Morgunblaðið - 19.06.2001, Page 39

Morgunblaðið - 19.06.2001, Page 39
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðlaug Jóns-dóttir fæddist 30. mars 1957 í Reykjavík. Hún lést 7. júní síðastliðinn á krabbameinsdeild Landspítalans – há- skólasjúkrahúss v/ Hringbraut. Foreldrar hennar voru Jón Þórðar- son, f. 26. febrúar 1909, d. 4. mars 1988, og Laufey Stefánsdóttir, f. 5. nóvember 1912, d. 22. maí 1988. Systkini Guðlaugar eru; Guð- rún Fjóla, f. 23. október 1935, maki Marvin Lee Jeffries og eiga þau fjögur börn. Árni Laugdal, f. 25. júní 1938, d. 1992, maki Lilly Clouse Jóns- son, þau skildu og eiga einn son. Stefán, f. 9. janúar 1947, fyrri kona hans var Steinunn H. Guð- bjartsdóttir og eiga þau tvö börn, f. 3. ágúst 1980, nemi, faðir hans er Viðar Finnsson frá Ísafirði. Sambýlismaður Guðlaugar frá 1988 er Aðalsteinn Jörgensen, f. 18. nóvember 1959, atvinnurek- andi, foreldrar hans eru Áslaug Hafsteinsdóttir, f. 29. júlí 1938, matráðskona í Lækjarskóla í Hafnarfirði, og Peder Jörgensen, f. 26. apríl 1938, fósturfaðir Að- alsteins er Kristinn Daníelsson, f. 15. maí 1933. Guðlaug fæddist í Reykjavík og ólst upp á Fálkagötunni. Að loknu grunnskólanámi í vestur- bænum lá leið hennar vestur á Ísafjörð. Þar eignaðist hún sín börn og vann við fiskvinnslu og skrifstofustörf auk húsmóður- starfa. Eftir að Guðlaug fluttist til Reykjavíkur vann hún áfram við skrifstofustörf og bókhald hjá ýmsum fyrirtækjum, núna síðast hjá Brimborg hf. Áhugamál Guð- laugar voru einkum tengd brids og tók hún virkan þátt í félags- starfi því tengdu ásamt keppnis- og spilamennsku. Auk þess var garðrækt henni afar hugleikin. Útför Guðlaugar fór fram í Fossvogskapellu 18. júní síðast- liðinn í kyrrþey að ósk hinnar látnu. síðari kona hans var Guðrún Sigurðar- dóttir, þau skildu. Kristján Þór, f. 17. janúar 1948, maki Lone Jakobsen, sam- an eiga þau saman tvo syni auk þess á Kristján Þór son frá fyrra sambandi. Þórður, f. 5. júní 1949, maki Ástríður Bjarnadóttir og eiga þau eina dóttur. Smári, f. 26. apríl 1951, maki Jóhanna Sigurjónsdóttir og eiga þau tvö börn. Geir, f. 20. desember 1954, d. 1994, maki Elina Hrund Krist- jánsdóttir og eiga þau saman tvö börn, auk þess átti Geir einn son frá fyrra sambandi. Börn Guðlaugar eru Dagbjört Fjóla f. 3. janúar 1976, hótelfræð- ingur, faðir hennar er Konráð Einarsson frá Ísafirði og Gunnar, Í nóvember árið 1988 kom ung dama í afmæli sonar míns, glæsi- leg, með svarta slaufu í rauðu hári sem náði langt niður á bak, í svartri dragt, á háum hælum. Þetta var Guðlaug og hún var komin til að vera. Það voru fáir eins og hún og ég sakna hennar sárt. Það var svo margt sem hún ætlaði að gera í sumar en tími vannst ekki til. Þau áttu fallegt hús og stóran garð sem hún ætlaði að gjörbreyta. Þar áttu að vera gosbrunnur og lækur með buslandi andarungum en fyrir voru hundurinn Alex og hænurnar tvær, frú Ása og frú Fríða. Ég hlakkaði til þess að sjá þennan draum verða að veruleika. Guðlaug og Aðalsteinn skráðu sig í dansskóla í vetur