Morgunblaðið - 16.06.2001, Page 16
AKUREYRI
16 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
SJÖFN hf. á Akureyri er eina
efnaverksmiðja landsins sem
notar engin niðurbrotsefni í
framleiðsluvörur sínar. „Fyrir-
tækið tók þá stefnu fyrir tveim-
ur árum að skipta þessum efn-
um út fyrir dýrari og
umhverfisvænni efni og við er-
um staðráðnir í því að fylgja
framþróun á því sviði. Við höld-
um því hiklaust fram að Sjöfn
sé umhverfisvænasta efnavöru-
fyrirtæki landsins,“ sagði Bald-
ur Guðnason framkvæmdastjóri
Sjafnar í samtali við Morgun-
blaðið.
Í OSPAR-samkomulaginu
sem svo er kallað og Íslend-
ingar eiga aðild að er kveðið á
um að dregið verði úr notkun
efnanna nónýlfenól-etoxýlöt og
þrátt fyrir tilmæli um að notkun
þeirra í iðnaði verði hætt á
þessu ári eru þau enn fyrir
hendi í efnum frá öðrum ís-
lenskum verksmiðjum, eins og
kom fram í Morgunblaðinu í síð-
ustu viku.
Neikvæð áhrif nónýlfenóla,
sem eru eitt niðurbrotsefna
nónýlfenól-etoxýlata, og nón-
ýlfenól-etoxýlatanna sjálfra á líf-
ríkið eru þekkt og m.a. hafa rann-
sóknir vísindamanna leitt í ljós að
nónýlfenól og jafnvel nónýlfenól-
etoxýlöt hafi svipuð áhrif og kven-
hormónin estrogen. Þau geta þann-
ig haft alvarleg áhrif á frjósemi
dýra og manna.
Niðurbrotsefnin nónýlfenól eru
þrávirk, safnast fyrir í fæðukeðj-
unni og geta borist í menn, t.d. við
neyslu sjávarafurða. „Umrædd efni
hafa verið bönnuð í Svíþjóð og má
teljast undarlegt að yfirvöld holl-
ustu- og umhverfismála á Íslandi
skuli ekki fara að dæmi Svía. Ráða-
menn Sjafnar hf. ákvaðu 1999 að
hætta alveg að nota nonýlfenól-
etoxýlöt í framleiðslunni, það
var ekki sársaukalaust því
vörur án þessara efna eru jafn-
an dýrari í framleiðslu og gera
má ráð fyrir að keppinautarnir
hér innanlands, sem enn nota
nonýlfenól-etoxýlöt í sinni fram-
leiðslu, hafi náð að auka eitt-
hvað markaðshlutdeild sína
tímabundið með því að geta
boðið ódýrari vöru,“ sagði Bald-
ur Guðnason.
Ásgeir Ívarsson, efnaverk-
fræðingur hjá Sjöfn, undirstrik-
ar að notkun nonýlfenól-etox-
ýlata sé lögleg, enn sem komið
er, „en segja mætti að hún sé að
vissu leyti siðlaus,“ eins og hann
orðaði það, vegna vitneskju um
hve hættuleg þau geta reynst.
Hann segir líklegt að umrædd
efni séu í tjöruhreinsum sem
mikið séu notaðir til að þvo bíla
hérlendis, aðallega á vetrum.
Hann segir að í ársbyrjun
1999 hafi þáverandi forráða-
menn Sjafnar fyrst byrjað að
minnka notkun nefndra efna, en
„fljótlega var markvisst hafist
handa við að hætta notkun efn-
anna og þau voru öll komin úr
notkun hér þá um sumarið.“
Ásgeir segir eitthvað hafa dregið
úr notkun efnanna í framleiðslu
hérlendis, „en yfirvöld eiga að
beita sér og banna hreinlega þessi
efni fyrst framleiðendur sjá ekki
sjálfir sóma sinn í að hætta að nota
þau, líkt og Sjöfn gerði forðum,“
sagði Ásgeir Ívarsson.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri
Sjafnar hf. á Akureyri, til vinstri, og Ás-
geir Ívarsson, efnaverkfræðingur hjá
fyrirtækinu.
Sjöfn eina efnaverksmiðja landsins sem
notar ekki niðurbrotsefni í hreinsivörur
Notkunin lögleg, en
að vissu leyti siðlaus
DAGSKRÁ þjóðhátíðardags-
ins hefst kl. 13.30 á Hamar-
kotsklöppum á Akureyri. Þar
leikur Lúðrasveit Akureyrar,
Kór Glerárkirkju syngur, sr.
Guðmundur Guðmundsson
stjórnar helgistund og Sig-
urður J. Sigurðsson forseti
bæjarstjórnar flytur hátíðar-
ávarp. Skrúðganga verður kl.
