Morgunblaðið - 17.07.2001, Page 16
VIÐSKIPTI
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FJÓRÐUNGUR hlutafjár Lands-
símans var auglýstur til sölu í Fin-
ancial Times í síðustu viku. Í auglýs-
ingunni kemur fram að
PricewaterhouseCoopers annist söl-
una fyrir hönd íslenska ríkisins og að
frestur til að skila inn tilboðum renni
út 14. september. Þar kemur einnig
fram að leitað sé eftir kjölfestufjár-
festi, þ.e. fjárfesti sem sé einnig væn-
legur samstarfsaðili Landssímans.
Almennt útboð
19.–21. september
Að sögn Óskars Jósefssonar hjá
PricewaterhouseCoopers hefur nú
þegar borið á viðbrögðum við auglýs-
ingunni. „Þetta er bara fyrsti þátt-
urinn í kynningu þessarar sölu. Nú
er þetta mál farið af stað og við finn-
um fyrir áhuga á fyrirtækinu, það
þykir álitlegur fjárfestingarkostur,“
segir Óskar. Hann segist þó ekkert
geta sagt um hvaða aðilar það eru
sem þegar hafa sýnt áhuga á Sím-
anum.
Auk fjórðungshlutarins sem boð-
inn er erlendum fjárfestum verða
24% hlutafjár seld hér á landi í
tveimur útboðum sem Búnaðarbank-
inn hefur umsjón með. 14 % verða
seld til starfsmanna og almennings í
almennu útboði sem fram fer 19.–21.
september og 10% fara í tilboðssölu.
Skarphéðinn Berg Steinarsson,
starfsmaður framkvæmdanefndar
um einkavæðingu, segir að undir-
búningsvinna fyrir sölu hlutafjárins
sé vel á veg komin. „Við búumst við
miklum áhuga almennings á sölu
Landssímans. Vefsíða Búnaðar-
bankans verður notuð til að safna
áskriftum og við gerum ráð fyrir að
hún geti tekið við miklum fjölda
áskrifta. Þá mun útboðslýsing liggja
frammi í útibúum bankans og sölu-
skrifstofum Símans fyrir þá sem
ekki hafa aðgang að Netinu,“ segir
Skarphéðinn. Hvað tilboðssöluna
varðar segir Skarphéðinn að verið sé
að vinna í að semja skilmála en upp-
haflega hafi verið gert ráð fyrir að
hver kaupandi gæti keypt 2–3%
eignarhlut.
Sala 25% hlutafjár í Landssímanum
Tilboðsfrestur
til 14. september
Í hlutafjárútboði Landssíma Íslands í september gefst almenningi kostur á
að skrá sig fyrir hlutabréfum á Netinu.
HEILDARTAP Íslenska hugbún-
aðarsjóðsins hf. nam 203 milljón-
um króna fyrstu sex mánuði árs-
ins.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu síðastliðinn laugardag nam
óinnleyst gengislækkun á skráðum
hlutabréfum í eigu félagsins tæp-
um 176 milljónum króna. Innleyst
tap félagsins nam tæpri 31 milljón
króna á tímabilinu.
Í fréttatilkynningu kemur fram
að það sé álit forráðamanna sjóðs-
ins að staða fyrirtækja í eignasafn-
inu sé mjög traust og að félagið
komi vel undan miklun lækkunum
sem orðið hafa á fyrirtækjum í
upplýsingatækni á tímabilinu.
Helstu eignir sjóðsins eru: 21,43%
hlutur í Doc.is, Gagarín 34,41%,
Form.is 19,4%, GoPro Landsteinar
22,8%, Hugvakinn 37,3%, Menn &
mýs 21,7%, Netverslun Íslands
20%, Softa 25,19%, Teymi 20%,
Tölvumiðlun 25,6% og Þekkingar-
hús 20%.
Engin viðskipti voru með bréf
Íslenska hugbúnaðarsjóðsins á
Verðbréfaþingi Íslands í gær en
síðustu viðskipti með félagið voru
á genginu 3,65. Frá áramótum hef-
ur gengi sjóðsins lækkað um rúm
54%, en lokagengi 29. desember
síðastliðinn var 8,0.
Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn
!" #!$ % ##"# #
!" #!% ##"# #
&% !"
&% %%
'%%(#!)#*#"#* +%
, % #"#%%(#!)#
! "
#
# $
# %
$
&"#$ "
&" $
&"#$ "
#
# '
%
'$
- !)#%#
&+. #!)#%#
!% / $!%
- ! / !
'%%! / !
Innleyst tap 31
milljón króna
SAMKVÆMT upplýsingum frá
Verðbréfaþingi Íslands óskaði VÞÍ
þegar sl. föstudag eftir skýringum
á þeim frávikum sem komið hafa
fram frá því að útboðslýsing Ís-
landssíma var gefin út. Skýringar
þurfi að vera ítarlegri en komi fram
í afkomuviðvöruninni. Íslandssími
hefur um viku til að skila þessum
upplýsingum til þingsins. Sam-
kvæmt upplýsingum frá VÞÍ leggur
þingið ekki mat á forsendur útboðs-
lýsingar sem slíkrar. Verðbréfa-
þingið fari hins vegar yfir allar út-
boðslýsingar með það í huga að öll
atriði sem reglum samkvæmt þarf
að fjalla um, séu í lýsingunni. Því sé
um formyfirferð að ræða en ekki sé
lagt mat á forsendur lýsingarinnar.
