Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 25
FLEST einleiks- og kammerverk
klassísk-rómantíska tímans voru ætl-
uð fyrir fiðlu og píanó enda mörg tón-
skálda þessa tímabils snillingar á
þessi hljóðfæri, og lögðu því fram
margar leiktækninýjungar. Sam-
hliða þessari þróun voru gerðar end-
urbætur í smíði hljóðfæra, svo að
þegar langt var liðið á tuttugustu öld-
ina, hafði ákveðnum hápunkti verið
náð og nýjungarnar fágaðar og staðl-
aðar. Má segja að tíminn eftir 1945
hafi verið tími hinna „fullkomnu flytj-
enda“, þar sem allt var „perfect“.
Á tónleikum Hlífar Sigurjónsdótt-
ur og Nínu Margrétar Grímsdóttur, í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sl.
þriðjudag, voru viðfangsefnin eigin-
lega tengd þessari sögu í samleik fiðl-
unnar og píanósins. Tónleikarnir hóf-
ust á e-moll sónötunni K 304, eftir
meistara Mozart og þar mátti heyra,
að enn var píanóinu treyst fyrir ráð-
andi tónmáli. Þessi fallega sónata,
sem er eitt samfellt fallegt sönglag,
var mjög vel flutt og þó finna megi að
styrkleikahlutföllum á einstaka stað,
var sónatan í heild vel mótuð og
syngjandi tónmálið víða sérlega fal-
lega útfært.
G-dúr sónatan fjöruga, op. 30, nr.
3, eftir Beethoven var í heild nokkuð
hratt flutt, sérstaklega lokakaflinn.
Þrátt fyrir ágætan leik á köflum,
bæði hjá fiðlara og píanista, vantaði
nokkuð á yfirvegun í samspili, svo að
í heild var sónatan nokkuð keyrð
áfram. Meiri yfirvegun hefði gefið
tónhendingunum annan líftíma.
Þetta hefur ekkert með tæknina að
gera, heldur hina listrænu nálgun,
sem þarf að koma fram í fleiru en
spennutökum hraðans. Menúettinn,
sem er langur og syngjandi fallegur,
og er gefinn upp að vera molto mod-
erato e grazioso, hefði mátt vera ögn
hægari og lokakaflinn, sem ber yf-
irskriftina Allegro vivace, var tölu-
vert glæsilega fluttur hvað snertir
leiktæknilega útfærslu, en sem mús-
ík allt of hratt leikinn.
Í verki Beethovens er jafnræði
hljóðfæranna ríkjandi, en í næsta
viðfangsefni, Glaðlegum inngangi og
rondói, op. 28, eftir Saint-Saëns, er
fiðlan í algeru forustuhlutverki og
markmiðið að nýta sem best tækni-
möguleika hljóðfærisins. Varðandi
flutning slíkra verka þarf útfærslan
að vera yfirmáta glæsileg, fullkomin,
því til þess leiks er stofnað í gerð
verka, eins og þessu fræga rondói
Saint Saëns. Þrátt fyrir að ekki væri
allt „fullkomið“ var leikur Hlífar í
heild nokkuð örugglega útfærður.
Í húmoreskunni eftir Þórarin
Jónsson var allt of hratt farið með
tónmálið svo að það vantaði sveifluna
og t.d sinkópurnar í upphafi verks-
ins, í undirleiknum, urðu flausturs-
legar. Þarna vantaði jafnvægi og ró í
þessa fallegu og litlu húmoresku.
