Morgunblaðið - 16.06.2001, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Spurning: Ég var að lesa gömul
Morgunblöð, sem ég fæ send til
mín þar sem ég bý erlendis, og
rakst á svör þín við spurningum
lesenda um „Þunglyndislyf og lík-
amsþyngd“. Þú talaðir um þessa
mismunandi lyfjaflokka. Konan
mín var greind með þunglyndi
(manic depression eða geð-
hvarfasýki) fyrir um 20 árum og
hefur hún tekið lyf síðan. Fyrst tók
hún Anafranil (klómipramín) í
nokkurn tíma en varð að hætta að
taka það lyf vegna þess að hún datt
niður einhvers staðar og var flutt á
spítala. Læknirinn okkar (sérfræð-
ingur á þessu sviði) gaf henni svo
Tolvon (míanserín) sem hún hefur
tekið síðan og Neurotop (karbama-
zepín). Þessi lyf hafa virkað sæmi-
lega en ekki alveg 100% og hafa
aukaverkanir. Einhvern veginn
finnst mér þó að þetta séu gam-
aldags lyf (sérstaklega Tolvon) og
að það séu mun betri lyf notuð nú
til dags. Það er mjög erfitt fyrir
mig að fá upplýsingar um þessi efni
svo mér datt í hug að spyrja þig
ráða
Svar: Þunglyndi er af nokkrum
mismunandi gerðum og meðferðin
fer dálítið eftir því. Þunglyndi má
skipta í þrjá meginflokka: 1) þung-
lyndi vegna utanaðkomandi erf-
iðleika, 2) þunglyndi án augljósrar
ástæðu og 3) geðhvarfasýki þar
sem skiptast á þunglyndi og oflæti
(æði). Um 60% tilfella tilheyra
fyrsta flokknum og þessi tegund er
meðhöndluð með þunglynd-
islyfjum, um 25% tilheyra flokki
tvö og eru sömuleiðis meðhöndluð
með þunglyndislyfjum og um 15%
tilheyra síðasta flokknum sem er
meðhöndlaður með þunglynd-
islyfjum og auk þess með ýmsum
lyfjum sem draga úr geðsveifl-
unum.
Flest bendir til að þunglyndi
stafi af skorti á taugaboðefnum á
vissum stöðum í heilanum og að um
sé að ræða taugaboðefnin noradr-
enalín og serótónín. Taugaboðefni
eru efnasambönd sem losna úr
taugaendum og flytja taugaboð frá
einni taugafrumu til annarrar.
Þunglyndislyf voru fyrst þróuð á
sjötta áratugnum og verka þannig
að þau auka framboð á þessum
taugaboðefnum í heilanum en þau
gera það á mismunandi hátt. Þessi
lyf gera oft mikið gagn og bjarga
mörgum mannslífum. Þunglynd-
islyfjum má skipta í nokkra meg-
inflokka: þríhringlaga lyf (klómipr-
amín, nortriptýlin og mörg fleiri),
MAO-hemlar (móklóbemíð o.fl.),
serótónín endurupptöku-hemlar
(flúoxetín (m.a. selt undir nöfn-
unum Fontex og Prozac), sertralín
og nokkur fleiri) og að lokum ýmis
önnur lyf sem verka svipað og þrí-
hringlaga lyfin en eru flest nýrri og
með heldur minna af aukaverk-
unum (míanserín, venlafaxín o.fl.).
Þeir sem eru með geðhvarfasýki
eru einnig meðhöndlaðir með lyfj-
um sem draga úr geðsveiflum og er
aðallega um að ræða litíum (t.d.
litíumsítrat) og sum flogaveikilyf
(valpróat, karbamazepín o.fl.). Ár-
angur og aukaverkanir af meðferð
með hinum ýmsu lyfjum er mjög
einstaklingsbundinn og oft þarf að
prófa sig áfram til að finna heppi-
leg lyf fyrir hvern sjúkling. Nýrri
lyfin, eins og serótónín endur-
upptöku-hemlar, eru ekki endilega
betri en þau gömlu og henta ekki
öllum sjúklingum. Eitt náttúrulyf
við vægu þunglyndi er hér á mark-
aði, Jóhannesarjurt, sem inniheld-
ur efni sem eru serótónín endur-
upptöku-hemlar.
Almennt gildir að árangur af
þunglyndismeðferð er nánast aldr-
ei 100% og algengt er að 6-7 af
hverjum 10 fái mjög mikinn eða
talsverðan bata. Sumar rannsóknir
benda til þess að vægt þunglyndi
eða depurð svari lyfjameðferð verr
en alvarlegt þunglyndi en um þetta
eru þó ekki allir sammála, en svo
mikið er víst að heilbrigðir ein-
staklingar verða ekki glaðari eða
hressari við að taka þunglyndislyf.
