Morgunblaðið - 16.06.2001, Side 41

Morgunblaðið - 16.06.2001, Side 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 41 Fyrir rúmum tuttugu árum kom lítið stúlkubarn, nokkurra mánaða gamalt, í heimsókn í íbúð í Álfheim- unum. Fyrir innan dyrnar stóðu tveir strákhnokkar, níu og fjögurra ára gamlir, og ekki alveg vissir um hvern- ig þeir ættu að taka þessari nýju hálf- systur sinni. Það leið þó ekki ýkja- löng stund þar til þeim var bara farið að lítast vel á hana. Sá eldri, orðinn níu ára og nokkru þroskaðri, og nýja systirin fengu strax uppáhald hvort á öðru en Þorra þótti framan af sem þetta telpukorn hefði aðeins gengið inn á sitt yfirráðasvæði. Þau voru lík og tókust stundum ofurlítið á fyrstu árin, en það skerpti bara ástina sem að baki bjó, og óx og dafnaði á milli þeirra. Og aðdáun telpukornsins var tak- markalaus á honum „Þorra, litla bróður mínum. Ég á nefnilega tvo stóru bræður, en Þorri er yngri og þess vegna litli bróðir minn,“ út- skýrði hún þessa nafngift sína. Hún kom alltaf ljómandi og geislandi af gleði heim þegar hún hafði hitt hann, hvort sem það var af tilviljun í bæn- um eða hjá pabba þeirra eða heima hjá Þorra, en þar gátu þau setið löngum stundum inni í herbergi hjá Þorra og malað og malað. Þorri átti svo margt fallegt og skemmtilegt sem hún fékk að skoða og þá stóð upp úr henni bunan þegar hún kom heim. Og afmæli voru næstum því ekki af- mæli nema systkini hennar gætu komið. Síðast þegar ég hitti Þorra áður en hann veiktist var einmitt í tvítugsaf- mæli þessa telpukorns, en þá var haldið gott partý eins og tilheyrir tví- tugsáfanganum. Þar voru margir myndarlegir ungir menn, en Þorri „litli bróðir“ var langflottastur. Þorri var nefnilega ekki bara myndarlegur og skemmtilegur ungur maður, hann hafði líka sérstakan stíl. Hann var í fiftís-lúkkinu og það ekkert hér um bil. Fatnaðurinn, klippingin, herbergið hans, upp- áhaldstónlistin – allt var þetta í fiftís- stílnum og Þorri raðaði saman hlut- um sínum og flíkum af glæsileik og fáguðum smekk. Punkturinn yfir i-ið var svo skelmislegt sjarmerandi blik- ið í augunum undir elvislokknum sem féll fram á ennið og ofurlítið skakkt glettnislegt brosið, fullkomlega heillandi. Og sjarmann missti Þorri aldrei. Þrátt fyrir áfallið sem dundi yfir fyrir tæpu ári hélt hann áfram að stríða manni á sinn blíðlega hátt, nú síðast þegar ég hitti hann í Bankastrætinu fyrir um það bil mánuði. Hann gekk hægt og bæði vissum við að hverju dró, en hann sagðist vera í fínu formi og bannfærði þar með alla væmni og við stóðum þarna bara í Bankastræt- inu og grínuðumst svolítið. Fyrir þremur árum eignaðist Þorri undurfallega litla dóttur og þá bætt- ist nýr glampi við blikið í augunum, glampi ábyrgðar og lífsfyllingar, og gaf yfirbragði hans meiri festu þó alltaf væri glettnin ríkjandi í brosinu. Megi gæfan fylgja Sölku litlu og hún vaxa og dafna vitandi hve góðan og yndislegan pabba hún á, þó hún njóti ekki lengri samvista við hann. Þegar svona ungt fólk í blóma lífs- ins fellur fyrir hrammi þess vágests sem krabbameinið er verður manni ARNARR ÞORRI JÓNSSON ✝ Arnarr ÞorriJónsson fæddist í Reykjavík 12. mars 1975. