Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 31 geti stundað sín vísindi án þess að vera í sam- bandi við aðra sem eru að vinna á sama sviði, og kynna sínar rannsóknir þannig að um þær sé fjallað af hinum hæfustu í greininni. Það sama á við í listum.“ Skoða íslenska myndlist í erlendu samhengi Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Ís- lands, segir margt koma fram í Reykjavíkur- bréfinu sem rætt hafi verið í hópi safnamanna. „Ein af þeim stóru spurningum sem kastað er fram í greininni er þetta alþjóðlega samhengi myndlistar og að hve miklu leyti söfnin geta komið inn í það mál,“ segir hann. „ Í fyrsta lagi teljum við það vera brýnt og eitt af okkar for- gangsmálum að skoða íslenska myndlist í er- lendu samhengi. Það sem við höfum verið að gera hér á safninu á þeim vettvangi er að efna til alþjóðlegra sýninga á erlendri myndlist sem aft- ur þá varpar ljósi á íslenska myndlist. Vanda- málið er í sambandi við innkaupin. Við höfum einungis tólf milljónir til listaverkakaupa. Sem þjóðlistasafn höfum ákveðnar skyldur gagnvart íslenskri myndlist sem greinir okkur frá öðrum listasöfnum í landinu.“ Ólafur bendir á nokkur dæmi um verð á erlendum verkum sem safnið hefði hug á að kaupa, sem fari óralangt fram úr þeim fjárhagslega ramma sem safninu er settur. „ Stóra slysið á sínum tíma í íslenska safnaheim- inum var hins vegar þegar aðstæður voru þann- ig að hægt hefði verið að kaupa verk Dieters Roth fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Margir héldu því fram á sínum tíma að þau skyldu vera keypt, en það var ekki gert og nú höfum við ekki minnstu möguleika á að kaupa hann. Til dæmis má nefna að verð á verki eftir Warhol frá sjö- unda áratugnum liggur á bilinu 5–10 milljónir dollara og verk eftir Gerhard Richter liggur á sama verðbili.Þegar farið er að tala um slíkar tölur hugsar maður um forgangsröðun verk- efna. Væri ekki eðlilegra að koma hér upp lista- safni sem gæti sýnt íslenska listasögu með myndarlegum hætti? Svo má auðvitað ræða um hver á að eiga slík dýr, erlend verk. Það mætti sjá það fyrir sér að það væru íslensk fyrirtæki sem ættu þessi verk, en þau væru svo lánuð til listasafnsins. Eignarformið skiptir ekki höfuð- máli.“ Ólafur bendir einnig á þá hugmynd að söfn á Reykjavíkursvæðinu sameinist í gerð stórra alþjóðlegra sýninga. „Það má alveg skoða þá hugmynd að til dæmis á fjögurra ára fresti væri haldin stór alþjóðleg sýning á vegum ým- issa aðila sem hefði það að markmiði að fjalla um alþjóðlegt samhengi,“ segir Ólafur. Í Reykjavíkurbréfi er dregið í efa að þeir fimmtíu íslenskir listamenn sem verk eru keypt af á ári hverju séu í fremstu röð. „Ég held að þessi tala sé nokkuð há. Við erum bæði að fylla upp í göt í safninu, kaupa verk eftir eldri lista- menn, allt frá Þórarni B. Þorlákssyni og til dagsins í dag. Ég myndi segja að kaup safnsins væru ákaflega vel undirbúin. Það að fulltrúar listamanna komi inn í innkaupanefndina hefur gefist vel. Listamannasamtökin hafa mjög oft borið gæfu til að velja hæfa og ábyrga listamenn sem hafa tekið þátt í að kaupa inn fyrir safnið.“ Vaxandi skilningur á hlutverki myndlistarkennara Eiríkur Þorláksson er forstöðumaður Lista- safns Reykjavíkur. „Í fyrsta lagi er gott að fjallað sé um málefni myndlistarinnar á þeim nótum sem gert er í Reykjavíkurbréfi. Hins vegar er þarna verið að ræða ýmislegt sem bæði er þegar komið með einhverjum hætti inn í ís- lenskt listalíf og svo ýmis álitamál sem vonandi verða rædd ennþá meira í framtíðinni.