Morgunblaðið - 16.06.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 16.06.2001, Qupperneq 21
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 21 NEFND, sem sjávarútvegsráðherra skipaði til að gera samanburð á nú- verandi starfsumhverfi sjó- og land- vinnslu, leggur áherslu á að jafna að- stöðumun land- og sjóvinnslu en bættur hagur landvinnslu á ekki að verða á kostnað sjóvinnslu enda ráði mörg stærri fyrirtækin yfir báðum vinnsluaðferðunum. „Aðalatriðið er að koma í veg fyrir brottkast og só- un verðmæta,“ segir Gunnar Birg- isson, formaður nefndarinnar. Hinn 24. ágúst 1999 skipaði sjáv- arútvegsráðherra Árni M. Mathie- sen nefnd undir formennsku Gunn- ars I. Birgissonar alþingismanns sem fékk það hlutverk að gera sam- anburð á starfsumhverfi sjó- og landvinnslu. Aðrir nefndarmenn voru skipaðir Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stálskipa hf., og Elínbjörg Magnúsdóttir, varafor- maður verkalýðsfélags Akraness. Jón Atli Kristjánsson hagfræðingur var starfsmaður nefndarinnar og Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmað- ur sjávarútvegsráðherra, vann mikið með nefndinni. Nefndin komst ekki að samkomu- lagi varðandi niðurstöður og skilaði Guðrún Lárusdóttir séráliti. Gunnar Birgisson segir að rætt hafi verið við fjölda manns til að fá sem gleggsta mynd af viðhorfum innan sjóvinnslunnar og landvinnsl- unnar. Einnig gekkst hún fyrir ít- arlegri könnun sem var gerð meðal 2.200 sjómanna á umfangi og ástæð- um brottkasts. Helstu niðurstöður meirihlutans Tillögur nefndarinnar miða m.a. að því að auka framboð hráefnis en aðgengi að hráefni hefur áhrif á samkeppnisstöðuna þannig að þeir sem ráða yfir veiðiheimildum eru í betri stöðu en þeir sem þurfa að kaupa að allt sitt hráefni. Samkvæmt „brottkastskönnun“ nefndarinnar er ljóst að óviðunandi brottkast er stundað á Íslandsmið- um. Flestir sjómenn töldu að stærsti hluti þess væri undirmálsfiskur, en tillögur nefndarinnar miðast að því að hann komi að landi í stað þess að vera hent. Því er lagt til að leyfilegur hluti undirmálsfiskjar í hverri veiði- ferð verði 10% í stað 7% nú og að undirmálsfiskur teljist 35% til afla- marks í stað 50% nú. Í annan stað er lagt til að útflytj- endum á óunnum fiski sé gert skylt að bjóða hann rafrænt til sölu á inn- lendum fiskmarkaði áður en hann er fluttur úr landi. Í þriðja lagi er lögð áhersla á að styrkja rafræn viðskipti með fiskaf- urðir og hráefni. Í fjórða lagi er lagt til að hval- veiðar verði hafnar strax, en hvalir eru í harðri samkeppni við manninn um nýtingu sjávarauðlinda. Bent er á að kvótabundinn fiskur sé ekki vigtaður með samræmdum hætti, en vigtun sé einn af lykilþátt- um í aflamarkskerfinu til ákvörðun- ar aflamarks og nýtingar í vinnslu. Í þessu sambandi er lagt til að afli sé vigtaður inn á vinnslulínur frysti- og fullvinnsluskipa en veitt nokkurra ára aðlögun til þess. Þá verði reglum um ís í keyptum afla breytt úr því að vera fastur 3% frádráttur í allt að 7% allt eftir aðstæðum á hverjum stað. Lagt er til að íslensk stjórnvöld athugi möguleika á frekari samning- um við Rússa og Grænlendinga sem auki og tryggi veiðiréttindi og fisk- viðskipti á grundvelli gagnkvæmra