Morgunblaðið - 16.06.2001, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
STJÓRN Reykjavíkur – Menn-
ingarborgar Evrópu árið 2000
kynnti í gær lokaskýrslu sína
og þar kemur m.a. fram að
heildarvelta verkefna var
1.842.748 kr. og aðsókn að við-
burðum ársins var um fimmföld
íbúatala landsins eða 1.476.724.
Fjöldi framkvæmdaaðila var
20.273 og fjöldi verkefna á dag-
skrá M2000 var 284 og fjöldi
viðburða var 2.549. Framlag
M2000 til verkefna voru rúmar
367 milljónir.
Menningarborg-
arverkefnið
Veltan
tæpir 2
milljarðar
Þáttaskil /12
TALIÐ er að um 6.000 manns hafi
hlýtt á tónleika þýsku rokk-
hljómsveitarinnar Rammstein í
Laugardalshöll í gærkvöld. Að sögn
tónleikahaldara voru fleiri sam-
ankomnir í Laugardalshöll í gær-
kvöld en nokkru sinni fyrr.
Rammstein hóf leikinn á slaginu
korter yfir níu með leikþætti, en
mikið var lagt upp úr öllum sviðs-
umbúnaði og léku eldglæringar um
sviðið þegar hljómsveitarmeðlimir
kveiktu í sprengjum, á neyð-
arblysum og meira að segja í eigin
fatnaði. Óhætt er að segja að áhorf-
endaskarinn hafi ærst þegar
Rammstein steig á svið en gríðarleg
stemmning hafði þegar myndast
meðal tónleikagesta við leik hljóm-
sveitarinnar Ham.
Vegna fjöldans var mikill viðbún-
aður, bæði lögreglu og slökkviliðs,
á staðnum. Einnig höfðu verið smíð-
aðar sérstakar stálgrindur sem
hafðar voru fyrir framan sviðið.
Tónleikagestir voru á öllum
aldri, þó að ungt fólk hefði verið í
miklum meirihluta og nokkuð var
um að börn og yngri unglingar
væru í fylgd með foreldrum sínum.
Rammstein spilaði í eina og hálfa
klukkustund og fór allt vel fram.
Einn maður var þó handtekinn fyrir
utan Höllina þegar hann var stað-
inn að því að selja falsaða tónleika-
miða.
Seinni tónleikar Rammstein
verða í kvöld og er búist við álíka
fjölda.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aldrei fleiri í Höllinni
MEIRIHLUTI nefndar sem sjávar-
útvegsráðherra skipaði til að gera
samanburð á núverandi starfsum-
hverfi sjó- og landvinnslu leggur
meðal annars til að útflytjendum á
óunnum fiski verði gert skylt að
bjóða hann rafrænt til sölu á inn-
lendum fiskmarkaði áður en hann er
fluttur úr landi.
Gunnar Birgisson, alþingismaður
og formaður nefndarinnar, segir að
þetta sé gert í þeim tilgangi að gefa
innlendum vinnslum tækifæri til að
bjóða í fiskinn en deilt hafi verið á
það að fiskur hafi verið fluttur út í
gámum í auknum mæli. Auk hans
voru Elínborg Magnúsdóttir, vara-
formaður verkalýðsfélags Akraness,
og Guðrún Lárusdóttir fram-
kvæmdastjóri í nefndinni, en Guðrún
skilaði séráliti. Hún fellst ekki á
nefnda tillögu og segir að það eigi að
vera ákvörðun hvers og eins hvar afl-
inn er seldur, hvernig hann er verk-
aður og með hvaða skipum hann sé
veiddur.
Nefndin leggur til að leyfilegur
hluti undirmálsfisks í hverri veiði-
ferð verði 10% í stað 7% nú og að
undirmálsfiskur teljist 35% til afla-
marks í stað 50% nú. Gunnar Birg-
isson segir að samkvæmt „brott-
kastskönnun“ nefndarinnar og
stærðarmælingum Hafrannsókna-
stofnunar á þorski sé ljóst að gífur-
legum verðmætum sé hent í hafið og
illa sé gengið um auðlindina, en til-
lögurnar miðist að því að breyta
þessu. Með þeim séu sjómenn hvatt-
ir til að koma með aflann að landi og
vinna úr honum verðmæti fyrir þjóð-
arbúið, þannig að brottkast verði úr
sögunni.
