Morgunblaðið - 16.06.2001, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 51
DAGBÓK
LJÓÐABROT
BARMAHLÍÐ
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Jón Thoroddsen
REYNDIR spilarar eru inn-
an við mínútu að sjá vinn-
ingsleiðina á fjórum spöð-
um. Tekurðu tímann?
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♠ Á8743
♥ K8
♦ G65
♣ DG9
Vestur Austur
♠ 5 ♠ K9
♥ 763 ♥ G109542
♦ ÁKD984 ♦ 102
♣1086 ♣K42
Suður
♠ DG1062
♥ ÁD
♦ 73
♣Á753
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 spaði
3 tíglar 4 spaðar Allir pass
Vestur byrjar á þremur
efstu í tígli og suður trompar
í þriðja slag. Líttu nú á úrið.
Stökk vesturs í þrjá tígla
er hindrun og því er mjög
ólíklegt að hann eigi svartan
kóng til hliðar. Miðað við þá
forsendu, tekur sagnhafi
spaðaás, síðan tvo slagi á
hjarta og spilar austri inn á
spaðakóng. Austur verður
þá að gefa slag, annaðhvort
með því að spila hjarta í tvö-
falda eyðu eða laufi frá
kóngnum og eyðileggja tíu
vesturs. Þetta var fljótlegt.
En nú er að finna vörnina og
það gæti tekið lengri tíma.
Vissulega gæti vestur
skipt yfir í spaða í öðrum
slag (þótt enginn myndi
gera það við borðið), en það
dugir bara ekki til. Sagnhafi
tæki með ás, síðan tvisvar
hjarta og spilaði tígli. Aust-
ur lendir í sömu klípunni.
Hins vegar er vörn til mið-
að við það að vestur spili
fyrst ÁKD í tígli. Austur
trompar einfaldlega þriðja
tígulinn með kóng og losar
sig út á spaða! Vörnin fær þá
alltaf slag á lauf.
Hvað tók þetta langan
tíma?
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarsson
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 16. júní, eiga 50 ára
hjúskaparafmæli hjónin Margrét S. Magnúsdóttir og Bogi
Pétursson, fyrrverandi forstöðumaður Sumarbúðanna að
Ástjörn, til heimilis að Víðimýri 16, Akureyri.
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 16. júní, eiga 50 ára
hjúskaparafmæli hjónin Þórunn Pálsdóttir og Óli Gunnars-
son, Skógum, Kópaskeri. Fjölskyldan kemur saman í tilefni
dagsins í Pakkhúsinu á Kópaskeri.
Árnað heilla
STAÐAN kom upp á Evr-
ópumóti einstaklinga sem er
nýlokið í Ohrid í Makedóníu.
Alls tóku fjórir íslenskir
skákmenn þátt. Núverandi
Íslandsmeistari, Jón Viktor
Gunnarsson (2366), hafði
hvítt gegn franska stór-
meistaranum Igor Nataf
(2552). 27.Hxh6! Da5+
Hvorki gekk upp að leika
27...gxh6 28.Rxg4+ Kg8
29.Rxh6# né heldur
27...gxf6 28.Hxf6 Hxf6
29.Dg5 og hvítur vinnur.
28.Kd3! gxf6 29.Hxf6 Hxf6
30.Df4? Grátleg
mistök sem missa
skákina niður í
jafntefli. Eftir
30.Bxf6+ Kg8
31.Kxc4 er hvíta
staðan gjörunnin
þar sem útilokað
er fyrir svartan að
þráskáka þar sem
hvítur hefur algjör
yfirráð yfir svörtu
reitunum. Í fram-
haldinu tekst
svörtum að bjarga
sér á meistaraleg-
an hátt. 30...Kg8
31.Dxf6 Be2+! 32.Ke3
32.Kxe2 hefði verið hættu-
legt hvítum eftir 32...Hc2+
33.Kf3? Dh5+ og svartur
vinnur. 32...Dc5+ 33.Bd4
Da3+ 34.Kf2 Df3+! og jafnt-
efli samið enda eftir litlu að
slægjast eftir 35. Dxf3 Bxf3
36. Kxf3 Hxd4. Mjóddarmót
Hellis verður haldið í dag,
16. júní, í göngugötunni í
Mjódd. Taflið hefst kl. 14.00
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Hljómsveitarnámskeið
fyrir börn og unglinga
Viltu spila í hljómsveit á trommur, gítar, hljómborð
eða bassa?
6 tíma námskeið.
Nýtt námskeið hefst 18. júní.
