Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK
50 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Funchal kemur og fer í
dag, Kristrún og Hák-
on, koma í dag, Snorri
Sturluson fer í dag.
Clipper kemur og fer á
þriðjudag, Haukur og
Kristrún koma á þriðju-
dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Sel-
foss kemur á mánudag,
Ozherelye kemur á
þriðjudag, Hvítanes fór í
gær.
Mannamót
Árskógar 4. Á þriðju-
dag kl. 9–12 bókband og
öskjugerð, kl. 13–16.30
opin smíðastofa, kl. 10–
16 púttvöllur opinn.
Bólstaðarhlíð 43. Á
þriðjudag kl. 8 hár-
greiðsla, kl. 8.30 böðun,
kl. 9–16 almenn handa-
vinna og fótaaðgerð, kl.
9.30 morgunkaffi/
dagblöð, kl. 11.15 matur,
kl. 15 kaffi. Skoð-
unarferð fimmutdaginn
23. ágúst Hraun-
eyjafossvirkjun og ná-
grenni. Heimsækjum
þjóðveldisbæinn, Vatns-
fellssvæðið, Hraun-
eyjafossvirkjun og Sult-
artangastöð, komið við
hjá Hjálparfossi. Há-
degisverður, kjöt og
kjötsúpa, snæddur í Há-
lendismiðstöðinni. Hlýr
klæðnaður og nesti.
Upplýsingar og skrán-
ing í síma 568-5052 eigi
síðar en mánudaginn 20.
ágúst. Vegna mikillar
þátttöku verður önnur
borgarferð farin
fimmtudaginn 16. ágúst.
Ekið um borgina og
nýju hverfin skoðuð.
Kaffi í Golfskála
Reykjavíkur, Graf-
arholti. Lagt af stað kl.
13. Skráning í síma 568-
5052 í síðasta lagi fyrir
13. ágúst. Allir velkomn-
ir.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Púttað verð-
ur á Listatúni í dag,
laugardag, kl. 11. Mæt-
um öll og reynum með
okkur.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Á
þriðjudag kl. 9 böðun og
hárgreiðslustofan opin.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Á þriðju-
dag kl. 8 böðun, kl. 10
hársnyrting, kl. 11.30
matur, kl. 13 föndur og
handavinna, kl. 15 kaffi-
veitingar.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Morgungangan verður í
dag, rúta frá Firðinum
kl. 9:50 og kl. 10 frá
Hraunseli. Púttæfingar
á Hrafnistuvelli þriðju-
daginn kl. 14–16.
Félagsheimilið Hraun-
sel verður lokað vegna
sumarleyfa starfsfólks
til 12. ágúst.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Mánudag:
brids kl. 13. Nk. fimmtu-
dag: brids kl. 13 og verð-
launaafhending fyrir
stigamótið. Dagsferð 18.
ágúst. Fjallabaksleið
syðri í samvinnu við
FEB og Ferðaklúbbinn
Flækifót. Brottför frá
Glæsibæ kl. 8. Leiðsögn
Pálína Jónsdóttir o.fl.
Dagsferð 28. ágúst.
Veiðivötn – Hrauneyjar.
Brottför frá Glæsibæ kl.
8. Leiðsögn Tómas Ein-
arsson. Skráning hafin.
Silfurlínan er opin á
mánudögum og mið-
vikudögum frá kl. 10–12
f.h. í síma 588-2111.
Upplýsingar á skrifstofu
FEB kl. 10–16 í síma
588-2111.
Félagsstarf aldraðra á
Suðurnesjum. Miðviku-
daginn 8. ágúst dagsferð
í Þórsmörk, lagt af stað
kl. 8 frá SBK, fólk taki
með sér nesti. Dagana
27.–29. ágúst, ferð í
Skagafjörð, lagt að stað
frá SBK kl. 9, gist á Hól-
um í Hjaltadal, tvær
nætur með fæði. Þriðju-
daginn 4. sept. hálfs-
dagsferð í Borgarfjörð,
m.a. að Hvanneyri, Borg
á Mýrum, í Borgarnes,
lagt af stað frá SBK kl.
