Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðar-ráðherra segist ætla að halda áframað vera bjartsýn á áframhaldandiundirbúning virkjana og stóriðju- framkvæmda á Austurlandi þrátt fyrir úrskurð Skipulagsstofnunar. Hún segist hins vegar telja að ef umhverfisráðherra fellst á úrskurð Skipulagsstofnunar geti hún sem iðnaðarráð- herra ekki gefið Landsvirkjun heimild til virkj- unarframkvæmda. ,,Málinu er síður en svo lokið þó þetta sé engu að síður ákveðinn vendipunktur. Við höfð- um alltaf gert ráð fyrir því í okkar tímaáætl- unum að þetta mál yrði kært á hvorn veginn sem það færi. Að því leyti til þarf þetta ekki að breyta tímaáætlunum í sambandi við verkefn- ið,“ segir hún. Valgerður segist hafa átt von á að Skipulags- stofnun féllist á framkvæmdina með skilyrðum. Hún segir að sér sýnist að Skipulagsstofnun treysti sér ekki til að fullyrða um jákvæða þætti framkvæmdanna, sem hún segist þó telja að séu augljósir. ,,Það segir í úrskurðinum að það sé talsverð óvissa um áhrif framkvæmdanna á byggð og atvinnulíf á Austurlandi. Þarna hefði ég talið að væri hægt að kveða miklu sterkar að orði en í ljósi þess að stofnunin treystir sér ekki til þess, þá verða jákvæðu þættirnir veikari en þeir neikvæðu, sem vissu- lega eru líka til staðar,“ segir Valgerður. Bæta má úr upplýsingaskorti framkvæmdunum í hag Iðnaðarráðherra bendir einnig á að samkvæmt lögum beri umhverfisráð- herra að afla upplýsinga frá ákveðnum aðilum, s.s. Landsvirkjun, áður en fullnaðarúrskurður sé kveðinn upp. ,,Þar sem rök Skipulagsstofnunar eru meðal annars þau að það skorti upplýsingar, ekki síst í sambandi við efnahagsþátt málsins, tel ég nokkuð víst að bæta megi úr því. Það hefur ýmislegt verið að skýrast á síðustu vikum sem varðar þann þátt málsins framkvæmdum í hag. Þess vegna vil ég halda áfram að vera bjartsýn,“ seg- ir Valgerður. Skv. 10. grein Orkulaga þarf leyfi Alþingis til að reisa og reka raforkuver, stærra en 2000 kW. ,,Þetta er leyfi sem Alþingi getur í sjálfu sér tekið afstöðu til, án tillits til úrskurðar umhverfisráðherra og jafn- vel áður en hann fellur, en það er ljóst að leyfi ráðherra samkvæmt Lands- virkjunarlögunum verður ekki gefið út nema það sé í samræmi við niðurstöðu umhverfisráðherra,“ segir Valgerður. Hún segist aðspurð túlka lögin svo að ef umhverfisráðherra fallist á úr- skurð Skipulagsstofnunar geti hún sem iðnaðarráðherra ekki gefið út heimild fyrir framkvæmdinni. Bendir hún á 16. grein laganna í því sam- bandi þar sem segir að óheimilt sé að gefa út leyfi fyrir matsskyldri framkvæmd og starf- semi sem henni fylgir fyrr en úrskurður um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir og skal leyfisveitandi taka tillit til hans. Fjárfestar meti verkefnið í ljósi arðsemi þess Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sagði í Morgunblaðinu í gær að ljóst væri að ein af grunnforsendum fyrir að- komu lífeyrissjóðanna að fjárfestingu í álveri við Reyðarfjörð væri brostin með úrskurði Skipulagstofnunar. Aðspurð um þetta segir Valgerður lífeyrissjóðina hljóta að meta þetta verkefni út frá efnahagsþættinum og um hversu arðbæra fjárfestingu sé að ræða. ,,Ég hef tekið eftir því að aðrir fjárfestar hafa tjáð sig miklu jákvæðar og legg áherslu á að þessu máli er alls ekki lokið, en kannski er ekki óeðli- legt að fyrstu viðbrögð geti orðið þessi, þegar menn fá úrskurð sem þeir hafa ekki átt von á og verður bylt við. Ég trúi því að þeir muni meta þetta fyrst og fremst út frá arðsemi verkefn- isins.