Verð kr. 8.000.
Innritun í síma 567 0399.
Tónskóli Hörpunnar,
Gylfaflöt 5 í Grafarvogshverfi.
Til hamingju!!!
Við óskum eigendum Hótels Klappar
við Klapparstíg innilega til hamingju
með nýtt og glæsilegt hótel,
og þökkum um leið fyrir samstarfið.Skeifan 7
sími 525 0800
Sérverslun með
vönduð teppi á
hótel, skrifstofur,
stigaganga
fjölbýlishúsa og
heimili.
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert gæddur ótrúlegum
aðlögunarhæfileikum og
leggur mikið á þig til þess að
kynnast nýjum hlutum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Láttu það ekkert á þig fá þótt
einhverjir séu að gera grín að
forvitni þinni því það er hún
sem hefur leitt þig á ókunnar
slóðir og oftar en ekki fært
þér happ.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú gætir átt von á því að ein-
hver sem þú hélst að væri
horfinn úr lífi þínu snýr aftur
og þá reynir á hvort þú vilt
gleyma og fyrirgefa.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Láttu hið liðna vera liðið og
líttu fram á veginn. Þú þarft
enga yfirbót að gera en verð-
ur umfram allt að losa þig við
pirringinn og reiðina.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þótt alltaf sé gaman að kynn-
ast nýju fólki skaltu fara þér
hægt og kynna þér málin áður
en þú tekur nokkra ákvörðun
um framhald. Mundu að lengi
má manninn reyna.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Vilji er allt sem þarf hvort
heldur þig langar að ræða
eitthvað eða leysa einhverja
manndómsþraut. Leggðu
metnað þinn í að vinna vel það
sem þú tekur þér fyrir hend-
ur.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þótt þeir sem þú réttir hjálp-
arhönd hafi ekki mörg orð um
þakklæti sitt skaltu ekki láta
það slá þig út af laginu. Þín
gleði er að hafa gert góðverk.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Tækifærin eru á hverju strái
og það er bara að vera nógu
snöggur að grípa gæsina þeg-
ar hún gefst. Mundu samt að
þú þarft að taka afleiðingum
gjörða þinna.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú mátt alveg slá svolítið af
stjórnsemi þinni því þegar
hún gengur út í öfgar skemm-
ir þú mjög fyrir þér í augum
þess sem síst skyldi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Flanaðu ekki að neinu varð-
andi fjárfestingu heldur veltu
hlutunum vandlega fyrir þér
og skoðaðu málin frá öllum
hliðum. Óvænt heimsókn lífg-
ar upp á daginn.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú þarft að skipuleggja um-
hverfi þitt bæði heima og á
vinnustað því þegar það er í
lagi þá líður þér vel og ert
vinnufús og afkastamikill.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Það er engin ástæða til þess
að hætta þótt einhverjar smá-
hindranir séu í veginum. Þær
eru bara til þess að sigrast á
þeim og gefa lífinu lit.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú skalt ekki hika við að rétta
fram hjálparhönd ef þér
finnst á annað borð að ein-
hver sé hjálparþurfi. Gættu
þess svo að miklast ekki af
hjálpseminni.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
90 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 16.
júní, verður níræður Guð-
bjartur Ó. Ólason, fyrrver-
andi skipstjóri frá Bíldudal,
Skipholti 6, Reykjavík.
Guðbjartur dvelur í dag á
heimili dóttur sinnar og
tengdasonar, Nesgötu 35,
Neskaupstað.
FRÉTTIR
SJÓRN Stúdentaráðs samþykkti
eftirfarandi ályktun á fundi sínum
síðdegis í á fimmtudag:
„Stjórn Stúdentaráðs fagnar áliti
umboðsmanns Alþingis sem birt var
í dag. Með því er tekið undir mál-
flutning stúdenta um að Lánasjóður
íslenskra námsmanna taki ekki
nægilegt tillit til félagslegra að-
stæðna lánþega. Fulltrúar SHÍ hafa
margsinnis bent á að yfirstjórn LÍN
fari ekki að þeim lögum og reglum
sem um sjóðinn gilda. Þetta er í
annað sinn á nokkrum mánuðum
sem umboðsmaður Alþingis gagn-
rýnir málsmeðferð LÍN og kemst
að þeirri niðurstöðu að sjóðurinn
brjóti þau lög sem um hann gilda.
Umboðsmaður hefur nú til umfjöll-
unar enn eitt málið sem varðar
félagslegt tillit til lánþega. Málið er
afar svipað því máli sem álitið frá í
dag fjallar um og varðar móður
með sjúkt barn sem ekki fékk und-
anþágu frá endurgreiðslu námslána.
