Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 23
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 23
ALGENGT er að hjálmar úr þunnu
plasti, svokallaðar skeljar, séu not-
aðir sem reiðhjálmar, en þeir veita
falska öryggiskennd, þar sem höfuð-
ið er ekki varið nægilega, t.d.ef dott-
ið er af hestbaki, að sögn Birnu
Hreiðarsdóttur deildarstjóra mark-
aðsgæsludeildar Löggildingarstofu.
„Við könnun Löggildingarstofu á
reiðhjálmum kom í ljós að í versl-
unum sem selja vörur fyrir hesta-
menn er verið að selja þessar skeljar
af LAS -tegund sem eru úr þunnu
plasti. Skeljar þessar eru hins vegar
aðeins framleiddar til verndar gegn
léttum höggum í iðnaði.“
Birna segir slys við reiðmennsku
vera tíð hérlendis. Á slysa og bráða-
sviði Sjúkrahúss Reykjavíkur eru
skráðir um 105 áverkar á höfði hjá
reiðfólki, á árunum 1998-2000. Upp-
lýsingar um hjálmanotkun eru þar
ekki tiltækar, þar sem slík skráning
hefur ekki enn verið tekin upp, þótt
það hafi staðið til í nokkurn tíma, að
sögn Jóns Baldurssonar yfirlæknis á
slysadeild.
Ekki er fest í lög hér að skylda
fólk til að nota öryggishjálma á hest-
baki en seldir eru í verslunum hjálm-
ar sem teljast öruggir samkvæmt
evrópskum staðli og Birna mælir
einungis með þeim.
Ekki er æskilegt að setja reglur
um öryggishjálma í reiðmennsku, að
hennar mati, heldur ætti að höfða
meira til ábyrgðarkenndar fólks,
m.a. þar sem erfitt er að hafa eftirlit
með að slíkum lögum sé framfylgt.
Undir kúrekahatta
„Skeljarnar eru vinsælar hjá
hestamönnum, því unnt er að nota
þær undir kúrekahatta og slæður en
þá á kostnað öryggisins. Við beinum
því þeim tilmælum til verslana sem
sérhæfa sig í búnaði fyrir hestamenn
að hætta sölu á umræddum hjálmi á
þeim forsendum að hann veitir
hestamönnum falska öryggiskennd
og ekki þá nauðsynlegu vörn sem
sérhannaðir reiðhjálmar gera.
Hestamönnum er bent á að hjálmar
sem uppfylla kröfur samkvæmt
staðlinum ÍST EN 1384:1996 og hafa
verið prófaðir samkvæmt prófunar-
aðferðum sem þar eru tilgreindar,
uppfylla samevrópskar kröfur sem
gerðar eru til reiðhjálma.“
Skeljarnar skárri
en ekkert
Vignir Jónasson verslunarstjóri í
Töltheimum staðfestir að svokallað-
ar skeljar af LAS tegund séu seldar í
versluninni og séu í sumum tilfellum
notaðar til reiðmennsku. „Við bend-
um kaupendum á að þessi tegund
veiti ekki nægilega vörn en þó sé
skárra að nota hana en ekki neitt.
Menn setja síðan alls kyns hatta yfir
skeljarnar sem eru úr trefjaplasti,
en það er ómögulegt þegar notast er
við þykku nýju einangrunarplast-
hjálmana.“ Vignir segir skeljarnar
vera seldar hjá sér á svipuðu verði og
nýjustu öryggishjálma.
Vantar leiðbeiningar
Í febrúar sl. framkvæmdi mark-
aðsgæsludeild Löggildingarstofu
markaðskönnun á nokkrum tegund-
um öryggishjálma. Alls voru 34 mis-
munandi tegundir skoðaðar í níu
verslunum. Tilgangur var m.a. að
skoða hvort hjálmar á markaði upp-
fylltu kröfur um CE merkingu og
hvort íslenskar notkunarleiðbeining-
ar fylgdu vörunni. Könnunin leiddi
m.a. í ljós að í fjórum tilvikum vant-
aði CE merki á hjálma og að 33
hjálmum fylgdu ekki íslenskar notk-
unarleiðbeiningar.
