Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8. Vit 235. B.i. 12. Sýnd kl. 10. Vit 255. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Vit 249 NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit 243.  strik.is Íslenskt tal. Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Vit nr. 245 Enskt tal. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 244 Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. Kvikmyndir.com  Ó.H.T.Rás2  strik.is Kvikmyndir.com DV Hugleikur  DV Sýnd kl. 1.50. Ísl tal Ekki þriðjud. Vit 213 Sýnd kl. 1.50, 3.50, 5.55, 8 og 10.10. B.i.10 ára Vit nr. 260. Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15. Vit nr. 261. Ný eyja. Nýjar tegundir. Nýjar hættur. Frumsýning Frumsýning Allt er þegar þrennt er. Myndin opnaði með þvílíkum látum í Bandaríkjunum nú fyrir stuttu. Júragarðurinn 1&2 var aðeins upphitun. Nú hefst rússíbanaspennan fyrir alvöru og af fullum krafti. Besta Júragarðsmyndin til þessa. Með Sam Neill (Jurassic Park, Event Horizon), William H. Macy (Fargo, Boogie Nights), Téa Leoni (The Family Man, Bad Boys), Alessandro Nivola (Face/Off) og Trevor Morgan (The Patriot). Leikstjóri: Joe Johnston (Jumanji, Honey, I Shrunk The Kids, The Rocketeer). Sam Neill William H. Macy Téa Leoni Varaðu hvað þú gerir í tölvunni þinni! Samkeppnin í tölvugeiranum er orðin gríðarlegur og þar er svifist einskis. Spennumynd með þeim Ryan Phillippe (Cruel Intentions), Tim Robbins (Shawshank Redemption) og Rachel Leigh Cook HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Kvikmyndir.com DV  strik.is Sýnd laugardag kl. 4, 6, 8 og 10. Sunnudag kl. 4, 6, 8, 10 og 12. Mánud, þriðjud kl. 4, 6, 8, 10.  Ó.H.T.Rás2 Hugleikur Sýnd laugardag kl. 6, 8 og 10. Sunnudag kl. 6, 8, 10 og 12. Mánud, þriðjud kl.6, 8 og 10.  strik.is Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú.i týri s l r i r s t fr fyrr . Kvikmyndir.com Mbl DV TILLSAMMANSS Sýnd laugard, sunnud, mánud, þriðjud kl. 8. B.i. 12. 1/2 Kvikmyndir.com  H.L. Mbl.  H.K. DV  Strik.is  ÓHT Rás 2 Sýnd laugard kl. 4, 6. Ísl tal. Kl. 4, 8 og10. Enskt tal. Sunnudag kl. 4 og 6. Ísl tal. kl. 4, 8, 10 og 12. Enskt tal. Heilsuviðvörun: Ef þú tekur upp lífshætti Bridget Jones þá gæti það skaðað heilsu þína. Kvikmyndir.com RadioX DV Ný eyja. Nýjar tegundir. Nýjar hættur. FRUMSÝNING Allt er þegar þrennt er. Myndin opnaði með þvílíkum látum í Bandaríkjunum nú fyrir stuttu. Júragarðurinn 1&2 var aðeins upphitun. Nú hefst rússíbanaspennan fyrir alvöru og af fullum krafti. Besta Júragarðsmyndin til þessa. Með Sam Neill (Jurassic Park, Event Horizon), William H. Macy (Fargo, Boogie Nights), Téa Leoni (The Family Man, Bad Boys), Alessandro Nivola (Face/Off) og Trevor Morgan (The Patriot). Leikstjóri: Joe Johnston (Jumanji, Honey, I Shrunk The Kids, The Rocketeer). Sam Neill William H. Macy Téa Leoni Sýnd laugardag kl. 4, 6, 8 og 10. sunnudag kl.4, 6, 8, 10 og 12. Mánud, þriðjud kl.4, 6, 8 og 10. B.i.10 ára Sýnd laugard kl. 4, 6, 10. Sunnud kl. 4, 6, 8, 10 og 12. Mánud kl. 4, 6. Þriðjud kl. 4, 6, 10. B.i. 12. THE MAN WHO CRIED Sýnd mánudag kl.10.30. EXTRA Power sýning sunnu dag KL.12. á miðnæ tti i . i i UNDANFARIÐ hefur hljómað víða lag með söngkonunni Alicia Keys sem sver sig í ætt við tónlist- arform sem sum- ir hafa eflaust talið útdautt eða í það minnsta úr- elt. Annað hefur þó komið á dag- inn því sálar- tónlist lifir góðu lífi, hvort sem það er í hiphop- búningi undir heitinu R&B, eða sem hreinræktað soul. Þegar blökkumenn tóku að flytj- ast úr dreifbýli á mölina vestan hafs í upphafi sjötta áratugar síð- ustu aldar rafvæddu menn blúsinn og gerðu að stórborgartónlist, en aðalstraumur hennar kallaðist rhythm & blues og snara má sem takt og trega líkt og Sykurmol- arnir gerðu í frægu lagi. Ekki dugði það lengi, því eftir því sem mönnum miðaði uppávið í stétta- baráttunni varð tónlistin fágaðri og meira lagt í útsetningar og hljóð- færaleik. Textar urðu líka hnitmið- ari og málefnalegri þótt alla jafna væri um málefni hjartans að ræða. Þá dugði ekki að tala um takt og trega og nýr merkimiði var soul, sálartónlist. Ekki er ætlunin að rekja í þaula þá þróun, en þegar komið var fram á síðustu áratugi aldarinnar var enn skipt um merki- miða, enda tónlistin enn búin að taka breytingum og tímabært að merkja