fremur en grafískan hönnuð til að vinna mynd Menningarborgarinnar, en hún leitaði til Sigurðar Árna Sigurðssonar. Mynd hans af menningarborgartrénu þróaðist í samvinnu við okkur og samstarf M2000 við hann varð mjög gott. Menningarborgartréð ákvarðaði útlitslega stefnuna sem síðan var lögð í allt útlit á kynningarefni Menningar- borgarinnar. Tréð, grænir og bláir litir þess og stjarnan, sem var sameiginlegt merki borganna níu, varð að einkennistáknum M2000 og þetta ásamt yfirskriftinni var grundvöllur þeirrar ímyndarsköpunar sem ég vann að allt til loka verkefnisins.“ Svanhildur segir að yfirskriftin Menning og náttúra hafi unnið á jafnt og þétt, sér- staklega innanlands. „Eftir því sem fólk skynjaði betur hvern- ig viðburðirnir tengd- ust henni og einnig gaf yfirskriftin dag- skrárnefndinni og stjórnanda tækifæri til að taka inn í dagskrá Menningarborgarinn- ar viðburði sem annars eru ekki taldir hefð- bundnir menningarviðburðir, en eru engu að síður mjög mikilvægir fyrir okkar íslenska menningarlandslag. Ég nefni sem dæmi end- urvinnsluverkefnið Skil 21, ýmis verkefni tengd orku- og skipulagsmálum og fjölmarga viðburði úti á landsbyggðinni.“ Allar úrtöluraddir þögnuðu Aðspurð segir Svanhildur að kynningar er- lendis á Reykjavík – Menningarborg 2000 hafi skilað sér bæði í almennri kynningu og auk- inni athygli á Íslandi og einnig í beinni sölu á menningarviðburði. „Við sjáum þetta greini- lega á þeim stóru viðburðum sem Menning- arborgin stóð að sjálf, t.d. Röddum Evrópu og Baldri. Kynningin erlendis á Menningarborg- inni beindist að því að tengja saman menn- ingu og náttúru landsins. Kúnstin er auðvitað að snúa ávallt veikleikum sér í hag og gera þá að lokum að styrkleika. Þetta var mikilvægt atriði í kynningunni erlendis þar sem Reykja- vík var ekki þekkt sem menningarborg. Reykjavík er yfirleitt ekki mjög þekkt borg erlendis. Þeir sem þekkja til Íslands tengja það við náttúrufar og landslag og ferðamenn sem hingað koma sækjast fyrst og fremst eft- ir því. Við þurftum líka að vinna út frá því að menningarborgir Evrópu árið 2000 voru níu talsins. Þar á meðal eru bæði stærri og þekkt- ari borgir en Reykjavík. Þetta snerist um að koma trúverðugleika Reykjavíkur sem menn- ingarborgar á framfæri þrátt fyrir þetta. Ég tel að það hafi tekist allvel. Við tókum hönd- um saman við sterka aðila í ferðaþjónustu, s.s. Flugleiðir og Ferðamálaráð og unnum náið með sendiráðum Íslands í Evrópu og víðar. Við áttum einnig mjög gott samstarf við Landafundanefnd um kynningu í Bandaríkj- unum og Kanada og ég held að báðir aðilar hafi notið góðs af því.“ Svanhildur rifjar upp að ýmsir hér innan- lands hafi efast um trúverðugleika Reykjavík- ur sem Menningarborgar Evrópu í upphafi. „Þessar raddir voru flestar þagnaðar áður en yfir lauk.“ Samstarf við fjölmiðla Lykilatriði í öllu kynningarstarfi byggist á tengslum og samstarfi við fjölmiðla. Í skýrsl- unni koma fram athyglisverðar upplýsingar um hver hlutur einstakra fjölmiðla var og hversu mikla áherslu þeir lögðu á umfjöllun um starf menningarársins. „Í heildina má segja að samstarfið við fjöl- miðla hafi gengið mjög vel, jafnvel bet- ur en maður þorði að vona í upphafi. Sam- starf við fjölmiðlana var auðvitað misjafn- lega mikið og Menn- ingarborgin gerði samstarfssamning við Morgunblaðið sem varð blað menningar- ársins og sinnti um- fjöllun um viðburði ársins einstaklega vel. Þetta verður að hafa í huga þegar hlutur annarra fjölmiðla er tekinn til samanburð- ar. Aðrir fjölmiðlar sinntu þessu eftir bestu getu þó í sumum til- fellum hafi manni þótt fréttamatið einkennast af úreltum viðhorfum. Hér á ég sérstaklega við fréttastofur ljósvakamiðlanna, útvarps og sjónvarps, þar sem sú hefð hefur skapast að fréttir af menningarviðburðum eru gjarnan birtar í lok fréttatíma sem glaðlegur aukabiti en ekki sem fullgild frétt í sjálfu sér. Þetta er úrelt viðhorf í nútímafréttamennsku og bygg- ist á gamaldags skilningi á menningarhugtak- inu og takmarkaðri tilfinningu fyrir þeim fjöl- breytta og stóra hópi sem nýtur hennar. Slík viðhorf eru einnig ríkjandi gagnvart samstarfi menningar- og atvinnulífs. Forystumenn í at- vinnulífinu eru farnir að meta menningarstarf á allt annan og framsæknari hátt og telja sér hag í því að efna til tengsla og samstarfs við menningarviðburði með ýmsum hætti. Menn- ingarlífið er einnig orðið marktækur hluti af atvinnulífinu, um það vitna allar tölur um veltu og aðsókn og er því, jafnvel á þennan mælikvarða, fullgilt fréttaefni á borð við hefð- bundnar greinar atvinnulífsins.