Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
JÓN Kristjánsson
heilbrigðisráð-
herra bendir á að
enn sé hægt að
kæra úrskurð
Skipulagsstofnun-
ar og telur hann
það nauðsynlegt
að málið fái að
ganga sína leið.
„Ég veit ekki hvernig það fer en hins
vegar er það alveg ljóst að ef það er
tilfellið að menn séu tilbúnir í að af-
skrifa alla virkjanakosti þarna fyrir
austan og meina mönnum að nýta
þessar orkulindir af umhverfisástæð-
um er það áfall fyrir fjórðunginn,“
segir hann en minnir á að auðvitað
séu ýmsir aðrir kostir til í atvinnu-
starfsemi á Austurlandi.
Jóni virðist sem ekki séu miklar
hömlur á því að byggja stóriðju eða
nýta orkulindir hér á þessu svæði sem
hafi dregið mesta fólkið til sín. Hann
undrast að umræðan um það sé með
allt öðrum hætti hér en hafi verið fyr-
ir austan og það gangi Austfirðingum
erfiðlega að skilja. „Menn eru nátt-
úrulega mjög undrandi á þessum við-
brögðum og þeirri umræðu sem hefur
verið um þessi mál hér, eða í fjölmiðl-
um almennt. En auðvitað er hluti af
fólki á Austurlandi sammála því að
nýta ekki orkulindirnar, þó að yfir-
gnæfandi meirihluti standi í forundr-
an yfir þessu,“ bætir hann við.
Það vantar fleiri stoðir í
atvinnulífið á Austurlandi
Að sögn hans hafa menn verið að
reyna fyrir sér á Austurlandi í mörg-
um atvinnugreinum. Þar sé öflugur
sjávarútvegur en hins vegar sé at-
vinnulífið einhæft og það hafi vantað
fleiri stoðir í atvinnulífið þar. Hann
telur að miklir möguleikar liggi í
ferðaþjónustu og margir segi sem svo
að ef ekki verði virkjað opnist allar
gáttir í þeirri grein. Hann bendir hins
vegar á að ferðaþjónustan sé árstíða-
bundinn atvinnuvegur á Austurlandi
og menn hafi haft tækifæri til þess í
tuttugu, þrjátíu ár að byggja upp
ferðaþjónustu á svæðinu norðan
Vatnajökuls. „Það er ekkert nýtt og
ég er svo sem ekkert búinn að sjá það
að ef þessu svæði verði breytt í þjóð-
garð muni það gjörbreyta möguleik-
um í ferðaþjónustu,“ segir Jón og
nefnir einnig tölvugeirann sem dæmi
um upprennandi atvinnugrein á Aust-
urlandi.
Hann segir að uppbygging atvinnu-
greina haldi auðvitað áfram en án ál-
vers blasi hins vegar engar augljósar
lausnir við. „Það eru engar lausnir í
því að allir Austfirðingar fari að vinna
í ferðaþjónustu ef það verður gerður
þjóðgarður norðan við Vatnajökul þó
að það myndi eitthvað örva ferðaþjón-
ustuna. Ég er ekkert að útiloka það.
Ég held að það sé alveg ósannað mál
að það myndi skapa jafnmikil umsvif
og Kárahnjúkavirkjun,“ segir Jón og
bendir á að veltan í kringum svona
umsvif sé mjög mikil og myndi gjör-
breyta stöðu þessa landshluta.
Nokkrir þingmanna Austurlands benda á að virkjun við Kárahnjúka hafi ekki
verið slegin af þrátt fyrir úrskurð Skipulagsstofnunar. Einn bendir á að umhverf-
isráðherra eigi síðasta orðið og annar að álver sé ekki lausn til frambúðar.
Áfall ef fólki
yrði meinað
að nýta
orkulind-
irnar
Jón Kristjánsson
Þingmenn Austurlands um kostina í atvinnumálunum
„ÞAÐ ríkir miklu
meira en svart-
sýni meðal fólks á
Austurlandi, það
ríkir almenn reiði
hef ég orðið var
við,“ segir Hall-
dór Ásgrímsson
utanríkisráð-
herra og bendir á
að það sé mikill misskilningur að
þessu máli sé lokið. Það sé kominn
úrskurður frá skipulagsstjóra en
ferlinu sé ekki lokið og menn verði að
hafa þolinmæði í að ganga þá götu á
enda.
„Það er afskaplega undarlegt þeg-
ar andstæðingar þessara áforma, er
nota hvert tækifæri til að gera sem
mest úr öllu sem á móti blæs, vilja nú
fara að finna upp á einhverju nýju.
Það er nú þannig í lífinu að menn
verða að nota þau tækifæri sem bjóð-
ast, þetta er einn af þeim kostum
sem er fyrir hendi. Að mínu mati er
enginn vegur að finna eitthvað annað
í staðinn,“ segir hann. Halldór telur
hins vegar að ef ferlið verði stöðvað
af þeim sem séu búnir að berjast
gegn Kárahnjúkavirkjun alla tíð,
blasi við ný staða. En hún blasi ekki
við núna.