Rangir hjálmar eru not-
aðir við reiðmennsku
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Samevrópskar kröfur eru gerðar til reiðhjálma.
GRÁ slikja sem inniheldur bakterí-
ur og sveppi hefur fundist í þvotta-
vélum, rakaþéttiþurrkurum og upp-
þvottavélum og valdið einstaka
notendum vandræðum. Undanfarin
ár hefur slikjan orðið algengari í öll-
um tegundum véla, og jafnvel stíflað
leiðslur, að sögn viðgerðamanna hjá
Eirvík.
„Ekkert skemmist samt í raun-
inni“ segir Stefán Hermannsson,
þjónustustjóri hjá Eirvík. „Slæm
lykt getur myndast og sé fatnaður
þveginn í slíkum vélum getur slikjan
valdið exemi, útbrotum, kláða og
öðru slíku, þó að rétt sé að taka
fram að það hefur ekki verið rann-
sakað sérstaklega. Einnig getur
slikjan valdið blettum í fötum ef
þvottavél er ekki notuð lengi og er
svo tekin í notkun án þess að hún sé
þrifin fyrst.“
Fólk getur hreinsað sjálft
Ekki er algengt að sveppurinn
stífli frárennslisrör en Stefán segir
að einstöku sinnum stíflist loftslöng-
ur sem geti haft áhrif á frárennsli og
ruglað vélina. Slikjan færist svo í
aukana ef vélin er ekki notuð reglu-
lega.
Fólk geta hreinsað slikjuna að
mestu leyti sjálft nema á einstaka
stöðum en í Eirvík til dæmis fæst
nýtt umhverfisvænt efni, sveppa-
eyðir sem Stefán mælir með að not-
aður sé reglulega til varnar svepp-
um af þessu tagi. Einnig er hægt að
nota klór, en hann er mun vara-
samari í meðferð, enda eitraður, auk
þess sem hann getur haft slæm
áhrif á vélarnar ef hann er notaður
oft.
Rannsókn á sýnum af slikju þess-
ari, stendur nú yfir hjá Heilbrigð-
iseftirliti Reykjavíkur, að sögn Stef-
áns og er henni ekki lokið.
Ekki búið að rannsaka
nægjanlega
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir,
sveppafræðingur á Náttúrurfræði-
stofnun Íslands, hefur framkvæmt
forrannsókn á sýni af slikjunni gráu
og segir hana ekki hættulega. „Ég
skoðaði sýnið í smásjá, það var sam-
ansett af sveppun, bakteríum og
amöbum. Sveppirnir eru vatna-
sveppir sem finnast í fersku vatni.
Ég treysti mér ekki til að tegund-
argreina þá, en eftir snögga skoðun
sýnist mér hér vera um að ræða
sveppi af Aphanomyces ættkvísl-
inni. Þetta þyrfti að rannsaka betur
áður en hægt er að tegundagreina
sýnið svo fullvíst sé enda mín athug-
un í raun bara frumrannsókn.“
Aðspurð um þörfina á að losa sig
við skánina segir Guðríður Gyða:
„Ég er ekki viss um að það sé nein
þörf á því nema hún sé farin að stífla
einhverjar leiðslur. Ég get hins veg-
ar ekkert fullyrt um neitt annað í
sýninu en sveppina. Þar voru bakt-
eríur og annað sem ekki hefur verið
rannsakað. Einnig var sýnið senni-
lega aðeins tekið úr einni vél og því
ekkert sem segir að aðrir vatna-
sveppir gætu ekki verið í öðrum vél-
um.“
Sveppa- og bakteríuslikja getur
haft slæm áhrif á þvottavélar
Leiðslur hafa
jafnvel stíflast