Morgunblaðið - 16.06.2001, Side 39
✝ Jón MagnúsFinnsson fædd-
ist í Purkey á
Breiðafirði 30.
ágúst 1927. Hann
andaðist á Landspít-
alanum við Hring-
braut 7. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Kristín
Sigríður Magnús-
dóttir frá Gerð-
hömrum í Dýrafirði
f. 11. febrúar 1907,
d. 8. júní 1931 og
Finnur Karl Jónsson
frá Purkey f. 16.
febrúar 1898, d. 29. janúar 1979.
Jón var eina barn þeirra hjóna.
Finnur Karl kvæntist aftur Hólm-
fríði Einarsdóttur f. 7. október
1903, d. 1. janúar 1992. Jón átti
tvö hálfsystkini, Ólöfu Karlsdótt-
ir f. 10. júlí 1935, dáin 23. desem-
ber 2000 og Einar Karlsson f. 25.
september 1937.
1983. 3) Jón Helgi f. 6. nóvember
1961, maki Ragna Sólveig Eyj-
ólfsdóttir f. 28. apríl 1963. Börn
þeirra Jón Magnús f. 1984, Eyjólf-
ur Fannar f. 1987 og Almar Þór f.
1993. 4) Gunnar Magnús f. 15.
september 1967, maki María Stef-
ánsdóttir f. 27. mars 1975. Barn
þeirra Sólveig Lilja f. 1998.
Jón ólst upp í Stykkishólmi til
þriggja ára aldurs. Þegar hann
missti móður sína aðeins þriggja
á gamall fluttist hann í Purkey
þar sem hann ólst upp hjá föð-
ursystkinum sínum Jóni, Hólm-
fríði og Jónínu. Jón varð búfræð-
ingur frá bændaskólanum á
Hvanneyri 1949 og vann næstu ár
við ýmis landbúnaðarstörf. Jón og
Sólveig settust að í Borgarnesi
1954 og áttu þar sitt heimili. Jón
hóf þá störf sem veghefilsstjóri
hjá Vegagerð ríkisins og gegndi
því starfi allt þar til hann hætti
vegna heilsubrests árið 1994. Jón
keypti jörðina Dagverðarnes á
Fellsströnd árið 1954 og nýtti
hlunnindi hennar flest sumur eft-
ir það.
Jón verður jarðsunginn frá
Borgarneskirkju í dag, laugar-
daginn 16. júní, kl. 14:00.
Jón kvæntist 29.
desember 1959 eftir-
lifandi eiginkonu
sinni Sólveigu Gutt-
ormsdóttur húsmóð-
ur, f. 28. maí 1927, frá
Svínafelli í Hjalta-
staðaþinghá. Foreldr-
ar hennar voru Gutt-
ormur Sigri Jónasson
f. 12. október 1896, d.
12. mars 1962 og Jó-
hanna Magnúsdóttir
f. 29. ágúst 1893, d.
12. apríl 1949. Börn
Jóns og Sólveigar: 1)
Guttormur 13. janúar
1958, d. 28. janúar 1961. 2) Krist-
ín Finndís f. 19. ágúst 1960, maki
Stefán Kalmansson f. 9. febrúar
1961. Barn þeirra Jóhanna Katrín
f. 2001. Kristín var áður gift
Kristjáni Eðvarðssyni f. 19. maí
1957, d. 23. mars 1997. Börn
þeirra Ingvar Arndal f. 1978, Óm-
ar Arndal f. 1978 og Anna Ólöf f.
Við þökkum samfylgd á lífsins leið,
þar lýsandi stjörnur skína,
og birtan himneska björt og heið,
hún boðar náðina sína.
En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið
og að eilífu minningu þína.
Elsku pabbi. Það er sárt að
þurfa að kveðja þig sem alla tíð
varst máttarstólpi í lífi mínu. En ég
hugga mig við það að nú ertu laus
úr heftum líkama eftir að þú lam-
aðist fyrir sjö árum og getur aftur
hlaupið um eyjarnar þínar sem þér
þótti svo vænt um. Með þessari
litlu kveðju vil ég þakka þér allt
það sem þú varst börnunum mín-
um. Betri afa gátu þau ekki átt. Við
Stefán biðjum guð að styrkja fjöl-
skylduna og að hjá þér ríki náð og
friður. Þín dóttir
Kristín Finndís.