upp á nýtt. Fyrir valinu varð gamla heitið, en nú skrifað svo: R&B. Þeir sem eru læsir á tónlistar- söguna þekkja vel að R&B er í eðli sínu soul-tónlist sem bragðbætt hefur verið með rappi og hiphop, en síðustu misseri hafa margir R&B tónlistarmenn leitað fanga í öðrum tónlistargreinum, sumir í silkimjúku poppi, en aðrir sótt í svalan djass og blús með góðum árangri. Eflaust er mönnum í fersku minni hvílíka athygli Eryk- ah Badu vakti þegar hún sendi frá sér fyrstu breiðskífuna, Baduizm, fyrir fjórum árum. Fleiri hafa farið álíka leiðir og gengið vel, til að mynda Jill Scott og D’Angelo, en ekki hefur tónlistar- manni tekist eins vel að vekja á sér athygli fyrr en nú að Alicia Keys er á allra vörum fyrir plötuna Songs in A Minor. Eldhús andskotans Keys ólst upp í þeim hluta New York sem kallaður hefur verið eldhús andskot- ans, skammt frá lastabælinu Times- torgi. Hún sýndi snemma tónlist- arhæfileika og lærði á píanó. Sjálf segist hún hafa fengið klassíska menntun og spilað Beethoven og Chopin fyrir kennara og fjölskylduna, en þegar færi gafst hlustaði hún á Ninu Simone, Miles Davis, Marvin Gaye, Tupac Shakur og Notorious B.I.G. Þegar hún síðan hóf nám í tónlistarskóla lærði hún að syngja með góðum árangri og má til gam- ans geta að hún söng fyrir páfa í Vatíkaninu þegar hún var á fimm- tánda árinu. Fimmtán ára var Keys þegar búin að setja saman ríflegt laga- safn, sem meðal annars skilaði sér á fyrstu breiðskífuna, og sextán ára var hún komin með samning við stórfyrirtæki. Það skilaði þó ekki nema stöku lögum á safn- skífur, sjá til að mynda Men in Black lagasafnið, en heldur virtist bjartara framundan þegar Kays kynntist þeim gamla ref Clive Dav- is, sem hefur meðal annars unnið með Whitney Houston, Janis Jopl- in og Patti Smith og endurreisti feril Carlosar gamla Santana sælla minninga. Davis fékk Keys frá Col- umbia, sem hún var þá samnings- bundin, og yfir til Arista. Áður en Keys tókst að setja saman plötu var Davis ýtt út frá Arista og enn sat Keys föst hjá fyrirtæki sem ekki vissi hvað átti við hana að gera. Davis var þó ekki lengi að koma sér upp nýju fyrirtæki, stofnaði útgáfuna J Records, og fékk Keys lausa frá Arista í eins- konar sárabætur. Beint á Billboard-toppinn Sumir hafa haldið því fram að það afrek, að koma plötunni efst á Billboard-listann í fyrstu viku, sé ekki síst fyrir það hve Clive Davis hefur mikil ítök í bandarískum tón- listarheimi. Meðal annars tryggði Davis Keys umfjöllun í helstu tón- listartímaritum og í sjónvarpi og fékk til að mynda Oprah Winfrey, vinsælasta þáttastjórnanda vestan hafs, til að bjóða Keys að troða upp í þætti sínum. Fyrir vikið flug- seldist platan þegar hún kom út og þannig fóru af henni um 240.000 eintök fyrstu vikuna sem dugði til að fara beint á toppinn á Billboard- breiðskífulistanum. Undanfarið hafa unglingarnir verið allsráðandi í tónlistinni vest- an hafs og stúlkur sem vilja ná ár- angri þurfa helst að ljúga til um aldur og klæða sig eins og hispurs- meyjar. Velgengni Alicia Keys vek- ur meðal annars athygli fyrir það að hún er komin yfir tvítugt, og einnig að hún kemur ekki berröss- uð fram. Keys hefur þó útlitið með sér og myndast vel, eins og sjá má, en leggur þó meiri áherslu á að hún sé listamaður en fyrirsæta. Persónuleg plata Enginn sem heyrir plötuna frýr Aliciu Keys hæfileika, því ekki er bara að stúlkan sé prýðis söng- kona, heldur er hún snjall laga- smiður og afbragðs píanóleikari. Hún samdi flest laganna á skífunni ein, önnur með öðrum, en eitt lag er eftir Prince. Einnig leikur hún á hljómborð/píanó á plötunni í öllum lögum og stýrir upptökum, enda segir hún að platan sé svo persónu- leg að ekki hafi annað komið til greina en hún væri með puttana í sem flestu. „Ég reyni frekar að segja það sem ég er að hugsa en það sem ég held að fólk vilji heyra,“ segir hún. Sálartaktur og tregi Unglingar eru allsráðandi í tónlistinni vestan hafs og stúlkur sem vilja ná árangri virðast helst þurfa að ljúga til um aldur og klæða sig eins og hispursmeyjar. Árni Matthíasson segir frá söngkonunni Alicia Keys sem siglt hefur á toppinn vestan hafs á hæfileikum sínum. Úr eldhúsi andskotans: Alicia Keys þykir með hæfileikaríkari R&B-listamönnum samtímans. Eftir Árna Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.