sem leið og engan óraði fyrir að því námi fengju þau aldrei að ljúka. Þau voru ólöt að sýna okkur hvað þau höfðu lært og liðu oftar en ekki saman í dans á stofugólfinu. En dansinn þeirra varð styttri en efni stóðu til. Tengdadóttir mín var fínleg kona og kvenleg sem starfaði sem bókari hjá ýmsum fyrirtækjum í Reykja- vík. Það var því erfitt að gera sér í hugarlund að fyrr á ævinni stund- aði hún sjómennsku af kappi vestur á fjörðum, reri stundum ein til fiskjar og veiddi vel. Hún lét sig heldur ekki muna um að afla sér skipstjóraréttinda á þrjátíu tonna bát og sýndi þá sem oftar að henni óx fátt í augum. Hún fór ekki í bæ- inn til að kaupa sér kjól… nei, hún kom heim með háþrýstidælu og vakti þannig ósvikna kátínu við- staddra. Aðalsteinn minn er búinn að missa mikið. Hann stóð við hlið konu sinnar eins og hetja í erfiðri baráttu við hræðilegan sjúkdóm og nærvera hans og barnanna tveggja, Dagbjartar og Gunnars, var henni meira virði en nokkuð annað. Ég veit að hún bað þau öll fyrir hvert annað og umhyggja þeirra og gagn- kvæm virðing á sér heldur engin takmörk. Aldrei fann ég betur hvað tengdadóttir mín var sérstök kona en síðustu vikurnar sem hún lifði. Við hefðum getað fyllt Laugardags- höllina til að kveðja hana hinsta sinni en hún kaus kyrrð og ró og aðeins sína nánustu. Elsku Aðalsteinn, Dagbjört og Gunnar, ég veit að þið eigið oft eft- ir að þurfa á Guðlaugu að halda og spyrja hana að ýmsu án þess að fá nokkur svör. En í rauninni búa svörin hennar í hjörtum ykkar þar sem hún gróðursetti þau meðan hún gat. Guð varðveiti ykkur og styrki. Áslaug Hafsteinsdóttir. Eitt er víst að enginn veit sinn næturstað en aðfaranótt fimmtu- dagsins 7. júní sl. kvaddi Gulla frænka í síðasta sinn. Jafnótíma- bærri kveðju fylgir gríðarlegur söknuður en vekur jafnframt upp margar góðar minningar um stund- ir með Gullu frænku. Maður spyr sjálfan sig aftur og aftur „af hverju Gulla“ hún sem var nýbúin að koma sér svo vel fyrir með Alla í fallega húsinu þeirra í Salthömrum. Ég minnist óteljandi kvöldstunda í Salthömrunum en það var alltaf tekið vel á móti manni af hundinum Alex sem á sér engan líka. Við sát- um svo löngum stundum í eldhús- inu hennar og ræddum um allt á milli himins og jarðar. Það var svo gaman að fylgjast með því hvernig Gulla blómstraði í nýja húsinu, og hversu stolt hún var af garðinum þar sem hún dvaldi löngum stund- um og gróðursetti tré og blóm og skreytti svo með litlum garðálfum sjálfum sér og öðrum til ánægju. En svo dundi ógæfan yfir og Gulla hóf baráttu við illvígan sjúkdóm sem að lokum hafði yfirhöndina. Áræðni, viljastyrkur og ákveðni einkenndi Gullu. Sem dæmi um ákveðni hennar lét hún gamlan draum sinn rætast á vordögum og fékk sér tvær íslenskar hænur sem hún kom haganlega fyrir í litlu úti- húsi úti í garði. Hænurnar fengu að sjálfsögðu sitt nafn, frú Fríða og frú Ása sem hún nefndi eftir sinni ástkæru tengdamóður sem var hennar stoð og stytta á erfiðum tímum. Það er komið að kveðju- stund og ég bið þann sem öllu ræð- ur