12.30. Þeir sem áhuga
hafi á ferð til Kanaríeyja
hafi samband sem fyrst,
dvalið verður á íbúðar-
hótelinu Los Tilos, farið
verður um mánaðamótin
janúar-febrúar.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Á þriðjudag
kl. 9–12 hárgreiðsla,
sjúkraböðun kl. 9–14.30,
morgunkaffi kl. 9–11,
hádegisverður kl. 11.30–
13, kl. 12.45 Bónusferð,
eftirmiðdagskaffi kl. 15–
16.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund- og leikfimiæf-
ingar á vegum ÍTR í
Breiðholtslaug á þriðju-
dögum og fimmtudögum
kl. 9.30. Púttvöllurinn er
opinn virka daga kl. 9–
18, Kylfur og boltar í af-
greiðslu sundlaug-
arinnar til leigu. Allir
velkomnir. Veitingabúð
Gerðubergs er opin
mánudaga til föstudaga
kl. 10–16. Félagsstarfið
lokað vegna sumarleyfa
frá 2. júlí–14. ágúst.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á þriðjudag kl. 9.30
handavinnustofa opin,
leiðbeinandi á staðnum
frá kl. 10–17, þriðju-
dagsganga fer frá Gjá-
bakka kl. 14.
Gullsmári Gullsmára 13.
Lokað vegna sum-
arleyfa til 7. ágúst.
Hvassaleiti 56–58. Á
þriðjudag kl. 9 böðun,
fótaaðgerðir og leikfimi,
kl. 9.45 bankaþjónusta,
kl. 13 handavinna og
hárgreiðsla.
Hraunbær 105. Á
þriðjudag kl. 9–17 fóta-
aðgerðir, kl. 9.45 boccia,
kl. 12.15 verslunarferð í
Bónus, kl. 13–17 hár-
greiðsla.
Mosfellingar – Kjalnes-
ingar og Kjósverjar 60
ára og eldri. Komið og
takið þátt í góðri og
hollri hreyfingu. Hall-
dóra Björnsdóttir
íþróttakennari er með
gönguferðir á mið-
vikudögum, lagt af stað
frá Hlaðhömrum: Ganga
1 létt ganga kl. 16 til
16.30. Gönguhópur 2 kl.
16.30.
Norðurbrún 1. Hár-
greiðslustofan verður
lokuð frá 10. júlí til 14.
ágúst. Á þriðjudag kl.
10–11 ganga.
Vesturgata 7. Á þriðju-
dag kl. 9 fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, dagblöð og
kaffi, kl. 9.15–15.30 al-
menn handavinna, kl. 11
leikfimi, kl. 11.45 matur,
kl. 13 frjáls spila-
mennska, kl. 14.30 kaffi.
Hálfsdagsferð miðviku-
daginn 15. ágúst, lagt af
stað kl. 13, ekið um
Hellisheiði og Grímsnes
að Ljósafossvirkjun.
Þar verður skoðuð
tréútskurðarsýning á
vegum Þjóðminjasafns
Íslands. Ekið um Grafn-
ing til Þingvalla að Hót-
el Valhöll. Glæsilegt
kaffihlaðborð. Fræðslu-
fulltrúi þjóðgarðsins,
Einar A. E. Sæmunds-
son, tekur á móti hópn-
um. Fræðsla um stað-
hætti og Þingvallakirkja
skoðuð. Leiðsögumaður
Nanna Kaaber. Upplýs-
ingar og skráning í síma
562-7077. Ath. Tak-
markaður sætafjöldi.
Vitatorg. Á þriðjudag
kl. 9 smiðjan og hár-
greiðsla, kl. 9.30 morg-
unstund og almenn
handmennt, kl. 10 fóta-
aðgerðir og almenn leik-
fimi, kl. 11 boccia, kl.
11.45 matur, kl. 14
félagsvist, kl. 14.30 kaffi.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20, svar-
að í síma 552 6644 á
fundartíma.
Eineltissamtökin.
Fundir á Túngötu 7 á
þriðjudögum kl. 20.
