Morgunblaðið - 17.07.2001, Side 12

Morgunblaðið - 17.07.2001, Side 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra segir að meginverkefnum byggingarnefndar Þjóðleikhússins hafi verið lokið vorið 1999 þegar nefndin kynnti greinargerð um nýja áætlun um væntanlegar fram- kvæmdir í húsinu og kostnað við þær. Meðal annars þess vegna hefði verið ákveðið að skipa ekki nýjan mann í nefndina þegar einn nefnd- armanna lést á síðasta ári. Svavar Gestsson, þáverandi menntamálaráðherra, skipaði bygg- ingarnefnd fyrir Þjóðleikhúsið í febrúar 1989, en þá lá fyrir ákvörðun um að fara út í miklar endurbætur á leikhúsinu. Viðhald á húsinu hafði verið lítið í mörg ár og má segja að húsið hafi hvorki haldið vindi né vatni. Í byggingarnefndina voru valdir Skúli Guðmundsson, forstöðu- maður framkvæmdadeildar Inn- kaupastofnunar, Árni Johnsen al- þingismaður, Runólfur Birgir Leifsson, deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu, Guðni Jóhannes- son verkfræðingur og Sveinbjörn Óskarsson, deildarstjóri í fjármála- ráðuneytinu. Gísli Alfreðsson þjóð- leikhússtjóri starfaði einnig með nefndinni. Menntamálaráðherra réð Gunnar St. Ólafsson byggingaverk- fræðing, sem verkefnisstjóra í þjón- ustu byggingarnefndar og starfaði hann meðan meginendurbæturnar fóru fram. Skúli var skipaður for- maður byggingarnefndar, en Árni varaformaður. Árni tók hins vegar við formennsku í nefndinni á árinu 1990. Hann hafði áður gegnt for- mennsku í tveimur nefndum sem skipaðar voru af fyrrverandi menntamálaráðherrum til að undir- búa endurbætur á Þjóðleikhúsinu og kanna ástands hússins. Viðgerðir á Þjóðleikhúsinu voru það umfangsmiklar að óhjákvæmi- legt var að loka húsinu og var það gert í marsbyrjun 1990. Viðhaft var lokað útboð á fyrsta áfanga fram- kvæmda og var tilboði Ítaks hf. tekið en fyrirtækið bauðst til að taka þær að sér fyrir um 80% af kostnaðar- áætlun, sem nam 246 milljónum á verðlagi þess árs. Þjóðleikhúsið var opnað að nýju 22. mars 1991 að lokn- um viðgerðum. Viðgerðum á húsinum var hins vegar fráleitt lokið og á næstu árum var ráðist í umtalsverðar endurbæt- ur á húsinu. Átti að skipuleggja framhald uppbyggingarstarfs hússins Sú spurning vaknar hins vegar hvers vegna nefndin er enn starfandi 10 árum eftir að meginverkefnum nefndarinnar lauk og raunar hefur komið fram að bæði forsætisráð- herra og nefndarmönnum í fjárlaga- nefnd var ókunnungt um að nefndin væri enn starfandi. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra sagði að árið 1996 hefði hann endurskipað nefndina jafnframt því sem nefndarmönnum var fækkað úr fimm í þrjá. Í nefndina voru þá skip- aðir Árni Johnsen, Stefán Baldurs- son þjóðleikhússtjóri og Steindór Guðmundsson, þáverandi fram- kvæmdastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. „Menntamálaráðuneytið taldi eðli- legt, að starfandi væri nefnd til að fjalla um endurbætur og uppbygg- ingu Þjóðleikhússins eins og segir í erindisbréfi hennar í ljósi þess, að framkvæmdum við húsið væri ekki lokið. Samkvæmt erindisbréfi nefnd- arinnar frá 13. febrúar 1996 hefur það meðal annars verið hlutverk nefndarinnar að skipuleggja fram- hald uppbyggingarstarfs hússins, gera áætlanir um kostnað og tillögur um leiðir og verklag.