Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 36
MESSUR Á MORGUN
36 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁSKIRKJA: Bent á guðsþjónustur í
nágrannakirkjum vegna sumarleyfa
starfsliðs Áskirkju.
DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar
fyrir altari og prédikar. Dómkórinn
syngur. Organisti Marteinn H. Frið-
riksson.
VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. sr.
Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir
altari og prédikar. Dómkórinn syng-
ur. Organisti Marteinn H. Friðriks-
son. Bátsferð úr Klettsvör kl. 13:30.
GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta
fellur niður vegna verslunarmanna-
helgar.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili:
Guðsþjónusta kl. 10:15. Organisti
Sighvatur Jónasson. Prestur Guð-
mundur Óskar Ólafsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.
Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Jón
Dalbú Hróbjartsson. Kirkjan verður
lokuð mánud. 6. ágúst.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Org-
anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Lesmessa – morg-
unbænagjörð kl. 11 í litla sal í safn-
aðarheimili. Inga Sigrún Atladóttir
guðfræðinemi leiðir stundina. Kaffi-
sopi. Sóknarprestur verður í sum-
arleyfi til 8. ágúst. Sr. Pálmi Matth-
íasson, sóknarprestur Bústaða-
kirkju, þjónar Langholtsprestakalli á
meðan.
LAUGARNESKIRKJA: Kvöldmessa
mánudagskvöld 6. ágúst kl. 20:30.
Kór Laugarneskirkju syngur fjöl-
breytta sálma undir stjórn Gunnars
Gunnarssonar. Barnagæsla í boði
meðan á prédikun og altarisgöngu
stendur. Eygló Bjarnadóttir meðhjálp-
ari þjónar ásamt sr. Bjarna Karlssyni
og fulltrúum frá lesarahópi kirkjunn-
ar. Messukaffið og djúsinn bíður svo
allra í umsjá Sigríðar Finnbogadóttur
kirkjuvarðar að messu lokinni.
NESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur
sr. Frank M. Halldórsson. Kór Nes-
kirkju syngur. Organisti Reynir Jón-
asson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Orgeltón-
list kl. 11–11:30. Pavel Manasek
organisti leikur á orgelið. Áhersla
lögð á ljósastand Seltjarnarneskirkju
sem er mikið notaður í bænahaldi.
Fólk kemur og tendrar ljós um leið
og bæn er beðin. Þar getur þú átt
stund með Guði, tendrað ljós og
fundið frið frá öllu amstri hversdags-
ins undir fallegri orgeltónlist. Verið
Öll hjartanlega velkomin.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Organisti Pavel Smid. Kirkjukór-
inn leiðir safnaðarsöng. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Engin guðs-
þjónusta í kirkjunni vegna viðhalds
og sumarleyfa starfsfólks. Fyrsta
guðsþjónusta eftir hlé verður 19.
ágúst. Bent er á helgihald í öðrum
kirkjum prófastsdæmisins. Sr. Gísli
Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Kirkjan er lokuð í
ágústmánuði vegna sumarleyfa og
viðhalds á kirkjuhúsi. Afleysingaþjón-
ustu veitir sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson
í Kópavogskirkju. Bent er auk þess
á helgihald annarra kirkna í pró-
fastsdæminu.
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Anna Sigríður Páls-
dóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Kór Grafarvogskirkju syngur. Organ-
isti: Hörður Bragason.
HJALLAKIRKJA: Nú standa yfir mikl-
ar framkvæmdir í Hjallakirkju. Verið
er að skipta um gólfefni í kirkjuskipi
og sinna ýmsu viðhaldi. Af þeim sök-
um fellur helgihald niður í sumar en
guðsþjónustur hefjast aftur um miðj-
an ágústmánuð. Bent er á helgihald
í öðrum kirkjum Kópavogs eða pró-
fastsdæmisins. Við minnum á
bæna- og kyrrðarstundir sem verða
áframhaldandi á þriðjudögum kl. 18
á neðri hæð kirkjunnar. Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta
sunnudag kl. 11. Fyrsta guðsþjón-
usta eftir sumarleyfi. Félagar úr kór
Kópavogskirkju syngja og leiða safn-
aðarsöng. Organisti: Natalía Chow.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta fellur
niður sunnudaginn 5. ágúst vegna
ferðalaga starfsfólks. Næsta guðs-
þjónusta er sunnudaginn 12. ágúst
kl. 20. Altarisganga. Prestur sr. Val-
geir Ástráðsson. Organisti Gróa
Hreinsdóttir.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Engin
samkoma þessa helgi.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræðis-
samkoma kl. 20 í umsjón Turid
Gamst. Allir hjartanlega velkomnir.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam-
koma fellur niður vegna Sæludaga í
Vatnaskógi.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há-
messa kl. 10.30. Messa kl. 18 á
ensku. Alla virka daga messa kl. 18.
MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa
sunnudag kl. 11. Messa laugardaga
kl. 18.30.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa
sunnudag kl. 10.30. Mánud. 6.
ágúst: Hátíð ummyndunar drottins.
Messa kl. 10. Miðvikudaga messa
kl. 18.30.
KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði:
Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa
virka daga kl. 8. Mánud. 6. ágúst:
Hátíð ummyndunar drottins, messa
kl. 10.
BARBÖRUKAPELLA, Keflavík:
Skólavegi 38. Messa sunnudag kl.
14. Sunnud. 12. ágúst: Messa á
pólsku kl. 16. Garður: Sunnud. 12.
ágússt. Messa kl. 12.30.
STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7:
Messa sunnudag kl. 10. Messa
virka daga kl. 18.30.
RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl.
17.
ÍSAFJÖRÐUR, Jóhannesarkapella:
Messa sunnudag kl. 11.
BOLUNGARVÍK: Messa sunnudaga
kl. 16.
SUÐUREYRI: Messa sunnudaga kl.
19.
FLATEYRI: Messa laugardaga kl.
18.
AKUREYRI, Péturskirkja: Messa
laugardaga kl. 18, sunnudaga
messa kl. 11.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ:
Samkoma á morgun kl. 16.
REYNIVALLAKIRKJA í Kjós: Messa
kl. 14. Hestamenn og annað útivist-
arfólk sérstaklega boðið velkomið.
Kirkjukaffi eftir messu. Gunnar Krist-
jánsson sóknarprestur.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum:
Messan fellur niður í Landakirkju.
Næsta guðsþjónusta nk. sunnudag
kl. 11.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Helgi-
stund kl. 11. Kveikt á bænaljósum.
Mán: Helgistund kl. 20. Kveikt á
bænaljósum. Prestur sr. Gunnþór Þ.
Ingason.
VÍDALÍNSKIRKJA: Já, hvernig væri
það? – Það væri upplagt að koma
saman á síðustu kvöldguðsþjónust-
unni kl. 20.30 því bænarefni versl-
unarmannahelgar eru ótal mörg. At-
hugið breyttan tíma! Kirkjukórinn
leiðir safnaðarsönginn. Organisti er
Úlrik Ólason. Sr. Friðrik J. Hjartar
þjónar. Höldum okkar hátíð í kirkj-
unni! Allir velkomnir! Prestarnir.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11.
Morguntíð sungin kl. 9 frá þriðjudegi
til föstudags. Kaffi og brauð að
henni lokinni. Foreldrasamvera kl.
11 á miðvikudögum. Sóknarprestur.
HVANNEYRARKIRKJA: Hámessa kl.
11. Almennur safnaðarsöngur. Org-
anisti Steinunn Árnadóttir. Prestur
Flóki Kristinsson.
FITJAKIRKJA í Skorradal: Guðsþjón-
usta kl. 14. Sumarbústaðafólk boði
velkomið. Organisti Steinunn Árna-
dóttir. Prestur Flóki Kristinsson.
BÆJARKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.
Organisti Steinunn Árnadóttir. Prest-
ur Flóki Kristinsson.
HÓLADÓMKIRKJA: Guðsþjónusta
sunnudag kl. 11. Forsöngvari Jó-
hann Már Jóhannsson. Organisti Jó-
hann bjarnason. Séra Guðni Þór
Ólafsson préikar og þjónar fyrir alt-
ari. Allir velkomnir.
ÍSAFJARÐARKIRKJA: Útiguðsþjón-
usta í Tunguskógi kl. 14. Sóknar-
prestur.
KIRKJUBÆJARKIRKJA í Hróars-
tungu: Kirkjuhátíð í tilefni af 150 ára
afmæli kirkjunnar 5. ágúst. Kl. 10
morgunsöngur í Kirkjubæjarkirkju.
Sr. Kristján Valur Ingólfsson leiðir
tíðagjörð. Kl. 14 hátíðarmessa.
Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís-
lands, prédikar, sr. Sigfús J. Arn-
arson prófastur þjónar fyrir altari
ásamt sóknarprestinum sr. Jóhönnu
I. Sigmarsdóttur. Kór Kirkjubæjar- og
Sleðbrjótssókna. Organisti Rosem-
ary Hewlett. Kirkjukaffi og hátíðar-
dagskrá í Tungubúð eftir messu sem
endar á kvöldbænum í kirkjunni. Allir
velkomnir.
MOSFELLSPRESTAKALL Grímsnesi:
Sumarkirkjan verður með helgistund
og blandað efni á tjaldstæðinu að
Laugarvatni kl. 14 laugardaginn 4.
ágúst. Þorvaldur Halldórsson og
séra Þórey Guðmundsdóttir sjá um
stundina. Komið, syngið með og tak-
ið þátt í hreyfisöngvum barnanna.
ÞINGVALLAPRESTAKALL: Sumar-
kirkjan verður með helgistund í Þing-
vallakirkju eða úti undir beru lofti ef
veður leyfir kl. 20.30 laugardags-
kvöldið 4. ágúst. Þorvaldur Halldórs-
son og séra Þórey Guðmundsdóttir
leggja í tali og tónum út af
guðspjallstexta komandi sunnudags,
en það er „Á bjargi byggði...“. Krakk-
arnir kunna þetta. Almenn guðsþjón-
usta verður í Þingvallakirkju sunnu-
dag 5. ágúst kl. 14. Organisti:
Guðmundur Vilhjálmsson. Prestur:
Séra Þórey Guðmundsdóttir.