hagsmuna þjóðanna. Ennfremur beinir nefndin þeim tilmælum til sjávarútvegsráðuneyt- isins og Hafrannsóknastofnunar að aukin áhersla verði lögð í rannsóknir á veiðarfærum, veiðihæfni þeirra og áhrif sem veiðarfæri hafa á botn- gróður og dýralíf. Helstu niðurstöður minnihlutans Guðrún Lárusdóttir hefur tekið fullan þátt í vinnu nefndarinnar, en lýsir í séráliti sínu, sig andvíga til- lögu meirihlutans um að skylt verði að vigta afla inn á vinnslulínur frystitogaranna. Hún telur að hér sé um að ræða milljóna kostnað fyrir hvert skip og mjög íþyngjandi fyrir sjóvinnsluna. Hún segir að bak- reiknaðir nýtingarstuðlar hafi verið notaði frá því fyrstu vinnsluskipin komu. Þeir hafi reynst hvetjandi fyr- ir sjómenn að nýta hráefnið sem best enda álíti Fiskistofumenn að breytanlegir stuðlar séu hvetjandi fram yfir fasta stuðla. Þá sé fórn- arkostnaðurinn við að vigta inn á vinnslulínur óheyrilegur og vandséð sé hvort vigtun inn á vinnslulínur frystiskipa bæti hag landvinnslu. Augljóst sé að tillagan miðist að því að gera sjóvinnslu erfiðara fyrir. Guðrún Lárusdóttir er einnig and- víg tillögu um að skylt verði að bjóða (rafrænt) til sölu á íslenskum fisk- markaði allan fisk sem flytja á úr landi í gámum og /eða skipum. Hún telur þetta hömlur á eðlilegan ákvörðunarrétt útgerðaraðila. Að sögn Guðrúnar Lárusdóttur er eftirlit með vinnsluskipum nánast eina eftirlitið sem framkvæmt er með skipum, en í brottkastsskýrsl- unni komi fram að eftirlit sé lítið. Hún segir ennfremur að sjóvinnslan sé hagkvæmari vegna þess hve fjár- festingin nýtist vel enda sé unnið all- an sólarhringinn á vöktum. Hráefnið sé líka ferskara en í landvinnslu. Guðrún Lárusdóttir segir að linnu- lausar deilur um stjórn fiskveiða hafi verið skaðlegar og valdið óvissu í greininni. Íslendingar þurfi að láta af innbyrðis deilum og einbeita sér að því að vera samkeppnishæfir við erlenda aðila um markaði. Ósk um sátt Elínborg Magnúsdóttir tekur í sama streng og Gunnar I. Birgisson. Hún segist telja að brottkasts- skýrsla nefndarinnar sé eitt hið merkasta sem lengi hafi verið gert í atvinnugreininni og vonar að tillög- urnar falli í góðan jarðveg. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segist hafa kosið að nefnd- in hefði komist að sameiginlegri nið- urstöðu en ekki sé hægt að gera kröfu til þess. Skýrslan verði tekin til skoðunar og frekari ákvarðanir teknar í kjölfarið. Morgunblaðið/Sverrir Guðrún Lárusdóttir gerir grein fyrir séráliti sínu. Henni á vinstri hönd eru Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og nefndarmennirnir Gunnar Birgisson og Elínbjörg Magnúsdóttir. Aðalatriðið að brottkast hverfi STJÓRN Lyfjaverslunar Íslands hf. sendi tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands í gær í tilefni af þeim ágreiningi sem uppi er á milli tiltek- inna hluthafa í félaginu. Þar segir að stjórnin vilji koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri við Verð- bréfaþingið og aðila á verðbréfa- markaði: „Á grundvelli stefnumótunar félagsins, sem samþykkt var af stjórn þess á síðasta ári og í sam- ræmi við samþykkt aðalfundar félagins árið 2000 um breytingar á tilgangi félagsins, hefur stjórn Lyfjaverslunar Íslands hf. unnið