“ Áætlunin barst ráðuneytinu vorið 1999 Björn sagði að 31. júlí 1997 hefði ráðuneytið óskað eftir því að bygg- ingarnefnd Þjóðleikhússins gerði nýja áætlun um væntanlegar fram- kvæmdir þar á næstu árum og kostn- að við þær. Óskaði ráðuneytið eftir því að Framkvæmdasýsla ríkisins kæmi að þessari áætlanagerð þannig að gætt væri krafna um opinberar framkvæmdir. „Með hliðsjón af slíkri framkvæmdaáætlun og kostnaðar- mati á grundvelli hennar mundi ráðuneytið beita sér fyrir fjárveit- ingum til endurbóta á Þjóðleikhús- inu. Greinargerð um kostnaðaráætl- un og lúkningu endurreisnar Þjóðleikhússins barst ráðuneytinu vorið 1999 og var hún kynnt stjórn Endurbótasjóðs menningarbygg- inga.“ Steindór Guðmundsson lést á síð- asta ári en menntamálaráðuneytið hefur ekki skipað mann í nefndina í hans stað. Menntamálaráðherra var spurður hvers vegna það hefði ekki verið gert. „Fulltrúinn í nefndinni, sem lést, var framkvæmdastjóri Fram- kvæmdasýslu ríkisins. Meginverk- efni nefndarinnar var lokið með þeirri greinargerð, sem var kynnt vorið 1999. Á hinn bóginn hélt nefnd- in áfram að taka afstöðu til einstakra viðhaldsframkvæmda og endurbóta undir forsjá Framkvæmdasýslu rík- isins og var ekki talin ástæða til að nýr forstjóri hennar tæki sæti í nefndinni, enda fylgdist Fram- kvæmdasýslan með öllum fram- kvæmdum og annaðist greiðslu reikninga.“ „Allóformlegt“ nefndarstarf Árni Johnsen sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að endurbætur á Þjóðleikhúsinu, sem hófust árið 1990, hefðu kostað rúmlega einn milljarð króna. Hann sagði um nefndarstarfið að Steindór hefði aldrei verið mjög virk- ur í nefndinni. Starfið hefði að mestu hvílt á sínum herðum í samráði við þjóðleikhússtjóra og hans fólk. „Nefndarstarfið hefur verið unnið allóformlega. Þetta hefur farið þann- ig fram að það hefur verið metið af þjóðleikhússtjóra og hans fólki hvað væri brýnast að gera, auk þess sem það hefur komið upp neyðarstaða í ákveðnum tilvikum og þá hefur verið reynt að vinna úr því eftir bestu getu.“ Árni sagði að það hefði komið fyrir að hann hefði útvegað byggingar- efni, en meginreglan hefði þó verið að verkstjórar hefðu séð um að út- vega það. Árni hefur haft prókúrrétt fyrir byggingarnefndina. Greiðsluflæðið hefur farið í gegn um Framkvæmda- sýslu ríkisins sem séð hefur um að færa bókhald fyrir nefndina. Hann sagði að endurbótum hefði hins vegar ekki verið lokið þó að starfsemi hefði hafist í húsinu að nýju. „Það var í reynd búið að opna stórt sár í húsinu, inn í allt lagnakerfi hússins, en það var meira og minna í rúst. Ég á þar við rafmagn, vatn, ör- yggiskerfi, loftræstistokka og hrein- lætiskerfi. Ástandið hefur verið þannig undanfarin ár að húsið er rekið á undanþágu frá mánuði til mánaðar. T.d. var þannig komið í vetur í Þjóðleikhúskjallaranum að menn höfðu viku frest til að gera þar endurbætur, ella yrði honum lokað.