Tónleikunum lauk með tæknileik-
verkinu Perpetuum Mobile eftir ung-
verska fiðlusnillinginn Ottokar Eu-
gen Novásek, sem m.a. starfaði með
kennara sínum, Brodsky, í strengja-
kvartett hans og samdi nokkur verk,
t.a.m. píanókonsert, 3 strengjakvar-
tetta og sönglög við kvæði eftir Tol-
stoj. Það var margt vel gert í þessu
einhæfa en göldrótta verki og ljóst að
Hlín er tæknilega á góðri leið, þó enn
vanti hana þá yfirvegun og ró í leik og
túlkun, sem hefur mikið að segja,
bæði í leiktækniverkum en þó sér-
staklega í verkum klassísku meist-
aranna, jafnvel þar sem hratt skal
fara yfir. Nína Margrét Grímsdóttir
hefur sannað sig sem frábær píanó-
leikari og sýndi það með góðum leik
sínum í verki Mozarts en þó sérstak-
lega í galsafenginni sónötunni eftir
Beethoven.
Jón Ásgeirsson
Hratt farið yfir
TÓNLIST
L i s t a s a f n S i g u r j ó n s
Ó l a f s s o n a r
Hlíf Sigurjónsdóttir og
Nína Margrét Grímsdóttir.
Þriðjudagurinn 31. júlí 2001.
SAMLEIKUR Á
FIÐLU OG PÍANÓ
UNGUR básúnuleikari, Helgi Hrafn
Jónsson og Hörður Áskelsson leika á
tvennum tónleikum undir merkjum
tónleikaraðarinnar Sumarkvöld við
orgelið í Hallgrímskirkju um
helgina. Fyrri tónleikarnir eru kl.
12:00 í dag en hinir síðari annað
kvöld kl. 20:00.
Á efnisskrá er bæði gömul og ný
tónlist. Verk barokkmeistaranna
Pergolesis, Loeillets og Bachs verða
leikin í umritunum fyrir básúnu og
orgel. Á tónleikunum sunnudaginn 5.
ágúst leikur Helgi Hrafn sellósvítu
nr. 2 eftir Bach á básúnu. Einleiks-
verk Harðar er orgelsvíta eftir
franska tónskáldið Clérambault. Á
tónleikunum í dag munu Hörður og
Helgi Hrafn spinna saman á hljóð-
færi sín spuna um sálmalag eftir
Hörð. Í lok tónleikanna annað kvöld
verður frumflutt verkið Signing eftir
ungt tónskáld, Huga Guðmundsson.
„Við Helgi Hrafn sungum saman í
Röddum Evrópu, og undir lok ferð-
arinnar, kom hann til mín og spurði
hvort ég vildi semja verk fyrir hann
og Hörð til að flytja á þessum tón-
leikum,“ segir Hugi. „Upphafsmótíf-
ið í verkinu er fyrir mér signingar-
stef. Þetta er áreynslulausasta verk
sem ég hef samið; þegar þetta
þriggja nótna stef var komið, kom
restin af sjálfu sér. Signingin hefur
alltaf haft sérstaka merkingu fyrir
mig, mér finnst hún falleg, og áminn-
ing um krossinn.“ Helgi Hrafn segir
það þægilegt að takast á við verk vin-
ar síns. „Þetta er stemmningsverk
og mjög hreint og klárt.“
En svo ætlarðu að leika sellósvítu
eftir Bach.„Sellóið er eitt af mínum
uppáhaldshljóðfærum, og þetta verk
hefur alltaf verið mér hugleikið, en
þetta er geysilega erfitt tæknilega
fyrir básúnuna.“ Um spuna þeirra
Helga Hrafns segir Hörður að hann
megi ekki vera of mikið undirbúinn.
„Þetta er lítið lag, sem við ætlum að
spinna yfir. Við erum búnir að prófa
nokkrum sinnum, og það hefur verið
eitthvað nýtt í hvert sinn. Ef við
héldum þó áfram lengi gætum við
lent í klisjum, og það viljum við ekki.
Vandinn í spuna er að kunna sér hóf,
flytjendur vilja gleyma sér í því hvað
þetta er gaman.“
„Vandinn að kunna sér hóf“
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Hörður Áskelsson, Helgi Hrafn Jónsson og Hugi Guðmundsson.