Morgunblaðið - 16.06.2001, Qupperneq 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 49
EVRÓPUMÓTINU í skák er nú
lokið og var ánægjulegt og árangurs-
ríkt fyrir Íslendinga, að öðru leyti en
því að ekki tókst að tryggja sæti á
heimsmeistaramótinu í skák. Há-
punktur mótsins og það sem á eftir að
halda merki þess á lofti í minningunni
er áfangi Braga Þorfinnssonar að al-
þjóðlegum meistaratitli. Þessum ár-
angri náði Bragi þrátt fyrir að mæta
til leiks beint úr vorprófunum og hafði
því ekkert getað undirbúið sig fyrir
mótið.
Hannes Hlífar Stefánsson hefur nú
teflt á þremur skákmótum í striklotu,
en honum var ekki kunnugt um mik-
ilvægi Evrópumótsins þegar hann
gerði sínar áætlanir fyrir sumarið.
Ástæðan var sú, að FIDE hefur enn á
ný breytt reglum sínum um heims-
meistarakeppnina. Hannes hefur
þeyst heimshornanna á milli undan-
farnar vikur. Hann tefldi fyrst í
Egyptalandi, síðan á Kúbu og nú í
Makedóníu. Ljóst er að hann var far-
inn að lýjast undir lok Evrópumótsins
og náði því ekki að sýna sama árangur
og á mótunum í Egyptalandi og á
Kúbu. Þannig fékk hann t.d. 3½ vinn-
ing í fyrstu 5 umferðunum á Evrópu-
mótinu, en í síðustu 8 umferðunum
náði hann einungis 3½ vinningi til við-
bótar. Þrátt fyrir þetta er ljóst, að
Hannes hefur náð dágóðri stigahækk-
un út úr þessum þremur skákmótum.
Auk þess hefur Hannes sýnt mjög
markviss vinnubrögð í undirbúningi
sínum undanfarna mánuði og því er
enn frekari framfara að vænta hjá
honum á næstu mánuðum.
Jón Viktor Gunnarsson hækkar
töluvert í stigum og sýndi að hann
stefnir óðfluga að stórmeistarastyrk-
leika.
Stefán Kristjánsson bætir við sig
skákstigum fyrir frammistöðuna á
mótinu og á tímabili var hann hárs-
breidd frá því að tryggja sér alþjóð-
legan áfanga.
Fyrir þá sem fylgdust náið með
skákmótinu var það kærkomin nýj-
ung að geta heyrt beint frá keppend-
unum eftir umferðir í Skákhorninu,
umræðuvettvangi skákmanna. Ýmis-
legt fróðlegt kom fram í umræðunni
þar. T.d. tók sjálfur
Viktor Korchnoi Stefán
Kristjánsson tali eftir
fimmtu umferðina þeg-
ar Stefán hafði sigrað
Rússann Pavel Smirnov
(2.511). Korchnoi hældi
Stefáni fyrir góða tafl-
mennsku, sagðist hafa
fylgst með skákinni en
aldrei getað giskað á
leiki Stefáns. Það er
ekki ónýtt að fá svona
hrós frá þessum mikla
meistara.
Svo vikið sé að loka-
umferðinni á mótinu þá
klykktu Íslendingarnir
út með ágætri frammi-
stöðu. Hannes Hlífar
Stefánsson og Bragi
Þorfinnsson sigruðu í
sínum skákum, Stefán
Kristjánsson gerði jafn-
tefli en Jón Viktor Gunn-
arsson tapaði:
Hannes - Gad Rechlis
(2.525) 1-0
Konstantin Cherny-
shov (2.536) - Jón 1-0
Bragi - Farid Abbasov
(2.439) 1-0
Stefán - Beat Zueger
(2.448) ½-½
Sigur Braga Þorfinns-
sonar í lokaumferðinni
þýðir, að hann er kom-
inn með 13 skáka áfanga
að alþjóðlegum meist-
aratitli. Alls þarf hann 30 skákir, sem
þýðir að tvö níu umferða mót til við-
bótar með sambærilegum árangri
mundu tryggja honum titilinn.