að því að útvíkka starfsemi félagsins með kaupum á og samruna við félög í starfsemi á sviði heilbrigðisþjón- ustu. Í samræmi við stefnumót- unina og skv. heimild hluthafafund- ar sem haldinn var hinn 24. janúar 2001 hefur félagið gengið til samn- inga við eigendur þriggja félaga um kaup eða samruna, þ.e. A. Karlsson ehf., Thorarensen lyf ehf. og Frum- afl hf. Þegar hefur verið gengið frá samruna A. Karlssonar ehf. og Lyfjaverslunar Íslands hf. Í tengslum við þá samninga var Að- alsteini Karlssyni, aðaleiganda A. Karlssonar ehf. og Lárusi Blöndal stjórnarformanni A. Karlssonar ehf., gerð grein fyrir því að félagið væri að vinna í samningum við eig- endur Frumafls hf. um yfirtöku á því félagi. Var þeim gerð grein fyrir rekstraráætlunum sem lágu fyrir og kaupverði á hlutum í Frumafli hf. Af því tilefni lýsti Aðalsteinn Karls- son því skriflega yfir að hann mundi ekki gera athugasemdir við þau kaup. Þegar kom að því að fjalla um málið í stjórn félagsins í síðasta mánuði gerði Lárus Blöndal þá ný- kjörinn stjórnarmaður í umboði Að- alsteins Karlssonar athugasemdir við kaupsamninginn við Frumafl hf. Eftir ítarlega umfjöllun um málið á nokkrum stjórnarfundum Lyfja- verslunar Íslands hf. var það nið- urstaða stjórnar félagsins að félagið væri skuldbundið gagnvart eigend- um Frumafls hf. og að það gæti orð- ið skaðabótaskylt ef það mundi ekki efna samninginn. Þessi niðurstaða fékk stuðning í lögfræðilegum álit- um sem stjórnin aflaði sér frá lög- manni sem ekki tengdist málsaðil- um. Það var því niðurstaða stjórnar að bóka þessa niðurstöðu sína á stjórnarfundi félagsins. Með sama hætti staðfesti stjórn félagsins að henni bæri að standa við samning félagsins við Thorarensen lyf ehf. Ágreiningur hluthafanna snýst um það hvort komist hafi á bindandi samningur á milli Lyfjaverslunar Íslands hf. og eigenda Frumafls hf. eða ekki. Nú hefur Aðalsteinn Karlsson ásamt tveimur öðrum hluthöfum í Lyfjaverslun Íslands hf. lagt ágreining um þetta atriði til úr- skurðar hjá yfirvöldum og mun af- staða þess til málsins liggja fyrir innan tíðar. Rétt þykir að taka fram að ágreiningur hluthafanna, eins og hann hefur verið kynntur stjórn félagsins, snýst ekki um það að kaupin á Frumafli hf. séu ekki í samræmi við stefnumótun félagsins og heimildir stjórnar til þess að út- víkka starfsemi þess með kaupum á öðrum félögum. Einungis er ágrein- ingur um það hvort kaupverðið sé of hátt eða lágt. Þá þykir rétt að upplýsa að stjórn félagsins tók ákvörðun um kaup á A. Karlssyni ehf., Thorarensen lyf ehf. og Frum- afli hf. á grundvelli mats stjórn- armanna félagsins og ráðgjöf sér- fræðinga félagsins, en ekki á grundvelli verðmats utanaðkomandi aðila. Það er hluti af starfskyldum og ábyrgð stjórnarmanna að leggja sjálfstætt mat á kaupverð í samn- ingum af þessum toga á grundvelli þeirra forsendna sem þeir telja eðli- legar. Í ljósi fréttaflutnings af málefn- um félagsins og þess að allnokkur viðskipti hafa átt sér stað með hlutabréf í félaginu að undanförnu leggur stjórn félagsins til við Verð- bréfaþing Íslands hf. að hlutabréf félagsins verði sett á athugunarlista þannig að hagsmunum almennra hluthafa í félaginu og annarra fjár- festa sé í hvívetna gætt.