Morgunblaðið - 16.06.2001, Page 50
DAGBÓK
50 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Haukur og Bjarni
Sæmundsson koma í
dag. Triton fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Ontik kemur í dag.
Fréttir
Kristniboðssambandið
þiggur með þökkum
alls konar notuð frí-
merki, innlend og út-
lend, ný og gömul,
klippt af með spássíu í
kring eða umslagið í
heilu lagi (best þannig).
Útlend smámynt kemur
einnig að notum. Mót-
taka í húsi KFUM og
K, Holtavegi 28,
Reykjavík, og hjá Jóni
Oddgeiri Guðmunds-
syni, Glerárgötu 1, Ak-
ureyri.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17:30.
Mannamót
Norðurbrún, Furu-
gerði og Hæðargarður.
Fimmtudaginn 21. júní
verður farið að Ljósa-
fossvirkjun, lagt af stað
frá Norðurbrún kl.
12:30, síðan verða far-
þegar teknir upp í
Furugerði og Hæð-
argarði, ekið verður um
Mosfellsheiði og Þing-
velli að virkjuninni, þar
sem skoðaðir verða m.a.
munir í eigu Þjóðminja-
safns Íslands. Ekið
verður til baka um
Þrengslin. Farþegar
taki með sér nesti og
hlýjan fatnað. Skráning
í Norðurbrún, s. 568
6960, Furgerði, s.
5536040, og Hæð-
argarði, s. 568 3132.
Bólstaðarhlíð 43. Farið
verður norður Kjöl,
fimmtudaginn 21. júní
kl. 8. Þingeyrarkirkja í
A- Hún skoðuð. Kvöld-
verður í Hreðavatns-
skála. Nesti og góður
klæðnaður. Upplýsingar
og skráning í síma 568-
5052 fyrir þriðjudaginn
19. júní.
Félag eldri borgara í
Garðabæ Þjónustubók
2001 - 2002 er komin,
og geta félagar nálgast
hana á skrifstofu
félagsins í Kirkjuvoli.
Skrifstofan er opin
þriðjudaga og fimmtu-
daga frá kl 10:30 til
11:30, en verður lokuð í
júlí.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Laugardagsgangan
verður kl. 10 frá
Hraunseli. Gíróseðlar
fyrir ársgjöldum hafa
verið sendir út. Félags-
skírteini fást í Hrauns-
eli gegn kvittun félags-
gjalds. Þriggja daga
ferð til Hornafjarðar
þriðjudagin 3. júli til 5.
júlí, nokkrir miðar laus-
ir .Haustferðin 1. okt.
til Prag, Búdapest og
Vínar , kynning verður
miðvikudaginn 27. júní
nk. kl. 14. Orlofið að
Hótel Reykholti í Borg-
arfirði 26.-31.ágúst nk.
Skráning og allar upp-
lýsingar í Hraunseli
sími 555- 0142
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl.
10 til 13. Matur í há-
deginu.
Sunnudagur: Félagsvist
fellur niður. Dansleikur
kl. 20 Caprí-tríó leikur
fyrir dansi. Mánudagur:
Brids kl. 13. Dagsferð
18. júní. Söguferð í
Dali, skoðaðir verða Ei-
ríksstaðir, Höskulds-
staðir í Laxárdal,
Hjarðarholt, Búð-
ardalur, Krosshólar og
landnámsbærinn
Hvammur. Brottför frá
Glæsibæ kl. 9. Leið-
sögumaður er Sigurður
Kristinsson. Miðviku-
dagur: Göngu-Hrólfar
fara í létta göngu frá
Hlemmi kl. 9:45 undir
stjórn Ingvars Björns-
sonar. Dagsferð 10.júlí
Þórsmörk – Langidalur.