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 2. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Jón Arnarr og Sigrún Guð- mundsdóttir. Systk- ini hans eru Orri Jónsson, Ásdís Gríma Jónsdóttir og Kristín Birta Jóns- dóttir. Hann lætur eftir sig eina dóttur, Sölku Þorra Svan- hvítardóttur, f. 21. júlí 1998. Að ósk Þorra fór útför hans fram í kyrrþey föstudaginn 15. júní. orða vant. Samúðarorð virka innantóm og áhyggjur og búsorgir hjómið eitt. Elsku Sifa og Jón Arnarr, Orri, Gríma mín, Birta og Salka litla. Megið þið standast þessa raun og minning- in um yndislegan son, bróður og föður veita ykkur styrk til að tak- ast á við lífið framund- an. Ingunn Ásdísardóttir. Að lýsa því með orðum hvers virði það er mér að eiga svo góðan bróður sem gefur svo mikið af sér. Er erfiðara en nokkurn gæti grunað því enginn er líkur þér. Því veit ég ei hvað ég skal segja en annað ég veit fyrir víst að ég elska þig svo mikið að orðin fá því ekki lýst. (Birta.) Nú þegar komið er að kveðjustund var fátt annað sem mér datt í hug til að minnast bróður míns nema þetta ljóð. Það segir víst allt sem segja þarf um þær tilfinningar sem ég á í brjósti mínu til hans en þar mun ég einnig geyma allar minningarnar okkar. 19 ár virðast í dag alltof stuttur tími með einhverjum sem maður elskar svo of- urheitt en þau hefðu getað verið færri og ég þakka Guði fyrir öll árin sem ég átti með Þorra. Ég kveð í dag elsku- legan bróður minn í þeirri einlægu trú að við fáum að hittast á ný. Birta (litla systir). Þorri mótaði líf sitt sem listamað- ur. Leiðarstjarnan kom innan frá – hugboð eða draumur um merkingu og fegurð. Líf hans var leit að formi fyrir draum sinn sem stjórnaðist af innri sannfæringu en ekki af viðtekn- um venjum eða því sem aðrir töldu honum fyrir bestu. Síðustu misserin var þessi kraftmikli drengur þó markaður af vanheilsu sem reyndist vera krabbamein, en baráttan við það var líka falleg og heil eins og annað sem hann gerði. Sem barn var Þorri orkusprengja og afar fljóthuga, en hann átti líka mikla íhygli og gat sökkt sér niður í að búa eitthvað til. Hann var aldrei haldinn þeirri bæklun að þurfa að gera allt eins og aðrir. Þegar hann heimsótti mig í Kaupmannahöfn tíu ára gamall með mömmu sinni var hann ekki að elta unglingana, Orra bróður sinn og Rúnar son minn, í plötubúðir, heldur fór með mömmu sinni í tuskubúðir. Og hafði fulla skoðun og smekk á efnum og litum. Á þeim árum saumaði mamma hans fyrir hann sérstök og smekkleg föt, algerlega eftir hugmyndum hans. Fáum árum seinna áttu merkjavörur allan hug hans; hann eignaðist líka falleg klæðskerasaumuð jakkaföt, og þegar maður kom heim til hans heyrðist hann innan úr herbergi syngja gömul „soul“ og „crooner“ lög af næmri smekkvísi. Hann kom líka við í leiklist og aftur og aftur sneri hann sér að myndlistinni, auk þess sem hann skrifaði. En ég fékk aldrei að sjá neitt af þessu, honum fannst sjálfum of langt í það að draumurinn kæmi fram á pappírnum. Hann skipti stundum um stefnu og fór jafnvel í nokkrar áttir í senn, en alltaf eftir sínum innri áttavita. Þorri var ekki sjálfhverf listaspíra. Hann tók ríkan þátt í lífinu í kringum sig og bast nánum