“ Svanhildur leggur áherslu á að ýmiss konar önnur umfjöllun í fjölmiðlum en beinn frétta- flutningur hafi verið mjög góð og ítarleg. „Menningardeild Rásar 1 og ýmsir menn- ingartengdir þættir á RÚV stóðu sig með miklum ágætum, En einna helst fannst okkur skorta á viðameiri dagskrárgerð sjónvarps- stöðvanna um viðburði menningarársins. Það var líka frábrugðið öllu öðru sem á undan hef- ur gengið að því leyti að það stóð miklu lengur en sambærilegir viðburðir hafa gert hingað til. Við höfðum vægar áhyggjur af því að það drægi úr áhuga fjölmiðla áður en árið væri á enda en svo reyndist ekki vera og samstarfið var ekki síður gott í lok ársins en við upphaf þess.“ Samstarf við lista- og menningarstofnanir Í skýrslunni er einnig fjallað um samstarf M2000 við hinar ýmsu listastofnanir í landinu og Svanhildur segir að tvær hliðar hafi verið á því samstarfi hvað varðar kynningarmálin. „Það er misjafnt hversu mikla áherslu stofn- anirnar hafa lagt á kynningarþáttinn í starfi sínu. Ég held að þær stofnanir sem hvað mest hafi hagnast á samstarfinu við okkur séu þær sem voru lítt þekktar áður eða höfðu ekki markvisst höfðað til almennings með starf- semi sinni. Sem dæmi get ég nefnt Borgar- skjalasafnið og Ljósmyndasafn Reykjavíkur, en einnig menningarstofnanir og ýmsa menn- ingarstarfsemi úti á landsbyggðinni. Þessar stofnanir – og fleiri reyndar – voru út á jaðri í meðvitund almennings en komust nær miðju með þátttöku í menningarárinu.“ Í skýrslunni segir eftirfarandi: „Þegar vel tókst til varð þetta (samstarfið) til þess að samanlagðir kraftar M2000 og stofnananna um kynningu skiluðu sérlega góðum árangri, bæði fyrir einstök verkefni og menningar- borgarárið í heild. Má í þessu samhengi nefna samstarf við Háskóla Íslands, Ríkisútvarpið, Listasafn Reykjavíkur, Menningarmiðstöðina Gerðuberg, Orkuveitu Reykjavíkur, Árbæjar- safn o.fl.“ Það vekur óneitanlega athygli að tvær af stærstu listastofnunum þjóðarinnar, Listasafn Íslands og Þjóðleikhúsið, skuli ekki nefndar í þess um lista en um ástæður þess segir Svan- hildur að það þýði einfaldlega að samstarfið við stofnanirnar, rétt eins og einstaka skipu- leggjendur, hafi verið misnáið og því ekki ávallt skilað þeim gagnkvæma árangri sem mögulegt hefði verið að ná. „Við sáum um kynningu á þeim viðburðum sem voru beinlínis á okkar vegum en fylgd- umst vel með öllu kynningarstarfi samstarfs- aðilanna þar sem vel þurfti að gæta að því að öllum skilyrðum samninga væri fullnægt, bæði samstarfssamningum við framkvæmda- aðila og ekki síður samstarfssamningum við kostunaraðila. Að því síðarnefnda þurfti að gæta sérstaklega vel því lykilatriði í samn- ingum við kostunaraðila er að öll atriði stand- ist og unnið sé faglega frá upphafi til enda. Samþætting kynningarstarfs við kostun er al- gjört lykilatriði. Það sem olli nokkrum erfiðleikum í upphafi var að við gerðum kröfu um að öll smáatriði varðandi skipulag viðburða, stað og tímasetn- ingu, væru tilbúin miklu fyrr en tíðkast hefur í íslensku menningarlífi. Þetta var gert til þess að við gætum gefið út erlend dagskrárrit strax haustið 1998 og svo heildstætt dagskrár- rit í byrjun desember 1999 með öllum upplýs- ingum um viðburði menningarársins. Þessu riti dreifðum við inn á hvert heimili í landinu. Það merkilega var að þessi dagskrá stóðst ótrúlega vel og fátt breyttist svo orð sé ger- andi á.“ Látum af vertíðarhugsuninni Svanhildur segir að lokum að menningar- árið hafi markað ákveðin þáttaskil í íslensku menningarlífi. „Við höfum sýnt að við getum þetta og get- um gert það vel. Orðstír okkar sem menning- arsamfélags hefur aukist og farið víðar en áð- ur. Þetta verkefni hefur þannig sýnt fram á fjölbreytta möguleika menningartengdrar ferðaþjónustu og atvinnu- og verðmætaskap- andi mátt menningar. Nú er nauðsynlegt að láta af gamla vertíð- arhugsunarhættinum, sem byggist á því að róa aðeins þegar gefur, en leggja svo árar í bát. Við kynnum ekki Ísland sem frjótt menn- ingarsamfélag í eitt skipti fyrir öll – hér gildir seiglan og framsýnin við að fylgja þessum ávinningum eftir svo fræin sem sáð hefur ver- ið nái að vaxa og dafna.“ Morgunblaðið/Golli Þórunn Sigurðardóttir, Hannes Heimisson, Brynjólfur Bjarnason, Inga Jóna Þórðardóttir, Páll Skúlason, Guðrún Ágústsdóttir, Birgir Sigurðsson og María E. Ingvadóttir. Þáttaskil með menningarárinu Stjórn M2000 kynnti í gær lokaskýrslu sína. Hávar Sig- urjónsson sat kynningarfund stjórnarinnar og ræddi við Svanhildi Konráðsdóttur ritstjóra skýrslunnar. Svanhildur Konráðsdóttir. Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.