“ Úrskurður umhverfis- ráðherra endanlegur Iðnaðarráðherra benti einnig á að sá mis- skilningur virtist uppi að heimilt væri að kæra úrskurð umhverfisráðherra til dómstóla. „Svo er ekki. Hins vegar getur verið að efnismeð- ferðin væri kæranleg ef hún er ekki lögum sam- kvæm en ekki úrskurðurinn sem slíkur, hann er endanlegur,“ segir Valgerður. Iðnaðarráðherra segir úrskurð Skipulagsstofnunar ekki breyta tímaáætlunum Málinu er síður en svo lokið Valgerður Sverrisdóttir AÐALHEIÐUR Jóhanns-dóttir, lögfræðingur ogsérfræðingur í umhverf-isrétti, hefur ákveðnar efasemdir um ákvæði 2. málsgreinar 11. greinar laganna um mat á um- hverfisáhrifum. Þar er Skipulags- stofnun falið að kveða upp úrskurð um hvort fallist er á framkvæmd, með eða án skilyrða eða lagst gegn framkvæmd vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa hennar. Segir hún þetta ákvæði skapa réttaróvissu þar sem skilin á milli úrskurðar Skipu- lagsstofnunar og leyfis til fram- kvæmda verði óskýr. Breyta þurfi þessu þannig að hin raunverulega ábyrgð á því hvort fallist er á fram- kvæmd eða henni er hafnað sé ótví- rætt hjá leyfisveitanda. Tveir úrskurðir af 125 „Eftir því sem ég kemst næst hafa frá upphafi gengið 125 úrskurðir um mat á umhverfisáhrifum hjá Skipu- lagsstofnun. Einungis tvisvar sinn- um hefur verið komist að þeirri ótví- ræðu niðurstöðu í úrskurði að fram- kvæmd hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og þar af leiðandi hefur ekki verið fallist á hana,“ segir Aðalheiður. Um er að ræða tvo síðustu úr- skurði sem Skipulagsstofnun hefur kveðið upp, þ.e. úrskurð hennar um Kárahnjúkavirkjun og úrskurð sem kveðinn var upp 4. maí sl. um borun rannsóknarholu og vegagerð í Grænadal í Ölfusi. Núgildandi lög um mat á um- hverfisáhrifum gengu í gildi á sein- asta ári en að sögn Aðalheiðar finnst enginn ótvíræður úrskurður frá gildistíð eldri laga þar sem fram- kvæmd er hafnað vegna umtals- verðra umhverfisáhrifa hennar. ,,Mér fannst þetta áhugavert og fór því yfir niðurstöður allra úrskurða Skipulagsstofnunar frá upphafi sl. vor og hef skoðað fleiri þætti sem tengjast lögunum, m.a. sem varða matsskyldu, aðkomu almennings og fleira, en 2. málsgrein 11. greinar hefur þó verið spennandi athugunar- efni. Í ákvæðinu segir: „Í úrskurði Skipulagsstofnunar skal taka ákvörðun um hvort: a. fallist er á viðkomandi fram- kvæmd, með eða án skilyrða, eða b. lagst er gegn viðkomandi fram- kvæmd vegna umtalsverðra um- hverfisáhrifa.“ Niðurstaða Skipulagsstofnunar í fullu samræmi við lögin Aðalheiður segir úrskurð Skipu- lagsstofnunar um Kárahnjúkavirkj- un í fullu samræmi við gildandi lög um mat á umhverfisáhrifum. ,,Það er nákvæmlega farið eftir því sem lögin gera ráð fyrir. Farið er yfir matsskýrsluna, leitað álits sérfræð- inga og almennings, síðan kveður Skipulagsstofnun upp þann úrskurð að matsskýrslan uppfylli ekki þau skilyrði sem sett eru um þær og kemst þar að auki að þeirri niður- stöðu að framkvæmdir muni hafa í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif. Þar af leiðandi er í samræmi við b-lið annarrar málsgreinar 