Guðspjall dagsins:
Um falsspámenn.
(Matt. 7).
Morgunblaðið/Ómar
Ísafjarðarkirkja.
FRÉTTIR
!"
# $ %! & '
(! )* ' ! +!),! & '
- ( )* & ' -! * . - '
$- )* & ' /0 '
)* ' - ( & '
1 12 1 1 12
! " #
$
%
"% &#
& '
( #
!)
) * '
(
!'
* ' $ %#
"+ $ %#
+
, & -#
..+
...+
# ....+
LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykja-
vík vill koma eftirfarandi á framfæri
vegna fréttar í kvöldfréttum sjón-
varpsins í gær (fyrradag) 2. ágúst.
„Í fréttinni var greint frá samskipt-
um við borgara sem tilkynnti lögreglu
um innbrot í húsnæði í Asparfelli í
Breiðholti.
Skömmu eftir 13:00 þann 1. ágúst
hafði borgari samband við hverfastöð
lögreglu í Völvufelli. Þar sem engin
lögreglubifreið var tiltæk á stöðinni
var viðkomandi leiðbeint að hringja í
neyðarsíma lögreglu, 112. Þegar við-
komandi hafði samband við fjar-
skiptamiðstöð lögreglu kl. 13:32
gegnum neyðarsíma urðu þau mistök
að lögreglubifreið var ekki send á
staðinn. Mistökin uppgötvuðust ekki
fyrr en síðar um kvöldið er eigandinn
hafði símasamband við lögreglu. Lög-
reglan var nú send á staðinn, rann-
sókn á innbrotinu sett í gang og er
það nú upplýst. Unnið er að því að
endurheimta þýfið og koma til eig-
anda.
Lögreglustjórinn í Reykjavík og
fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra
biðja þá sem málið varðar afsökunar á
þessum mistökum og vonast eftir
góðum samskiptum í framtíðinni því
lögreglu er mjög mikilvægt að fá til-
kynningar frá borgurum sem oft eru
lykilatriði til að upplýsa afbrot.“
Fyrir hönd lögreglu,
Karl Steinar Valsson
aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Mistök
vegna við-
bragða við
innbroti
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Lands-
banka Íslands. Hana undirrita
Brynjólfur Helgason framkvæmda-
stjóri og Árni Þór Þorbjörnsson, yf-
irlögfræðingur fyrirtækjasviðs.
„Í samráði við forráðamenn Norð-
urljósa hf., vill Landsbanki Íslands
hf. í samvinnu við þá banka sem
standa að sambankaláni til félagsins,
taka eftirfarandi fram:
Bankarnir hafa í þeim viðræðum
sem átt hafa sér stað milli aðila und-
anfarið, ekki farið fram á að sú sam-
eining sem átt hefur sér stað innan
félagsins undanfarin ár gangi til
baka í einu eða öðru formi, eins og
fram kom í fréttatilkynningu frá
stjórnarformanni Norðurljósa í gær.
Bankarnir gera ekki heldur athuga-
semdir við önnur atriði er varða frá-
sögn stjórnarformannsins varðandi
samskipti félagsins við bankana.“
Yfirlýsing
frá Lands-
bankanum
Glaður í vinafans
Í minningargreinn Pálma Jóns-
sonar um Friðrik Sigurberg Pálma-
son á blaðsíðu 32 í Morgunblaðinu
föstudaginn 3. ágúst féll niður stafur
úr rímorði í ferskeytlu. Það leiðrétt-
ist hér með. Rétt er vísan svona:
Horfinn er góður granni
glaður í vinafans.
Segja hlýt ég með sanni
sakna hér margir hans.
LEIÐRÉTT
SUNNUDAGINN 5. ágúst klukkan
20:30 verður kynning á bandarísku
fornleifaverkefni, sem nú fer fram í
Skagafirði, á Hólum í Hjaltadal .
Undanfarnar tvær vikur hafa verið
gerðar umfangsmiklar viðnámsmæl-
ingar á jarðveginum á Hólum og
Hofi í Hjaltadal. Dr. John Steinberg,
fornleifafræðingur við Kaliforníuhá-
skóla í Los Angeles mun leiða gesti
um svæðið og fjalla um gang rann-
sóknarinnar. Leiðsögnin fer fram á
ensku og íslensku.
Rannsökuð eru ummerki um efna-
hagslegar breytingar á búsetu í sam-
hengi við pólitískar sveiflur frá land-
námsöld og fram til 1800. Þetta er
tveggja ára rannsóknarverkefni sem
fram fer á 26 bæjum í Skagafirði.
Notuð er tækni sem byggist á mæl-
ingu rafbylgna og þannig er kleift að
lesa og greina jarðveginn á allt að 6
m dýpi.
Áhugasamir um menjar fyrri tíma
eru boðnir velkomnir heim að Hólum
sunnudagskvöldið 5. ágúst n.k.
Lesið í
fornleifar
í Hjaltadal
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