Honum sýnist að Skipulagsstofn-
un telji ekki síst að það þurfi að vera
meiri fjárhagslegur ávinningur af
þessu verkefni, en honum sé jafn-
framt ekki ljóst hvaða mælikvarði
eigi að ríkja. „En eitt veit ég að þetta
verkefni mun hafa gífurleg áhrif á
þróun byggðar í landinu. Ekki síst á
Austurlandi og það mun jafnframt
skipta sköpum fyrir hagvöxt hér á
landi á næsta áratug,“ segir Halldór
að lokum.
Halldór Ásgrímsson
Mikill mis-
skilningur
að málinu
sé lokið
„MÉR finnst
mjög eðlilegt að
margir séu mjög
sárir og áhyggju-
fullir á Austur-
landi, það er að
segja þeir sem
hafa trúað á
þessar fram-
kvæmdir og að af
þeim yrði. Því að það er ekkert ann-
að í boði, sem komið hefur frá nú-
verandi stjórnvöldum, til styrktar
byggðinni,“ segir Þuríður Backman,
þingmaður Vinstri grænna á Aust-
urlandi. Hún telur það rangt að
halda einu stórverkefni að fólki og
engu öðru og álverið sé ekki lausn
til frambúðar almennt.
Að hennar sögn sjá Vinstri græn-
ir það fyrir sér að jafna þurfi að-
stöðu fólks, þannig að það verði ekki
dýrara fyrir fólk að velja þann kost
að búa úti á landsbyggðinni. „Það
þarf að gera atvinnulífinu kleift að
byggja sig upp á sínum eigin for-
sendum. Ef við lítum á sjávarútveg-
inn fyrir austan þá er kvótinn að
miklu leyti farinn í burtu, smábát-
arnir eru farnir og þessi sjávarpláss
eru orðin mjög veik. Það er margt
sem getur verið sjálfsprottið á
hverjum stað ef það bara fær að
þróast eftir eigin forsendum. Það
sem þarf virkilega að gera fyrir
þennan fjórðung núna og stjórnvöld
ættu þá að einbeita sér að, er að
taka þessum úrskurði og einbeita
sér í að fara í veglega uppbygg-
ingu,“ segir Þuríður. Sem dæmi um
það nefnir hún að bæta þurfi vega-
kerfið, koma upp lifandi háskóla og
þar með styrkja æðri menntun í
fjórðungnum og ýmislegt fleira.
Fjórðungurinn hefur
upp á margt að bjóða
„Hafi menn trú á álverum, sem
ég hef ekki, þá er koma álvers bara
bónus fyrir fjórðung eins og Austur-
land, sem er veikur fyrir. Aðeins
meira en ekki líf eða dauði,“ segir
Þuríður. Hún telur að mikill munur
sé á þeim svæðum sem ekki hafi
einblínt eins á álverið og þeim sem
það hafi gert og nefnir Djúpavog
sem dæmi. Þar haldi fólk áfram að
lifa og vilji reyna að búa áfram.
Þetta snerti byggðarlögin misjafn-
lega og andleg líðan fólks sé eftir
því. „Mér finnst þetta mjög mikill
ábyrgðarhluti og á ábyrgð stjórn-
valda að setja þetta svona fram.
Fjórðungurinn hefur upp á margt
að bjóða og við þurfum bara tæki-
færi til þess að nýta það með sjálf-
bærum hætti. Þá er ég til dæmis að
tala um strandveiðarnar, geta byggt
upp landbúnað og svo framvegis,“
segir Þuríður.
Að mati hennar snýst þetta um
miklu fleira en komu álvers; um
breytta byggðastefnu og breytta
áherslu varðandi skiptingu kvótans.
Hún segir að það verði að tryggja
fólki einhvers konar lágmarksstöð-
ugleika og það verði ekki gert nema
með einhvers konar byggðateng-
ingu á kvótanum
„Í mínum huga og í mínum flokki
þá er álver ekki hluti af byggða-
stefnu. Það verður aldrei til þess að
skapa festu nema í ákveðnum rad-
íus í kringum þann stað sem álverið
verður sett niður og því er ekki einu
sinni að treysta að fólk frá viðkom-
andi svæði muni til lengri tíma
vinna við þetta álver, því það er ein-
hæf vinna rétt eins og fiskvinnslan.
En ég veit að það eru margir með
miklar væntingar til þess tíma með-
an á framkvæmdum stendur og alla
þjónustuna í kring. Það er eðlilegt
en það er ekki gott að leggja svona
upp, en svo bregst það og hvað er
þá eftir?“ segir Þuríður.
Þuríður Backman
Álver ekki
lausn til
frambúðar
„ÞAÐ er ekki
búið að slá virkj-
un af með þess-
um úrskurði. Úr-
skurðurinn
verður kærður,
fyrst og fremst
af Landsvirkjun
en einnig af
sveitarfélögun-
um og jafnvel einstaklingum,“ seg-
ir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins á
Austurlandi.
