Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 37 AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Atvinnu- og ferðamálafulltrúi Hagfélagið ehf., sem er atvinnuþróunarfélag í Húnaþingi vestra, auglýsir eftir atvinnu- og ferða- málafulltrúa til starfa. Starfið felst m.a. í aðstoð við atvinnurekendur, einstaklinga og félagasam- tök við athuganir á nýjum viðfangsefnum í atvinnulífi og markaðssetningu héraðsins. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur brennandi áhuga og þekkingu á atvinnu- og ferðamálum. Umsóknir sendist Hagfélaginu ehf., bt. Þorvarð- ar Guðmundssonar framkvæmdastjóra, Höfða- braut 6, 530 Hvammstanga, sími 455 2515 eða 898 5154, netfang hagfelag@simnet.is, en hann veitir einnig nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst nk. Hagfélagið ehf. Skrifstofustarf ReykjavíkurAkademían óskar eftir að ráða starfsmann í 50% stöðu á skrifstofu. Krafist er reynslu af skrifstofustörfum og kunnáttu í rit- og gagnagrunnsvinnslu, s.s. Word, Navis- ion financials, Access og Excel. Gott vald á íslenskri tungu nauðsynlegt, auk þess sem kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli er æskileg. Ráðið verður í stöðuna frá 1. septem- ber nk. Umsóknir skulu sendar til ReykjavíkurAkademí- unnar, Hringbraut 121, 107 Reykjavík, fyrir 21. ágúst nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir formaður stjórnar í síma 562 8594 eða skrifstofustjóri í síma 562 8561. Vinnslustjóri- netamaður og yfirvélstjóri Útgerðarfyrirtækið Reyktal AS óskar eftir metnaðarfullum einstaklingum til framtíð- arstarfa á rækjufrystitogara. Æskilegt er að vaktformenn hafi reynslu af vinnslu- stjórn á rækjufrystitogara og séu vanir netamenn. Ekki er gerð krafa um að vakt- formenn séu með stýrimannsréttindi. Gerð er krafa um að yfirvélstjórar hafi lokið 4. stigi (VF II). Viðkomandi þurfa að vera reglusamir og búa yfir góðum samskiptahæfileikum. Enskukunnátta er nauðsynleg. Í boði eru störf hjá vaxandi fyrirtæki sem gerir kröfur til starfsmanna sinna og veitir þeim kjör til samræmis. Umsóknir sendist með tölvupósti til hjalmar@iec.is eða á faxnr. 588 7635. Nánari upplýsingar veitir Hjálmar Vil- hjálmsson í s. 588 7666. Umsóknareyðublöð verða send þeim sem óska. Meinatæknir Laus er til umsóknar staða meinatæknis á sýklafræðideild. Æskilegt er að viðkomandi verði í fullu starfi en möguleiki er á hlutastarfi. Um er að ræða fjölbreytt starf á sviði í örri þróun. Upplýsingar veitir Karls G. Kristinssonar yfirlæknir í sími 560 1900, netfang karl@landspitali.is og Erla Sigvaldadóttir yfirmeinatæknir í síma 560-1900, netfang erlasig@landspitali.is. Deildarlæknar Þrjár stöður deildarlækna við lyflækninga- deildir eru lausar til umsóknar frá 1. september 2001. Deildarlæknar munu eiga þess kost að starfa bæði við LSH í Fossvogi og við Hring- braut. Um er að ræða þjálfun í almennum lyflækningum með störfum á öllum sérdeildum Lyflækningasviða I og II ásamt bráðamóttöku og neyðarbíl. Hvatt er til þátttöku í rannsóknar- verkefnum í samvinnu við sérfræðinga á lyflækningasviðum. Sóst er eftir umsækjendum sem hyggja á framhaldsnám í lyflækningum og eru tilbúnir að ráða sig í 1-2 ár. Upplýsingar veita Steinn Jónsson framhaldsmenntunarstjóri, netfang steinnj@landspitali.is eða Hilmar Kjartansson umsjónardeildarlæknir LSH-Fossvogi í síma 525-1000 og Sigríður Björnsdóttir umsjónardeildarlæknir LSH-Hringbraut í síma 560-1000. Meinatæknir óskast sem fyrst í 100% starf á tækni- frjóvgunardeild. Hér er um að ræða fullt starf auk nokkurrar helgarvinnu. Starfið felst meðal annars í vinnu með fósturvísa og kynfrumur á rannsóknastofu deildarinnar. Upplýsingar veita Þórður Óskarsson yfirlæknir í síma 560 1155 og Hilmar Björgvinsson forstöðulíffræðingur í síma 560 1176, netfang hilmar@landspitali.is Umsóknarfrestur ofangreindra starfa er til 20. ágúst. Grafískur hönnuður og myndlistamaður með mikla reynslu óskar eftir starfi. Upplýsingar veitir Steingrímur Eyfjörð í síma 869 4869. Kokkur og smur- brauðsdama til Osló Óskum eftir duglegu fagfólki sem fyrst, til Mortenskro í útjaðri Osló. Góð laun, hjálpum við að útvega húsnæði. Upplýsingar gefa Sólveig og Hans í símum 0047 2255 4992, 0047 4157 7070 eða 0047 4142 6022.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.