Mörg lyf eru til við þunglyndi
MAGNÚS JÓHANNSSON SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Nýrri lyfin ekki
endilega betri
en þau gömlu
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn-
inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið
er á móti spurningum á virkum dögum milli
klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum
eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax
5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir-
spurnir sínar með tölvupósti á netfang
Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot-
mail.com.
UM allan heim eru notaðir upp-
þvottasvampar í eldhúsum. Þeir eru
bæði notaðir til að þvo upp leirtau og
svo til þess að þurrka af borðum og
bekkjum. Á fréttavef Reuters er
sagt frá lokaverkefni Eliane Endres,
háskólanema í Brasilíu, sem fólst í að
skoða hvað væri í holunum og nið-
urstöðurnar eru langt frá því að vera
geðslegar. Eliane, sem er nemandi í
örverufræði, skoðaði 50 svampa sem
höfðu verið í notkun í þrjár vikur á
venjulegum heimilum og leitaði í
þeim að E. coli-bakteríum sem geta
fundist í jarðvegi, vatni, þörmum og
saur. Hún leitaði einnig að klasa-
bakteríum (staphilococcus aureus)
en þær má finna á húð. Báðar þessar
bakteríutegundir geta valdið sýking-
um í mönnum. „Í uppþvottasvampi
eru milljónir af holum og þær geta
allar verið fullar af bakteríum,“ sagði
Eliane er hún kynnti niðurstöður
sínar á árlegum fundi The American
Society of Microbiology.
Mikill gróður
Í rannsókn hennar kemur fram að
í 86 prósent af holunum var bakt-
eríugróður, allt frá nokkur hundruð
milljónum upp í billjónir af örverum.
Yfir 70 prósent af svömpunum inni-
héldu mikið magn af coli-bakteríum,
þar af 38 prósent þeirra saurgerla.
Staphilococcus aureus mátti finna í
34 prósent svampanna sem Eliane
telur ekki óeðlilegt þar sem þeir eru
almennt á höndum fólks. „Fjöldi og
tegundir gerla í svömpunum ræðst
meðal annars af því hvað þú ert að
þvo, hvernig vatn þú notar og hvern-
ig þú þværð,“ segir Eliane en bætir
við að ekki þurfi að koma á óvart að
bakteríurnar komi úr matarleifum,
hráu kjöti, kjúklingum og grænmeti.
Góð ráð
Eliane ráðleggur öllum að þvo sér
um hendurnar áður en þeir hefja
uppvaskið en það gleymi sumir að
gera eftir klósettferðir eða þegar
þeir hafa skipt á bleiu á barninu. Að
uppvaski loknu eigi að skola svamp-
inn vel og skilja hann svo eftir eins
þurran og hægt sé. Lokaaðvörunin
er hins vegar sú að nota svampinn
aldrei til að þrífa skurðarbretti. Á
þeim séu gjarnan rispur og séu þau
nudduð með svampi þrýstist bakter-
íurnar ofan í rispurnar og það geti
verið ávísun á matareitranir eða sýk-
ingar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Er burstinn betri en svampurinn?
Svampar eru
fullir af sýklum
Uppþvottasvampar eru
allir í holum og
samkvæmt nýrri könn-
un eru þær langt frá
því að vera tómar.
Bakteríur sem þar leyn-
ast geta dreifst í borð-
búnað og valdið mat-
areitrunum!
Reuters.
HEILASKIMUN á börnum í fjöl-
skyldum þar sem nokkrar kynslóðir
hafa þjáðst af áfengissýki leiðir í
ljós að sá hluti heilans sem tengist
helstu tilfinningum er frábrugðinn
heilanum í börnum í fjölskyldum
þar sem engin áfengismisnotkun
var. Dr. Shirley Y. Hill við Háskól-
ann í Pittsburgh í Bandaríkjunum
og samstarfsfólk hennar greina frá
þessum niðurstöðum í júníhefti Bio-
logical Psychiatry.
Er þetta fyrsta rannsóknin sem
sýnir fram á að sá hluti heilans sem
er hluti af hringrás er tengist bæði
tilfinningum og hugarstarfi kunni að
vera smærri í unglingum úr fjöl-
skyldum þar sem áfengisneysla er
mikil, áður en unglingarnir byrja að
drekka, að því er Hill greinir frá.
Teknar voru segulsneiðmyndir af
17 unglingum úr fjölskyldum sem
töldust vera í mikilli hættu á að
verða áfengissjúklingar vegna mik-
illar áfengisneyslu skyldmenna.
Meðalaldur þátttakenda var 17 ár
og hafði enginn þeirra neytt áfengis.
Voru þessir unglingar bornir saman
við 17 unglinga sem komu úr fjöl-
skyldum þar sem áfengisneysla var
lítil.
