Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 1
176. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 4. ÁGÚST 2001
OTTO Schily, innanríkisráðherra
Þýzkalands, lagði í gær fram tillögur
að breytingum á löggjöf um innflytj-
endur sem hugsaðar eru til að hjálpa
til við að uppfylla þarfir þýzks at-
vinnulífs fyrir hæfa starfsmenn en
jafnframt að herða á reglum um að-
flutning flóttamanna og hælisleit-
enda til Þýzkalands. Er tilgangurinn
ekki sízt sá að ná sátt um þetta um-
deilda mál áður en kosningabaráttan
hefst fyrir næstu þingkosningar,
sem verða haustið 2002.
Schily, sem er í Jafnaðarmanna-
flokki Gerhards Schröders kanzlara
(SPD), hefur lagt sig fram um að
rata inn á hinn gullna meðalveg í leit-
inni að lausnum í þessum viðkvæma
málaflokki og hefur í því skyni lagt
mikla vinnu í að taka tillit til óska
stjórnarandstöðuflokkanna og ým-
issa hagsmuna- og þrýstihópa við
samningu hinnar nýju innflytjenda-
stefnu þýzku stjórnarinnar.
Lykilatriði í tillögum Schilys er að
tekið verði upp punktakerfi, sem um-
sækjendur um atvinnuleyfi í Þýzka-
landi yrðu metnir eftir. Tegundum
dvalarleyfa fyrir útlendinga yrði
fækkað í aðeins tvær – tímabundið
og til frambúðar. Hert yrði hins veg-
ar á skilyrðum fyrir hælisveitingum.
Fyrstu viðbrögð talsmanna bæði
stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka
voru jákvæð og sama má segja um
samtök vinnuveitenda og fulltrúa
kirkjunnar. Einstaka atriði tillagn-
anna sættu þó gagnrýni. Þannig
sögðust talsmenn mannréttindasam-
takanna Amnesty International og
Pro-Asyl (þýzk samtök sem beita sér
fyrir réttindum flóttamanna) telja að
réttindi flóttamanna væru ekki
nægilega vel tryggð eins og tillög-
urnar litu út nú.
Talsmenn kristilegra demókrata
(CDU), stærsta stjórnarandstöðu-
flokksins, fögnuðu tillögunum, eink-
um og sér í lagi að þær skyldu inni-
halda ákvæði um skylduþátttöku
innflytjenda sem hyggja á frambúð-
ardvöl í Þýzkalandi í þýzkunám-
skeiðum. Talsmenn flokksins lýstu
aftur á móti vonbrigðum með að í til-
lögunum skyldi ekki getið um hve
marga innflytjendur yrði reynt að fá
inn í landið. Árleg skömmtun á leyf-
um fyrir innflytjendur voru lykilat-
riði í tillögum um innflytjendamál
sem stjórnarandstaðan lagði fram í
vor.
Lýðfræðileg nauðsyn
Um 7,3 milljónir útlendinga hafa
nú fasta búsetu í Þýzkalandi, 9% íbúa
landsins. Þessi staðreynd, að við-
bættu fjöldaatvinnuleysi (um fjórar
milljónir manna eru á atvinnuleys-
isskrá í Þýzkalandi), hefur gert inn-
flytjendamál í hæsta máta spennu-
þrungið málefni í stjórnmála-
umræðunni.
Af lýðfræðilegum ástæðum –
vegna lækkaðrar fæðingartíðni og
aukinna ævilíkna er merkir að hlut-
fallslega færri verða á starfsaldri –
sér þýzkt atvinnulíf fram á skort á
hæfu starfsfólki á næstu árum og
áratugum. Til að forðast vandamál af
völdum hærra hlutfalls útlendinga í
samfélaginu vilja stjórnmálamenn
reyna að tryggja viðunandi aðlögun
innflytjenda en þá greinir á um leiðir
að því marki.
Tillögur að nýrri innflytjendastefnu í Þýzkalandi
Þarfir atvinnulífs-
ins hafi forgang
Berlín. AFP, AP.
HITABYLGJA hefur gengið yfir
stærstan hluta meginlands Evrópu
síðustu daga. Hér kæla feðgar í Míl-
anó á Norður-Ítalíu sig niður í gos-
brunni í miðborginni en hitinn þar
náði 37 stigum á Celsíus í gær og
fyrradag.
Um sunnanvert Bretland og víða í
Þýzkalandi var hitinn í kringum 30
stig í vikunni og í Frakklandi náði
hann 35°. Þar sem hitabylgjan fell-
ur einmitt saman við upphaf mesta
sumarleyfatímans í þessum löndum
sátu hundruð þúsunda, ef ekki millj-
ónir, manna og svitnuðu í umferð-
arteppu. Á baðstrandarstöðum á
Suður-Englandi var boðið upp á
ókeypis sólvarnaráburð.
AP
Hitabylgja
í Evrópu
UM 15.000 manns báðust fyrir í
moskum gamla borgarhlutans í
Jerúsalem í gær á bænadegi músl-
ima en ekki kom til alvarlegra
átaka eins og óttast hafði verið.