að styrkja Alla, Dagbjörtu, Gunnar og aðra ástvini á sorgar- stund. Guð blessi minningu Guðlaugar Jónsdóttur. Anna Svava Þórðardóttir. Guðlaug Jónsdóttir, kona Aðal- steins frænda míns, er frá okkur farin eftir baráttu við illvígan sjúk- dóm sem í raun var lengri en hún lét uppi. Þessi bjarta, kraftmikla stúlka bar ekki líðan sína á torg þótt hún vissi að hverju stefndi og tókst á við veikindi sín af hugprýði og æðruleysi. Mest var henni í mun að gera öðrum léttara fyrir að ann- ast sig og fannst mér það til eft- irbreytni öllum þeim sem fremur huga að eigin hag. Guðlaug hætti störfum utan heimilis vegna veikinda sinna. Hún kvaðst vilja nota hverja stund til að lifa lífinu og gera sitthvað sem í sér hefði blundað en aldrei verið tæki- færi til vegna anna. En tíminn rann út fyrr en hún hefði kosið. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast Guðlaugu lítillega í áranna rás og margt gat ég af henni lært. Söknuður Aðalsteins og barna hennar, Gunnars og Dag- bjartar, er mikill en fögur mynd móður og konu mun fylgja þeim í gegnum lífið. Guð gefi þeim styrk. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir. Góðir vinir eru gulls ígildi. Við eignuðumst góða vini þegar Alli frændi minn og Gulla fluttu í Graf- arvoginn fyrir fjórum árum. Þeir voru ófáir „göngutúrarnir“ milli Salthamra 1 og Hlaðhamra 1. Garðurinn og blómin voru Gullu mikils virði. Fyrir dyrum stóðu margvíslegar framkvæmdir svo garðurinn fengi að njóta sín sem best og allt vildi Alli ráðast í til að gleðja hana. Við gátum setið tímunum saman og talað um blóm og garðrækt eða bara allt milli himins og jarðar og oft hlógum við að því hvað við vor- um ólíkar. Meðan ég fór og keypti skraut og óþarfa, fannst Gullu mun gáfulegra að eyða í verkfæri og aðrar nauðsynjavörur. Á þriðjudagskvöldum fórum við öll fjögur og dönsuðum af lífi og sál. Þá voru Gulla og Alli búin að æfa stíft frá hádegi og biðu óþreyjufull eftir okkur hjónum sem úfin og óæfð kepptumst við að komast frá börnum og búi. Gulla naut þess að dansa og gat til dæm- is aldrei setið kyrr undir samba- tónlist. Að dansi loknum settumst við að ostum og rauðum veigum á heimilum okkar til skiptis og lukum þar líflegum kvöldstundum við GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. 0  '    ! '  !'   '! B2@" @"" $4# ,D >/E #*,             -  >*'+  B4'( /--  8/ B4'(B4'( )*  2)1) %0(% )/--  0 ')-  B4'( )*  > )-1 .* )-  )/--  $ ', B4'( /--  9  'F)*   3 6'% 8/ )/--  #  )-))*  + +; *,+ + +   "    ! "    2" &  "8  "  "'% , #1)'  3 #1    &    $ 5 &   '  "'&   (  8/ > ' 0   ))*  ",  $ - /--  @ , A-  )/--  1)' %0(% ))*  8/ )$ ''/   ))*  1 ", 10%   )/--  #'' 8*) E6B - *,+ +;  3"    ! 5<G@ G"  $  )-% 40% -'6 (')4  # ,7!     -   '  3,,# /--  "#  3,,# /-- *, 0   0)-  %  0      !'    !  '  !'  '! ">  " "  %(; D" '*)) 40% $ *-.3# +      6 '&      -  78  $&    *#1)  2 /--                                  !"##    $%& !!' ( !"## )!  !"##   !"## *+&#,- !!' $%&  !' + !"##-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.