Leiðsögn Þórunn Lár-
usdóttir og Pálína Jóns-
dóttir. Eyjafjörður –
Skagafjörður – Þingeyj-
arsýslur 6 dagar. 26.-31.
júlí. Ekið norður
Sprengisand til Ak-
ureyrar. Farið um
Eyjafjarðardali, Svarf-
aðardal, Hrísey, Sval-
barðsströnd og fl. Ekið
suður Kjalveg um
Hveravelli til Reykja-
víkur. Leiðsögn Þórunn
Lárusdóttir. Eigum
nokkur sæti laus. Ath:
Vegna mikillar aðsókn-
ar í hringferð um Norð-
austurland viljum við
biðja þá sem eiga pant-
að að koma og greiða
inn á ferðina sem fyrst.
Silfurlínan er opin á
mánu- og mið-
vikudögum frá kl. 10 til
12 f.h. í síma 588-2111.
Upplýsingar á skrif-
stofu FEB kl. 10 til 16 í
síma 588-2111.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund- og leikfimiæf-
ingar á vegum ÍTR eru
byrjaðar aftur í Breið-
holtslaug á þriðjudög-
um og fimmtudögum kl.
9:30. (Ath. breyttur
tími) Umsjón Edda
Baldursdóttir íþrótta-
kennari.
Boccia á þriðjudögum
kl. 13 og á föstudögum
kl. 9:30, umsjón Óla
Stína. Dans hjá Sig-
valda á mánudögum kl.
15:30, allir velkomnir
(ekkert skráning-
argjald). Veitingar í
kaffihúsi Gerðubergs.
Allar upplýsingar á
staðnum og í síma
575 7720.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Púttað verðu
á Listatúni í dag laug-
ardag kl. 11. Mætum öll
og reynum með okkur.
Sjálfsbjörg félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, efnir til
ferðar dagana 16. til 20
júlí. áætlað að fara til
Hríseyjar, gista þar í
fjórar nætur. 2. dagur
farið til Akureyrar, 3.
dagur farið til Grenivík-
ur, Mývatns og Húsa-
víkur, 4. dagur, farið til
Dalvíkur, Ólafsfjarðar
og Siglufjarðar. Uppl.
og pantanir í síma fyrir
1. júlí í síma 551-7868.
Einnig uppl. í síma 892-
5567 Ómar.
Tómstundastarf eldri
borgara í Reykja-
nesbæ, fer sína árlegu
sumarferð miðvikudag-
inn 20. júní. Fyrir val-
inu í ár var ferð að Sól-
heimum í Grímsnesi.
Lagt verður af stað kl.
13 frá S.B.K. og komið
við í Hvammi og Selinu.
Þeir sem hafa áhuga á
að fara með í þessa
ferð, láti skrá sig í síma
861-2085 eða 421-4322.
Ellimálaráð Reykjavík-
urprófastsdæma, Breið-
holtskirkju við Þang-
bakka. Skálholtsskóli,
Ellimálanefnd Þjóð-
kirkjunnar og Elli-
málaráð Reykjavík-
urprófastsdæma efna til
sumardvalar fyrir eldri
borgara í Skálholti.
Boðið er til fimm daga
dvalar í senn og raðast
þeir þannig: 25. til 29.
júní, 2. til 6. júlí og 9.
til 13. júlí. Allar nánari
upplýsingar eru veittar
á skrifstofu Elli-
málaráðs Reykjavík-
urprófastsdæma f.h.
virka daga í síma
557-1666.
Minningarkort
Minningarkort Kven-
félagsins Seltjarnar eru
afgreidd á bæjarskrif-
stofu Seltjarnarness hjá
Ingibjörgu.
Minningarkort Kven-
félags Háteigssóknar.
Kvenfélagskonur selja
minningarkort, þeir
sem hafa áhuga á að
kaupa minningarkort
vinsamlegast hringi í
síma 552-4994 eða síma
553-6697, minning-
arkortin fást líka í Há-
teigskirkju við Háteigs-
veg.
