Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 18
LANDIÐ
18 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LOKIÐ er endurgerð torfkirkju frá
þjóðveldisöld að Geirsstöðum í Hró-
arstungu. Endurgerðin byggist á nið-
urstöðum fornleifarannsóknar á rúst
kirkju á eyðibýlinu að Geirsstöðum.
Rannsóknin fór fram undir stjórn
Steinunnar Kristjánsdóttur fornleifa-
fræðings á vegum Minjasafns Aust-
urlands sumarið 1997. Kirkjan var
endurgerð sumrin 1999, 2000 og 2001
undir stjórn Gunnars Bjarnasonar
húsasmíðameistara, Guðjóns Krist-
inssonar torfhleðslumanns og safn-
stjóra Minjasafnsins. Framkvæmdir
þessar nutu fjárstuðnings frá Rafaël-
og Cultura 2000-sjóðum Evrópusam-
bandsins, úr Vísindasjóði Rannsókn-
arráðs Íslands, Ríkissjóði, frá Norð-
ur-Héraði og úr Nýsköpunarsjóði
atvinnulífsins.
Kirkjan uppruna-
lega reist árið 1000
Árið 1997 stóð yfir fornleifaupp-
gröftur á fornu bæjarstæði í landi
Litla-Bakka í Hróarstungu. Grafin
var upp rúst kirkju sem þar fannst,
auk þess sem íveruskáli og túngarður
á bæjarstæðinu var kannaður lítil-
lega. Bæjarstæðið er talið vera frá
þjóðveldisöld (930–1262) og kirkjan
reist þar úr torfi og timbri um árið
1000. Býlisins er ekki getið í rituðum
heimildum en samkvæmt örnefnalýs-
ingum er nafnið Geirsstaðir að líkind-
um hið upprunanlega heiti þess.
Fornleifarannsóknin var unnin á veg-
um Minjasafns Austurlands með
styrk úr Vísindasjóði Rannsóknar-
ráðs Íslands.
Fljótlega eftir að rannsókn á kirkj-
unni lauk komu upp þær hugmyndir
að endurgera hana og sótti Minjasafn
Austurlands um styrki í ýmsa sjóði til
þess, m.a. til Rafaël-áætlunar Evr-
ópusambandsins. Árið 1998 var veitt-
ur styrkur til verkefnisins og ljóst að
hægt var að hefjast handa sumarið
eftir. Ýmsar stofnanir og einstakling-
ar í átta evrópskum löndum höfðu að-
ild að verkefninu, þ.e. Ísland, Dan-
mörk, Ítalía, Finnland, Þýskaland,
Slóvakía, Skotland og Írland. Guðjón
Kristinsson torfhleðslumaður og
Gunnar Bjarnason húsasmíðameist-
ari unnu síðan, ásamt Jóhönnu Berg-
mann, þáverandi forstöðumanni
Minjasafns Austurlands, og Stein-
unni Kristjánsdóttur, stjórnanda
fornleifarannsóknarinnar, við að
teikna upp kirkjuna og hefja endur-
gerð hennar.
Endurgerð kirkjunnar lokið
Í samráði við eigendur jarðarinnar
Litla-Bakka í Hróarstungu var kirkj-
unni síðan valinn staður á aflögðu
túni, innan landareignar þeirra, á
vegamótum gegnt bæjarhúsunum
þar. Sumarið 1999 og 2000 sendu
stofnanir samstarfsverkefnisins
handverksmenn sína á vettvang og
var unnið að kirkjubyggingunni með
hjálp þeirra. Fyrra sumarið var lokið
við að reisa torfveggi kirkjunnar og
að móta viðina með fornum hand-
verkfærum. Auk þess lagði Norður-
Hérað til vinnuafl unglingavinnu-
flokks sem hlóð túngarð úr torfi, eins
og rannsókn sýndi að umlukti hið
forna bæjarstæði. Sumarið 2000 var
verkinu haldið áfram. Þá voru viðar-
gaflar kirkjunnar settir á sinn stað,
þaksperrur reistar og tyrft yfir.
Árið 2000 sótti Minjasafnið um
áframhaldandi styrk til Evrópusam-
bandsins, nú í Culture 2000 áætlun
þess, til að ljúka endurgerð kirkjunn-
ar. Samstarfsaðilar safnsins komu að
þessu sinni frá Írlandi, Skotlandi,
Danmörku, Finnlandi og Grikklandi.
Styrkurinn var veittur og tímabilið
22. júní til 2. júlí árið 2001 vann vinnu-
hópur frá samstarfslöndunum, auk
Íslands, við að ljúka endurgerð Geirs-
staðakirkjunnar. Enn lagði Norður-
Hérað fram vinnuafl unglinga, sem
aðstoðuðu við að raða grjótinu ofan á
torfvegginn.
Í vinnutörn sumarsins 2001 tókst
að ljúka að fullu við innviði kirkjunn-
ar, hlaða torfvegginn í kringum bæj-
arstæðið og að leggja dren frá kirkj-
unni út fyrir garðann. Einnig var
hlaðið víkingaskip fyrir utan garðinn
að Geirsstöðum.
