Morgunblaðið - 16.06.2001, Page 26

Morgunblaðið - 16.06.2001, Page 26
NEYTENDUR 26 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í HÆSTARÉTTI BRETLANDS Nr. 2651/2001 CHANCERY DIVISION COMPANIES COURT Í MÁLI FRIENDS’ PROVIDENT LIFE OFFICE - og - Í MÁLI FRIENDS PROVIDENT LIFE AND PENSIONS LIMITED - og - Í MÁLI INSURANCE COMPANIES ACT 1982 TILKYNNT ER HÉR MEÐ í samræmi við 4. mg., viðauka 2C við Insurance Companies Act 1982 (Lög um tryggingafyrirtæki, 1982) að þann 11. júní 2001 var gerð tilskipun frá Her Majesty’s Court of Justice (Dómstól Bretlands) samkvæmt 1. hluta þess viðauka til að leyfa áætlun („UK Scheme“) til þess að færa mætti til Friends Provident Life and Pensions Limited („FPLP“) þau skírteini sem heyra til langtímavið- skipta á vegum Friends’ Provident Life Office („FPLO“) í United Kingdom (Stóra-Bretlandi og Norður Írlandi). ENNFREMUR ER TILKYNNT HÉR MEÐ að þann 12. júní 2001 var gerð tilskipun frá Royal Court of Guernsey (Konunglega dómstól Guernsey) til að leyfa áætlun („Guernsey Scheme“) til þess að færa mætti til FPLP þau skírteini, sem heyra til langtímaviðskipta á vegum FPLO á Guernsey. Að því tilskyldu að útistandandi skilmálum UK Scheme sé mætt, munu yfirfærslur samkvæmt UK Scheme og Guernsey Scheme fara fram 9. júlí 2001. Tilkynning um yfirfærslurnar birtist einnig í Legal Gazette (Lögbirtingarblaði) þann 23. mars 2001. Þar sem, hvað varðar sérhvert skírteini sem heyrir til viðskiptanna sem yfirfærð verða samkvæmt annað- hvort UK Scheme eða Guernsey Scheme, hvort sem á við, ríki skuldbindingarinnar er aðiljaríki annað en United Kingdom (Bretland) (samkvæmt skilgreiningu þess orðs hvað viðkemur þá áætlun) og tryggingar- skírteinishafi á rétt á að afturkalla skírteinið vegna skuldbindingarinnar, má þá nýta sér þann rétt á tímabili sem nemur 21 degi frá þeim degi sem þessi tilkynning birtist (eða, þar sem við á, á því lengra tímabili sem leyft má vera samkvæmt lögum ríkis skuldbindingarinnar). DAGSETT þann 16. júní 2001. Herbert Smith Exchange House Primrose Street London EC2A 2HS Englandi. Tilv. 2067/2555 Lögfræðingar fyrir hönd FPLO og FPLP in almennt. „Það hefur ekki verið, við höfum ekki látið það skipta máli í sambandi við bensín og annað.“ Lífrænn áburður úr rabarbaraseyði Hvernig á hlutfallið af grænsápu- blöndu og rabarbaraseyði að vera þegar úða á í garðinum með þessum lífrænu vörnum? Að sjálfsögðu eru til nokkrar mis- munandi uppskriftir fyrir þessa blöndu. Að sögn Láru Jónsdóttur garðyrkjufræðings er sú blanda sem hún mælir með eftirfarandi: „Blöð af rabarbara eru brytjuð niður og lögð í bleyti í ryðfrían stálpott og suðan lát- in koma upp. Þegar suðan er komin upp er seyðið látið kólna. Þegar það er orðið kalt er vökvinn síaður frá. Gott er að leysa upp eina matskeið af grænsápu í hvern lítra af vökva. Síð- an er vökvanum tappað á flöskur og hann geymdur þannig. Þegar úðað er á plönturnar er einn desilítri af þessum vökva settur í einn til tvo lítra af vatni.“ Eru FÍB og ESSO-safnkorta- klúbbur í samstarfi? Ef fólk gengur í Félag íslenskra bifreiðaeigenda er það sjálfkrafa komið í ESSO-safnkortaklúbbinn? Hvers vegna hjá einu félagi frekar en öðru? Ólafía Ásgeirsdóttir fulltrúi FÍB segir það vera rétt, þegar gengið er í FÍB er fólk sjálfkrafa komið í Safn- kortaklúbb ESSO. „Þetta er bara einn af notkunarmöguleikum félags- skírteinisins en fólk þarf ekki að nota það sem safnkort frekar en það vill. Þetta er í raun gert til þæginda fyrir þá sem vilja safna punktum, til að fækka kortum.