GA-fundir spilafíkla eru
kl. 18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í fræðslu-
deild SÁA, Síðumúla
3–5, og í Kirkju Óháða
safnaðarins við Háteigs-
veg á laugardögum kl.
10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis eru
með fundi alla mánu-
daga kl. 20 á Sól-
vallagötu 12, Reykjavík.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Norðurbrún 1, Furu-
gerði 1 og Hæð-
argarður 31. Fimmtu-
daginn 9. ágúst nk.
verður farið í ferð til
Borgarfjarðar um
Kaldadal að Húsafelli.
Ekið verður að Barna-
fossum og Hraunfossum
að Reykholti þar sem
snæddur verður léttur
hádegisverður. Þaðan
verður svo ekið um
Geldingadraga og Hval-
fjörð til Reykjavíkur.
Lagt verður af stað frá
Norðurbrún 1 kl. 8.30 og
síðan teknir farþegar í
Furugerði og Hæð-
argarði. Skráning í
Norðurbrún í síma 568-
6960, í Furugerði í síma
553-6040 og í Hæð-
argarði í síma 568-3132.
Í dag er laugardagur 4. ágúst, 216
dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Sérhver ritning er innblásin af
Guði og nytsöm til fræðslu, til um-
vöndunar, til leiðréttingar, til
menntunar í réttlæti.
(II. Tím. 3, 16.)
LÁRÉTT:
1 tölum, 4 fær, 7 kvendýr-
ið, 8 lagarmál, 9 munir,
11 kyrrir, 13 döpur, 14
hélt, 15 fíkniefni, 17 nöld-
ur, 20 skelfing, 22 sjó-
ferð, 23 unglingsárin, 24
mannsnafn, 25 geta
neytt.
LÓÐRÉTT:
1 merkur, 2 ginna, 3
hönd, 4 hæð, 5 snauð, 6
byggt, 10 hugrökk, 12
hlaup, 13 títt, 15 líta, 16
byrðingurinn, 18 nói, 19
toppa, 20 hugarburður,
21 gnótt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 hörmungar, 8 sekks, 9 góðan, 10 kol, 11 kerfi,
13 innar, 15 hross, 18 hirta, 21 val, 22 ramma, 23 arfur,
24 hrakfarar.
Lóðrétt: 2 öskur, 3 miski, 4 nagli, 5 auðan, 6 ósek, 7 snar,
12 fis, 14 nei, 15 harm, 16 ormur, 17 svark, 18 hlaða, 19
rifja, 20 akra.
K r o s s g á t a
ALVEG blöskra mér bréfin
í Velvakanda hinn 19. júlí sl.
þar sem Sigrún Þorsteins-
dóttir og Grímur Karlsson í
Keflavík eru að reyna að af-
saka hátterni Árna John-
sens, fyrrverandi fyrsta
þingmanns Suðurlands.
Hvernig í ósköpunum dett-
ur ykkur slíkt í hug? Af
hverju á ekki þessi þing-
maður að fá sömu umfjöllun
í fjölmiðlum og aðrir lands-
menn? Hann er formaður
einhverrar nefndar og kjör-
inn til þings af sínum um-
bjóðendum og ætti að mínu
viti að skammast sín fyrir
hátterni sitt og láta vera að
tjá sig opinberlega á meðan
rannsókn á athæfi hans er
rétt að byrja. Sigrún og
Grímur virðast hafa gleymt
því, að þessi fyrrum þing-
maður hefur orðið uppvís að
mjög svo alvarlegu athæfi,
sem má alveg kallast sið-
laust athæfi, í skjóli sinnar
stöðu í þjóðfélaginu. Ég
ætla ekkert að reyna að
réttlæta þetta. Og mér
finnst með fádæmum neyð-
arlegt þegar aðrir þjóð-
félagsþegnar ætla að fara
að réttlæta afbrot vissra
þjóðfélagsþegna, bara
vegna þess að þeir heita
Árni Johnsen og hafa ein-
hverra hluta vegna orðið al-
þingismenn. Þar með er
þeim í sjálfsvald sett að
haga sér eins og þeim sýnist
og svíkja út peninga á
kostnað hins almenna borg-
ara. Mér finnst persónulega
þetta hátterni þingmanns-
ins vera svo dapurlegt og
ræfilslegt að engar máls-
bætur geti réttlætt það.