“ Árni sagði að þess vegna hefði verið ákveðið að byggingarnefndin starf- aði áfram til að ljúka nauðsynlegum endurbótum. Það hefur vakið athygli að öll stærri verk í Þjóðleikhúsinu hafa verið unnin af einum verktaka, Ístaki hf. Síðustu ár hefur fyrirtækinu ver- ið falið verkefni án útboðs. „Þetta var gífurlega umfangsmik- ið verkefni sem var unnið mjög hratt. Verktakinn sem var lægstbjóðandi á sínum tíma, Ístak, var kominn inn í allt kerfi hússins. Á síðustu árum höfum við verið að lagfæra bita og bita og ekki síst að grípa inn í neyð- arstöður. Það hefur því verið talið heppilegast að njóta reynslu þessa verktaka. Það er nánast í öllum til- vikum þannig að það er ekki hægt að bjóða þetta út. Við höfum tekið fyrir litla kafla í einu og það hefur ekki verið ljóst hvert umfangið er í raun og veru fyrr en farið var af stað,“ sagði Árni. Byggingarnefnd Þjóðleikhússins hefur starfað í rúmlega tólf ár Meginverkefnum nefnd- arinnar lauk vorið 1999 SAMKVÆMT sundurliðuðu verkyf- irliti frá Framkvæmdasýslu ríkisins um kostnað vegna framkvæmda við Þjóðleikhúsið hefur ríflega 25 millj- ónum króna verið varið það sem af er árinu til ýmiskonar endurbóta og framkvæmda við húsið. Fram- kvæmdasýslan hefur sent Morgun- blaðinu yfirlit Þjóðleikhússins fyrir árin 1999, 2000 og 2001 og þar kemur fram að öll árin er Ístak hf. lang- stærsti verktakinn. Skýringar við einstaka kostnaðar- liði á verkyfirlitinu eru ekki miklar, en þó kemur fram að í lok fyrra mán- aðar hafi t.d. verið fjárfest í hljóðkerfi í aðalsal fyrir 3,3 milljónir króna og keyptir óðalsteinar fyrir tæplega 161 þúsund krónur. Þá eru fjórir liðir, ýmis viðhaldsvinna og frágangur í kjallara, skráð á nafn Ístaks hf., sam- tals að upphæð ríflega 12 milljónir króna. Fyrir árið 2000 stendur í bókhaldi Framkvæmdasýslunnar, að Þjóðleik- húsið hafi greitt Árna Johnsen um 323 þúsund krónur í nefndarlaun, en auk þess Ístaki 28,3 milljónir kr. vegna ýmissa þátta, svo sem leik- munadeildar og sviðs. Aukinheldur eru undir kostnaðarliðnum veitingar vegna bygginganefndarfunda nóvem- ber 1999 til október 2000 greiddar 169 þúsund kr. til fyrirtækisins Forum ehf. Alls var kostnaður vegna fram- kvæmda Þjóðleikhússins samkvæmt verkyfirliti Framkvæmdasýslunnar fyrir árið 2000 því 31,1 milljón kr. Fyrir árið 1999 greiddi Þjóðleik- húsið alls um 16 milljónir króna vegna ýmissa framkvæmda og viðhalds. Þar af eru skráðar 130 þúsund krónur á Árna Johnsen fyrir verkefnisstjórn og meðal annarra kostnaðarliða má nefna greiðslur til Ístaks hf. vegna efnis og vinnu fyrir 2,7 milljónir. Umrædd þrjú ár var verktaka- vinna vegna framkvæmda eða við- haldsvinnu við Þjóðleikhúsið, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, sjaldan eða aldrei boðin út og Ístak var öll árin stærsti einstaki verktak- inn. Heildarfjárhæð fyrir árin tvö og hálf nemur alls 76,2 milljónum króna og þar af námu greiðslur til Ístaks hf. 43 milljónum eða 56% af heildarfjár- hæðinni. Verkbókhald Framkvæmdasýslu ríkisins vegna Þjóðleikhússins Framkvæmt fyrir 25 milljónir á árinu GÍSLI Helgason, starfsmaður Hljóð- bókagerðar Blindrafélagsins, fullyrð- ir að Árni Johnsen