Röð efstu manna á mótinu varð
þessi:
1.-2 Ruslan Ponomariov (2.673,
Úkraína), Emil Sutovsky (2.604, Ísr-
ael) 9½ v.
3.-4. Judit Polgar (2.678, Ungverja-
land), Zurab Azmaiparashvili (2.670,
Armenía) 9 v.
Röð Íslendinganna varð sem hér
segir:
69.-89. Hannes H. Stefánsson 7 v.
118.-147. Jón V. Gunnarsson 6 v.
118.-147. Bragi Þorfinnsson 6 v.
173.-181. Stefán Kristjánsson 5 v.
Eins og áður hefur komið fram var
íslenskum skákmönn-
um ekki kunnugt um
mikilvægi þessa móts
fyrr en örstuttu áður en
það hófst. Skáksam-
band Íslands verður að
gæta þess í framtíðinni
að betur sé fylgst með
breytingum á reglum
FIDE, eins og þegar
Evrópumótið tók við af
svæðamótunum sem
forkeppni heimsmeist-
arakeppninnar. Þetta
er sérlega mikilvægt
um þessar stundir þeg-
ar mikil breytingagleði
ríkir innan FIDE. Ný
stjórn Skáksambands-
ins brást að vísu hratt
og vel við eftir að hún
tók við stjórnartaum-
unum þegar alvarleiki
málsins varð ljós.
Mjóddarmót
Hellis í dag
Mjóddarmót Tafl-
félagsins Hellis verður
haldið í dag, laugar-
daginn 16. júní, og
hefst klukkan 14. Öll-
um er heimil þátttaka
og er þátttaka ókeypis.
Skráning fer fram á
mótsstað, en teflt verð-
ur í göngugötunni í
Mjódd. Keppendur
draga út fyrirtæki sem
þeir síðan tefla fyrir. Tefldar verða 7
umferðir eftir Monrad-kerfi og hefur
hvor keppandi sjö mínútur á skákina.
Verðlaun: 1. verðlaun 10.000, 2.
6.000, 3. 4.000.
Bakarameistarinn, sem Þorsteinn
Þorsteinsson tefldi fyrir, sigraði á
Mjóddarmótinu í fyrra.
Úr mótaáætlun
Skáksambandsins
16.6. Hellir. Mjóddarmótið
22.6. TG. Íslandsm. 60 ára og e.
23.6. TR. Helgarskákmót
Árangursríkt Evrópumót
SKÁK
O h r i d , M a k e d ó n í a
EVRÓPUMÓTIÐ Í SKÁK
Daði Örn Jónsson
Bragi
Þorfinnsson
Hannes Hlífar
Stefánsson
ÍSLENSKIR bridsspilarar verða
önnum kafnir á þjóðhátíðardaginn,
17. júní, því þá hefst 45. Evrópumótið
í sveitakeppni á Tenerife á Kanar-
íeyjum og íslenska landsliðið, skipað
spilurum 25 ára og yngri, hefur einn-
ig keppni á Norðurlandamóti yngri
spilara sem haldið er í Trelleborg í
Svíþjóð.
Íslendingar taka að þessu sinni að-
eins þátt í opnum flokki á Evrópu-
mótinu og freista þess að ná einu af
fimm efstu sætunum, en það gefur
rétt til þátttöku í næstu keppni um
Bermúdaskálina, sem haldin verður á
Bali í Indónesíu í haust. Kjarni ís-
lenska landsliðsins er sá sami og þess
sem náði svo góðum árangri á Ól-
ympíumótinu í Hollandi í fyrra, en þá
komst Ísland í átta liða úrslit. Í liðinu
eru Matthías Þorvaldsson, Þorlákur
Jónsson, Magnús Magnússon, Þröst-
ur Ingimarsson, Karl Sigurhjartar-
son og Jón Baldursson. Þeir Jón og
Karl eru nýtt par sem myndað var
sérstaklega fyrir þetta mót, en báðir
hafa yfir gífurlegri reynslu að ráða og
er gaman að sjá þá spila aftur í lands-
liði eftir nokkurt hlé.