14.15 frá Umferðarmiðstöð-
inni að Skautahöllinni þar
sem hátíðardagskrá fer fram
við syðri tjörnina við Skauta-
höllina. Karías og Baktería
stjórna dagskránni, en m.a.
verða flutt ávörp nýstúdenta
frá Menntaskólanum á Akur-
eyri og Verkmenntaskólanum
á Akureyri. Kristján Þór Júl-
íusson bæjarstjóri flytur
ávarp, fluttur verður leikþátt-
ur og leikin tónlist auk þess
sem flutt verða dans- og
söngatriði. Skátatívolíið Með
sól í hjarta verður á svæðinu
og einnig þrautabraut fyrir
börnin.
Um kvöldið verður sam-
koma á Ráðhústorgi sem þau
Þorsteinn Bachmann og
Laufey Brá Jónsdóttir
stjórna. Þar verður m.a. tón-
list af ýmsu tagi og eldatriði
frá fjöllistahópi. Gömlu dans-
arnir verða leiknir í göngu-
götu.
Kassabílarallý Klakks verð-
ur í Langholti kl. 11 um
morguninn og þá verður bíla-
sýning Bílaklúbbs Akureyrar
við Oddeyrarskóla opin frá kl.
10 til 18.
Fjölbreytt
dagskrá á
þjóðhátíð-
ardaginn
HÖLDUR ehf., umboðsaðili Heklu
hf. á Akureyri, er helsti samstarfs-
aðili knattspyrnudeildar KA í sum-
ar eins og undanfarin ár og er aug-
lýsing frá Mitsubishi Motors sem
fyrr á keppnisbúningi meist-
araflokks. Gengið var formlega frá
samningnum kvöld eitt í vikunni, að
viðstöddum leikmönnum KA sem
voru að ljúka æfingu en það voru
tveir fyrrverandi leikmenn félags-
ins sem staðfestu samninginn með
undirskrift. Á myndinni mundar
pennann Bjarni Jónsson, stjórn-
armaður í knattspyrnudeild KA, en
til vinstri er Steingrímur Birgisson,
framkvæmdastjóri Hölds, sem áður
hafði ritað nafn sitt á plaggið – á
baki Erlings Kristjánssonar, fyrr-
verandi fyrirliða KA og núverandi
aðstoðarþjálfara Þorvalds Örlygs-
sonar.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Höldur í samstarfi við KA
MENNTASKÓLANUM á Akur-
eyri verður slitið að morgni þjóðhá-
tíðardagsins, 17. júní, í Íþróttahöll-
inni á Akureyri. Flutt verður
tónlist og fulltrúar afmælisárganga
ávarpa samkomuna auk þess sem
Tryggvi Gíslason skólameistari
flytur ræðu.
Opið hús verður í skólanum frá
kl. 14 til 17 þar sem gestum verður
boðið að skoða húsakynni, búnað og
listaverk í eigu skólans og þiggja
kaffisopa og kökubita. Á Hólum
verður sýning á verkum nemenda,
m.a. kvikmyndum, vefsíðum, rit-
gerðum, bókum og veggspjöldum.
Hátíðarveisla nýstúdenta verður
í Íþróttahöllinni um kvöldið og er
útlit fyrir að hana sæki allt að 1.000
manns að þessu sinni.
Skólaslit MA
VERULEGUR skriður er kominn á
þróun þekkingarþorps eða hátækni-
garða í Garðabæ. Hefur skipulags-
nefnd samþykkt að kynna breytingu
á aðalskipulagi bæjarins, með það að
markmiði að hægt verði að byggja
upp slíka starfsemi í Urriðaholtslandi
sem áður var ætlað undir íbúðabyggð.
Vonir standa til að framkvæmdir geti
hafist á svæðinu strax á næsta ári.
Eins og Morgunblaðið greindi frá á
haustmánuðum er hugmyndin að
byggja á þessu svæði sérstakt sam-
félag fyrirtækja sem tengjast há-
tækniiðnaðinum og hefur verið stofn-
að sérstakt fyrirtæki, Þekkingarhúsið
ehf. um þá hugmynd. Landið er í eigu
Oddfellow-reglunnar en að sögn Ing-
vars Kristinssonar, stjórnarmanns
hjá Þekkingarhúsinu, eru samnings-
viðræður um leigu á landinu á loka-
stigi.
Hann segir að deiliskipulagsvinna á
svæðinu hafi hafist strax eftir síðustu
áramót en hönnun þess er í höndum
arkitektafyrirtækisins Tekton og
bandarísku arkitektastofunnar Arr-
owstreet. „Deiliskipulagið er að okkar
mati nánast að verða tilbúið og þegar
það er frá er næsta skrefið að fara að
teikna byggingar. Við reiknum með
því að á haustmánuðum verði gengið
til samninga við hönnuði varðandi
gatnahönnun og skolplagnir svo eitt-
hvað sé nefnt, fyrir utan húsin sjálf,“
segir Ingvar.