“ Aðspurð af hverju ESSO frekar en eitthvað annað félag segir Ólafía: „Á sínum tíma var óskað eftir samstarfi við olíufélögin og því stóð öllum til boða samstarf við okkur. Þetta félag var ekki valið úr án þess að tala við alla aðila.“ Ólafía telur þetta sam- starf ekki skapa hagsmunaárekstra þegar kemur að gagnrýni á olíufélög- Spurt og svarað um neytendamál FYRIR nokkru lækkaði verð á ávöxtum og grænmeti í verslunum Krónunnar og Bónuss. Undanfarið hafa viðskiptavinir þar t.d. getað keypt kíló af sveppum á um 195 krónur í stað 595 króna. Þá hafa fleiri tegundir eins og agúrkur, tómatar, appelsínur, epli, bananar, jöklasalat og jarðarber verið seldar með svipuðum afslætti. Hálft kíló af jarðarberjum kostaði t.d. 299 krón- ur í Bónus í gær en áður voru 200 g seld á um 189 krónur í versluninni. Óvíst hversu lengi lækkunin varir Guðmundur Marteinsson fram- kvæmdastjóri Bón- uss segir að í kjölfar opnunar nýrrar Bónusverslunar á Selfossi hafi farið af stað verðlækkun á ávöxtum og grænmeti í öllum verslunum Bónuss og Krónunnar, en báðar þessar verslanakeðjur eru nú með útibú á Selfossi. Guðmundur segir, að í Bónus gildi sú regla nú sem endranær, að Bónus bjóði lægsta verðið og þá sé alveg sama hversu lágt verð sam- keppnisaðilar séu að bjóða. „Það er ómögulegt að segja hversu lengi þessi verðlækkun stendur núna, en við fylgjumst með og okkar mark- mið er bara að vera ávallt með lægsta verðið. Það er ekkert flókn- ara.“ Sigurjón Bjarnason fram- kvæmdastjóri Krónunnar segir að verðið á ávöxtum og grænmeti hafi verið lágt í Krónunni undanfarið og í sumum tilfellum í nokkrar vikur. Hann segir þó mismunandi eftir dögum hvaða grænmeti og ávextir lækki í verði og segir að síðustu daga hafi það t.d. verið bananar, appelsínur, sveppir, og jöklasalat. „Afslátturinn er mismunandi hverju sinni en hann hefur verið töluverður.“ Þegar Sigurjón er spurður hversu lengi Krónan ætli að vera með í þessari verðsamkeppni segir hann ómögulegt að segja til um það, verðið breytist daglega og jafnvel á klukkutíma fresti. Bónus og Krónan lækka verð á ávöxtum og grænmeti Morgunblaðið/Ásdís Hörð verðsamkeppni í kjöl- far opnunar Bónuss á Selfossi ÞEGAR Hollustuvernd ríkisins og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga tóku nýlega 59 sýni úr ferskum kjúkling- um um land allt og rannsökuðu m.t.t. salmonellu og kamfýlóbakter reynd- ust öll sýnin neikvæð. Úttektin var gerð á tímabilinu 21. maí – 7. júní. Á sama tíma árið 2000 fannst kamfýló- bacter í 11% af ferskum kjúklingum sem þá voru rannsakaðir en Salmon- ella hefur ekki fundist í kjúklingum á Íslandi undanfarin ár. Elín Guðmundsdóttir, matvæla- fræðingur hjá Hollustuvernd ríkis- ins, segir að þessi árangur sé einstak- ur ef borið er saman við aðrar þjóðir og hún segir að hann megi þakka samstilltu átaki kjúklingaframleið- enda og heilbrigðisyfirvalda. „Þrátt fyrir þessar góðu niðurstöður er minnt á vandaða meðferð kjötmetis, einkum fuglakjöts sem nauðsynlegt er að gegnsteikja eða sjóða með full- nægjandi hætti. Þá er fólk minnt á að gæta fyllsta hreinlætis við undirbún- ing og matreiðslu og að tryggja full- nægjandi kælingu á hrámeti og af- göngum.