Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ LOKIÐ er endurgerð torfkirkju frá þjóðveldisöld að Geirsstöðum í Hró- arstungu. Endurgerðin byggist á nið- urstöðum fornleifarannsóknar á rúst kirkju á eyðibýlinu að Geirsstöðum. Rannsóknin fór fram undir stjórn Steinunnar Kristjánsdóttur fornleifa- fræðings á vegum Minjasafns Aust- urlands sumarið 1997. Kirkjan var endurgerð sumrin 1999, 2000 og 2001 undir stjórn Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara, Guðjóns Krist- inssonar torfhleðslumanns og safn- stjóra Minjasafnsins. Framkvæmdir þessar nutu fjárstuðnings frá Rafaël- og Cultura 2000-sjóðum Evrópusam- bandsins, úr Vísindasjóði Rannsókn- arráðs Íslands, Ríkissjóði, frá Norð- ur-Héraði og úr Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Kirkjan uppruna- lega reist árið 1000 Árið 1997 stóð yfir fornleifaupp- gröftur á fornu bæjarstæði í landi Litla-Bakka í Hróarstungu. Grafin var upp rúst kirkju sem þar fannst, auk þess sem íveruskáli og túngarður á bæjarstæðinu var kannaður lítil- lega. Bæjarstæðið er talið vera frá þjóðveldisöld (930–1262) og kirkjan reist þar úr torfi og timbri um árið 1000. Býlisins er ekki getið í rituðum heimildum en samkvæmt örnefnalýs- ingum er nafnið Geirsstaðir að líkind- um hið upprunanlega heiti þess. Fornleifarannsóknin var unnin á veg- um Minjasafns Austurlands með styrk úr Vísindasjóði Rannsóknar- ráðs Íslands. Fljótlega eftir að rannsókn á kirkj- unni lauk komu upp þær hugmyndir að endurgera hana og sótti Minjasafn Austurlands um styrki í ýmsa sjóði til þess, m.a. til Rafaël-áætlunar Evr- ópusambandsins. Árið 1998 var veitt- ur styrkur til verkefnisins og ljóst að hægt var að hefjast handa sumarið eftir. Ýmsar stofnanir og einstakling- ar í átta evrópskum löndum höfðu að- ild að verkefninu, þ.e. Ísland, Dan- mörk, Ítalía, Finnland, Þýskaland, Slóvakía, Skotland og Írland. Guðjón Kristinsson torfhleðslumaður og Gunnar Bjarnason húsasmíðameist- ari unnu síðan, ásamt Jóhönnu Berg- mann, þáverandi forstöðumanni Minjasafns Austurlands, og Stein- unni Kristjánsdóttur, stjórnanda fornleifarannsóknarinnar, við að teikna upp kirkjuna og hefja endur- gerð hennar. Endurgerð kirkjunnar lokið Í samráði við eigendur jarðarinnar Litla-Bakka í Hróarstungu var kirkj- unni síðan valinn staður á aflögðu túni, innan landareignar þeirra, á vegamótum gegnt bæjarhúsunum þar. Sumarið 1999 og 2000 sendu stofnanir samstarfsverkefnisins handverksmenn sína á vettvang og var unnið að kirkjubyggingunni með hjálp þeirra. Fyrra sumarið var lokið við að reisa torfveggi kirkjunnar og að móta viðina með fornum hand- verkfærum. Auk þess lagði Norður- Hérað til vinnuafl unglingavinnu- flokks sem hlóð túngarð úr torfi, eins og rannsókn sýndi að umlukti hið forna bæjarstæði. Sumarið 2000 var verkinu haldið áfram. Þá voru viðar- gaflar kirkjunnar settir á sinn stað, þaksperrur reistar og tyrft yfir. Árið 2000 sótti Minjasafnið um áframhaldandi styrk til Evrópusam- bandsins, nú í Culture 2000 áætlun þess, til að ljúka endurgerð kirkjunn- ar. Samstarfsaðilar safnsins komu að þessu sinni frá Írlandi, Skotlandi, Danmörku, Finnlandi og Grikklandi. Styrkurinn var veittur og tímabilið 22. júní til 2. júlí árið 2001 vann vinnu- hópur frá samstarfslöndunum, auk Íslands, við að ljúka endurgerð Geirs- staðakirkjunnar. Enn lagði Norður- Hérað fram vinnuafl unglinga, sem aðstoðuðu við að raða grjótinu ofan á torfvegginn. Í vinnutörn sumarsins 2001 tókst að ljúka að fullu við innviði kirkjunn- ar, hlaða torfvegginn í kringum bæj- arstæðið og að leggja dren frá kirkj- unni út fyrir garðann. Einnig var hlaðið víkingaskip fyrir utan garðinn að Geirsstöðum. Lifandi