200–250 þúsund fermetrar
Hann segir stefnt að því að hefjast
handa við framkvæmdir upp úr ára-
mótum. „Við sjáum þetta verkefni
teygja sig yfir 25–30 ár og á þeim tíma
verður heildarbyggingamagn um
200–250 þúsund fermetrar. Fyrsti
áfangi er eitthvað um 57 þúsund fer-
metrar og hann sjáum við rísa á svona
þremur til fimm árum. Til saman-
burðar má geta þess að Smáralind er
um 61 þúsund fermetrar þannig að
þetta er töluvert mikið bygginga-
magn,“ segir Ingvar.
Að sögn Ingvars er það lykilatriði í
uppbyggingu hátæknigarðanna að fá
háskóla inn á svæðið. „Við höfum ver-
ið að kynna okkur rekstur á svona há-
tæknigörðum erlendis og það er alls
staðar sama módelið – árangurinn
hefur verið bestur þar sem háskóli,
iðnaður og rannsóknarstofnanir
koma saman að uppbyggingunni.
Þess vegna höfum við kynnt málið
fyrir háskólunum hérna í Reykjavík
og fengið mjög jákvæð viðbrögð.
Hann segir sterka fjárfesta á bak
við verkefnið og nefnir í því sambandi
þá bræður Sigurð Gísla og Jón
Pálmasyni og Íslenska hugbúnaðar-
sjóðinn. „En við munum auðvitað
bæði afla okkur hlutafjár í þessu og
svo leita til annarra fjárfesta og það
er eitt af því sem verður unnið í strax í
haust.“
„Ætlum að verða fyrstir“
En hvað með samkeppni á þessu
sviði í ljósi nýkynntra hugmynda um
hátæknimiðstöð í Kópavogi og víðar?
„Við vitum af þessum svæðum og auð-
vitað skiptir máli að vera fyrstur í
þessu. Við höfum reyndar sagt að
þessi svæði sem menn eru að horfa á
annars staðar séu of lítil, því þau ná
ekki að byggjast upp með tímanum
eins og við viljum en allstaðar erlend-
is þar sem við höfum komið hefur ver-
ið varað við því að hugsa of smátt í
upphafi.“
Hann segir ljóst að ekki sé rúm fyr-
ir marga hátæknigarða á landinu og
því sé enn mikilvægara að vera fyrstir
á ferðinni. „Við erum með fjárfesta og
fyrirtæki sem ætla að koma þarna inn
og við erum með nægjanlegt svæði til
að koma háskólum og öðrum stofn-
unum fyrir. Þetta er ekki fyrir hendi á
öðrum stöðum þannig að við ætlum
okkur að verða fyrstir og við verðum
það,“ segir hann að lokum.
Tölvumynd/Landmat og Tekton
Hugmynd að skipulagi hátæknigarða við Urriðaholtsland.
Hafist handa
á næsta ári
Garðabær
Breyting á aðalskipulagi kynnt
með hátæknigarða fyrir augum
AÐ SÖGN Ásdísar Höllu Bragadótt-
ur bæjarstjóra er skriður kominn á
málið með tillögu skipulagsnefndar
um að kynna fyrir Hafnarfjarðarbæ,
Kópavogi, umhverfisnefnd Garða-
bæjar og Náttúruvernd ríkisins
breytingu á aðalskipulagi bæjarins.
„Þetta er fyrsta stóra ákvörðunin
sem er tekin í þessu máli og ef bæj-
arstjórn samþykkir þessa tillögu
skipulagsnefndar þá færir ákvörð-
unin okkur miklu nær því að þetta
geti orðið að veruleika,“ segir hún
og bætir því við að gert sé ráð fyrir
því að þessi hugmynd fari í almenna
og opna kynningu í lok þessa mán-
aðar. Hún staðfestir að gangi allt að
óskum ætti uppbyggingin að geta
hafist strax á næsta ári.
Þá segir hún viðræður hafa staðið
við Vegagerðina um að tengja þetta
svæði við Reykjanesbrautina sem
gerði það mun meira miðsvæðis en
nú er. „Þær viðræður hafa gengið
vel og við erum með í sjónmáli
ákveðna skammtímalausn á teng-
ingu fyrir næstu árin og svo erum
við í samvinnu við Vegagerðina að
skoða lausn til lengri tíma,“ segir
Ásdís Halla.
Hún segir verkefnið afskaplega
spennandi. „Hvort þetta verður að
veruleika veit maður aldrei því það
eru margir áfangar á leiðinni. Fram
til þessa hefur þessari hugmynd þó
miðað ákaflega vel áfram og ég held
að það sé stór áfangi fyrir allt höf-
uðborgarsvæðið að það skuli loksins
vera búið að skilgreina jafn stórt
svæði fyrir hátæknigarð.“
„Miðar vel áfram“