Morgunblaðið - 16.06.2001, Qupperneq 18
SUÐURNES
18 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HÁTÍÐARHÖLD í tilefni þjóðhátíð-
ar landsmanna 17. júní verða að
venju með fjölbreyttu sniði á Suð-
urnesjum. Þjóðhátíðarnefndir bæj-
arfélaga hafa sett saman dagskrá
þar sem saman fer hátíðleiki dagsins
og sprell og fjör fyrir unga sem
aldna.
Listamaður Reykjanesbæjar
Í Reykjanesbæ keppa drengir í 7.
flokki Keflavíkur og Njarðvíkur á
Njarðvíkurvelli klukkan tíu. Flug-
módelfélag Suðurnesja kynnir flug-
flota sinn og og rafmagns- og bens-
ínbílakeppni verður við Kaffi Duus.
Safnahúsið verður opið frá 13 til 17
og sýning verður í bókasafni
Reykjanesbæjar. Klukkan tvö hefst
myndlistarsýning á Glóðinni þar
sem nemendur Reynis Katrínar sýna
og kl. 16 hefst málverkasýning
Sossu í Svarta pakkhúsinu.
Hátíðarmessa verður í Keflavík-
urkirkju og kl. 13.20 hefst skrúð-
ganga frá kirkjunni. Hátíðardag-
skrá hefst í skrúðgarðinum klukkan
14.00. Karlakór Keflavíkur flytur
þjóðsönginn, ávarp fjallkonu flytur
Anna Steinunn Jónasdóttir og ræðu
dagsins flytur Eydís Eyjólfsdóttir.
Jónína A. Sanders, formaður bæj-
arráðs, hefur síðan umsjón með út-
nefningu á listamanni Reykjanes-
bæjar 2001.
Karlakór Keflavíkur, Gunni og
Felix, Ávaxtakarfan, Jóhanna Guð-
rún, Bjarni töframaður, djasshópur
frá Kramhúsinu, Einar Ágúst og Ei-
ríkur Rósberg eldgleypir sjá um að
skemmta hátíðargestum.
Klukkan 18–20 verður haldið
barna- og fjölskylduball í Stapa og
kvöldskemmtun á Tjarnargötutorgi
hefst klukkan 20:30 og stendur til
miðnættis.
Kvölddagskrá á Vitatorgi
Í Sandgerði veður haldið víða-
vangshlaup fyrir krakka fædda 1987
og síðar kl. 11:00 við Reynisheimilið.
Hátíðardagskrá hefst á Vitatorgi kl.
15:00 þar sem boðið verður upp á
skemmtiatriði fyrir alla fjölskyld-
una. Þjóðhátíðarræðuna í ár flytur
Johan D. Jónsson ferðamálafulltrúi.
Veitingahúsið Vitinn mun bjóða upp
á kaffihlaðborð.
Kvölddagskrá verður á Vitatorgi
og hefst hún kl. 20:00. Þar verða
grillaðar pylsur fyrir gesti og gang-
andi og munu Gummi, Kiddi, Óli og
Smári halda uppi fjörinu af sinni al-
kunnu snilld.
Söngvarakeppni í Garði
Dagskráin í Garði hefst kl. 14 við
íþróttamiðstöðina með hátíðarræðu,
fánahyllingu og ávarpi fjallkon-
unnar. Ungir Garðbúar skemmta
með söng og dansi ásamt ferðaleik-
húsinu. Í söngvarakeppni fá ungir
söngvarar tækifæri,Karlakór Kefla-
víkur mætir á svæðið og tekur lagið
og hljómsveitin Sóldögg leikur fyrir
dansi.
Börnin geta tekið sér far með bíla-
lest sem ekur um hátíðarsvæðið eða
brugðið sér á hestbak. Skátarnir
munu sjá um leikbása og trúðar
skemmta hátíðargestum.
Fallhlífarstökk og fótbolti
Grindvíkingum verður boðið í
Bláa lónið klukkan tíu en hátíð-
arguðsþjónusta hefst klukkan 12.30.
Þá safnast bæjarbúar saman við
íþróttavöllinn og þar verður m.a.
karamelluregn og fallhlífarstökk.
Skrúðgangan fer frá íþróttavell-
inum að Festi og hátíðardagskrá
hefst þar klukkan 14 með ræðu bæj-
arstjóra. Steinn Erlingsson syngur
einsöng, fjallkonan flytur ávarp og
kammerkór Brimkórsins syngur. Þá
skemmta Bergur Ingólfsson og
Benedikt Erlingsson og haldin verð-
ur söngkeppni unga fólksins. Gunni
og Felix mæta á svæðið og börnin fá
að skreppa á hestbak og ferðast í
hestakerru. Keppni verður í köku-
bakstri og þeir sem smakka gefa
einkunn.
Á íþróttavellinum hefst leikur
Grindavíkur og F.C. Vilash í Int-
ertoto-keppninni klukkan 16.00.