Umboðsmaður hefur ítrekað skrifað
málskotsnefnd og óskað eftir gögn-
um og skýringum en án árangurs. Í
tæpt hálft ár hefur nefndin ekki
svarað óskum umboðsmanns Al-
þingis. Það er sjóðnum til skammar
að fá reglulega álit frá umboðs-
manni um að stjórnin fari ekki að
lögum og reglum og að ekki skuli
vera staðið undir þeirri lágmarks-
skyldu að veita umboðsmanni nægi-
legar upplýsingar. Það er löngu
tímabært að stjórn LÍN taki meira
tillit til félagslegra aðstæðna og
sinni þannig grundvallarhlutverki
sínu að tryggja öllum jafnan að-
gang að námi.“
LÍN taki meira tillit til
félagslegra aðstæðna
Lánasjóðurinn fer ekki að lögum
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN 17. júní
nk. verður vígt nýtt aðstöðuhús og
tjaldsvæði við Félagsheimilið Þjórs-
árver í Villingaholtshreppi í Flóa.
Húsbyggingin er nokkuð sérstæð
fyrir þær sakir, að ungmennafélagið
Vaka sá um alla vinnu við hana
ásamt umsjónarmanni Þjórsárvers.
Sýnir þetta þann eldmóð og áhuga,
sem enn er í ungmennafélagsstarf-
semi í þessu fámenna byggðarlagi,
segir í fréttatilkynningu.
Húsið er 60 fermetrar að stærð og
skiptist þannig, að í öðrum hlutanum
er áhaldageymsla fyrir íþróttavöll
og félagsheimilið. Í hinum hlutanum
er fullkomin hreinlætisaðstaða fyrir
tjaldsvæðin, ásamt sturtu, þvottavél,
gossjálfsala, slökkvibúnaði o.fl.
Jafnframt verða tekin í notkun ný
tjaldsvæði við Þjórsárver og verður
aðstaða nú hin ákjósanlegasta fyrir
tjaldstæðisgesti.
Félagsheimilið Þjórsárver hefur
notið vaxandi vinsælda sem sam-
komustaður fyrir skipulagða hópa
s.s. ættarmót og starfsmannasam-
komur. Þar er nú boðið upp á sér-
staka ættarmótaþjónustu, en í henni
felst að Þjórsárver hefur milligöngu
um að útvega viðskiptavinum alla
nauðsynlega þjónustu, s.s. ferðir,
veislukost o.fl. og gerir heildartil-
boð. Aðstaða hefur verið bætt á ýms-
an hátt t.d. með nýjum myndvarpa,
endurnýjuðu hljóðkerfi, útigrillum
o.fl. Flestar helgar eru bókaðar yfir
hásumarið og farið að spyrjast fyrir
um næsta ár.
Þann 17. júní munu einnig verða
teknir í notkun nýir búningar Ung-
mennafélagsins Vöku. Ungmenna-
félagið Vaka er mjög virkt og þar er
haldið uppi öflugu íþrótta- og félags-
starfi. Félagið hefur hlotið ýmsar
viðurkenningar m.a. fyrir sérstak-
lega þróttmikla barna- og unglinga-
starfsemi.
Vígja nýtt húsnæði
og tjaldsvæði
ÞJÓÐDANSAFÉLAG Reykjavíkur
fagnar 50 ára afmæli sínu sunnudag-
inn 17. júní.
Af því tilefni verður efnt til veislu í
sal félagsins að Álfabakka 14a, laug-
ardaginn 16. júní. Boðsgestir eru á
þriðja hundrað.
„Hápunktur afmælisársins verður
svo dagana 18. – 22. júlí þegar
BARNLEK 2001 barna- og unglinga
þjóðdansa- og þjóðlagamótið verður
haldið hér í Grafarvogi. Þjóðdansa-
félag Reykjavíkur var stofnað á
þjóðhátíðardaginn, 17. júní, 1951.
Meginhlutverk félagsins er að
kanna og kynna þær menningarhefð-
ir sem þjóðin á í þjóðdönsum og öllu
sem að þeim lýtur, eða eins og segir í
lögum þess; vekja áhuga á innlend-
um og erlendum þjóðdönsum og
stuðla að kennslu þeirra og út-
breiðslu. Safna og skrásetja dans-
skýringar, kvæði og lög,“ segir m.a. í
fréttatilkynningu.
Þjóðdansafélagið 50 ára