Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ N Ú, ÞEGAR miklir erf- iðleikar steðja að Goða, horfa bændur til Sláturfélags Suð- urlands, en það félag stendur styrkum fótum og ljóst er að slátrun á þess vegum mun stór- aukast í haust. Rekstur SS, sem heldur í byrjun næsta árs upp á 95 ára afmæli, hefur hins vegar ekki alltaf gengið vel. Fyrir rúmlega 10 árum var þannig komið fyrir félag- inu að ýmsir óttuðust að það yrði gjaldþrota. Félagið hóf á níunda áratugnum að reisa stórhýsi yfir höfuðstöðvar sínar á Kirkjusandi í Reykjavík. Þessi fjárfesting reynd- ist hins vegar of stór biti og varð, ásamt fleiru, til þess að gerðar voru róttækar breytingar á rekstri SS. Öll kjötvinnsla var færð frá Reykjavík til Hvolsvallar, allar smásöluverslanir félagsins voru seldar og sláturhúsum var lokað. Það lá fyrir að SS gat ekki lokið við byggingu hússins á Kirkju- sandi, en húsið, sem var sérstak- lega hannað undir starfsemi SS, var illseljanlegt. Ríkissjóður tók hins vegar ákvörðun um að kaupa húsið og fleiri eignir af SS. Þetta skipti mjög miklu máli fyrir fram- tíðaruppbyggingu félagsins. Það skipti einnig máli að stjórnendum félagsins tókst að fara í gegnum nauðsynlegar hagræðingaraðgerðir án þess að vekja upp mjög mikla andstöðu bænda. Það voru þó ekki allir ánægðir, en úr óánægjunni dró þegar ljóst var að SS myndi standa áfallið af sér og gæti fljótlega boðið bændum sambærilegt verð og kjör og aðrir sláturleyfishafar. Engin vafi leikur á að það skipti einnig verulega máli í þessu sam- bandi, að SS ákvað að færa störf frá Reykjavík út á land þegar tekin var ákvörðun um að færa kjötvinnsluna til Hvolsvallar. Erfiðleikar í rekstri neyddu menn til sameiningar Sauðfjársláturhúsum hefur fækkað á síðustu árum, en ýmsir telja að þeim þurfi að fækka enn meira. Árið 1984 var slátrað í 47 sláturhúsum, 1991 var slátrað í 28 húsum og í fyrrahaust var slátrað í 19 sláturhúsum. Til samanburðar má nefna að í dag eru rekin 10 mjólkursamlög á landinu. Erfiðleikar SS í lok níunda ára- tugarins virðast ekki hafa orðið til þess að stjórnendur annarra af- urðasölufyrirtækja teldu ástæðu til að fara út í harðar hagræðingarað- gerðir. Hafa verður í huga að á þessum tíma voru miklir erfiðleikar í atvinnulífi víða á landsbyggðinni og mikill þrýstingur var á kaupfélögin að grípa ekki til aðgerða, eins og að loka sláturhúsum, sem dregið hefðu úr atvinnu. Þrýstingurinn var ekki bara frá bændum, sem margir hverjir treystu á að fá vinnu í slát- urhúsum á haustin, heldur líka frá sveitarstjórnum, verkalýðsfélögum og jafnvel þingmönnum. Fáum blandast hugur um að þörf er fyrir ennfrekari fækkun þó ágreiningur sé um hvað eigi að ganga langt í þeim efnum. Ástæð- urnar eru m.a. þær að sauðfé hefur fækkaði mikið í landinu og rekstr- arkostnaður hefur hækkað. Þetta varð stjórnendum kaupfélaganna æ betur ljóst á síðasta áratug, ekki síst þegar þrengja fór að í rekstri þeirra sjálfra. Langan tíma tók hins vegar fyrir stjórnendur afurðasölufyrirtækj- anna að ná samkomulagi um sam- einingu sláturhúsa og segja má að loksins þegar það tókst hafi staða fyrirtækjanna verið miklu mun verri en hún var 10 árum áður. Fyr- irtækin voru búin að tapa miklum peningum á þessum rekstri og raunar má segja að stjórnendur þeirra hafi einnig tapað dýrmætum tíma. Goði stofnaður til að hagræða Of langt mál er að rekja allar til- raunir til sameiningar sláturhúsa á síðustu árum. 1. ágúst í fyrra hóf hins vegar nýtt fyrirtæki, Goði hf., formlega starfsemi, en fyrirtækið var stærsti sláturleyfishafi landsins með liðlega 40% markaðshlutdeild. Að fyrirtækinu stóðu Borgarnes-Kjötvörur ehf. í