Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 51 DAGBÓK Haustferðir Heimsferða hafa fengið ótrúlegar undirtektir og nú er fjöldi ferða uppseldar í október og nóvember til þessarar fögru borgar. Beint flug í október og nóvember og nú kynnum við nýja frábæra gistivalkosti í hjarta Prag, góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn með íslenskum fararstjórum Heimsferða, þar sem þú kynnist alveg ótrúlega heillandi mannlífi þessarar einstöku borgar sem á engan sinn líka í Evrópu. Fáðu bæklinginn sendan Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 26.950 Flugsæti til Prag, með 8.000 kr. afslætti, út á mánudegi, heim á fimmtudegi ef bókað fyrir 1. sept. Skattar innifaldir. 27. sept. 18 sæti 4. okt. uppselt 8. okt. 21 sæti 11. okt. 38 sæti 15. okt. laus sæti 18. okt. uppselt 19. okt. uppselt 22. okt. laus sæti 25. okt. uppselt 28. okt. laus sæti 1. nóv. uppselt 5. nóv. laus sæti 8. nóv. 23 sæti Ótrúlegar undirtektir Verð kr. 33.830 M.v. 2 í herbergi, Tosca, 19. nóvember, 3 nætur með 8.000 kr. afslætti sem gildir fyrir brottfarir á sunnudegi eða mánudegi ef bókað fyrir 1. sept. Skattar innifaldir. Flug fimmtudaga og mánudaga í október og nóvember Ævintýri til Prag í haust frá kr. 26.950 með Heimsferðum ÚTSALA 10-60% afsláttur Ullarkápur leðurkápur regnkápur vínilkápur sumarúlpur ný sending af höttum Mörkinni 6, sími 588 5518, opið laugardaga kl. 10-15. kr. 9.900 NÚ TIL dags spila margir stökksvar í nýjum lit til hindrunar, en ekki til að sýna slemmuáhuga eins og áður var algengast. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ G75 ♥ K64 ♦ DG95 ♣ G109 Suður ♠ ÁD2 ♥ Á7 ♦ Á1076 ♣D875 Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Pass 2 hjörtu * 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass * Sexlitur, 0-5 punktar. Hindrun austurs setur þrýsting á suður og það þarf nokkurn kjark til að vaða inn á tveimur grönd- um með 16 punkta og slag- arýr spil. En eitthvað verður að gera og í þessu tilfelli heppnast innákom- an vel því norður á mátu- lega mikið til að lyfta í þrjú grönd. Vestur spilar út laufþristi, fjórða hæsta, og blindur á fyrsta slaginn en austur fylgir lit með fjarkanum. Hver er áætl- unin? Spilið liggur nokkuð ljóst fyrir: Vestur á ÁK í laufi og kóngana í spaða og tígli. Sennilega er útspil vesturs frá fimmlit en þá er hættan sú að hann fái þrjá slagi á lauf og tvo á kóngana til hliðar. Og það mun gerast ef sagnhafi fer strax í tígulinn: Norður ♠ G75 ♥ K64 ♦ DG95 ♣ G109 Vestur Austur ♠ K984 ♠ 1063 ♥ 82 ♥ DG10953 ♦ K3 ♦ 842 ♣ÁK632 ♣4 Suður ♠ ÁD2 ♥ Á7 ♦ Á1076 ♣D875 Vestur mun hreinsa laufið og bíða svo rólegur með spaðakónginn og fimma slag varnarinnar á frílauf. Við þessu má bregðst á fallegan hátt. Í öðrum slag svarar sagn- hafi vestri upp í laufinu! Vestur getur lítið annað gert en tekið ÁK og spilað litnum áfram. Þá tekur sagnhafi tvo efstu í hjarta (austur hefur lofað sexlit og því er ljóst að vestur á bara tvö) og spilar loks tígulás og tígli. Nú er vest- ur læstur inni og verður að spila spaða upp í gaffalinn þegar hann hefur tekið á laufið sitt. Níu slagir. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarsson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Afmælisbarn dagsins: Þú ert gefinn fyrir áhættu en kannt þó yfirleitt fótum þínum forráð. Þú ert þraut- góður á raunastund. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú átt að eiga auðvelt með að finna þér skoðanabræður ef þú aðeins lítur vandlega í kringum þig. Svo berst þér líka stuðningur úr óvæntri átt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Láttu þér ekki til hugar koma að grípa til einhverra aðgerða bara til þess að hvekkja aðra. Slík framkoma kemur þér bara í koll fyrr eða síðar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nú kemstu ekki lengur hjá því að setjast niður og velta fyrir þér framtíð þinni. Margt hefur verið að sækja að þér og nú er tímabært að vinna úr hlutun- um. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Vertu ekki hræddur við að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn þótt ekki væri nema bara þér til persónulegrar ánægju. En hafðu báðar fætur á jörðinni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Yfirleitt eru til fleiri en eitt svar við flestum spurningum. Þess vegna skaltu ekki hafna röksemdum annarra án þess að kanna málið nánar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft að varast allt yfirlæti gagnvart samstarfsmönnum þínum einkanlega þegar þeir bera upp við þig vandræði sín. Taktu til hendinni heima fyrir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það má fá ótrúlega mikið út úr samstarfi við þá sem þér finnst til um. Það skapar gott and- rúmsloft, ýtir undir vinnugleð- ina og tryggir betri árangur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Eitthvert mál sem þú taldir löngu frágengið skýtur nú aft- ur upp kollinum og krefst tíma þíns og fyrirhafnar. Þú verður að gefa því forgang. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vertu frjálslegur og opinn gagnvart nýjum samstarfsað- ilum en hleyptu þeim ekki lengra í fyrstu lotu en hæfilegt er. Láttu svo hvern um fram- haldið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Reyndu að láta það ekki á þig fá þótt náinn vinur þinn valdi þér vonbrigðum. Fyrir því liggja ástæður sem þú munt fá að vita í fyllingu tímans. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú kemst ekkert langt á útlit- inu einu saman því það eru orð þín og gjörðir sem fyrst og fremst stjórna því hvaða aug- um samferðamenn þínir líta á þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er allt á ferð og flugi í kringum þig og þér tekst ekki að festa hendur á neinu. Þetta mun þó breytast en þangað til verður þú að halda ró þinni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT VONIN Vonin styrkir veikan þrótt, vonin kvíða hrindir, vonin hverja vökunótt vonarljósin kyndir. Vonin mér í brjósti býr, bezti hjartans auður. Vonin aldrei frá mér flýr, fyrr en ég er dauður. Páll Ólafsson. STAÐAN kom upp á EM einstaklinga í Ohrid í Makedóníu. Bragi Þor- finnsson (2292) hafði hvítt gegn Farid Abbasov (2439). 48. Bg5! og svartur gafst upp enda rennur g- peðið upp í borð eftir 48... Bxg5 49. g7. Bragi hefur beitt fjögurra peða árásinni í kóngsindverskri vörn með góðum árangri: 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f4 O-O 6. Rf3 Ra6 7. Be2 e5 8. dxe5 dxe5 9. Rxe5 Rc5 10. Dxd8 Hxd8 11. Bf3 He8 12. O-O g5 13. fxg5 Rfxe4 14. Rxe4 Rxe4 15. Bxe4 Bxe5 16. Bd5 Be6 17. Bf4 Bxb2 18. Hab1 Bd4+ 19. Kh1 Bxd5 20. cxd5 Bb6 21. d6 cxd6 22. Bxd6 Had8 23. Hfd1 Kg7 24. h4 f6 25. Bf4 fxg5 26. Bxg5 Hxd1+ 27. Hxd1 Hf8 28. Kh2 Hf7 29. Kh3 h6 30. Bc1 Bc7 31. Kg4 Kh7 32. Hd5 He7 33. Kh5 Bg3 34. Bxh6 Bxh4 35. g4 Bg3 36. g5 Bc7 37. Bf8 He2 38. Hd7+ Kg8 39. Be7 Bb6 40. Kg6 Hc2 41. Hxb7 Hc8 42. Bf6 Kf8 43. Hh7 Ke8 44. Hh8+ Kd7 45. Hxc8 Kxc8 46. Kf7 Be3 47. g6 Bh6 o.s.frv. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Nk.mánudag 6. ágúst verður áttræð Þuríður Her- mannsdóttir, Fossvöllum 2, Húsavík. Eiginmaður henn- ar er Arnviður Ævarr Björnsson. Þau taka á móti ættingjum og vinum á af- mælisdaginn kl. 15–19 í samkomusalnum Hvammi, Húsavík. 70 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 5. ágúst, verð-ur sjötugur Magnús Pétursson frá Kirkjubæ, Vest- mannaeyjum, nú Norðurbæ, Rangárvöllum. Eiginkona hans, Þórdís Guðmundsdóttir, verður sjötug 27. ágúst nk. Af því tilefni taka þau á móti ættingjum og vinum laugardaginn 11. ágúst í starfsmannahúsi Landgræðslunnar í Gunnars- holti frá kl. 17. Vonast þau til að sjá sem flesta til að sam- fagna þeim á þessum tímamótum. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík 50 ÁRA afmæli. Hinn 6.ágúst nk. verður fimmtugur Gísli Pétursson, bóndi og söngmaður í Álfta- gerði í Skagafirði. Eigin- kona hans er Ingibjörg Sig- fúsdóttir. Þau taka á móti gestum í félagsheimilinu Miðgarði í Varmahlíð að kvöldi sunnudagsins 5. ágúst kl. 21.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.