Morgunblaðið - 17.07.2001, Side 22
ERLENT
22 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HELIOS, langur og mjór fljúgandi
vængur sem ætlað er að fljúga
hærra en nokkur ómönnuð flugvél
hefur flogið, komst í rúmlega 76
þúsund feta hæð (22,8 km) í til-
raunaflugi sl. laugardag. Var þetta í
fyrsta sinn sem vélin flýgur knúin
sólarorku.
Vélinni var fjarstýrt og gekk fyrir
rafhlöðum í aðfluginu, að sögn
Johns Hicks, verkefnisstjóra hjá
Dryden flugrannsóknarmiðstöðinni
skammt frá Los Angeles. Var vél-
inni flogið frá bækistöð bandaríska
hersins á Barking Sands á Hawaii í
Kyrrahafi.
Það tók vélina 10 klukkustundir
og 17 mínútur að komast hæst. Von-
ast er til að seinna í sumar verði
hægt að koma henni í 30 km hæð,
eða 98,500 fet, sem yrði methæð fyr-
ir ómannað flug og yfir þrefalt
hærra en farþegaflugvélar fljúga að
jafnaði. Núverandi hæðarmet er 79
þúsund fet, eða 24 km.
Innbyggðar sólarrafhlöður
Helios er 74,1 m langur vængur,
og aðeins 2,4 metrar eru á milli
frambrúnar hans og afturbrúnar.
Tveir flugmenn fjarstýra honum frá
jörðu niðri með hjálp tveggja tölva.
Á vængnum eru 14 hreyflar sem
knúnir eru af litlum rafmagnsmót-
orum sem fá orku frá sólarrafhlöð-
um sem þekja yfirborð vængsins.
Framleiða þær um 40 kílóvött af
rafmagni.
Flugvélin var smíðuð í samstarfi
Bandarísku geimvísindastofnunar-
innar (NASA) og fyrirtækisins
AeroVironment í Kaliforníu, sem
smíðað hefur margar nýstárlegar
flugvélar. Kostnaður við smíðina er
um 15 milljónir Bandaríkjadollara,
eða um einn og hálfur milljarður
króna.
Á fréttavef BBC er haft eftir
Hicks að er fram líði stundir eigi
vélin að geta verið á lofti í marga
mánuði samfleytt, þegar búið verði
að koma fyrir í henni rafgeymum
þannig að hún geti geymt umfram-
sólarorku til notkunar á nóttunni.
Gæti nýst í hernaði
Þar eð vélin þarf ekki að vera á
sporbaug eins og gervitungl þurfa
að vera er auðvelt að færa hana nið-
ur til lendingar svo hægt sé að gera
við hana og skipta um farm. Þá get-
ur hún ennfremur verið á sama stað
yfir jörðinni í langan tíma.
Segir Hicks að þessir eiginleikar
vélarinnar geri hana að einskonar
„gervitungli fyrir fátæka“ og sé
hægt að nota hana til að sjá af-
skekktum svæðum fyrir símasam-
bandi og sjónvarpssendingum.
Einnig væri hægt að nota hana til
að fylgjast með fiskveiðum, skóg-
nytjum, fellibyljum, hvirfilbyljum og
eldgosum og meta hvort uppskera
sé tímabær. Þar sem vélin kemur
ekki fram á radarskjám gæti hún
einnig nýst í hernaði, segir Hicks.
Fyrsta sólarknúna tilraunaflug nýrrar ómannaðrar flugvélar gengur áfallalaust
Getur verið á flugi
í marga mánuði
AP
Helios skömmu eftir flugtak frá Barking Sands á Hawaii.
Barking Sands á Hawaii. AP.
BÖGGLASPRENGJA sprakk
í gær í lögreglustöð í ítölsku
borginni Genúa þar sem leið-
togafundur átta helstu iðnríkja
heims verður haldinn síðar í
vikunni. Engin hreyfing lýsti
tilræðinu á hendur sér en
ítalskir fjölmiðlar sögðu að lög-
reglan hefði yfirheyrt ungan
mann sem var í lögreglustöð-
inni þegar sprengjan sprakk.
Mikill viðbúnaður er í Genúa
vegna leiðtogafundarins.