Í ljós kom að í þeim sem tilheyrðu
fjölskyldum þar sem áfengisneysla
var mikil var hægri hluti svonefnds
amygdala-svæðis í heilanum minni.
Vitað er að á þessu svæði eru
stjórnstöðvar helstu tilfinninga og
það er hluti af „umbunarhringrás-
inni“ í heilanum sem talin er tengj-
ast ýmiss konar fíknaratferli, þar á
meðal kókaínneyslu og fjárhættu-
spili, að sögn Hills.
Hún bætti við að ef amygdala-
svæðið sé minna kunni það að benda
til tafar á þroska og hafi áhrif á um-
rædda hringrás. Hill nefndi enn-
fremur að fyrri rannsóknir hafi bent
til að hægri hluti þessa svæðis
kunni að vaxa hraðar á unglings-
árum og heilaþroski þessara ung-
linga kunni að verða eðlilegur með
aldrinum.
„Það er enn fremur mikilvægt að
unglingarnir sem tóku þátt í rann-
sókninni voru yfirleitt mjög gáfaðir
og höfðu greindarvísitölu yfir með-
allagi og komu úr fjölskyldum í mið-
eða efri miðstétt,“ sagði Hill. Hún
bætti við að þrátt fyrir það eigi
þessir krakkar fremur á hættu að
verða háðir áfengi vegna þess að
áfengissýki sé algeng í fjölskyldum
þeirra.
Heilaþroski hjá börnum
alkóhólista rannsakaður
New York. Reuters.
HVORT Bretar eru meiri hrak-
fallabálkar en aðrar þjóðir er
óstaðfest en víst er að þar eru slys
á heimilum býsna algeng og væg-
ast sagt af ýmsu tagi eins og fram
kemur á fréttavef BBC. Þar má
sjá að í skýrslu viðskipta- og iðn-
aðarráðuneytisins um árlega at-
hugun á slysum á heimilum kemur
fram að sex þúsund Bretar slös-
uðu sig á síðasta ári þegar þeir
voru að klæða sig í buxurnar.
Annaðhvort flæktu þeir sig í bux-
unum eða þá þeir féllu niður stiga
á meðan þeir voru að hysja þær
upp um sig. Ekki er getið um
hvort Bretar klæða sig almennt í
buxur á leiðinni niður stiga en
þetta eru alls ekki einu óhöppin
tengd fötum eða þvotti á breskum
heimilum og í sömu skýrslu kemur
fram að tæplega 3.500 manns
slasa sig þar í landi í umgengni við
þvottakörfur og ekki færri en 11
þúsund á sokkum eða sokkabux-
um. Það eru stundum mjög alvar-
lega óhöpp og jafnvel dæmi þess
að börn vefji þessum fatnaði um
háls sér með voveiflegum afleið-
ingum.
Reuters
Skyldu þeir vera á æfingu?
Bretar í buxnastreði
ÞEGAR frægir menn deyja ótíma-
bærum dauða verða til margar kenn-
ingar um orsökina. Nú hefur enn ein
slík litið dagsins ljós um dauðdaga
Wolfgang Amadeusar Mozart en
samkvæmt henni var Mozart hvorki
myrtur né framdi sjálfsmorð.
Nú er það svínakjöt sem nefnt er
til sögunnar eða nánar tiltekið sjúk-
dómurinn fleskormaveiki (trichinos-
is) sem kemur fram þegar borðað er
illa steikt eða soðið svínakjöt sem
mengað er af sníkjudýrinu trichina.
Að sögn dr. Jan W. Hirchman við há-
skólann í Washington sem heldur
fram þessari kenningu þá dregur
þessi sjúkdómur fólk til dauða á 2 til
3 vikum. Dr. Hirschman fór í gegn-
um mikið af gögnum um Mozart og
þar á meðal var bréf sem hann skrif-
aði eiginkonu sinni um 6 vikum áður
en hann veiktist og í bréfinu kemur
fram að á meðan hann var að skrifa
það kom þjónninn hans inn með
kvöldmatinn sem voru svínarif og
gætu þau verið sökudólgurinn.
Máli sínu til enn frekari stuðnings
bendir dr. Hirschman á að ólíklegt sé
að langvinnur sjúkdómur hafi herjað
á Mozart því að afköst hans verið svo
mikil allt fram að þeim tíma er hinna
hræðilegu einkenna fór að gæta.
Gátan verður nú samt óleyst því eng-
ar líkamsleifar hafa varðveist sem
varpað gætu ljósi á málið. Sjö árum
eftir dauða Mozart var gröf hans um-
turnað og kirkjugarðurinn notaður
aftur til jarðsetninga.
Fleskormaveiki
banamein
Mozarts?