Minningarkort Kven-
félags Langholtssóknar
fást í Langholtskirkju
sími 520 1300 og í
blómabúðinni Holta-
blómið, Langholtsvegi
126. Gíróþjónusta er í
kirkjunni
Minningakort Kven-
félags Neskirkju fást
hjá kirkjuverði Nes-
kirkju, í Úlfarsfelli,
Hagamel 67 og í
Kirkjuhúsinu v/
Kirkjutorg.
Minningarkort Kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði fást í
blómabúðinni Burkna,
hjá Sjöfn s. 555 0104 og
hjá Ernu s. 565 0152
(gíróþjónusta).
Minningarkort ABC
hjálparstarfs eru af-
greidd á skrifstofu ABC
hjálparstarfs í Sóltúni
3, Reykjavík í síma 561-
6117. Minningargjafir
greiðast með gíróseðli
eða greiðslukorti.
Allur ágóði fer til hjálp-
ar nauðstöddum börn-
um.
Minningarkort Barna-
heilla til stuðnings mál-
efnum barna fást af-
greidd á skrifstofu
samtakanna á Lauga-
vegi 7 eða í síma 561-
0545. Gíróþjónusta.
Í dag er laugardagur 16. júní, 167.
dagur ársins 2001. Orð dagsins:
En það varð, meðan hann var að
blessa þá, að hann skildist frá þeim
og var upp numinn til himins.
(Lúk. 24, 51.)
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI átti leið um Suðaust-urland í blíðskaparveðri í síð-
ustu viku.
Hann varð heillaður af landslaginu
á leiðinni, fossunum, jöklasýninni,
tignarlegum fjöllunum, söndunum
og víðáttunni en hann varð fyrir von-
brigðum með afþreyingarmöguleika
sumsstaðar á leiðinni.
Fyrst lá leiðin til Víkur í Mýrdal
og þar átti jafnvel að fara á hestbak.
Á hinn bóginn kom í ljós að enginn
vissi til þess að hestaleiga væri í ná-
grenninu. Hjá upplýsingamiðstöð-
inni var bent á hestaleigu í Öræfa-
sveit en þangað er um 2 klst. akstur
frá Vík.
Á Kirkjubæjarklaustri var lítið um
að vera. Meiningin var að skreppa í
sund um miðjan dag en laugin var
lokuð og þegar farið var að athuga
með gistingu þar á Eddu-hótelinu
kom í ljós að það átti ekki að opna
fyrr en um miðjan júní.
Enga hestaleigu var hægt að koma
auga á við Kirkjubæjarklaustur.
Næsta sundlaug var Flosalaug í
Öræfasveit svo þangað var nú haldið.
Flosalaug reyndist lokuð líka en það
var hægt að komast á hestbak á Hofi.
Víkverji hefur heyrt talað um að
ferðamenn komi æ fyrr á sumrin til
landsins og hann veit til þess að ís-
lenskar fjölskyldur eru farnar í sum-
arfrí í júníbyrjun. Hvers vegna er
ferðaþjónustan ekki komin í fullan
gang í byrjun júní?
x x x
ÞÁ fannst Víkverja líka skrítið aðsjá víða á Suðausturlandi sömu
verslanirnar, 11-11 og KÁ. Mikið
saknaði hann gömlu kaupfélaganna
þar sem hver búð hafði sinn sérstaka
sjarma og hægt var að gramsa í alls
kyns dóti.
Víkverji getur þó ekki annað en
hælt veitingunum sem honum stóðu
til boða. Hann snæddi meðvitað hjá
vegasjoppunum sem halda sig við
hamborgara, pitsur, franskar og
pylsur en reyndi að borða á nokkrum
af þeim veitingastöðum sem búið er
að opna á þessum slóðum. Það var
t.d. gaman að sjá að á Halldórskaffi í
Vík í Mýrdal er hægt að fá sér súpu
og salat í hádeginu, einnig hjá
Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri og
mikið er frábær staðurinn Kaffi-
hornið á Höfn í Hornafirði. Staður-
inn er í fallegu bjálkahúsi og þar er
boðið upp á ýmsa létta rétti á góðu
verði og þjónustan eins og hún gerist
best.