11. greinar laganna ekki hægt að fallast á framkvæmdina. Það er hárrétt og rökrétt niðurstaða í samræmi við lögin. Það getur ekki leikið neinn vafi á því. En þetta er ekki svona einfalt. Ég tel tvo alvarlega galla vera í 2. máls- grein 11. greinar laganna. Sá fyrri varðar það atriði að ekki megi fallast á framkvæmd, jafnvel þótt hún hafi í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif. Það getur t.d. leitt til þess að ekki er hægt að fallast á óarðbærar öryggisframkvæmdir, ef þær hafa í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif. Það sjá allir að það gengur ekki. Lögin gera ekki ráð fyrir því að hægt sé að gera einhverja undan- tekningu ef um slíkar framkvæmdir er að ræða,“ segir hún. Aðalheiður bendir einnig á að þeg- ar eldri lög um mat á umhverfis- áhrifum voru til meðferðar Alþingis veturinn 1992–93 var í upphaflega frumvarpinu einungis gert ráð fyrir því að skipulagsstjóri færi yfir mats- skýrslu um framkvæmdir en ekki var bein tenging við framkvæmdina sem slíka, þ.e. skipulagsstjóra var ekki falið að taka ákvörðun um hvort fallist væri á eða lagst væri gegn við- komandi framkvæmd. ,,Í meðferð umhverfisnefndar var frumvarpinu breytt og þá komu inn ákvæði með samsvarandi orðalag og er nú í 2. málsgrein 11. greinar gild- andi laga. Ég tel þessa beinu teng- ingu við framkvæmdina sem slíka vera seinni gallann. Samkvæmt greininni er skipulagsstjóra fengið vald til að fallast á eða leggjast gegn framkvæmdinni ef hún hefur um- talsverð umhverfisáhrif og það verð- ur þess valdandi að heimildir leyf- isveitandans, þ.e.a.s. þess sem að lokum gefur út leyfi fyrir fram- kvæmdinni, skerðast eða geta skerst. Mér sýnist í fljótu bragði að hluti efnisheimilda endanlegs leyfis- veitanda hafi verið færður til Skipu- lagsstofnunar en formlega leyfis- veitingarvaldið sé ennþá eftir hjá leyfisveitandanum. Ég tel að þarna sé þó ákveðin réttaróvissa vegna þess að skilin á milli úrskurðar skipulagsstjóra og endanlegs leyfis- veitanda eru einfaldlega óljós. Þó segir skýrt í lögunum að í leyfi til framkvæmda skuli leyfisveitandi taka tillit til úrskurðar skipulags- stjóra en ekki er skýrt hvaða þýð- ingu þessi grein hafi. Einnig má benda á Stjörnugrísdóminn fyrri [dóm Hæstaréttar í apríl 2000] en að mínu mati bendir rökstuðningur meiri hluta Hæstaréttar til þess að bæði framkvæmdaraðili og leyfis- veitandi séu bundnir af niðurstöðu Skipulagsstofnunar, og ekkert í þeim dómi bendir til þess að úr- skurður Skipulagsstofnunar sé að- eins leiðbeinandi,“ segir hún. Nauðsynlegt að breyta lögunum Aðalheiður bendir einnig á að um- hverfisráðherra, sem kveður upp fullnaðarúrskurð ef úrskurði Skipu- lagsstofnunar er skotið til ráðherra, sé bundinn af þessum sömu lögum og geti ekki tekið hvaða ákvörðun sem er, en ef kært verður getur ráð- herra staðfest úrskurðinn, með eða án breytinga, eða fellt hann úr gildi að öllu leyti eða að hluta. Aðalheiður bendir á að endur- skoðun laganna um mat á umhverf- isáhrifum standi fyrir dyrum og seg- ist telja óumflýjanlegt að umræddu ákvæði verði breytt á þann veg að ekki verði um beina tengingu að ræða á milli opinberrar endurskoð- unar á matsskýrslu vegna fram- kvæmda og þeirrar afstöðu sem tek- in er til framkvæmdarinnar sem slíkrar. „Ég er þeirrar skoðunar að þessu þurfi að breyta, þannig að hin raun- verulega ábyrgð á því hvort fallist er á framkvæmd eða lagst er gegn henni sé ótvírætt hjá leyfisveitanda, hvort sem um er að ræða sveitar- stjórn, stofnun eða ráðuneyti eins og lög og hefðbundin verkaskipting bjóða í hverju tilfelli fyrir sig. Það þarf í raun ekki að gera miklar breytingar á lögunum til þess að laga þetta atriði, einungis að klippa á þessa tengingu í 2. málsgr. 