Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum alla verslunar- mannahelgina www.mbl.isRekur Jón Arnar Magnússon af sér slyðruorðið á HM?/ B2 Þórey Edda mætir ákveðin til leiks á HM í Edmonton / B3 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r4. á g ú s t ˜ 2 0 0 1 MARGA kylfinga dreymir jafnt nótt sem dag um að ná draumahögginu á nýslegnum og ilmandi flötum golfvallarins. Æfingin skapar meistarann og aldrei að vita nema draumur golfáhugamannsins um „holu í höggi“ rætist á iðagrænum flötum golfvallarins um helgina. Morgunblaðið/Sverrir Iðagrænir öldudalir AÐ SÖGN Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, getur fyrirtækið ekki gert kröfu á hendur ríkinu vegna útlagðs kostn- aðar verði ekki af framkvæmdunum við Fljótsdals- og Kárahnjúkavirkj- un en útlagðan kostnað segir hann hlaupa á liðlega fjórum milljörðum. „Það liggur aftur á móti ljóst fyrir að ríkið ábyrgist að okkur sé kleift að selja þessar rannsóknir og undir- búning ef annar aðili en við ræðst í framkvæmdir. Verði hins vegar ekk- ert af framkvæmdum eru ekki nein- ar slíkar tryggingar til staðar,“ sagði hann en telur þó fulllangt gengið að tala um glatað fé í því sambandi. „Eins og fram hefur komið í um- ræðunni er þarna fyrir hendi eign. Þetta eru umfangsmestu rannsóknir á hálendi Íslands sem fram hafa far- ið, ekki bara á vatnafari og mögu- leikum á virkjun heldur líka um- hverfisþáttum, náttúrufari, ferða- mennsku, dýralífi, kortagerð o.s.frv. Hafa verður í huga að þessi tilkostn- aður hefur safnast upp á mjög löngum tíma og nær alveg 30 ár aftur í tímann,“ sagði Þorsteinn. Kostnað Landsvirkjunar segir Þorsteinn hefjast árið 1982 þegar fyrirtækið yfirtók og keypti af ríkinu virkjunaráform í Fljótsdal. Þar inni í segir hann hafa verið kostnað vegna grunnrannsókna Orkustofnunar að viðbættum yfirteknum kostnaði frá Rafmagnsveitum ríkisins vegna und- irbúnings virkjana á svæðinu. Mega leggja línu í Reyðarfjörð „Sá kostnaður nam 1.550 milljón- um á verðlagi miðs árs 1999. Rann- sóknir á Fljótsdalsvirkjunarsvæðinu nema svo rétt rúmum 1.700 milljón- um króna á verðlagi desember 2000, en ég vil taka fram að þetta svæði er líka á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkj- unar og margar rannsóknanna nýtt- ust við hana. Kostnaður við eldri rannsóknir og undirbúning ásamt rannsóknum síðasta árs og fyrr vegna Kárahnjúka er um 720 millj- ónir króna og á þessu ári, vegna Kárahnjúka, 290 milljónir. Þar að auki erum við handhafar leyfis til að setja upp línu milli Fljótsdals og Reyðarfjarðar, en þar er kostnaður á fyrra ári að viðbættum smákostnaði í ár um 70 milljónir,“ sagði Þorsteinn. Samtals nemur þessi kostnaður 2.780 milljónum og við bætast svo þær 1.550 milljónir sem Landsvirkj- un lét af hendi við ríkið fyrir virkj- anaréttinn í Fljótsdal. Þá er kostn- aðurinn alls um 4.330 milljónir króna. Kostnaður Landsvirkjunar vegna virkjana á Austurlandi Hleypur á liðlega fjórum milljörðum LOKAÐ verður fyrir umferð um Ný- býlaveg sunnan Smiðjuvegar og Dal- veg austan Hlíðarhjalla frá 7. ágúst til 9. september, vegna framkvæmda við mislæg gatnamót Breiðholts- brautar og Reykjanesbrautar. Frá Smiðjuhverfi verður áfram ekið um Nýbýlaveg í vestur og verð- ur leiðin niður Smiðjuveg einnig op- in. Að Smiðjuhverfi verður ekið aust- ur Nýbýlaveg og upp Smiðjuveg frá Reykjanesbraut, en auk þess um tímabundna afrein inn í Smiðju- hverfi við Bláa götu. Sérstakur upplýsingavefur, með kortum yfir akstursleiðir sem hægt er að velja um meðan á lokunum stendur, hefur verið settur upp og er slóðin www.gatnamot.is. Áætlað er að Nýbýlavegur og Dalvegur tengist mislægum gatnamótum Breiðholts- og Reykjanesbrautar 9. september.  