Og af því Víkverji er nú orðinn svo
jákvæður þá má hann til með að hæla
sundlauginni sem hann heimsótti í
bakaleiðinni, Seljalandslaug. Laugin
er ekki alveg við veginn og hún er að
vísu lítil en afar snyrtileg og heitur
pottur með nuddi stendur til boða.
Ekki spillir fyrir að laugin er umlukt
fallegum fjallahring.
x x x
OG yfir í allt aðra sálma. Víkverjiveltir því fyrir sér hversvegna
hvergi eru gefnar upplýsingar um
hvaða ávextir og grænmeti eru upp á
sitt besta núna, t.d. á þessum árs-
tíma. Er uppskeran á kirsuberjum í
hámarki núna eða á appelsínum?
Hvers vegna er ekki keypt mikið
magn af glænýrri uppskeru og hún
sett á sérstakt tilboð með fræðslu um
næringarinnihald og viðskiptavinum
gefið að smakka? Víkverji á svo erfitt
með að skilja hvers vegna engin búð
skilur sig úr með svona upplýsingar
og þjónustu.
FYRST vil ég þakka
gatnamálastjóra fyrir það
framtak að senda íbúum
borgarinnar bréf, þar sem
látið er vita fyrir fram
hvenær von er á hreinsun
gatna. Eitt af því sem
svekkir okkur er þegar
maður sér að búið er að
reyna að sópa rennustein-
ana og verkið sést ekki
eftir á vegna bíla sem
voru fyrir vinnuvélunum.
Þarna er mikil sóun á
fjármagni og vinnuafli.
Nú er annað sumarið sem
ég fæ bréf um væntanlega
gatnahreinsun, en í upp-
talningu gatna og dag-
setninga er Háaleitis-
braut ekki talin með. Í
fyrrasumar kvartaði ég
undan þessum mistökum,
bæði við embætti gatna-
málastjóra og við verk-
takann, sem er Hreinsi-
tækni. Það er slæmt
þegar góðar ábendingar
eru ekki teknar til greina.
Mér sýnist af bréfinu að
Háaleitisbraut flokkist
helst með hreinsun 19.06,
en óska eftir að fá það
staðfest.
F.h. íbúa Háaleitis-
brautar.
Sólveig Ásgeirsdóttir,
Háaleitisbraut 125, R.vík.
Skelfilegar
veðurfregnir
JÁ, undarleg fyrirsögn nú
í miðnætursólinni, en
þessi hugsun er ekki ný,
raunar sent Velvakanda
nokkrar línur um þetta
áður. Hvað er þá að?
Margir eiga erfitt með að
túlka það sem veðurfræð-
ingar segja eða sýna á
skjánum.
Hvers vegna? Vegna
þess að það er eins og
metnaður hjá þeim að
hver hafi sína persónu-
legu „stæla“. Frumleikinn
er raunar furðulegur og
þar af leiðandi varla Ís-
lendingur undir fertugu
sem ekki þarf að ávarpa
sér eldri og reyndari
mann til að túlka veður-
spána þegar ferðalag er
fyrirhugað. Hvað þarf að
hafa í huga? Að 10–15
þúsund landsmanna skilja
ekki íslensku sérlega vel
en erustoltir af afbragðs
þekkingu sinni á tölustöf-
um (minnir á gamla land-
ið) og sumir hreinrækt-
aðir Íslendingar bæði
sjóndaprir og heyrn-
arsljóir, auk þessa að vera
næstum upp til hópa illa
að sér í örnefnum. Gott
dæmi um skynsamlega af-
lagða ást á örnefnum er
nýleg athugunarstöð,
„Mývatn“. Allir vita hvar
sá fagri staður er og varð-
ar ekkert um hvort mæl-
irinn er norðan eða sunn-
an við vatnið.