Graham
þungt haldin
KATHARINE Graham, fyrr-
verandi stjórnarformaður The
Washington Post Company,
var í gær á gjörgæsludeild
sjúkrahúss í Idaho eftir að hafa
gengist undir skurðaðgerð. Að
sögn lækna var hún í lífshættu.
Graham gekkst undir skurð-
aðgerðina eftir að hafa hrasað
á göngu í
Sun Valley
þegar hún
sótti þar
ráðstefnu
fjölmiðla-
manna um
helgina.
Graham
tók við
rekstri The
Washington
Post Comp-
any þegar eiginmaður hennar
lést árið 1963. Hún var stjórn-
arformaður fyrirtækisins í
tuttugu ár, 1973-93, og gerði
það að fjölmiðlastórveldi.
Haldið upp á
20 ára valda-
afmæli
UM ÞAÐ bil 25.000 manns
snæddu í gær saman kvöldverð
í Malacca, elstu borg Malasíu,
til heiðurs Mahathir Mohamad
forsætisráðherra í tilefni af því
að hann hefur verið við völd í
tvo áratugi. Skipuleggjendur
hátíðarinnar sögðu þetta
stærstu veislu í sögu landsins.
Mahathir er 75 ára og hefur
verið lengur við völd en nokkur
annar þjóðarleiðtogi í Asíu.
STUTT
Sprengju-
tilræði
fyrir leið-
togafund
Katharine
Graham
ÞINGFLOKKUR breskra íhalds-
manna velur í dag þá tvo frambjóð-
endur til leiðtogaembættisins í
flokknum sem almennir flokksmenn
greiða svo atkvæði um í póstkosn-
ingu. Iain Duncan Smith, talsmaður
Íhaldsflokksins í varnarmálum, þykir
hafa styrkt stöðu sína, en hallað hefur
undan fæti fyrir Michael Portillo,
talsmanni í ríkisfjármálum.
Michael Ancram, sem gaf kost á sér
til leiðtogaembættisins en féll út í
annarri umferð kosningar þingflokks-
ins á fimmtudag, lýsti í gær yfir
stuðningi við Duncan Smith. Það
hafði David Davis, sem dró framboð
sitt til baka á
föstudag, þegar
gert.
Breskir stjórn-
málaskýrendur
gerðu því skóna í
gær að atkvæði
þeirra sem áður
studdu Ancram
og Davis myndu
skiptast á milli
Duncan Smith og
Kenneth Clarke, fyrrverandi fjár-
málaráðherra, en Portillo nyti ekki
góðs af. Því var búist við að Duncan
Smith fengi flest atkvæði í kosning-
unni í dag en að Clarke og Portillo bit-
ust um annað sætið. Jafnvel þótti útlit
fyrir að Portillo biði lægri hlut, þrátt
fyrir að hann hafi verið efstur í fyrri
umferðunum tveimur í síðustu viku.
Hallar undan fæti fyrir Portillo
Michael Portillo var fyrstur til að
gefa kost á sér í leiðtogaembættið og
var lengst af talinn sigurstranglegast-
ur. Í lok síðustu viku virtist hins vegar
sem farið væri að halla undan fæti
fyrir honum og um helgina komu upp
tvö mál, sem reyndust óþægileg fyrir
hann.
The Sunday Telegraph birti frétt
um að Margrét Thatcher, fyrrverandi
flokksleiðtogi og forsætisráðherra,
styddi Portillo á bak við tjöldin og
teldi Duncan Smith ekki hafa nægi-
lega reynslu til að takast á við leið-
togaembættið. Thatcher sendi hins
vegar snarlega frá sér yfirlýsingu þar
sem hún vísar þessu á bug og þóttu
hörð viðbrögð hennar áfall fyrir Por-
tillo. Þá sakaði fyrrum blaðafulltrúi
Williams Hagues, fyrrverandi flokks-
leiðtoga, stuðningsmenn Portillos um
að hafa grafið undan Hague í kosn-
ingabaráttunni í vor. Hague sagði
þetta hins vegar af og frá og kvað
Portillo hafa sýnt sér fulla tryggð.
Leiðtogaslagurinn í breska Íhaldsflokknum
Duncan Smith styrkir stöðu sína
Iain Duncan
Smith