fornleifafræði Í undirbúningi er nú að útvíkka Geirsstaðaverkefnið í framhaldi af kirkjubyggingunni, með því að rann- saka frekar skálatóttina og reisa einnig endurgerð af henni og tún- garðinum sem umlykur hvort tveggja. Verði endurgerð skálans að veruleika má hugsa sér lifandi starf- semi á bænum, með starfsfólki í við- eigandi fatnaði að sinna verkum með aðferðum þess tíma. Margar fyrir- myndir eru að lifandi fornleifafræði af þessum toga og hvarvetna nýtur slík starfsemi mikilla vinsælda hjá ferðamönnum. Einnig standa vonir til að Geirsstaðakirkjan geti í framtíð- inni orðið vinsæll staður til brúð- kaupa, skírna og annarra hátíðar- stunda. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu Minjasafnsins, www.minjasafn.is. Forstöðumaður safnsins er Rannveig Þórhallsdóttir. Torfkirkja endurbyggð á Geirsstöðum í Hróarstungu Unnið á grunni al- þjóðlegra rannsókna Hátíðarstund í Geirsstaða- kirkju. Sr. Jóhanna Sig- marsdóttir veitir kirkju- smiðum fararblessun. Morgunblaðið/Steinunn Víkingaskipið við Geirsstaðakirkju. Það var byggt undir verkstjórn steinhleðslumannsins Donalds Gunn. Egilsstaðir FÓLK velur sér ýmsar aðferðir til að fagna merkum áföngum í eigin lífi. Laufey Torfadóttir valdi að ganga á Eldborg í Hnappadals- sýslu á sjötugsafmælinu hinn 13. júlí sl. Börn hennar, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn hittust við Snorrastaði upp úr há- degi og um tvöleytið var lagt af stað. Sól var og hlýtt og sögðu heimamenn að þetta væri einn besti dagur sumarins. Gangan gekk vel og afmælisbarnið komst á topp Eldborgar með dyggum stuðningi afkomendanna, en hún hafði lengi heitið því að klífa Eld- borgina. Þegar komið var niður af gígbarminum fengu afmælisgestir sér kaffi og súkkulaðiköku í góðri laut í kjarrinu áður en haldið var til kvöldverðar á Hótel Eldborg. Sjötugs- afmæli á Eldborg Hellnar Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Efst á Eldborgargíg – afmælis- barnið Laufey Torfadóttir og sonardóttir hennar og nafna, Laufey Guðnadóttir. EINAR Jóhann Tryggvason virð- ist fastur í netinu þar sem hann er að leika sér í leiktækjunum og hossar sér í trollnetinu. Honum ætti þó ekki að verða skotaskuld úr að losa sig aftur, þar sem hann er af rótgrónum sjómanns- ættum meðal annars og ætti að vera í blóð borið að kunna á net og troll. Morgunblaðið/Sigríður Sigurðardóttir Einar Jóhann Tryggvason leikur sér á Hallormsstað. Fastur í netinu Norður-Hérað SKAFTFELLINGUR, sem lengst var í eigu Helga Benediktssonar í Vestmannaeyjum og legið hefur í slipp í Vestmannaeyjum síðan 1962, var á sunnudag hífður úr nausti sínu með tveimur öflugum krönum og bíður þess að verða fluttur aust- ur í Vík í Mýrdal þar sem honum verður komið fyrir og hann gerður upp. Hífingin tókst vel og fylgdist fjöldi Vestmannaeyjnga með þess- um atburði enda ekki á hverjum degi sem 80 tonna bátsskrokki er lyft í Eyjum og settur á flutn- ingavagn. Skaftfellingur verður síð- an fluttur sjóleiðina til Reykjavíkur þar sem hann verður settur á flutn- ingavagn og ekið austur. Það er áhugamannafélag gamalla Skaft- fellinga sem hefur haft veg og vanda af þessum framkvæmdum. Aðalhvatamaður þess er Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona og hefur hún öðrum fremur séð um fjár- mögnun verksins. Það er fyrirtæki Kristjáns Ólafssonar, Drangur, sem sá um að gera Skaftfelling ferðbúinn með því að styrkja báts- skrokkinn fyrir hífingu og flutning. Morgunblaðið/Sigurgeir Mánafoss flutti Skaftfelling frá Eyjum til Reykjavíkur. Skaftfellingur hífður úr nausti Vestmannaeyjar MÁLARAMEISTARINN Skútuvogi 6 • sími 568 9045 Erum fluttir í Skútuvog 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.