Borgarnesi, slát- urhús og kjötvinnsla Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum, Kjötum- boðið hf. í Reykjavík (sem var upp- haflega kjötvinnsla Sambandsins á Kirkjusandi), Norðvesturbandalag- ið hf. á Hvammstanga (en í því sam- einuðust nokkur sláturhús á Norð- vesturlandi) og Þríhyrningur hf. (sem var þá komið í eigu Kaup- félags A-Skaftfellinga). „Markmið sameiningarinnar er fyrst og fremst að mynda öfluga rekstrareiningu og aðlaga íslenskar landbúnaðarafurðir að síbreytilegu markaðsumhverfi,“ sögðu stjórn- endur Goða í fyrsta fréttablaði félagsins sem sent var bændum. Guðsteinn Einarsson, kaup- félagsstjóri í Borgarnesi, kynnti þau markmið sem lágu að baki stofnun Goða á bændafundi á Hvanneyri sl. mánudag. Hann sagði að markmiðið hefði bara verið eitt, hagræðing. Þeir sem komu að Goða hefðu verið búnir að tapa miklu peningum á kjötvinnslu og rekstri sláturhúsa og því brýnt að grípa til aðgerða. Í fyrsta lagi hefðu menn einsett sér að lækka kostnað við slátrun sauðfjár og stórgripa. Í öðru lagi hefðu menn ætlað sér að auka hagkvæmni í kjötiðnaði með stækkun eininga og betri nýtingu fjármuna, véla og aðstöðu. Í þriðja lagi hefðu menn sett sér það mark- mið að auka hagkvæmni í sölu og dreifingu m.a. með því að bæta stöðu félagsins og bænda gagnvart kaupendum. Horfið frá þeirri stefnu að verja störfin Guðsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að Goði hefði ekki verið stofnaður til að verja störfin. Þeir sem stóðu að fyrirtækinu hefðu, eins og raunar mjög margir bændur, gert sér grein fyrir því að það gekk ekki lengur að reka slát- urhús á þeim forsendum að verja störf þeirra sem störfuðu í þeim og gera enga arðsemiskörfu til rekst- ursins. Hann sagði að fyrir lægju útreikningar á fyrirætlunum Goða og þeir sýndu að hægt væri að ná u.þ.b. 80 milljóna króna hagræð- ingu í slátrun á ári og u.þ.b. 70 milljóna króna hagræðingu í vinnslu. Miðað við 10 ára núvirð- ingu og 10% arðsemiskröfu væri hagræðingin rúmlega einn milljarð- ur. „Þetta þýðir m.a. öðrum orðum að með lokun sláturhúsanna var hægt að ná fram sparnaði sem jafn- gilti því að við hefðum á tíu árum slátrað frítt í þrjú ár.“ Guðsteinn sagðist gera sér grein fyrir að þessir útreikningar byggðu á forsendum sem ekki þyrftu endi- lega að ganga eftir og raunar hefði komið í ljós að margt í áætlunum Goða hefði ekki gengið upp. Það lægi þó alveg fyrir að rekstur á mörgum óhagkvæmum sláturhús- um hefði í för með sér mikinn kostnað; kostnað sem lenti á bænd- um. Neytendur eða verslunin borg- uðu ekki þennan kostnað. Ekki eru allir sannfærðir um að það sé endilega hagkvæmast að stefna að stórfelldri sameiningu sláturhúsa. Aðalsteinn Jónsson, formaður Landssam- taka sauðfjárbænda, sagði t.d. í samtali við Morgunblaðið að hann væri ekki sannfærður um að það væri í öllum tilvikum meiri kostnaður við að slátra í litlum sláturhúsum. Hann nefndi í því sambandi sláturhúsin á Króksfjarðarnesi, Kópaskeri, Vopnafirði og Óspakseyri. Hann benti jafnframt á að samkvæmt skýrslu VSÓ, sem unnin var fyrir Goða væri minnsti sláturkostnaður- inn í sláturhúsi Goða á Fossvöllum. Guðsteinn hafnaði algerlega þeim röksemdum Aðalsteins að það væri hagkvæmt að reka lítil slát- urhús þar sem slátrað er 400–500 lömbum á dag. Hann sagði að bændur á Vestfjörðum, sem margir hefðu tapað miklum fjárhæðum á endurteknum gjaldþrotum slátur- húsa, gætu örugglega vitnað um hversu hagkvæmt væri að reka lítil sláturhús eins og rekin voru t.d. á Þingeyri og Patreksfirði. Guð- steinn sagði sjálfsagt rétt að hægt væri að reikna út að sláturhúsið á Fossvöllum á Austurlandi væri hagkvæmt ef menn slepptu hús- næðiskostnaði