Í þriðja lagi er lögð áhersla á að
styrkja rafræn viðskipti með fiskaf-
urðir og hráefni og í fjórða lagi að
hvalveiðar verði hafnar strax.
Meirihluti nefndarinnar leggur
jafnframt til að afli sé vigtaður inn á
vinnslulínur frysti- og fullvinnslu-
skipa, en gefinn verði nokkurra ára
aðlögunartími vegna breytinganna.
Guðrún Lárusdóttir er andvíg þessu
vegna þess að um sé að ræða millj-
óna króna kostnað fyrir hvert skip
og því sé þetta mjög íþyngjandi fyrir
sjóvinnsluna.
Nefnd um sjó-
og landvinnslu
Vinnslan
fái að bjóða
í gámafisk
Hagur landvinnslu/21
ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn-
ismála staðfesti í gær í úrskurði
niðurstöðu samkeppnisráðs um að
Fengur hf., Sölufélag garðyrkju-
manna svf. (SGF), Bananar ehf.,
Ágæti hf. og Mata ehf. hafi brotið
gegn ákvæðum samkeppnislaga.
Áfrýjunarnefndin telur sannað að
SGF, Ágæti og Mata hafi haft með
sér ólögmætt samráð um verð og
skiptingu markaða varðandi við-
skipti með grænmeti, kartöflur og
ávexti. Nefndin fellst hins vegar
ekki á niðurstöður samkeppnisráðs
í nokkrum tilvikum um að ólög-
mætt samráð hafi átt sér stað eða
teljist sannað. Fellst nefndin heldur
ekki á það með samkeppnisráði að í
aðgerðunum hafi falist sérstakt
samsæri gegn hagsmunum neyt-
enda.
Sektir fyrirtækjanna lækkaðar
um 58 milljónir króna
Áfrýjunarnefndin lækkar einnig
þær sektir sem félögunum er gert
að greiða úr 105 milljónum í 47
millj. kr. Er sekt Fengs, Sölufélags
garðyrkjumanna og Banana lækk-
uð úr 40 milljónum í 25 milljónir,
sekt Ágætis er lækkuð úr 35 millj-
ónum kr. í 17 millj. og Mötu úr 30
millj. í 5 milljónir.
Áfrýjunarnefndin segir m.a. í
niðurstöðu sinni að fyrirtækin séu
uppvís að brotum á samkeppnislög-
um. Telja verði sannað að þau hafi
beitt verðsamráði, framleiðslustýr-
ingu, markaðsskiptingu og öðrum
þeim aðgerðum til að skipta mark-
aði varðandi viðskipti með græn-
meti, kartöflur og ávexti, draga úr
framboði og halda uppi verði.
Hins vegar kemur fram í úr-
skurðinum að ekki hafi sannast
samráð SFG og Mötu um viðskipti
með banana á Suðurnesjum og við
Nóatúnsverslanirnar. Ekki er fall-
ist á að Ágæti hafi átt aðild að ætl-
uðu ólögmætu verðsamráði og
markaðsskiptingu í viðskiptum
félagsins við Mötu. Um Mötu segir
m.a. að þótt félagið hafi orðið upp-
víst að brotum á samkeppnislögum
eigi það hvorki við um viðskipti
með banana á Suðurnesjum né til
Nótatúnsverslananna. Ekki er fall-
ist á að félagið hafi átt aðild að
ólögmætu verðsamráði eða mark-
aðsskiptingu í viðskiptum við
Ágæti. Þá kemur fram í úrskurð-
inum að ekki hafi heldur sannast
samráð fyrirtækjanna þriggja varð-
andi garðyrkjustöðina í Sólbyrgi.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir ólögmætt samráð á grænmetismarkaði
Brot á lögum talin sönn-
uð en sektir lækkaðar
Talið sannað/9