böndum bæði fjöl- skyldu og vinum. Hann setti sig ekki á háan hest og stundum fannst manni hann mega gera meira úr sjálfum sér. Fasi hans má kannski lýsa sem ljúfri einþykkni. Hann var alltaf trúr sjálf- um sér og sinni sannfæringu en um- gekkst fólk af ljúfmennsku og með glettnu brosi. Það er ekkert réttlæti í því að hann Þorri hafi þurft að fara svona ungur. En hann lifir sterkt í dóttur sinni og öllum sem þekktu hann. Gestur Guðmundsson. Fjögur af okkur frændsystkinun- um vorum svo heppin að alast upp saman, á ættaróðalinu á Fjölnisveg- inum, með ömmu og afa í húsinu. Þar höfðum við krakkarnir þetta fína háa- loft, þar sem Leynifélagið Hákarlinn hafði m.a. aðsetur, og ansi hreint stóran og ágætan bílskúr þar sem ýmsar „græjur“ var að finna okkur til skemmtunar. Fjölskyldan hefur jú jafnan átt erfitt með að henda hlut- um. Þorri hafði einmitt einstaklega næmt auga fyrir gömlum, fallegum, og sérstökum gripum og var her- bergið hans oft ævintýri líkast, þar sem nostrað var við smáatriðin. Mér fannst gaman að finna þig nið- ur sokkinn að stúdera ákveðin tíma- bil, bíómyndir eða persónur, og var þá leitað bæði innan dyra og utan að réttum „leikmunum“ til að framkalla stemmninguna, og leikrænir tilburðir æfðir. Um tónlist og kvikmyndir viss- ir þú margt og safnaðir af ástríðu hvoru tveggja. Meistari Morricone var þar fremstur í flokki. Það eru til margar myndir af okkur frændsystkinunum að fíflast saman, og þú hafðir einmitt þannig skap, tókst sjálfan þig mátulega alvarlega. En þú varst líka pælari og fórst þínar eigin leiðir staðfastur, að mér fannst, sem er alltaf meiri áskorun en að fara leiðina sem liggur beinast við. Þú varst líka blíður og einstaklega barn- góður. Salka dóttir þín á frábæran pabba. Elsku Þorri, ég er þakklát fyrir að þú leyfðir mér að fylgjast með þér, og vera með þér í veikindum þínum. Þú stóðst þig eins og hetja í gegnum öll áföllin sem upp komu og ég dáist að hugrekki þínu. Þú ert farinn allt of snemma. Ég gleymi þér ekki, það eru svo margs að minnast, en þú verður alltaf ungur og fallegur í þeim minn- ingum. Karólína (Lína) frænka. Æskuminningar eru öllum dýr- mætar. Í þeim felast helstu breyt- ingaárin, þroskinn er hraður og lífið býður stöðugt upp á ný ævintýri. Þorri kom í bekkinn okkar í Æfinga- skólanum í fimmta bekk sem þá hét. Við munum vel eftir því hvernig hann kom okkur fyrst fyrir sjónir. Buxurn- ar voru tvílitar, svartar og hvítar, klippingin sérlega framúrstefnuleg, sítt öðrum megin en stutt hinum megin. Þetta var strákur með stíl! Þorri aðlagaðist hópnum undir eins og var alltaf vel liðinn og yndislegur í umgengni. Frá honum stafaði hlýju og glaðværð. Allir sem þekktu Þorra vissu af áhuga hans á gömlum hlutum og föt- um. Hann var það sem við köllum „listfengur fagurkeri“. Smekkur hans og miklir teiknihæfileikar báru því ótvírætt vitni. Rokktónlist og ballöður frá sjötta áratugnum heilluðu Þorra. Ekki var óvenjulegt að heyra pilt söngla gamla slagara með Everly Brothers eða sjálfum konunginum Elvis Presley. Sum okkar héldu að Þorri myndi jafnvel skella sér út í sönginn ein- hvern daginn, svo sleipur var hann. Í tíunda bekk var farið í