alþingismaður hafi óskað eftir nótulausum viðskiptum við Blindrafélagið til þess að losna við að greiða virðisaukaskatt vinnu við hljómdiskinn Stórhöfðasvítuna. Árni segir þetta alrangt. Gísli sagðist oft hafa unnið fyrir Árna enda væru þeir ágætir kunn- ingjar. „Þegar kom að því að greiða reikn- inginn fyrir Stórhöfðasvítuna vildi Árni hins vegar ekki borga virðis- aukaskatt af vinnunni. Eina leiðin til að fá vinnuna greidda taldi ég vera að samþykkja þetta sem gjöf til Blindra- félagsins þar sem þetta var unnið á vegum fyrirtækis félagsins. Við stundum ekki nótulaus viðskipti hjá Blindrafélaginu eða Hljóðbókagerð félagsins.“ Gísli sagði að reikningurinn sem hann hefði lagt fyrir Árna hefði hljóð- að upp á rúmlega 10.000 krónur. Árni sagðist vera mjög undrandi á þessum fullyrðingum Gísla. Málið væri alls ekki svona vaxið. Það væri rétt að hann hefði óskað eftir afslætti á reikningnum, en það hefði hann gert vegna þess að það hefði verið galli á vinnunni og það hefði þurft að vinna hana að nokkru leyti aftur. Hann hefði ekki reynt að koma sér undan því að greiða virðisaukaskatt og sagðist ekki vita betur en að hann hefði verið greiddur. Hann sagðist efast um að hann væri með þennan reikning í sínum fórum. Þessar full- yrðingar Gísla sýndu hins vegar að þetta mál væri komið á það stig að nú þætti sjálfsagt mál að tína allt til í þeim tilgangi að koma höggi á sig. Vinna Blindrafélagsins fyrir Árna Johnsen Ágrein- ingur um greiðslu EIRÍKUR Tómasson lagaprófessor segir að í þeim tilvikum þar sem menn slá eign sinni á verðmæti sem hið opinbera hefur greitt fyrir séu menn með því að fremja refsivert brot, þ.e. fjárdrátt. Eiríkur kveðst ekki þekkja öll smáatriði máls Árna Johnsen en bendir á að fjárdráttur sé lýstur refsiverður í hegningarlögunum og það varði allt að sex ára fangelsi að fremja slíkt brot. Aukinheldur þyngi refsinguna eigi opinber starfsmaður eða maður sem gegnir opinberu starfi í hlut. „Ég hef aðeins fylgst með þessu máli í fjölmiðlum og þekki því ekki smáatriðin í kringum þetta eina at- riði sem viðurkennt er. En sé það rétt að efni í eigu ríkisins hafi verið tekið til einkanota sé ég ekki annað en að fyrir liggi grunur um refsivert brot,“ bætir Eiríkur við og bendir á að þá skipti ekki máli varðandi brotið þótt tilteknir fjármunir séu endur- greiddir því brotið verði um leið og hagnýting eigi sér stað. Endur- greiðsla komi aðeins til skoðunar á síðari stigum við ákvörðun refsingar. Þar sem þingmaður á í hlut er svo mælt fyrir í stjórnarskránni að hann verði ekki ákærður nema þingið samþykki slíkt og veiti leyfi með meirihluta samþykki á Alþingi. „Auðvitað er þó hægt að rannsaka málið og Ríkisendurskoðun hefur þegar sett slíka rannsókn af stað. Mér finnst einnig eðlilegt og sjálf- sagt að málið gangi síðan til lögreglu til rannsóknar. Það er ljóst að hið minnsta liggur fyrir grunur um brot með þessa vitneskju í höndunum,“ segir Eiríkur ennfremur. Eiríkur Tómasson lagaprófessor Fjárdráttur að slá eign sinni á verðmæti hins opinbera ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.