Klukkan 16.30 sýnir Bernd Ogrod-
nik brúðuleik við Festi. Kvöld-
skemmtunin hefst klukkan 21 við
Festi en þar skemmtir m.a. ung-
lingahópur Brimkórsins og hljóm-
sveitin Citrus leikur fyrir dansi.
Fjölbreytt þjóðhátíð
Reykjanes
NÝGERÐUR kjarasamningur
Stéttarfélags sálfræðinga á Ís-
landi (SSÍ) og launanefndar
sveitarfélaga vegna sálfræð-
inga hjá Reykjanesbæ, frá 31.
maí s.l., var felldur í atkvæða-
greiðslu félagsmanna SSÍ.
Hins vegar var samningur SSÍ
við launanefndina vegna sál-
fræðinga hjá öðrum sveitar-
félögum samþykktur.
Ástæðan fyrir tvenns konar
samningum við sveitarfélögin
er sú að SSÍ samdi sérstaklega
við Reykjanesbæ árið 1998.
Reykjanesbær framseldi síðan
samningsumboðið til launa-
nefndarinnar þegar samning-
urinn varð laus í júlí á síðasta
ári. Aðilar tóku fljótlega upp
viðræður og frá áramótum fóru
þær fram samhliða vegna
beggja samninganna.
Störf þeirra sálfræðinga sem
hér um ræðir felast aðallega í
sérfræðiþjónustu við leik- og
grunnskóla, sem og við félags-
málastofnanir eða barnavernd-
arnefndir.
ÓMAR Jónsson, Sjálfstæðis-
flokki, var endurkjörinn forseti
bæjarstjórnar Grindavíkur á
síðasta fundi stjórnarinnar fyr-
ir sumarleyfi og Hallgrímur
Bogason, Framsóknarflokki,
verður áfram formaður bæjar-
ráðs.
Með Hallgrími í bæjarráði er
Ólafur Guðbjartsson, Sjálf-
stæðisflokki, og fulltrúi minni-
hlutans er Hörður Guðbrands-
son, Samfylkingunni. Er þetta
skipan helstu embætta síðasta
ár kjörtímabils bæjarstjórnar-
innar en sveitarstjórnarkosn-
ingar verða 25. maí á næsta ári.
Embættis-
menn end-
urkjörnir
Grindavík
Sálfræð-
ingar fella
samninga
Reykjanesbær
SOSSA, Margrét Soffía Björnsdóttir,
opnar í dag sýningu í Svarta pakkhús-
inu í tilefni þess að hún kveður nú sem
bæjarlistamaður en Sossa var út-
nefnd listamaður Reykjanesbæjar
hinn 17. júní 1997 til fjögurra ár. Þeim
tíma er nú að ljúka og verður nýr
listamaður útnefndur við athöfn í
skrúðgarðinum á 17. júní.
Í sýningunni kveður við nýjan tón í
verkum Sossu sem afréð að taka
skrefið alla leið yfir í abstrakt listmál-
un á þessum tímamótum. Þegar
blaðamaður heimsótti Sossu í vinnu-
stofu hennar við höfnina í vikunnni
blasti þar við fjöldi abstrakt verka.
Hlýir litir ráða ferðinni og birtan skín
í gegn þannig að ekki er laust við að
sálartetrið lifni eilítið við að horfa í
skemmtilegt samspil og form litanna
sem byggja upp sterkar myndrænar
heildir. Þó hefur Sossa ekki alveg
sagt skilið við fígúrumálun, þegar
grannt er skoðað má sums staðar
greina kunnugleg form er tengjast
fyrri verkum hennar.
Sama hvar maður er ef maður
er sáttur við sjálfan sig
Að hennar sögn kviknaði hug-
myndin um að mála abstrakt þegar
afráðið var að hún myndi kveðja sem
bæjarlistamaður með sýningunni.
„Ég er búin að vera á leiðinni en ekki
tekið stökkið alveg, þannig að stór
partur og meginhluti af sýningunni
eru abstraktmyndir. Það tók svolítið á
að taka þetta stökk og ég fór til Aust-
urríkis og fékk þar lánaða íbúð í tæp-
an mánuð þar sem ég byrjaði. Ég hef
verið mikið í fígúrum sem hafa verið
að leysast upp síðustu árin. Það má
svo sem ennþá sjá fígurur í þessum
verkum, ef maður rýnir vel, en þetta
er meira brotið upp en venjulega. Það
var alveg meðvitað að ég gerði þetta
svona og lét slag standa og láta reyna
á þetta. Það er líka gaman að breyta
til.“
Aðspurð hvaða þýðingu það hafi
haft að vera bæjarlistamaður segir
Sossa það fyrst og fremst felast í titl-
inum og upphefðinni sem því fylgir.