“ Eiríkur nefnir sem dæmi umræðuna um breytt hlutverk sýningarstjóra og nýjar uppsetningar á sýning- um þar sem væri litið meira til þversniða og samstæða en til tímalínu eða hreinnar flokk- unar. „Ég get til dæmis nefnt opnunarsýningu Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Þar var blandað saman ólíkum tímum og verkum ólíkra listamanna, en það er kannski tímanna tákn, að útlendingar voru mun hrifnari af sýningunni en íslenskir gagnrýnendur. Þeir voru frekar nei- kvæðir yfir því að þarna væri verið að brjóta upp þessa hefðbundnu íslensku uppröðun frá síðustu aldamótum til þeirra næstu.“ Eiríkur segir nær öll söfn á Íslandi vera í ágætu sam- starfi við erlenda safnstjóra og hafa fengið hing- að erlendar sýningar. „Ég held að við höfum fengið mjög marga góða erlenda sýningarstjóra til okkar gegnum árin þó að alltaf megi gera betur. Ég nefni dæmi um sýningu síðasta vetur hér í Listasafni Reykjavíkur sem var frá Suður- Afríku. Það var þarlendur maður sem stjórnaði þeirri sýningu. Hann brá upp mjög nöturlegri mynd af þjóðfélagsástandinu þar í landi og hvernig það birtist í samtímalistinni þar. Það er nokkuð sem mér finnst við ekki sjá mjög mikið af í íslenskri myndlist að listamenn séu að taka fyrir eigið þjóðfélag og þjóðfélagsástand. Ég held að íslensku söfnin séu varla sam- keppnisfær um bréfaklemmur, hvað þá dýrari listaverk, á alþjóðlegum listaverkamarkaði mið- að við núverandi fjárveitingar. Það er mjög til- viljanakennt og fer meira eftir því hvað berst til landsins í gegnum persónuleg tengsl og lista- verkagjafir heldur en við getum verið að kaupa það sem efst er á baugi í samtímalist í sam- keppni við stóra erlenda aðila.“ Eiríkur segir kynningu á íslenskri myndlist erlendis af hálfu opinberra aðila vera verkefni sem vinna má mun betur en nú er gert. Það háir okkur að engin deild skuli vera innan ráðuneytis eða stofnun sem hefur það hlutverk að koma íslenskri list á framfæri erlendis. Þetta er spurning um að taka upp markvissa umræðu um hvernig væri best að koma slíkum málum fyrir, í sérstakri stofnun eða í samstarfi við þær stofnanir sem fyrir eru, samtök listamanna og söfn, eða þá hjá sjálf- stæðum aðila.“ Eiríkur telur rétt að það sé gat í grunn- og framhaldsskólakerfinu hvað varðar listmenntun en álítur þó að vaxandi skilningur sé hjá grunnskólum og myndmenntakennurum á þeirra hlutverki. „Við finnum það með aukinni aðsókn skólanna í söfnin. Hins vegar eru heilu kynslóðirnar af full- orðnu fólki sem hefur ekki fengið neinn slíkan grunn í sinni menntun. Það er vandi sem erfitt er að gera nokkuð við, nema á vettvangi annarra miðla eins og sjónvarps og blaða. En það er hægt að koma í veg fyrir að þessi van- ræksla haldi áfram.“ Vantar fleiri sérfræðinga „Opinberir aðilar á Íslandi og þeir sem vinna með málefni myndlistar hérlendis hafa ekki getað fylgt þeim breytingum eftir sem fylgt hafa alþjóðavæðingunni sem hefur átt sér stað á undanförnum árum,“ segir Kristján Steingrím- ur Jónsson, myndlistarmaður og deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands. „Kannski má rekja ástæðuna til of fárra ein- staklinga sem vinna í listkerfinu sem hafa til að bera þekkingu, innsæi og getu til að vinna með tíðarandann á ögrandi hátt. Myndlist er alþjóð- legt fyrirbæri og það er tvímælalaust nauðsyn- legt að tengja innkaup listasafna við erlenda liststrauma. Það má segja að það vanti hjá okk- ur tengingar og hnattrænni hugsunarhátt.“ Hann segist sjá fyrir sér að í framtíðinni geti stöður safnstjóra verið auglýstar á erlendri grundu og að það gæti breytt miklu. „Það myndi opna streymi á milli Íslands og umheimsins,“ segir hann. „Svo er auðvitað spurning um menntun. Ég er sannfærður um að Listaháskól- inn mun í framtíðinni geta breytt stöðunni með alþjóðlegum tengingum. Það er eitt mikilvæg- asta málefni skólans, um leið og við tengjum okkur inn á við. Við höfum til dæmis áhuga á að stofna námsbraut í listfræðum, sem myndi ef- laust geta breytt þessari stöðu að einhverju leyti með tímanum. Það eru of fáir fræðimenn á þessu sviði.