Í dag verður til moldar borinn
Jón Finnsson. Hann starfaði sem
veghefilsstjóri til margra ára í
Borgarfjarðar- og Mýrasýslu. Allir
sem þekktu til starfa hans á þess-
um sviðum minnast hans með hlýju
og virðingu, þá sérstaklega þeir
sem áttu leið um Holtavörðuheiði í
vondum vetrarbyljum. Þá var gott
að eiga hauk í horni er óblíð veðr-
átta geisaði. Þú varst alltaf síðastur
af heiðinni.
Ég kynntist fyrst Jóni og hans
eftirlifandi góðu konu Sólveigu, er
ég kom til kennslustarfa í Borg-
arnesi haustið 1967. Einnig kenndi
ég börnum þeirra þremur, en eitt
barna þeirra lést á unga aldri.
Ekki bjóst ég við því þá, að Jón
Helgi sonur ykkar yrði seinna
tengdasonur minn, en milli mín og
hans hefur ætíð verið góður vin-
skapur. Eftir þann aðburð efldist
eðlilega kynning milli fjölskyldu
þinnar og minnar. Hún bar alltaf
vitni um hlýhug, hjálpsemi og sér-
stakt vinarþel okkur til handa.
Svo vel þekkti ég Jón Finnsson
að ekkert myndi hafa verið honum
meira að móti skapi en að kast-
ljósið beindist að honum í orð-
mörgu lofi.
Hann kom mér fyrir sjónir sem
hlédrægur einfari með rætur djúpt
í íslenskri bændamenningu, er vildi
komast undan fánýti hversdagsins
og alls tildurs.
Það var nú samt, Jón minn,
ómetanleg reynsla að kynnast þér,
njóta þinnar andagiftar, upp-
fræðslu af sögum þínum og sögnum
úti í Purkey á góðum sumardegi í
júnímánuði. Þar skynjaði ég þína
djúpu réttlætiskennd með öllu sem
lifir á þessari jörð. Með glettni í
augum, góðlátlegu gríni og tilheyr-
andi snurli í pípu þinni, horfðum
við borgarbörnin opinmynnt með
spurul augu á þig. Þá flugu margar
sögur af þínum vörum með náttúr-
una alla í fyrirrúmi.
Nú er þinni sögu lokið á þessari
jörð og þú siglir yfir móðuna miklu
á vit feðra þinna.
Sólveigu og ástvinum þínum
sendi ég og fjölskyldan mín okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Hér er góður drengur kvaddur.
Eyjólfur Magnússon Scheving.
Vorið er gengið í garð og sum-
arið komið en það var sá tími árs-
ins sem pabbi hélt hvað mest upp
á. Annríki vetrarins var að baki en
hann starfaði sem veghefilsstjóri
hjá vegagerðinni í Borgarnesi en
þar var vinnudagurinn oft langur
og strangur. Þegar vorið kemur
kviknar allt líf í náttúrunni, fuglinn
fer að setjast upp og undirbúa varp
bæði í Purkey og Dagverðarnesi.
Þá var allur búnaðurinn tíndur til
og Broncoinn hlaðinn svo að fjaðr-
inar sneru öfugt. Ferðinni var heit-
ið vestur til að sinna varpinu, tína
dún og fleira. Hugur pabba var fyr-
ir vestan og hugmyndaflugið um
hvernig landið skyldi nýtt var frjótt
í meira lagi. Hann var flinkur véla-
maður það kom ekki á óvart að
hann var frumkvöðull í því að nýta
slátturpramma sem þörungarverk-
smiðjan á Reykhólum leigði út til
þangsláttar, en menn höfðu ekki
komist upp á lag að nota þá við
JÓN MAGNÚS
FINNSSON
slátt á þangi. Við bræðurnir reynd-
um að fylgja honum í verki og fag-
mensku en við komust ekki með
tærnar þar sem hann hafði hælana,
því dugnaðurinn og áhuginn var
svo mikill. Samverustundir með
pabba voru okkur lærdómsríkar,
hann þekkti hvern stein í Purkey
og Dagverðarnesi. Hann miðlaði
okkur að reynslu sinni því margar
eru hætturnar þegar siglt er um
eyjarnar. Það voru ófá örnefnin
sem hann kunni lagði hann mikla
áherslu á að þau gleymdust ekki.