Sigrún Þorsteinsdóttir
segir að Árni verði dæmdur
og er þá þar með búið að
hreinsa þetta þjóðfélag? Ég
skil ekki þetta hugtak hjá
Sigrúnu. Ég hef aldrei séð
eða skilið að þetta þjóðfélag
þyrfti á einhverri hreinsun
að halda, svo mér þætti
mjög vænt um að Sigrún
gæfi þjóð sinni nánari skýr-
ingu á þessu orðalagi. Sig-
rún skrifar einnig í dálk sín-
um um allt svindlið og
svínaríið, sem stundað hafi
verið í okkar þjóðfélagi um
aldir. Á þá að vera tímabært
að skrifa um það í málgagn-
inu 19. júlí árið 2001?
Grímur skipstjóri í Kefla-
vík hefur getað gefið sér
tíma til þess að afsaka sið-
leysi þingmannsins úr Vest-
mannaeyjum með því að
hafa orð á öllu því góða sem
hann telur að þingmaðurinn
hafi áunnið þjóð sinni til
handa og ef til vill málsbóta.
Grímur Karlsson ætlar með
þessum orðum sínum að
réttlæta allt það sem miður
er gjört í þjóðfélaginu og
jafnvel hinu þjóðfélaginu,
Grænlandi. Ég er alveg orð-
laus yfir því að menn ætli
með svona bullskrifum að fá
fólk til þess að trúa því að
verið sé að hengja bakara
fyrir smið með því að fjöl-
miðlar skýri rétt og satt frá
þeirri vitleysu sem nefndur
þingmaður er búinn að
koma sér í og honum ætti að
vera einum lagið, án aðstoð-
ar ykkar, að koma sér úr og
það sem fyrst. Mér finnst
persónulega að þetta sé
makalaust klúður af hálfu
þingmannsins og óskiljan-
legt að kaupa ekki bara sín-
ar vörur eins og við hin.
Ingvar R. Valdimarsson,
Aðalstræti 23,
Patreksfirði.
Tapað/fundið
Eldrautt hjól týndist
NÝTT reiðhjól hvarf frá
Ljósheimum 3. júní sl. Um
er að ræða 26 tommu karl-
mannsreiðhjól af gerðinni
GT, hárautt að lit. Skilvís
finnandi hringi í síma 568-
2453 eða gsm 898-0026.
Myndavél týndist
EINFÖLD svört myndavél
í gráu hulstri týndist 23. eða
24. júní á svæðinu í kringum
Eldgjá. Finnandi vinsam-
legast hringi í síma 892-
6361.
Barnahálsmen
í óskilum
BARNAHÁLSMEN úr
gulli (höfrungur) fannst fyr-
ir utan Sóltún 20. Hægt er
að vitja mensins þar eða í
síma 695-2843 eða 551-0230.
Dýrahald
Páfagaukur í óskilum
LJÓSBLÁR páfagaukur
(gári) týndist í Hvömmun-
um í Kópavogi 31. júlí. Uppl.
í síma 554-0056 og 896-2722.
Páfagaukur í óskilum
BLÁR páfagaukur er í
óskilum í Árbænum frá 25.
júlí. Uppl. í síma 567-3919.
Læða týndist
GRÁ læða með hvítan
kraga, hvíta sokka og hvítt
trýni týndist úr Smáíbúða-
hverfinu. Hún er eyrna-
merkt og með rautt háls-
band. Uppl. í síma 847-2329
og 588-3429.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hátterni
afsakað
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI viðurkennir fyrsturmanna að hann er sælkeri mik-
ill og veit fátt betra en að borða góð-
an mat. Eins og gefur að skilja freist-
ar því mjög að lyfta sér upp endrum
og sinnum og bregða sér út að borða
ásamt ektamakanum og jafnvel fleiri
góðum vinum á eitthvert af veitinga-
húsum landsins. Sá galli er hins veg-
ar á gjöf Njarðar að slíkur munaður
kostar skildinginn.
x x x
ÞVÍ hugsaði Víkverji sér gott tilglóðarinnar fyrir ári eða svo
þegar hann komst í kynni við sér-
stakan vildarklúbb, alþjóðlegan, sem
ber engilsaxneskt heiti. Nafn
klúbbsins gefur til kynna eðli hans,
þ.e. að með því að gerast meðlimur
og gegn framvísun sérstaks klúbb-
skírteinis fæst tvennt á verði hins
dýrara – svona „tveir fyrir einn“ til-
boð eins og orðin eru alþekkt í nú-
tíma markaðsumhverfi.