Lifandi fornleifafræði
Í undirbúningi er nú að útvíkka
Geirsstaðaverkefnið í framhaldi af
kirkjubyggingunni, með því að rann-
saka frekar skálatóttina og reisa
einnig endurgerð af henni og tún-
garðinum sem umlykur hvort
tveggja. Verði endurgerð skálans að
veruleika má hugsa sér lifandi starf-
semi á bænum, með starfsfólki í við-
eigandi fatnaði að sinna verkum með
aðferðum þess tíma. Margar fyrir-
myndir eru að lifandi fornleifafræði
af þessum toga og hvarvetna nýtur
slík starfsemi mikilla vinsælda hjá
ferðamönnum. Einnig standa vonir til
að Geirsstaðakirkjan geti í framtíð-
inni orðið vinsæll staður til brúð-
kaupa, skírna og annarra hátíðar-
stunda. Nánari upplýsingar um
verkefnið má finna á heimasíðu
Minjasafnsins, www.minjasafn.is.
Forstöðumaður safnsins er Rannveig
Þórhallsdóttir.
Torfkirkja endurbyggð á Geirsstöðum í Hróarstungu
Unnið á grunni al-
þjóðlegra rannsókna
Hátíðarstund í Geirsstaða-
kirkju. Sr. Jóhanna Sig-
marsdóttir veitir kirkju-
smiðum fararblessun.
Morgunblaðið/Steinunn
Víkingaskipið við Geirsstaðakirkju. Það var byggt undir verkstjórn
steinhleðslumannsins Donalds Gunn.
Egilsstaðir
FÓLK velur sér ýmsar aðferðir til
að fagna merkum áföngum í eigin
lífi. Laufey Torfadóttir valdi að
ganga á Eldborg í Hnappadals-
sýslu á sjötugsafmælinu hinn 13.
júlí sl. Börn hennar, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabarn
hittust við Snorrastaði upp úr há-
degi og um tvöleytið var lagt af
stað. Sól var og hlýtt og sögðu
heimamenn að þetta væri einn
besti dagur sumarins. Gangan
gekk vel og afmælisbarnið komst á
topp Eldborgar með dyggum
stuðningi afkomendanna, en hún
hafði lengi heitið því að klífa Eld-
borgina. Þegar komið var niður af
gígbarminum fengu afmælisgestir
sér kaffi og súkkulaðiköku í góðri
laut í kjarrinu áður en haldið var
til kvöldverðar á Hótel Eldborg.
Sjötugs-
afmæli á
Eldborg
Hellnar
Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann
Efst á Eldborgargíg – afmælis-
barnið Laufey Torfadóttir og
sonardóttir hennar og nafna,
Laufey Guðnadóttir.
EINAR Jóhann Tryggvason virð-
ist fastur í netinu þar sem hann
er að leika sér í leiktækjunum og
hossar sér í trollnetinu. Honum
ætti þó ekki að verða skotaskuld
úr að losa sig aftur, þar sem
hann er af rótgrónum sjómanns-
ættum meðal annars og ætti að
vera í blóð borið að kunna á net
og troll.
Morgunblaðið/Sigríður Sigurðardóttir
Einar Jóhann Tryggvason leikur sér á Hallormsstað.
Fastur í netinu
Norður-Hérað
SKAFTFELLINGUR, sem lengst
var í eigu Helga Benediktssonar í
Vestmannaeyjum og legið hefur í
slipp í Vestmannaeyjum síðan 1962,
var á sunnudag hífður úr nausti
sínu með tveimur öflugum krönum
og bíður þess að verða fluttur aust-
ur í Vík í Mýrdal þar sem honum
verður komið fyrir og hann gerður
upp. Hífingin tókst vel og fylgdist
fjöldi Vestmannaeyjnga með þess-
um atburði enda ekki á hverjum
degi sem 80 tonna bátsskrokki er
lyft í Eyjum og settur á flutn-
ingavagn. Skaftfellingur verður síð-
an fluttur sjóleiðina til Reykjavíkur
þar sem hann verður settur á flutn-
ingavagn og ekið austur. Það er
áhugamannafélag gamalla Skaft-
fellinga sem hefur haft veg og
vanda af þessum framkvæmdum.
Aðalhvatamaður þess er Sigrún
Jónsdóttir kirkjulistakona og hefur
hún öðrum fremur séð um fjár-
mögnun verksins. Það er fyrirtæki
Kristjáns Ólafssonar, Drangur,
sem sá um að gera Skaftfelling
ferðbúinn með því að styrkja báts-
skrokkinn fyrir hífingu og flutning.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Mánafoss flutti Skaftfelling frá Eyjum til Reykjavíkur.
Skaftfellingur
hífður úr nausti
Vestmannaeyjar
MÁLARAMEISTARINN
Skútuvogi 6 • sími 568 9045
Erum fluttir
í Skútuvog 6