Til athugunar: 1. Sýna
hámarks- og lágmarkshita
sólarhringsins bæði hér-
lendis og erlendis. 2. Nota
ekki íslenskan tíma held-
ur staðartíma hvers lands.
3. Sömu hugtök handa
Norðlendingum sem
Sunnlendingum (átt er við
hálendis- og láglendishug-
tök), Sunnlendingum
finnst háttarlag þeirra
fyrir norðan heldur und-
arlegt þegar þeir byrja
heyskap tveimur vikum
eftir að þeir draga fé úr
fönn.
4. Heldur fleiri veður-
lýsingar úr innsveitum.
Árið 2001 eru sjómenn-
irnir nokkuð vísir til að
sjá um sig en borgarbarn-
ið er fávíst. Ferðamaður-
inn er frekar inn til lands-
ins en á ystu nesjum.
Bragi Melax.
Hraði og spenna í
nútímasamfélagi
ÉG las í Velvakanda grein
eftir Sigrúnu Ármanns
Reynisdóttur, þar sem
fyrirsögnin var „Merkir
tómur ísskápur góðæri?“
Ég vil þakka henni fyrir
góða grein og stuðning
við þá sem minna mega
sín. Ég er gömul kona
sem man tímana tvenna.
Ríkisstjórnir hafa komið
og farið í tímans rás. Ég
man samt ekki eftir
neinni stjórn sem hefur
haft eins lítinn áhuga á að
hjálpa þeim sem erfitt
eiga, eins og þessi sem nú
er við völd. Það ber líka
lítið á mannkærleika í nú-
tímasamfélagi sem ein-
kennist af hraða og
spennu. Fólk talar minna
saman en áður var og
margir eru ósköp ein-
mana. Nóg er að vera
með tóman ísskápinn þótt
fólk sé ekki einmana líka.
Blessuð börnin verða líka
oft út undan vegna mik-
illar vinnu foreldra. Hér
áður höfðu afar og ömmur
meiri tíma fyrir þau held-
ur en núna. Þau fara því
oft á mis við þá hlýju og
skilning sem þau þurfa.
Sigríður
Guðmundsdóttir.
Tapað/fundið
Karlmannsjakki
og ökklasíð kápa
töpuðust
SVARTUR mittissíður
karlmanns ullarjakki tap-
aðist á Skuggabar þann 2.
júní sl. Farsími og linsu-
box með vökva var í vasa
jakkans.
Einnig tapaðist ökklas-
íðgrásvört, aðskorin kven-
mannskápa með gráum
loðkraga á Skuggabar
þann 9. júní sl. Skilvís
finnandi er vinsaml. beð-
inn að hringja í Siggu
Dögg í s. 698-4665.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Háaleitis-
braut
gleymdist
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 nærfötin, 8 burðarviðir,
9 ginnir, 10 blundur, 11
slagi, 13 lykt, 15 sverðs,
18 hinar, 21 ungviði, 22
úðar, 23 ilmur, 24 þrjósk-
ir menn.
LÓÐRÉTT:
2 þjálfun, 3 svæfill, 4
reiðri, 5 vondum, 6 ótta, 7
þrjóskur, 12 mergð 14 að-
stoð, 15 ráma, 16 bylgjur,
17 hávaði, 18 stétt, 19
trufla, 20 heimili.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 rotta, 4 sálin, 7 tafla, 8 ormur, 9 nið, 11 agns, 13
enda, 14 eljan, 15 stól, 17 nýtt, 20 ónn, 22 efast, 23 afurð,
24 gutla, 25 glata.
Lóðrétt: 1 rytja, 2 tófan, 3 aðan, 4 stoð, 5 lamin, 6 narra,
10 iðjan, 12 sel, 13 enn, 15 skegg, 16 ósatt, 18 ýsuna, 19
tíðka, 20 ótta, 21 nagg.
K r o s s g á t a