Ljóst er að róðurinn verður erfiður
á Evrópumótinu, en Guðmundur Páll
Arnarson, fyrirliði liðsins, segist vera
hóflega bjartsýnn. Hann segist telja
að um 15 þjóðir hafi burði til að taka
þátt í baráttunni um fimm efstu sæt-
in. Mjög ólíklegt sé að íslenska liðið
endi í einhverju af þremur efstu sæt-
unum, en liðið eigi nokkra möguleika
á 4. eða 5. sæti, ef allt gengur í hag-
inn. Raunhæft mat sé hins vegar að
Ísland endi í kringum 8. sæti.
„Það þarf enginn að efast um getu
íslensku spilaranna en þá skortir
samæfingu. Þetta eru allt menn sem
stunda krefjandi vinnu og þeir eru því
ekki í eins góðri spilaæfingu og spil-
arar frá öðrum toppþjóðum, svo sem
Ítalíu, Póllandi og Frakklandi. Á
mörgum undanförnum Evrópumót-
um hafa íslensku liðin verið í efstu
sætunum þar til í lokin að úthaldið
bregst,“ segir Guðmundur Páll.
Ítalar sigurstranglegastir
Ítalar eru að sjálfsögðu sigur-
stranglegastir á mótinu. Þeir hafa
unnið þrjú undanfarin Evrópumótog
sl. haust urðu þeir einnig Ólympíu-
meistarar. Liðið er skipað þeim Alf-
redo Versace, Lorenzo Lauria, Nor-
berto Bocci, Giorgio Duboin, Dano
deFalco og Guido Ferrari. Pólverjar,
sem spiluðu til úrslita við Ítala á Ól-
ympíumótinu, eru einnig með mjög
sterkt lið á Kanaríeyjum, þá Cezary
Balicki, Adam Zmudzinski, Michal
Kwicien, Jacek Pszczola, Krzysztof
Martens og Marcin Lesniewski.
Þessir menn hafa allir margsinnis
spilað í pólskum landsliðum síðasta
áratuginn. Þá eru Norðmenn með lið
sem er til alls líklegt en það skipa
Geir Helgemo, Tor Helness, Terje
Aa, Glen Grötheim, Boye Brogeland
og Erik Sælensminde. Ekki kæmi á
óvart ef þessi þrjú lið myndu skipa
verðlaunasætin á mótinu.
Af öðrum sterkum liðum má nefna
Frakka, sem senda að þessu sinni
Michel Abecassis, Jean-Christophe
Quantin, Patrick Allegrini, Jean-
Jacques Palau, Franck Multon og
Philippe Soulet, allt þrautreynda
landsliðsmenn. Svíar eru einnig með
gamalreynda refi í liðinu, þá Per-Olof
Sundelin og Tommy Gullberg, en
með þeim spila Johan Sylvan, Lars
Anderson, Fredrik Nystrom og Pet-
er Bertheau. Í danska liðinu spila
Dorthe Schaltz, Peter Schaltz, Tom
Norgaard, Henrik Caspersen, Lars
Blakset og Mathias Bruun. Þá er vert
að geta enska liðsins, sem komst í
undanúrslit á Ólympíumótinu á síð-
asta ári en í því spila Gunnar Hall-
berg, Colin Simpson, David Burn,
Brian Callaghan, Joe Fawcett og
Glyn Liggins.
Þá má búast við að Búlgarar, sem
komu mjög á óvart á síðasta Evrópu-
móti, Hollendingar, Spánverjar og
Ísraelsmenn, ætli sér allir að komast
til Bali í haust.