Minkaveiðin var sér kapítuli, það
voru ófáir minkarnir sem hann
veiddi en þeir skipta hundruðum,
engin var eins fær að skjóta þá á
færi og var unun að horfa á þegar
hann mundaði byssuna. Pabbi sagði
líka oft að mikil er þeirra ábyrgð
sem tóku þá ákvörðun að flytja
mikinn inn í viðkvæma Íslenska
náttúru. Árið 1994 veiktist hann al-
varlega og þurfti að leggjast inn á
sjúkrahús fyrsta skipti á ævinni.
Þetta varð honum mjög þungbært
og í kjölfarið hætti hann að vinna
og erfiðara var fyrir hann að fara
vestur vegna fötlunar sinnar. Þetta
varð nú ekki til þess að hann hætti
að sinna fjölskyldunni eins hann
var vanur að gera, hjálpa til og
sinna barnabörnunum sínum.
Hringingarnar hans voru frægar í
fjölskyldunni því hann vildi fylgjast
með því sem var að gerast, þá not-
að hann símann óspart. Hann var
hrókur alls fagnaðar og gamansam-
ur, hafði mikla frásagnarhæfileika
og það var hrein unun
að heyra hann segja frá því sem
í gegnum daga hans hafði drifið.
Nú er komið að leiðarlokum ferð-
irnar verða ekki fleiri vestur og
símtölin ekki fleiri. Minningin um
góðan föður og afa lifir. Biðjum
góðan Guð að gefa mömmu og
ömmu styrk á þessari sorgar-
stundu.
Jón Helgi og fjölskylda,
Gunnar Magnús og
fjölskylda.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 39
✝ Guðrún Magnús-dóttir (Stella frá
Búðum) fæddist á
Búðum þann 29. júní
1937. Foreldrar
hennar voru Magnús
Valdimar Einarsson,
f. 28.9. 1899, d. 2.12.
1991, og Guðný Ólöf
Oddsdóttir, f. 18.6.
1906, d. 16.5. 1969,
bændur á Búðum í
Staðarsveit. Hún ólst
upp á Búðum og var
næst elst sjö systk-
ina.
Þann 1. desember
1961 giftist hún eftirlifandi eigin-
manni sínum Emanúel Ragnars-
syni, f. 13.12. 1941. Mestallan sinn
búskap bjuggu þau í Ólafsvík,
fyrst á Dvergasteini og síðan að
Stekkjarholti 6. Þau
eignuðust þrjú börn:
Magnús Guðni, f. 15.
nóvember 1961,
kvæntur Arndísi
Þórðardóttur frá
Vík í Mýrdal. Synir
þeirra eru Emanúel
18 ára, Jón Þór 12
ára og Guðlaugur 10
ára. Unnur, f. 28.
mars 1965, í sambúð
með Aðalsteini
Kristóferssyni frá
Ólafsvík. Þeirra syn-
ir eru Magni Jens 8
ára og lítill drengur
rúmlega 2 mánaða.
Jarðsungið verður frá Ólafsvík-
urkirkju í dag klukkan 13. Jarð-
sett verður í Búðakirkjugarði
sama dag.
Einn af stofnfélögum Lions-
klúbbsins Ránar í Ólafsvík, Guðrún
Magnúsdóttir, verður jarðsungin
frá Ólafsvíkurkirkju í dag.
Það eru aðeins tæpir 2 mánuðir
síðan hún greindist með krabba-
mein, svo það má segja að baráttan
hafi verið stutt. En við sem þekkt-
um hana vissum að hún var búin að
vera lasin í marga mánuði. Það var
ekki hennar stíll að kvarta eða gera
meira úr hlutunum en efni stóðu
til.
Stella, eins og hún var jafnan
kölluð, var vönduð, dugleg og af-
skaplega hlédræg manneskja. Hún
var traustur og góður félagi í Rán.
Þau verkefni sem hún tók að sér
voru vel afgreidd af hennar hálfu.
Það var aðeins eitt sem hún vildi
alls ekki gera, það var að fara í
ræðustól. Það var gott að lenda í
sama flokki og Stella við verkefna-
skipan, allt undirbúið með góðum
fyrirvara. Hún virtist aldrei fara
hratt að hlutunum, en það gekk allt
svo ljúft og fljótt fyrir sig, það sem
hún tók sér fyrir hendur.
Emanúel eiginmaður Stellu er
einnig Lionsmaður og það má segja
að heimili þeirra hafi oft verið
skrifstofa Lions á staðnum. Þar var
Emmi í fararbroddi og Stella
studdi hann í því starfi.