“ Kristján Steingrímur segist verða var við mikinn áhuga almennings á myndlist, en að menntun skorti. „Myndlistarkennsla lýtur ekki eingöngu að því að búa til myndlistarmenn, heldur að skapa fólki fjölbreytta menntun, heimurinn er orðinn svo myndrænn. Ef við ber- um okkur saman við umsækjendur að Listahá- skólanum frá nágrannaþjóðunum hafa þeir yf- irleitt betri grunnmenntun í myndlist en íslenskir jafnaldrar þeirra. Það er auðvitað ákveðið áhyggjuefni. En almennt þarf að efla myndmenntakennslu í grunn- og framhalds- skólum. Með því móti ölum við upp listamenn og listunnendur framtíðarinnar.“ ndlist á ytinga Eiríkur Þorláksson Pétur Arason Gunnar J. Árnason Ólafur Kvaran Kristján Steingrímur Jónsson vegna þess hve óperan er álitin gamaldags form. En samt hafa óperuhús endað í því að binda sig við gamla formið. Hafandi tekið þátt í því að reka óperu hér á Íslandi var það nokkuð ljóst að einhvers staðar þurfti að byrja, og það var eðlilegast að byrja á sýn- ingum, sem stundum eru kallaðar konfektmol- ar, og bera þessa þekktustu titla.“ Ólöf tekur undir með Bergþóru að Íslenska óperan hafi nokkra sérstöðu, þar sem hún eigi sér stutta sögu. „Það er ekki hægt að segja að það sé nein óperuhefð í þessu landi eins og er alls staðar í Evrópu, heldur er enn verið að ala Íslendinga upp í að horfa á óperu. Það er ákveðin saga að leiða fólk í skilning um hina gömlu óperuhefð, sem ég held að komi alltaf til með að eiga rétt á sér. Auðvitað verður að blanda verkefnavalið með nýrri tónlist. Það er þó helst á valdi stórra óperuhúsa sem standa á gömlum merg og hafa ákveðinn kjarna af áhorfendum sem kemur reglulega hvað sem verið er að sýna. Þeir sem vilja byggja upp óperuhús verða auðvitað að hafa augun opin fyrir því sem er að gerast og blanda verk- efnavalið. En öll leikhús verða að vera vak- andi fyrir því sem áhorfandinn vill. Það þýðir ekki að skikka fólk til að horfa á eitthvað nýtt. Sá sem kaupir miðana er sterkari að- ilinn. Svona umræða, sem Bergþóra vekur hér, er mjög holl til að ekkert staðni. En mér finnst það ekki heillavænleg leið að fara bara í eina átt, sérstaklega ekki í landi þar sem er ung hefð. Þar verðum við að blanda og það er alveg jafn vitlaust að útiloka sígilda óperu og nútímaóperu.“ Karólína Eiríksdóttir tónskáld hefur skrifað tvær óperur og var önnur þeirra gestasýning frá Svíþjóð í Íslensku óperunni árið 1989. „Ég held að það sé satt og rétt sem kemur fram í greininni að ópera sé í ákveðinni stöðnun. Listgreinar þurfa náttúrulega á endurnýjun og nýsköpun að halda og hér á Íslandi þar sem við höfum ekki margra kynslóða hefð er kjörið tækifæri að stokka svolítið upp og hugsa málin upp á nýtt. Áhorfendahópurinn er að verða mjög aldursskiptur og ég held að það séu mjög litlar líkur á að Íslendingar, sem verða fullorðnir um miðja 21. öldina hafi mik- inn áhuga á gömlu óperunni. Það verður að huga að nýjum leiðum.“ Karólína bendir einnig á að ópera sé mjög dýr og hugsanlegt sé að hvorki sé eftirspurn né mannfjöldi til að standa undir klassískri óperu hér á landi. „Pairon bendir til dæmis á að hún krefjist stórra hljómsveita og kóra og það er rétt ábending, en þarf endilega svo að vera? Óperan hefur alltaf verið sambland margra listgreina og það hlýtur að vera hægt að finna lausnir sem eru í takt við nútímann, samruni leikhúss, óperu, myndlistar og tölvu- tækni. Það hlýtur að einhverju leyti að vera framtíðin. Núna, þegar búið er að leggja grunn að íslenskri óperu og hún virðist standa á tímamótum, þá er mjög mikilvægt að endurskoða stöðuna með nýjar hugmyndir til framtíðar að leiðarljósi.“ „Ég er sammála mörgu því sem sagt er í grein Bergþóru,“ segir Kristinn Sigmunds- son óperusöngvari. „Hins vegar finnst mér svolítið óraun- hæft að ætla að leggja aðaláherslu á nútímaóperu. Þar sem ég hef verið er ekki sjald- gæft að nýjar óp- erur séu settar upp, en það er al- veg undir hælinn lagt hvaða aðsókn þær fá og skilj- anlegt að óperuhús þurfi að ná inn sem mest- um peningum til að borga sinn rekstur. Það er svolítið áhættusamt og ég tel að lítið sé sett upp af nýrri óperum einmitt vegna þessa.