eftirminnilegt skólaferðalag til Akureyrar en helsta leynivopn okkar sunnanmanna var Rokkhljómsveit Æfingaskólans með Þorra í broddi fylkingar. Þar söng hann fyrir troðfullu húsi í félagsheim- ilinu Dynheimum lögin „Blue Suede Shoes“ og „See you later Alligator“ og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Allar alvöru rokkhetjur njóta kvenhylli og þarna var engin undan- tekning á. Enda fór það svo að lítil hnáta féll fyrir pilti á þessum tíma. Þar með var Þorri fyrstur í bekknum að hafa alvöru kærustu upp á arminn sem hinir strákarnir öfunduðu hann allir af. Fræg eru orðin „hneit þar“ sem fylgdu með fyrsta kossinum. Þar vitnaði sjarmörinn í Gísla sögu Súrs- sonar tilfinningum sínum til stað- festu. Körfubolti og pool voru íþrótta- greinar þar sem Þorri var á heima- velli. Allt vissi hann um NBA og helstu knatthetjur Lakers-liðsins og reykmettað andrúmsloft billjardstof- unnar á Hverfisgötu var honum að skapi. Hann var mikill keppnismaður en jafnan sanngjarn. Við félagarnir spiluðum körfuna endrum og eins og allt fram á síðasta sumar þegar krabbinn gerði vart við sig. Þegar grunnskólaárin voru að baki urðum við mörg samferða í Hamra- hlíðina. Þar dreifðist hópurinn um ranghala áfangakerfisins og Þorri tók upp á því að mæta helst í þá tíma sem hann hafði sérlegar mætur á en sleppa öðrum. Hann valdi m.a. ítölsku en e.t.v. hefur tenórastreng- urinn togað hann þangað. Þar lærði hann nokkra frasa sem nýttust vel á góðri stund þegar hann var kominn í glerfín jakkaföt, pússaða skó og með barðastóran hatt. Eftir menntaskólaárin fór hver í sína áttina en Þorri var aldrei lengi fjarri miðbæ Reykjavíkur. Hann vann m.a. á börum og veitingahúsum og oft rákumst við á hann á förnum vegi því flestra ferða fór hann gang- andi. Lítill sólargeisli kom inn í líf hans þegar hann eignaðist Sölku litlu. Við vinirnir urðum innilega varir við hversu stoltur Þorri var við þennan stóra áfanga í lífi sínu. Nú knúði ábyrgðin dyra og Þorri keypti sér íbúð á Framnesveginum. Þá skellti hann sér út í framkvæmdir og sást hlaupa um bæinn með málningardós- ir í báðum höndum. Stefnan var að leigja út kjallarann svo afborganirnar yrðu léttbærari. Þarna sýndi Þorri á sér óþekkta hlið, þ.e. að vera útsjón- arsamur í peningamálum. Sú hlið sem við þekktum var sú að hann væri blankur og léti sér peninga í léttu rúmi liggja. Hetjuleg barátta við illvígan sjúk- dóm er á enda. Margir hafa fylgst með Þorra úr mismikilli fjarlægð í gegnum þennan erfiða tíma og syrgja nú kæran félaga. Samverustundirnar urðu allt of fáar, elsku Þorri okkar. Sölku, foreldrum og systkinum og öllum aðstandendum vottum við dýpstu samúð. Vinir úr Æfingaskólanum.                     !  "     ! !"                                            !!" #     $      %    & %%      '     !   "    #$%   & '% ()%%    ()%% " * *+ , (  )  - ./0      * %12    * +   , -  .   /   -   0     %34 ()%%  *+   , 1   $ -    0      )      5 6 7. /  . %  8  *9, 2      )    '    34 ,  ,   +     ()%% , 5) '     7. : 05 05//  +   8   $ $   2'   6   7 -       +    8    "!" /      9:     ;)  ;)  ()%% () "     (9% ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.