Þau hjónin virtust vera svo ólík,
en þó var eins og þau hefðu áhuga
á því sama. Sumarbústaðurinn
þeirra í Breiðuvíkinni hefur verið
þeirra athvarf til fjölda ára. Þar
hafa margir átt skemmtilegar og
góðar stundir hjá þeim hjónum.
Það vantaði aldrei uppá að húsmóð-
irin hefði ekki nóg að borða. Hún
var dugleg að baka og gerði mjög
góðan mat.
Börnin hennar Stellu eiga nú um
sárt að binda. Hún var þeim svo
góð og þau vonuðust öll eftir lengri
tíma með henni, sumarið átti að
vera fyrir hana. Barnabörnin elsk-
uðu ömmu sína og hændust að
henni, hún var þeim svo mikils
virði. Nú þegar þessu stutta stríði
er lokið þá er eins og þau viti ekki
alveg hvar þau standa.
Það er eins með okkur konurnar
í Rán, félagið okkar er ungt, aðeins
14 ára, og Stella er sú fyrsta sem
fellur frá. Eftir stöndum við meyr-
ar og sorgmæddar. Það er gott að
geta hugsað um allar ánægjustund-
irnar sem við áttum saman. Lions-
fólk í Ólafsvík hefur ferðast mikið
saman, bæði innanlands og utan.
Þau hjónin Stella og Emmi voru
oftast eða kannske alltaf með.
Þessi þægilega kona sem Stella var
verður okkur öllum minnisstæð
fyrir jákvæðni sína og dugnað. Hún
var í vinnu allt til þess síðasta.
Fiskvinna og þrif voru lífsstarf
hennar. Hún fór ánægð til vinnu og
vinnufélagarnir urðu vinir hennar,
þannig var Stella.
Við viljum þakka Stellu fyrir
ósérhlífni og vel unnin störf fyrir
félagið.
Kæri Emmi, við vottum þér og
allri fjölskyldunni innilega samúð.
Guð blessi minningu Guðrúnar
Magnúsdóttur.
Lionsklúbburinn Rán, Ólafsvík.
Kom, huggari, mig hugga þú,
Kom, hönd og bind um sárin,
Kom, dögg, og svala sálu nú,
Kom, sól og þerra tárin,
Kom, hjartans heilsulind,
Kom, heilög fyrirmynd,
Kom, ljós, og lýstu mér,
Kom, líf, er ævin þver,
Kom, eilífð, bak við árin.
(V. Briem.)
Í dag kveðjum við í hinsta sinn
Guðrúnu Magnúsdóttur eða Stellu
eins og hún var ávallt kölluð.
Við eigum erfitt með að sætta
okkur við að svona yndisleg og góð
kona hafi verið tekin frá okkur allt
of fljótt því betri sál var vand-
fundin. Ég sé hana fyrir mér hlæj-
andi og þegar ég hugsa til baka þá
man ég að ég hef aldrei séð Stellu
skipta skapi, hún var glaðvær og
tók lífinu eins og það var, hún tal-
aði aldrei illa um einn eða neinn.
Hún var einstaklega lagin við allt
sem hún tók sér fyrir hendur og
gat saumað kjóla og fleira þótt hún
hefði aðeins séð þá einu sinni og
þurfti því ekki snið af flíkinni.
Ég vil þakka Stellu fyrir að hafa
reynst móður minni góð vinkona og
hennar skarð verður aldrei fyllt,
það kemur enginn í staðinn fyrir
hana.
Móðir mín gat alltaf leitað til
hennar ef eitthvað bjátaði á og stóð
Stella þá ávallt eins og klettur við
bak hennar, ekki síst þegar faðir
minn var fjarverandi vegna vinnu
sinnar.
Ég bið góðan guð um að varð-
veita þig, elsku Stella mín, og
þakka þér fyrir allt.
Elsku Emmi, Maggi, Unnur,
Teddi og fjölskyldur, megi góður
guð veita ykkur styrk í þessari
miklu sorg.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér fylgja í friðarskaut.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning hennar.
Petrína Sæunn.
Elsku amma.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Emanúel Þórður, Jón Þór,
Guðlaugur, Magni Jens og
óskírður drengur.
Elsku Stella mín.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Arndís Þórðardóttir.
GUÐRÚN
MAGNÚSDÓTTIR
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.