Hún segir það koma fram hjá
skipulagsstjóra að ýmislegt sem
segi í þessum úrskurði sé hægt að
byggja á nægjanlegum upplýsing-
um og nauðsynlegt sé að bæta
þeim við. Enn fremur segir hún að
ekkert hafi breyst á Austurlandi
enn sem komið er en að það sé
eðlilegt að fólk sé áhyggjufullt
þegar umræðan sé komin á þetta
stig. Það sé núna beðið eftir úr-
skurði ráðherra og brugðist verði
við þegar hann komi.
Arnbjörg segir að unnið hafi
verið að ýmsum atvinnumálum á
Austurlandi og svo séu vonir
bundnar við laxeldið. „Virkjunin er
hins vegar eitthvað sem menn hafa
litið á sem einstakt verkefni sem
muni hafa gífurleg áhrif á bæði
efnahag landsins og Austurlands.
Það er stefna stjórnvalda að nýta
orkuauðlindir landsins og stað-
reyndin er sú að stór hluti þeirra
er á Austurlandi og norðan Vatna-
jökuls. Ef illa fer verður að setja
aukinn kraft í einhver önnur verk-
efni.“
Arnbjörg segir að virkjunin
myndi auka stöðugleikann í at-
vinnulífinu og Austfirðingar hafi
litið á það sem grundvallaratriði
að öðlast stöðugleika.
Arnbjörg Sveinsdóttir
Bíðum eftir
úrskurði
ráðherra
„ÉG er ekki sátt-
ur við úrskurð
Skipulagsstofnun-
ar. Hann kemur
mér á óvart, ég
bjóst frekar við
því að þeir myndu
heimila virkjunina
með einhverjum
skilyrðum,“ segir
Einar Már Sigurðarson, þingmaður
Samfylkingarinnar á Austurlandi.
Hann segir þó að úrskurðurinn sé
einungis hluti af löngu ferli. Skipu-
lagsstofnun sé búin að ljúka sínu
verki og að nú sé það umhverfisráð-
herra sem eigi síðasta orðið.
Álit Einars samræmist ekki skoð-
unum formanns Samfylkingarinnar
og segir Einar að það sé ákveðið
ábyrgðarleysi að fagna þessum úr-
skurði. Einkum vegna þess að þetta
sé afar stór framkvæmd sem myndi
hafa mjög mikið efnahagslegt gildi
fyrir þjóðina og auk þess sé búið að
leggja mikla vinnu við rannsóknir og
upplýsingaöflun.
Hann segir að einnig sé talað um
það að ekki sé gerð nógu góð grein
fyrir efnahagslegum ávinningi af
framkvæmdinni og verði þá að taka
mið af því að það liggur náttúrulega
ekki ljóst fyrir fyrr en búið er að
ganga frá hinum enda ferlisins, þ.e.
álverinu og verði á rafmagni til þess.
Stjórnvöld verði að skoða málið í heild
sinni.
„Ég hef ekki leyft mér að hugsa
það til enda ef ekki verður virkjað.
Það hefur verið unnið að uppbygg-
ingu margra hluta atvinnulífsins
hérna undanfarið en það er búið að
leggja mikið undir í tengslum við
virkjunina. Ef hún gengur ekki eftir
verð ég að segja að ég hef einnig
áhyggjur af efnahagslífi þjóðarinnar.
Ég er sammála orðum Halldórs
Björnssonar, stjórnarmeðlims Líf-
eyrissjóðsins Framsýnar í Morgun-
blaðinu í gær þar sem hann segir:
„En hvað sem líður tilfinningum
manna gagnvart umhverfi og náttúru
verður að vera lífvænlegt í landinu og
undirstöður velmegunarinnar verða
einhvers staðar að fá að vera.“ Þetta
er ekki spurning um Austurland held-
ur allt landið.Mér finnst það eðlilegt
að Austfirðingar séu áhyggjufullir en
ég vil ekki vera svartsýnn og ítreka að
það sé á ábyrgð stjórnvalda að líta yf-
ir heildarmyndina og meta málið sem
slíkt,“ sagði Einar Már að lokum.
Einar Már Sigurðarson
Ekki sam-
mála Össuri
Á ANNAÐ hundrað manns voru
saman komnir þegar hið árlega
tjalduppboð Seglagerðarinnar
Ægis var haldið í gær.
Alls voru boðin upp 48 tjöld og
hafa þau aldrei verið fleiri en
uppboðið hefur verið fastur liður
á hverjum föstudegi fyrir versl-
unarmannahelgi síðastliðin 15 ár
eða svo. Er fólk að fá á milli 30
og 70% afslátt á tjöldunum.
Einar Magnússon og Bergljót
Þorfinnsdóttir náðu sér í tjald á
4.500 krónur sem hafði kostað
19.900 krónur. Ætla þau að nota
tjaldið þegar þau fara í útilegu
eftir helgina.
„Þetta er gamalt tjald en við
erum sátt við kaupin,“ sagði Ein-
ar sem reiknaði jafnvel með að
þau færu í Skaftafell eftir helgi.
Buðu upp
48 tjöld
Morgunblaðið/Sverrir
Skúli Sigurðsson býður upp tjöldin.