“ Tilkynning stjórnar Lyfjaverslunar um ágreining hluthafa Félagið skuldbund- ið gagnvart eig- endum Frumafls MORGUNBLAÐIÐ hefur undir höndum lögfræðilega álitsgerð sem Magnús Thoroddsen, hæstaréttar- lögmaður, tók saman að beiðni Jó- hannesar Sigurðssonar, hæstarétt- arlögmanns, fyrir hönd Lyfjaverslunar Íslands, vegna samninga eða samningaviðræðna við eigendur Frumafls, dagsetta 15. júní 2001. Niðurstöður Magnúsar eru eft- irfarandi: „Kominn er á bindandi samningur um það, að Lyfjaverslun Íslands hf. kaupi 44,44% af hlutafé Frumafls hf. og greiði fyrir það með 80 milljónum í hlutafé L.Í. hf., með hugsanlegum reikningsfrávikum vegna fyrirvara um vexti í minnisblaði stjórnarinnar. Þar sem ég lít svo á, að komizt hafi á bindandi samningur milli félag- anna, yrði L.Í. hf. bótaskylt gagn- vart Frumafli hf., samkvæmt al- mennum reglum skaðabóta- og samningsréttar, ef það neitaði að standa við samninginn. Um leið og ég undirrita þessa álitsgerð, lýsi ég yfir því, að ég á ekk- ert hlutafé í framangreindum félög- um og er óháður eigendum þeirra og stjórnendum. Reykjavík, 15. júní 2001.“ Undir álitsgerðina ritar Magnús Thoroddsen, hæstaréttarlögmaður, nafn sitt. Kominn er á bind- andi samningur Lögfræðileg álitsgerð Magnúsar Thoroddsen athugasemdir þess skipt eign sinni upp og meðal annars sett í sjóði á vegum bankans. Voru aðeins í stuttan tíma yfir mörkunum „Ráðuneytið hafði ekki vitn- eskju um að hlutur Íslandsbanka hefði farið yfir 7% mörkin,“ segir Gunnar. „Staðreyndin er hins veg- ar sú að þetta var í mjög stuttan tíma, eða rúmlega tvo mánuði. Hluthafalisti berst ráðuneytinu tvisvar á ári frá Íslenskum aðal- verktökum, á haustin og eftir aðal- fund félagsins á vorin, og þetta gerðist einfaldlega í millitíðinni.“ Gunnar segir ennfremur að UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hafði að sögn Gunnars Gunnars- sonar, sendiherra og skrifstofu- stjóra varnarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins, ekki vitneskju um að eignarhlutur Íslandsbanka hefði fyrr á þessu ári farið yfir 7% í Íslenskum aðalverktökum. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær er tilnefning Ís- lenskra aðalverktaka til verktöku fyrir Varnarliðið háð því skilyrði ráðuneytisins að enginn einstakur hluthafi annar en ríkið eigi stærri hlut en 7%. Á sama stað kom fram hjá stjórnarformanni félagsins að Íslandsbanki hefði á ákveðnum tíma farið yfir þessi mörk, en eftir reglur ráðuneytisins kveði á um tveggja mánaða frest til að minnka eignarhlut fari hann yfir 7%. „Það sem ráðuneytið bíður eftir núna,“ segir Gunnar, „er svar frá stjórn Íslenskra aðalverktaka um það hvort einstakir hluthafar séu nú fyrir ofan 7% mörkin.“ Gunnar segir einnig aðspurður að á þessu stigi málsins vilji ráðu- neytið bíða með að taka afstöðu til þess hvernig beri að túlka nánar regluna um 7% hámarkseign ein- staks aðila með tilliti til þess hvort einstakur aðili geti í raun átt meira en 7% með því að skipta eign sinni niður á fleiri en eitt félag. Beðið verður með að túlka regluna Regla utanríkisráðuneytisins um 7% hámarks eignarhlut í Íslenskum aðalverktökum VIÐSKIPTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.