Nýbýlavegi og Dal- vegi lokað tímabundið UM 700 manns voru við Eldborg á Mýrum í fyrrinótt, en skipuleggj- endur hátíðarinnar höfðu tilkynnt að ekki yrði byrjað að hleypa inn á svæðið fyrr en á hádegi í gær. Seint í fyrrakvöld tók fólk að streyma á svæðið og því var tekin sú ákvörðun að leyfa fólkinu að tjalda á svæðinu. Um morguninn tilkynnti ung stúlka um nauðgun og var hún flutt með sjúkrabifreið á neyðarmóttöku Landspítala í Fossvogi. Kæra hefur ekki borist lögreglu. Þá var maður fluttur á sjúkrahús á Akranesi en hann hlaut nokkra áverka á andliti eftir átök við aðra gesti. Einar Bárðarson, talsmaður Eld- borgarhátíðarinnar, sagði að ómögulegt hefði verið að koma í veg fyrir að fólk dveldi við Eldborg. Þar sem því var leyft að tjalda hefði þó verið gæsla og því hægt að fylgj- ast með og hafa stjórn á ástandinu. Að öðrum kosti hefði fólkið vænt- anlega tjaldað einhvers staðar í ná- grenninu, landeigendum og öðrum til ama. Hann taldi að uppákomur næturinnar hefðu ekki verið alvar- legri en við megi búast þegar svo margir koma saman. Björn Jónsson, varðstjóri hjá lög- reglunni á Ólafsvík, segir að lög- reglan hafi ekki verið við Eldborg í fyrrinótt, enda hafi lögreglan ekki verið beðin um að hefja eftirlit fyrr en á hádegi. Lögreglan var síðan kölluð til skömmu fyrir kl. 6 en þeg- ar hún kom á staðinn var rólegt á svæðinu. Fyrr hafi lögregla ekki vitað að svo margir væru saman komnir við Eldborg. Á fjórða tug lögreglumanna auk fjölmenns liðs björgunarsveita verða við gæslu við Eldborg. Margir komnir áður en hátíðin byrjaði ÞJÓFNAÐUR á 32 skömmtum af morfíni, sem stolið var úr læstum lyfjaskáp á handlækningadeild St. Jósefsspítala fyrir skömmu, hefur að fullu verið upplýstur í samvinnu við lögreglu og landlæknisembættið. Í fréttatilkynningu frá St. Jósefs- spítala kemur fram, að sá sem verkn- aðinn framdi hafi gengist við honum og viðurkennt að lyfin voru ætluð til eigin nota. Viðkomandi var í tíma- bundnu starfi við spítalann en hann hefur nú þegar látið af störfum. Sigurður Guðmundsson landlækn- ir sagðist í samtali við Morgunblaðið harma atburðinn enda væri hann mannlegur harmleikur. Embættið liti ekki síður á þetta sem heilbrigð- isvanda en brot í starfi. Hjá viðkom- andi tæki við meðferð og endurhæf- ing. Sá ferill tæki nokkur misseri en fyrr geti viðkomandi ekki hafið störf í heilbrigðiskerfinu. Morfínstuld- ur upplýstur SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík hafnaði í gær lögbannskröfu útgerð- arfélags skemmtiferðaskipsins Clipper Adventurer á væntanlegar aðgerðir Alþjóðaflutningaverka- mannasambandsins og íslenskra sjó- mannasamtaka þegar skipið leggst að bryggju í Reykjavík næstkom- andi þriðjudag. Aðgerðir hafa verið boðaðar á Miðbakkanum í Reykjavíkurhöfn klukkan 6 að morgni þriðjudags þeg- ar skipið leggst að bryggju þar sem samtökin hafa ákveðið að „gera það sem unnt er til að koma í veg fyrir að þetta eina útgerðarfyrirtæki komi óorði á skemmtiferðaskipin sem til Íslands koma,“ eins og segir í frétta- tilkynningu frá félögunum. Segja samtökin skipið eina skipið af 41 skemmtiferðaskipi sem kemur til landsins í sumar, sem ekki hafi geng- ið frá alþjóðlega viðurkenndum samningum um kjör áhafnarinnar. Aðgerðir vegna skemmtiferðaskips Lögbanns- kröfu hafnað LÖGREGLAN á Blönduósi hand- tók mann á kántríhátíðinni á Skagaströnd í fyrrinótt. Hann reyndist vera með í fórum sínum lítilræði af fíkniefnum í tveimur pokum. Talið er að um sé að ræða am- fetamín og kókaín. Maðurinn játaði að eiga efnin, sem hann sagði til eigin nota. Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Lögreglan seg- ir hátíðina að öðru leyti byrja vel. Tekinn með lítilræði af fíkniefnum í pokum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.