Fullkomin vörn
Það er því ljóst að íslensku spil-
ararnir þurfa góðan byr ætli þeir að
ná árangri á Kanaríeyjum. En ef þeir
sýna reglulega tilþrif á borð við þessi
ættu þeir að eiga góða möguleika:
Norður
♠ DG
♥ KD10953
♦ DG6
♣ D3
Vestur Austur
♠ 109852 ♠ 642
♥ 6 ♥ Á82
♦ Á98 ♦ K742
♣G984 ♣K106
Suður
♠ ÁK7
♥ G74
♦ 1053
♣Á752
Þetta spil kom fyrir á Ólympíumótinu
sl. haust í leik gegn Norðmönnum.
Við annað borðið spiluðu Aðalsteinn
Jörgensen og Sverrir Ármannsson 4
hjörtu í NS sem unnust auðveldlega
því hægt var að henda laufatapara
niður í spaða. Við hitt borðið fóru
Helgemo og Helness í 3 grönd og
Matthías spilaði eðlilega út spaðatí-
unni þótt laufaútspil hefði verið ár-
angursríkara. Helness yfirdrap
drottningu blinds með kóng og spilaði
hjarta. Þorlákur í austur gaf tvisvar
en tók þriðja hjartað með ás; Matth-
ías henti spaðaníu og spaðaáttu.
Nú lagðist Þorlákur undir feld um
tíma. Spilið var sýnt á sýningartöflu
og áhorfendur sáu færa leið til að
hnekkja spilinu: Austur spilar tígli á
ás vesturs sem skiptir í lauf og brýtur
þannig tvo laufaslagi.
Þorlákur sást taka tígultvistinn og
búa sig undir að spila honum. Áhorf-
endur töldu að þar með væri spilið
unnið, því Matthías myndi örugglega
spila tígli áfram í þeirri von að austur
ætti laufaásinn og 4-lit í spaða. En að
lokum stakk Þorlákur tígultvistinum
niður og lagði tígulsjöuna á borðið.
Þá var komið að Matthíasi að
hugsa. Tígulsjöan sýndi ekki áhuga á
tíglinum og eftir drykklanga stund
tók Matthías slaginn með kóng og
skipti í laufafjarkann. Áhorfendur
fögnuðu ákaft og spilið fór einn niður
og Íslendingar græddu 10 stig.
Norðurlandamót yngri spilara
Norðurlandamót yngri spilara
verður haldið í Trelleborg í Svíþjóð
dagana 17. til 22. júní. Í íslenska lið-
inu spila þeir Sigurbjörn Haraldsson,
Birkir Jónsson, Bjarni Einarsson,
Guðmundur Þ. Gunnarsson og Heið-
ar Sigurjónsson en Anton Haralds-
son er fyrirliði.
Svíningar á
sólarströnd
BRIDS
U m s j ó n G u ð m u n d u r
S v . H e r m a n n s s o n
Evrópumótið í brids, sveitakeppni,
er haldið á Kanaríeyjum dagana
16.-30. júní. Ísland sendir lið til
keppni í opnum flokki. Netslóð
mótsins er www.eurobridge.org.
Landsliðið í brids. Frá vinstri eru Magnús Magnússon, Þorlákur Jónsson, Matthías Þorvaldsson, Guð-
mundur Páll Arnarson, Karl Sigurhjartarson, Jón Baldursson og Þröstur Ingimarsson.
Guðm. Sv. Hermannsson
FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir
líkt og undanfarin ár til göngu-
ferðar á þjóðhátíðardaginn 17. júní
um gömlu þjóðleiðina milli Hval-
fjarðar og Þingvalla. Brottför er
kl.10.30 og verður ekið upp í
Botnsdal, en þaðan gengiðtil Þing-
valla, 5 - 6 klst. göngu.