“ Ferskir kjúklingar rannsakaðir Engin sýni sýkt ÞEIR sem slá með bensíndrifnum sláttuvélum gætu verið að anda að sér krabbameinsvaldandi efn- um í útblæstrinum. Í nýlegri sænskri rannsókn, sem unnin var af Dr. Peter Westerholm við Stokkhólmsháskóla og fjallað var nýlega um á fréttavef BBC, kom fram að við það að slá gras í klukkutíma myndast jafn mikil loftmengun og venjulegur bíll gefur frá sér í 150 kílómetra akstri. Í niðurstöðum hans kemur einnig fram, að með því að setja mengunarvarnarbúnað á sláttu- vélarnar, megi minnka meng- unina um 90% á krabbameins- valdandi efnunum og um 30 til 50% á öðrum mengandi efnum. Sláttuvélaframleiðendurnir hjá Atco-Qalcast, sem er stærsti sláttuvélaframleiðandi á Bret- landi, segja slíkt vera ómögulegt vegna gríðarlegs kostnaðar. Þór Tómasson, verkefnastjóri á mengunarvarnasviði hjá Holl- ustuvernd ríkisins, segir þetta vera þekkt vandamál með gömlu bensínsláttuvélarnar. Hann mælir með því að bensínsláttuvélar séu stilltar reglulega til að minnka loftmengun. „Fyrir einstakling, sem slær nokkrum sinnum á sumri, munar þetta trúlega engu. Ég mundi samt mæla með handsláttuvél eða rafmagnssláttuvél frekar en bensínsláttuvél.“ Lúðvík Gústafsson, sviðsstjóri umhverfissviðs hjá Heilbrigð- iseftirliti Reykjavíkur, segir þetta aldrei hafa verið rannsakað sérstaklega hér á landi, en segir að í fljótu bragði telji hann mengunina frá sláttuvélum hverfandi miðað við mengun frá bílum. „Það eina sem ég get sagt er að í bensíninu er efnið bensen, sem hefur verið notað í staðinn fyrir blý í blýlausu bensíni.“ Efn- ið bensen er krabbameinsvald- andi, en áhrif þess koma þó ekki fram í útblæstrinum að sögn Lúðvíks, heldur kemur það í gufum þegar maður andar að sér bensínlykt. Einnig gætu sótagnir í út- blæstrinum verið krabbameins- valdandi, en Lúðvík segir að sót- agnir frá sláttuvélum séu eflaust hverfandi á við þær sótagnir sem myndast þegar grillað er, eða út- blástur díselbíla. Lúðvík vill þó ekki gera lítið úr vandamálum tengdum útblæstri frá sláttu- vélum, en segist ekkert hafa heyrt um hann sérstaklega und- anfarið. Bensínsláttuvélar að verða vinsælli Jóhannes Valdimarsson er framkvæmdarstjóri Hvells, en þar eru seldar sláttuvélar og boðið upp á viðgerðaþjónustu. Hann segir meðferð á sláttu- vélum oft ábótavant hjá fólki. Þó bendir hann á að sumir komi allt- af með vélarnar í stillingu á vor- in og sé það vel. Hann tekur þó fram að ef meðferð á vélinni er góð og bensín ekki látið standa í henni allan veturinn sé eflaust nóg að stilla vélina annað hvort vor. Aðspurður um hvort sala á bensínsláttuvélum hafi minnkað segir hann: „Einmitt ekki, það er aukning í bensínvélunum á með- an rafmagnsvélarnar virðast vera á útleið“ Ekkert eftirlit Aðspurður um eftirlitsskyldu Vinnueftirlits ríkisins með sláttu- vélum segir Björn S. Pálsson eft- irlitsmaður: „Það er ekki neitt eftirlit með loftmengun frá sláttuvélum yfir höfuð, í vinnu- skóla eða annarsstaðar.“ Vinnu- veitandanum er því í sjálfsvald sett hvort hann stillir vélina eða ekki. Arnfinnur Jónsson skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur segir að sláttuvélum vinnuskólans sé vel haldið við. „Við rekum þjónustu- miðstöð, sem hefur eftirlit með öllum verkfærum og öðru slíku. Þar erum við með starfsmann sem hefur það verkefni á veturna að hugsa um þessar vélar. Mót- orsláttuvélar og vélorf eru yf- irfarin, hver einasta vél, athuguð kerti og stillt það sem þarf að stilla og almennu viðhaldi sinnt. Svo er þetta geymt í upphituðu húsi yfir veturinn og hugsunin er sú, að þetta sé til reiðu og eins tilbúið og hugsast getur þegar sumarstarfið hefst.“ Krabbameinsvaldandi efni í útblæstri bensínsláttuvéla? Morgunblaðið/Arnaldur Ekkert eftirlit er í vinnuskólum með loftmengun frá sláttuvélum. Regluleg stilling dregur úr loftmengun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.