Það sé fyrst og fremst hlutverk
fjárfesta þegar þeir taka ákvörðun
um að fjárfesta í félaginu.
Pétur Pétursson, upplýsinga- og
kynningarstjóri Íslandssíma, segir
að ekki sé tímabært að tjá sig um
málið fyrr en greinargerð hafi verið
send til Verðbréfaþingsins. Félagið
starfi samkvæmt reglum þingsins
og samkvæmt þeim verði allt að
fara fyrst í gegnum Verðbréfaþing-
ið, upplýsingar teljast fyrst opin-
berar þegar þær hafa borist
þinginu.
Lokaverð Íslandssíma var 4,05 á
Verðbréfaþingi í gær. Útboðsgengi
bréfa Íslandssíma til almennings
var 8,75. Lækkunin jafngildir 53,7%
frá útboðsgengi fyrirtækisins.
Íslandssími skilar
greinargerð til VÞÍ
FLUGLEIÐIR hafa selt öll hluta-
bréf sín í fjarskiptafyrirtækinu
France Telecom fyrir um 287 millj-
ónir króna. Bókfært virði hlutabréf-
anna var um 2 milljónir króna og er
söluhagnaður því 285 milljónir
króna. Um 61 þúsund hluti í France
Telecom var að ræða.
Sala Flugleiðabréfanna í France
Telecom var hluti af sölu á hluta-
bréfum fleiri flugfélaga í fyrirtæk-
inu. Flugleiðir eignuðust þessi
hlutabréf þegar France Telecom
keypti fjarskiptafyrirtækið Equant
sem Flugleiðir áttu hlut í. France
Telecom greiddi Flugleiðum og öðr-
um flugfélögum fyrir Equant með
eigin bréfum.
Fjarskiptafyrirtækið Equant var
dótturfyrirtæki SITA, fjarskipta-
fyrirtækis flugfélaga, og flugfélög
eignuðust hlut í Equant í hlutfalli
við viðskipti sín við SITA á tilteknu
árabili.
„Að okkar mati er það ekki hlut-
verk Flugleiða að vera fjárfestar í
alþjóðahátæknifyrirtækjum og þess
vegna var tekin sú ákvörðun að
selja bréfin í France Telecom,“ seg-
ir Einar Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri hjá Flugleiðum, í samtali við
Morgunblaðið.
Hagnaður af
sölu varahluta
Þá hafa Flugleiðir gengið frá sölu
flugvélavarahluta með 230 milljóna
króna hagnaði. Fyrst og fremst er
um að ræða sölu á hreyfli í Boeing
737-400 flugvél fyrir 190 milljónir
króna.
„Við erum að gera stefnubreyt-
ingu í flugrekstrinum og erum að
fara yfir í einsleitan 757-flota í
millilandaflugi. Nú höfum við selt
allar 737-flugvélarnar og afhendum
síðustu tvær vélarnar á næsta ári.
Af þessum sökum erum við að
draga verulega úr varahlutabirgð-
um. Í ákveðnum hluta varahlutala-
gersins er eign umfram bókfært
virði hlutanna og langmest í um-
ræddum varahreyfli,“ segir Einar
Sigurðsson.
Flugleiðir
selja öll
bréf sín í
France
Telecom
VERÐBRÉFAÞING Íslands birti
tilkynningu á föstudag þar sem sagt
var frá því að ákveðið hefði verið að
lokagengi bréfa Útgerðarfélags Ak-
ureyringa yrði lækkað hinn 29. júní
síðastliðinn.
Dagslokaverð ÚA hinn 29. júní
verður 3,20 í stað 4,0 eins og áður.
Spurður um ástæður þessa segir
Finnur Sveinbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Verðbréfaþings Ís-
lands, að það séu ákveðin viðskipti
með bréf ÚA þennan dag sem
ástæða þyki til að kanna nánar. At-
hugun Verðbréfaþingsins beinist að
einum aðila og viðskiptum honum
tengdum. Verð bréfanna hefði
hækkað um 25% úr 3,2 í 4,0 en við-
skipti hafi verið með bréfin upp á
rúmar 2,4 milljónir króna. Það sem
Verðbréfaþingið er fyrst og fremst
að horfa til er misnotkun á kerfi
VÞÍ. Ekki megi nota kerfið í óheið-
arlegum tilgangi eða gefa villandi
mynd af verðmyndun bréfa.
Fleiri mál í
athugun hjá VÞÍ
Í lögum um verðbréfaviðskipti
eru ákvæði sem banna markaðs-
misnotkun og svo gæti farið að
Fjármálaeftirlitið myndi einnig fara
í saumana á þessum viðskiptum.
Finnur vill taka fram að rannsóknin
beinist ekki að neinu leyti gegn
félaginu, Útgerðafélagi Akureyr-
inga.
Finnur segir að það séu fleiri mál
í athugun sem svipar til þessa máls.
Þessi dagur, 29. júní, er síðasti upp-
gjörsdagur fyrir hálfs árs uppgjör
og getur lokaverð hlutabréfa á
þessum degi haft áhrif á niðurstöð-
ur hálfs árs uppgjöra fyrirtækja.
Finnur segir að þetta tiltekna mál
sé komið hvað lengst hjá þinginu en
fleiri mál af svipuðum toga séu til
athugunar.
Gengi ÚA hinn 29. júní lækkað