og litu fram hjá því að húsið væri orðið mjög lélegt. Hann benti einnig á að sláturhúsið á Óspakseyri væri ekki einu sinni með frystiklefa. Í þessu sambandi mætti ekki gleyma því að aðeins fjögur sláturhús á landinu uppfylltu reglur ESB, þ.e. húsin á Hvamms- tanga, Blönduósi, Selfossi og Höfn. Hann sagði að líkur væru á að þess- ar reglur yrðu teknar upp á Íslandi á næstu árum og þá yrði öðrum sláturhúsum lokað ef ekki hefðu verið gerðar endurbætur á þeim. Voru áætlanir Goða byggðar á sandi? Það hefur vakið furðu margra að aðeins ári eftir að Goði var stofn- aður er fyrirtækið komið í það mikla fjárhagserfiðleika að það fékk á dögunum greiðslustöðvun. Sú spurning vaknar hvort áætlanir fyrirtækisins hafi allar verið byggðar á sandi. Það má segja að margt hafi farið úrskeiðis í áætlunum fyrirtækisins. Goði var stofnaður á miðju ári og töldu eigendur fyrirtækisins að jafnaði væri ekki tap á rekstrinum á seinni hluta ársins, meðan slát- urtíð stendur yfir. Þess vegna var í upphafi gert ráð fyrir að reksturinn yrði í jafnvægi á árinu 2000. Í nóv- ember var gerð rekstraráætlun og þá kom í ljós að tap var á rekstr- inum og var talið líklegt að það yrði um 100 milljónir. Rekstrartapið varð hins vegar um 190 milljónir króna þegar upp var staðið. Þegar búið var að taka inn í dæmið nið- urfærslu á eignum var tapið rúm- lega 400 milljónir. Það hefur verið viðmiðunarregla að sláturleyfishafar hafa fengið af- urðalán frá bönkum fyrir um 75% af heildsöluverði kjötsins til að gera upp við bændur áður en afurðirnar eru seldar. Þessi lán voru í síðustu sláturtíð með tæplega 19% vöxtum. Hins vegar eru vaxtabætur, sem stjórnvöld greiða sláturleyfishöf- um, 10% og því myndast vaxtamun- ur sem sláturleyfishafar verða að bera. Þetta reyndist Goða erfitt í síðustu sláturtíð, ekki síst þar sem fyrirtækið var með erfiða lausafjár- stöðu. Þau afurðalán sem Goði fékk frá Landsbankanum dugðu ekki og félagið átti í erfiðleikum með að fá það sem upp á vantaði nema með mjög ströngum skilyrðum. Þessi staða varð til að auka enn á lausa- fjárvanda félagsins og þar með fjármagnskostnað. Almenn rekstrarskilyrði í slátrun og vinnslu versnuðu einnig á síð- asta ári. Greiðslur til bænda hækk- uðu á sama tíma og kostnaður, m.a. launakostnaður jókst. Lambakjötið á í harðri baráttu við kjöt af svín- um, kjúklingum og naut- gripum. Aðstæður á síð- asta ári voru þannig að mjög erfitt var að hækka lambakjöt á sama tíma og kjúklingar og svín lækkuðu í verði. Allt átti þetta sinn þátt í að rekstraráætlanir Goða gengu ekki upp. Fyrirtækið stjórnlaust Það er ljóst að sameining afurða- sölufyrirtækjanna í Goða kallaði á harðar aðgerðir og að menn tækju skjótar ákvarðanir. Það urðu hins vegar fljótlega framkvæmdastjóra- skipti hjá fyrirtækinu og segja má að það hafi verið meira eða minna Of seint gripið í taumana hjá Goða? Aðeins einu ári eftir að Goði var stofnaður er fyrirtækið komið í greiðslustöðvun. Sú spurning vaknar því hvort áætlanir þess hafi verið byggðar á sandi. Egill Ólafsson komst að því að fyrirtækið var meira eða minna stjórn- laust á síðasta ári og að ekki var farið út í nauðsynlegar hagræðingaraðgerðir fyrr en um seinan. Þörfin fyrir fækkun sláturhúsa er hins vegar enn fyrir hendi en samstöðu skortir. Morgunblaðið/Jim Smart Bændur um allt land hafa að undanförnu haldið fundi. Þessi mynd var tekin á bændafundi á Hvanneyri sem haldinn var sl. mánudag þar sem lögð var áhersla á að Sláturfélag Vesturlands kæmi að slátrun en ekki Goði. Lausafjár- staða Þríhyrn- ings var slæm Allt fjármagn til úreldingar er uppurið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.