Sú breyting varð þó að hún opnaði
vinnustofuna meira fyrir bæjarbúum
og hefur undanfarin ár tekið á móti
bæði einstaklingum og hópum, allt frá
leikskólabörnum og upp úr. „Vegna
þessa titils hef ég verið sýnilegri og
hef alltaf haldið jólaboð hérna á
vinnustofunni og boðið þá fólki að
koma og skoða hvað ég er að gera,
svona í byrjun aðventu, og það er orð-
ið hefðbundið.“
Hugmyndir sínar sækir Sossa ekki
síst í hafið og náttúruna og segist hafa
tekið eftir því í Austurríki að litirnir
hafi breyst og háhýsi og annað komið
inn í myndirnar sem ekki hafi sést þar
áður. „En það hefur allt áhrif á mann,
bæði fólk sem maður hittir, umhverf-
ið og náttúran.“
Sossa segist líta á málaralistina
sem hverja aðra vinnu og mætir hún á
hverjum degi í vinnustofuna og þá oft
um helgar. „Þetta byggist allt á því að
maður fari alltaf einu skrefi lengra og
þá er þetta auðvitað bara vinna. Það
er líka þannig að þegar maður vinnur
hjá sjálfum sér verður maður að vera
harður húsbóndi, af því að það er svo
auðvelt að koma ekki. Ég gæti verið
myndarleg húsmóðir, en er það ekki
og vinn frekar við þetta,“ segir Sossa.
Á næsta ári mun Sossa færa sig um
set þegar ný vinnustofa, sem nú er
byrjað að byggja, verður tilbúin við
heimili hennar. Sossa segir það ótví-
ræðan kost að hafa vinnustofuna
heima fyrir því hugmyndirnar geri
ekki alltaf boð á undan sér. Þá er gott
að geta farið strax í vinnustofuna og
hafist handa sem getur verið snúið
þegar stofan er fjarri og sér í lagi þeg-
ar hugmyndir fæðast seint að kvöldi.
Sýning Sossu hefst í dag klukkan
16 og stendur yfir til 24. júní.
Bæjarlistamaður kveður með sýningu í Svarta pakkhúsinu
Tók stökkið yfir í
abstrakt listsköpun
Morgunblaðið/Eiríkur P.
Sossa í vinnustofu sinni við höfnina með nýmáluð verk að baki.
Reykjanesbær
SPRENGJA fannst rétt utan við
svæðið þar sem gamla ratsjárstöðin í
Rockville er staðsett og var lögregl-
an á Keflavíkurflugvelli kölluð til
ásamt herlögreglumönnum. Í ljós
kom að um var að ræða vissa tegund
af reyksprengju sem notuð er við æf-
ingar og gefur frá sér gulan reyk.
Sprengjan var ósprungin. Það voru
tveir Svisslendingar á vegum með-
ferðarstöðvarinnar í Rockville sem
fundu sprengjuna, en þeir þorðu
ekki að snerta á henni þar sem pinn-
inn var ennþá í sprengjunni og líktist
hún handsprengju. Herlögreglu-
mennirnir sem mættu á staðinn út-
skýrðu um hvaða hlut væri að ræða.
Lögreglan hvatti jafnframt til þess
að slíkir hlutir væru ekki snertir, ef
þeir fyndust, heldur að kallaðir væru
til sérhæfðir menn til að fjarlægja
slíka hluti.
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Herlögreglumenn virða fyrir sér reyksprengjuna sem fannst við
Rockville ásamt fulltrúa lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli.
Fundu sprengju
við Rockville
Miðnesheiði
LABRADORTÍKIN Ugla, sem
er tæplega þriggja ára gömul,
hefur aðstoðað við að bera út
Morgunblaðið síðan hún var
fimm mánaða en hún lét ný-
lega af störfum og flutti norð-
ur á Strandir.
Vakti eigandann og
fylgdist með töskunum
Ugla hefur séð til þess að
áskrifendur í Innri-Njarðvík
hafa fengið blaðið sitt í tíma
og vakti alltaf eigandann, Arn-
heiði Guðlaugsdóttur, sam-
viskusamlega klukkan hálfsex
á morgnana og linnti ekki lát-
um fyrr en farið var af stað því
hún ætlaði ekki að verða of
sein í vinnuna. Hún þekkti líka
húsin þar sem kaupendur
blaðsins búa og hljóp alltaf á
undan að tröppunum. Ekki
mátti heldur hreyfa Mogga-
töskuna innanhúss, þá stillti
hún sér upp við útidyrnar.
Myndin er tekin þegar Ugla
afhendir Margréti Birnu
Valdimarsdóttur Morg-
unblaðið síðasta útburðardag-
inn og þiggur bein að launum
en Magrét Birna hefur verið
áskrifandi Morgunblaðsins í
tæp 40 ár.
Morgunblaðið/Arnheiður
Ugla ber út Morgunblaðið til
Margrétar Birnu Valdi-
marsdóttur í Innri-Njarðvík.
Ugla
lætur af
störfum
Reykjanesbær