Umræddur vildarklúbbur er í
samvinnu við ýmiss konar fyrirtæki í
landinu, allt frá veitingastöðum og
sólbaðsstofum til hjólbarðaverk-
stæða og leikhúsa. Sælkerinn Vík-
verji féll fyrir klúbbnum er hann leit
yfir lista þeirra veitingastaða sem
bjóða tvo rétti á verði hins dýrari
gegn framvísun skírteinis klúbbsins
og reiknaði út að árgjaldið fyrir að
vera meðlimur, rúmar 3 þúsund
krónur, hlyti að skila sér fljótt. Vík-
verji hefur nokkrum sinnum náð að
nýta sér vildarkjörin og sparnaður-
inn eflaust svarað árgjaldinu. Sem er
gott og blessað. Samt getur Víkverji
ekki sagt farir sínar sléttar af við-
skiptunum við umræddan vildar-
klúbb. Allt of oft hefur hann nefni-
lega lent í einhverju veseni þegar
hann hefur framvísað skírteininu á
viðkomandi veitingahúsum, þau
sagst hafa slitið samstarfinu við
klúbbinn eða hreinlega aldrei verið
með. Svo oft hefur það reyndar kom-
ið fyrir að Víkverji hefur gefist upp á
því að eltast við nákvæmlega þá staði
sem sagðir eru aðilar að klúbbnum
og mun hugsa sig tvisvar um áður en
hann framlengir aðildinni. En þá
verður hann reyndar að fara fram á
endurgreiðslu árgjalds því endur-
nýjunin gengur sjálfkrafa um garð
með aðstoð kreditkortafyrirtækj-
anna, án þess að viðskiptavinurinn sé
spurður álits. En það er önnur saga
og lengri.
x x x
VÍKVERJI hefur oft velt því fyrirsér hvort rödd neytenda hér á
landi sé ekki óvenju lágvær og
áhrifalítil. Annars staðar á Vestur-
löndum, a.m.k. á hinum Norðurlönd-
unum og í Bandaríkjunum, virðist
staða neytenda allavega vera mun
sterkari og þar virðast gömlu kjör-
orðin um að viðskiptavinurinn hafi
ætíð rétt fyrir sér vera höfð í heiðri.
Loforð um endurgreiðslu, ef varan
uppfyllir ekki kröfur eða veldur von-
brigðum, eru t.d. mun algengari. Það
er einna helst að maður taki eftir
slíku á sjónvarpsmörkuðunum, sem
reyndar stunda viðskiptahætti að
bandarískri fyrirmynd.
Eitt besta dæmið um vanvirðingu
gagnvart neytendum er viðmótið
sem þeim er sýnt er þeir benda á að
gallaður eða útrunninn varningur sé
á boðstólum. Kunningi Víkverja var
t.d. staddur í stórmarkaði og kom
auga á vöru sem var komin langt
fram yfir síðasta söludag. Þegar
hann benti starfsmanni á það var
einungis spurt hversu langt fram yf-
ir og svo bent á að það hlyti að vera
til annað eintak í hillunni sem enn
væri löglega hæft til neyslu. Engar
þakkir fyrir ábendinguna. Engar af-
sakanir. Víkverji hefur fyrir víst að í
sumum stórmörkuðum í Danmörku
t.d. sé sú regla í gildi að þegar neyt-
andi finnur gallaða eða útrunna vöru
í búðarhillunni sé byrjað á því biðja
hann afsökunar og síðan færð ríku-
leg inneign í versluninni í sárabætur.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16