11. grein- ar. En afleiðingar slíkrar breytingar eru hins vegar miklar og að mínu mati til bóta,“ segir hún. Aðalheiður var spurð hver staða iðnaðarráðherra væri í þessu sam- bandi ef umhverfisráðherra stað- festi úrskurð Skipulagsstofnunar. „Ef virkjunarheimild Alþingis væri til staðar og umhverfisráðherra staðfesti úrskurð Skipulagsstofnun- ar, kemur til kasta iðnaðarráðherra hvort gefa á út virkjanaleyfi og ann- arra leyfisveitenda, m.a.viðkomandi sveitarstjórna. Þá vaknar sú spurn- ing hvort iðnaðaráðherra eða aðrir leyfisveitendur geti gengið gegn úr- skurði umhverfisráðherra. Miðað við það sem fyrr er sagt sýnist það afar hæpið. Spurningin er kannski fyrst og fremst sú, hvað eftir er af efnislegu valdi iðnaðarráðherra, t.d. til þess að setja skilyrði og þess hátt- ar,“ svarar hún. Eðlilegra að miða við hvaða umhverfisáhrif eru viðunandi Aðalheiður segir ljóst að niður- staða Skipulagsstofnunar um Kára- hnjúkavirkjun hafi vakið gríðarleg viðbrögð og athygli. ,,Ég tel því að það geti verið ástæða til að endur- skoða lögin strax. Beiting laganna hefur gengið mjög vel undanfarin ár en núna kemur upp þetta stóra og mikla mál þar sem niðurstaðan er ekki í samræmi við væntingar og málið er í uppnámi. Ég tel því að núna ættu menn að setjast niður og skoða málið og viðurkenna nokkrar staðreyndir, s.s. þá að hægt er að ráðast í framkvæmdir sem hafa í för með sér óviss umhverfisáhrif eða umtalsverð umhverfisáhrif, t.d. ef þær eru þjóðhagslega hagkvæmar, varða öryggismál o.s.frv. Orðalag 11. greinar gefur hins vegar til kynna að slíkt sé ekki mögulegt. Al- mennt séð er slíkt ekki ólöglegt og blekking ein að halda því fram að alltaf sé hægt að fullyrða að tiltekn- ar framkvæmdir hafi ekki í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Að mínu mati er eðlilegra að miða við hvaða umhverfisáhrif eru viðunandi, jafnvel þótt mikil séu, þegar kemur að því að gefa út endanleg leyfi fyrir framkvæmdum, að það verði einung- is leyfisveitanda að taka þá ákvörð- un en opinber endurskoðun á efni matsskýrslu verði fyrst og fremst fólgið í því að meta gæði og áreið- anleika þeirra upplýsinga sem lagð- ar eru fram af framkvæmdaraðila,“ segir Aðalheiður Jóhannsdóttir. Aðalheiður Jóhannsdóttir lögfræðingur segir brýnt að breyta lögum um mat á umhverfisáhrifum Alvarlegir gallar á ákvæði um úrskurði Skipulagsstofnunar Aðalheiður Jóhannsdóttir, sérfræðingur í umhverfisrétti, segir alvarlega galla á ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum sem fjallar um úrskurði Skipulagsstofn- unar. Breyta þurfi lögunum svo raunveru- leg ábyrgð verði ótvírætt hjá leyfisveitanda. Einnig þurfi að vera hægt að ráðast í fram- kvæmdir þó þær hafi óviss eða umtalsverð umhverfisáhrif ef þær eru t.d. þjóðhagslega hagkvæmar eða varða öryggismál. omfr@mbl.is Aðalheiður Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.