“ Kristinn segir nýjar óperur oft vera erfiðar í vinnslu. „Þá tala ég sem söngvari, það tekur oft langan tíma að vinna þær. Það var, að minnsta kosti á tímabili, nokkuð sjaldgæft að nútímatónskáld semdu tónlist sem að væri auðvelt að syngja. Burtséð frá því að erfitt var að læra tónlistina, þá var ætlast til þess að röddin gerði hluti sem að henni eru ekki eiginlegir. Ég held að það helgist að vissu leyti af því, að ólíkt tónskáldum fyrri alda, hefur söngur ekki verið stór hluti af tónlistar- uppeldi margra nútímatónskálda, sem flest eru menntaðir píanóleikarar. Margt sem skrif- að er, er nánast ósönghæft og sumir söngv- arar hafa tekið svo stórt upp í sig að segja að það fari hreinlega illa með raddir, sumt sem skrifað er.“ Að líkja óperu við safn þykir Kristni ekki rétt og segir hann það gilda um fleiri aðila en óperu, til dæmis sinfóníuhljómsveitir, að eldri verk séu á efnisskránni. „Þarna er um að ræða eitthvað sem heitir klassísk tónlist, sí- gild tónlist, og hún er auðvitað flutt vegna þess að hún heldur gildi sínu. Það er ekki bara að hún sé einhver safngripur, hún höfð- ar til fólks, jafnt í dag eins og þegar hún var samin. Það hafa ekki margir komið fram sem skáka Mozart, Verdi eða Wagner. Óperan er alltaf að fjalla um hluti sem eru jafn nýir í dag og þeir voru fyrir þrjú hundruð árum og þess vegna tíu þúsund árum, það er að segja mannlegar tilfinningar. Það er eitthvað sem aldrei fellur úr gildi. Þar fyrir utan er nokkuð til af gamalli tónlist sem sjaldan heyrist, sem vert væri að draga fram í dagsljósið.“ Sveigjanleiki til að takast á við nýjar þarfir Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld og óp- eruhöfundur, fagnar þeirri umræðu sem haf- ist hefur með grein Bergþóru. „Þó svo að mörg sjónarmið sem þar koma fram hafi verið til umræðu meðal listamanna hér á landinu, þá kemur hún nú fram í fjölmiðlum,“ segir Hjálmar. „Reyndar tel ég að margt sem þarna kemur fram eigi við klassíska tónlist almennt en ekki bara óperu. Það er alveg ljóst að óp- eruhefðin lifir ekki ef henni er ekki gefið líf á hverjum tíma. Eins og þróunin hefur verið víðast hvar í Evrópu og Bandaríkjunum, hef- ur áhugi á þessari endurnýjun verið afar tak- markaður hjá þeim sem stýra óperuhúsunum. Þegar fengin er ný tónlist til sýninga eru það yfirleitt höfundurinn og verkið sem þurfa að setja sig inn í það form sem hefðbundna óper- an er í. Verkið fær sjaldnast að njóta sín á eigin forsendum. 19. aldar hefðin hefur verið svo sterk, að okkur hefur ekki tekist að bera hana til endurnýjunar. Ef að óperuhúsin hafa ekki eðlilegan sveigj- anleika, geta þau ekki tekist á við verkefni sem nýjar þarfir kalla á. Um leið gefur það okkur Íslendingum ákveðið tækifæri, þar sem við höfum ekki þessa fastmótuðu stofnun, til þess að móta óperuhús með nýjum hætti. Sjálfur hef ég átt tvær óperur sem hafa verið fluttar við mjög góða aðsókn á Íslandi, en op- inberar stofnanir komu að uppfærslu hvor- ugrar þeirra, heldur sjálfstæði leikhúsgeirinn. Áhuginn og dirfskan kom frá leikhúsfólki ut- an óperuheimsins. Kostnaðurinn við uppfærsl- urnar var mjög lítill miðað við uppfærslu hefðbundinnar óperu, örfá prósent af kostnaði sem fylgir þeim.“ Hjálmar telur engu að síður mikilvægt að tengja Íslendinga við sögu óperunnar með því að flytja eldri verk. „En þau geta ekki verið eina lífæð óperuflutningsins, það gengur ekki upp.“ Bjarni Daníelsson Hjálmar H. Ragnarsson Karólína Eiríksdóttir Kristinn Sigmundsson Ólöf Kolbrún Harðardóttir ingamaria@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.