Stansað verður við fallegar nátt-
úruperlur, m.a. við útfall Sand-
vatns og söguríkir staðir eins og
Biskupskelda eru á leiðinni. Far-
arstjóri er Ragnheiður Óskars-
dóttir og miðar eru seldir í
farmiðasölu BSÍ, en verð er 1.700
kr fyrir Útivistarfélaga og 1.900
kr. f. aðra.
17. júní ganga
yfir Leggjabrjót
FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir í
dag, laugardaginn 16. júní til fjöl-
skyldugöngu í Heiðmörk og er brott-
för kl. 13.00 frá BSÍ. Ekið verður að
nýja fjölskyldurjóðrinu Furulundi
og gengið þaðan um skógarstíga m.a.
í Skógarhlíðarkrika og að norska
húsinu. Í lokin verður áning í fjöl-
skyldurjóðrinu og boðið upp á pyl-
sugrill. Gangan tekur aðeins um 1,5
klst. og fararstjóri er Anna Soffía
Óskarsdóttir. Verð 700 kr. fyrir
félaga og 900 kr. fyrir aðra og pylsur
fylgja. Frítt er fyrir börn 15 ára og
yngri með forráðamönnum.
Fjölskyldu-
ganga
í Heiðmörk
Vantaði höfundarnöfn
í minningargrein
Í minningargrein um Magnús Jó-
hannsson, sem birtist í blaðinu í gær,
föstudag, vantaði tvö nöfn höfunda
undir greinina. Rétt undirskrift er
Davíð, Vala Rut og Sjöfn.
Tókst að hækka lægstu laun
Í frétt sem birtist á Suðurnesja-
síðu í blaðinu í gær er sagt frá því að
skrifað hafi verið undir nýja kjara-
samninga á milli Starfsmannafélags
Suðurnesja og ríkisins. Þar er haft
eftir Ragnari Erni Péturssyni, for-
manni félagsins, að tekist hafi að
lækka lægstu laun, en að sjálfsögðu
er átt við að tekist hafi að hækka
lægstu laun. Er beðist velvirðingar á
þessum mistökum.
Fjallabaksleið nyrðri
Í frétt um fjallvegi á bls. 6 í gær
var ranglega sagt að Fjallabaksleið
nyrðri væri opin.
Rétt er að Fjallabaksleið nyrðri er
opin að Eldgjá, en lokuð þaðan um
Jökuldali í Landmannalaugar.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Féll út nafn í varastjórn
Hringsins
Í tilkynningu sl. þriðjudag, frá
kvenfélaginu Hringurinn féll út nafn
Ingibjargar Jónasdóttur sem situr í
varastjórn félagsins.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
LEIÐRÉTT
HANDKNATTLEIKSDEILD
Umf. Selfoss stendur fyrir dansleik í
Hótel Selfossi laugardagskvöldið 16.
júní. Stuðmenn leika fyrir dansi og
mun þetta vera í fyrsta sinn í langan
tíma sem hljómsveitin sækir Sunn-
lendinga heim.Forsala fer fram í
Shell-skálanum á Selfossi og versl-
unum 10-11. Sætaferðir verða farnar
af öllu Suðurlandi og Reykjavík.
Miðaverð er 2000 kr. í forsölu og
2200 kr. á staðnum.
Stuðmenn á Selfossi
♦ ♦ ♦
Á AÐALFUNDI 17. maí sl. var kjör-
in ný stjórn Vinafélags Blindrabóka-
safns Íslands.
Hin nýja stjórn hefur nú skipt með
sér verkum á eftirfarandi hátt: For-
maður er Hildur G. Eyþórsdóttir og
varaformaður Þorbjörg Guðmunds-
dóttir. Hafþór Ragnarsson er ritari,
Þórhallur Þórhallsson gjaldkeri og
Birna Stefánsdóttir meðstjórnandi.
Ný stjórn í Vina-
félagi Blindra-
bókasafns
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