Ísraelsk stjórnvöld bönnuðu körlum
undir fertugu að fara í moskurnar
og takmörkuðu umferð um götur er
liggja inn í borgarhlutann en þar er
Al Aqsa-moskan. Hart er lagt að
Ísraelsstjórn að samþykkja að al-
þjóðlegt eftirlitslið verði sent til
Vesturbakkans og Gaza og sagði
breska blaðið Guardian að Banda-
ríkjamenn hefðu þegar gert áætlun
þess efnis sem Ísraelar myndu
sætta sig við með semingi. Þúsundir
lögreglu- og hermanna voru til taks
í gær. Hér miða hermenn á Palest-
ínumenn í borginni Hebron þar sem
kastað var grjóti að Ísraelum.
Reuters
Við öllu
búnir
FÆREYINGAR og Grænlendingar
vilja fá að stýra samningaviðræðum
fyrir hönd danska ríkisins hjá Al-
þjóðahvalveiðiráðinu, IWC, og ætla
að ræða málið á fundi með forsætis-
ráðherra Dana, Poul Nyrup Ras-
mussen, í september. Jørgin Nicla-
sen, sjávarútvegsráðherra Færeyja,
bendir á að Danir veiði hvorki hvali
né seli. „Þegar við Færeyingar verð-
um fullvalda þjóð ætlum við að verða
sjálfstæður aðili að IWC en þangað
til er sanngjarnt að Færeyingar og
Grænlendingar annist samningana
hjá IWC – Danir geta haft áheyrn-
arfulltrúa,“ sagði Niclasen.
Samstarf við Íslendinga
Ráðherrann sagði að Alþjóðahval-
veiðiráðið hefði upprunalega verið
stofnað af hvalveiðiþjóðum til að
ræða eftirlit með veiðunum en sagði
ráðið vera að breytast í hvalfriðunar-
samtök og gagnrýndi þá þróun.
Niclasen segist hafa samið við
sjávarútvegsráðherra Íslands um
samstarf ef til þess komi að þjóðirn-
ar hefji aftur hvalveiðar. Segir hann
að Færeyingar myndu ef til vill veiða
fáeinar hrefnur og nota afurðirnar
„fyrst og fremst“ til neyslu innan-
lands. Árni Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra staðfesti í samtali við
Morgunblaðið að rætt hefði verið að
þjóðirnar reyndu að vera samstíga.
„Við höfum ekki haft tækifæri til að
ræða stöðuna eftir ársfund Alþjóða-
hvalveiðiráðsins í London en munum
gera það í haust,“ sagði Árni.
Vilja
fá sæti
Dana
Þórshöfn. Morgunblaðið.
Alþjóðahvalveiðiráðið
ÁFORM eru nú uppi um að stjórn-
völd í Norður-Kóreu greiði upp
skuldir sínar við Rússa með því að út-
vega þeim vinnuafl. Þetta hafði
fréttastofan RIA Novosti eftir heim-
ildarmanni í rússneska efnhagsmála-
ráðuneytinu. Ef til kemur munu
verkamennirnir starfa launalaust í
vinnubúðum í Síberíu en á þennan
hátt greiddu yfirvöld í Norður-Kóreu
90% afborgana af skuldum sínum við
Rússa í fyrra. Þá dugði vinna fólksins
fyrir afborgunum sem jafngilda tæp-
lega fimm milljörðum króna.
Í fréttinni kom ekki fram hversu
marga verkamenn þurfti til að greiða
þessa upphæð en þeir vinna við skóg-
arhögg í lokuðum vinnubúðum sem
norður-kóreskir og rússneskir
öryggisverðir gæta. Yfirvöld í Norð-
ur-Kóreu samþykktu í gær að greiða
á þennan hátt upp skuldir sínar við
Sovétríkin fyrrverandi á næstu 30
árum. Skuldirnar nema tæpum 500
milljörðum króna.
„Neyðarástand“ á
lestarstöðvum í Moskvu
Níu daga lestarferð Kim Jong-Il,
leiðtoga Kóreu, um Síberíu til
Moskvu lauk í gær. Miklar öryggis-
ráðstafanir voru viðhafðar á lestar-
stöðinni þar sem brynvörð lest hans
nam staðar í gær en sprengjuhótun
barst snemma í gærmorgun. Ekki
voru leyfðar myndatökur og flæking-
ar sem venjulega hafast við á stöð-
inni voru reknir burt. Öll umferð
lesta inn í Moskvuborg var stöðvuð í
fjórar klukkustundir vegna komu
leiðtogans og komust um 25.000
gramir lestarfarþegar ekki leiðar
sinnar. Valerí Borstjov, þingmaður á
rússneska þinginu, sagði stefna í að
neyðarástand skapaðist vegna að-
gerðanna. Annar þingmaður, Sergei
Ívanenko, tók í sama streng. „Þess-
ari tilgerðarlegu lestarferð svipar til
þess sem maður sér í gömlum kvik-
myndum um Stalín,“ sagði hann.
Upplýsingar um það sem Vladímír
Pútín Rússlandsforseti og Kim munu
ræða á fundum sínum um helgina eru
óljósar. Þó telja fréttaskýrendur að
þeir muni skrifa undir sameiginlega
stuðningsyfirlýsingu við ABM-gagn-
flaugasáttmálann frá 1972.
Járnbraut um Kóreuskaga
Þá er talið að á fundum sínum með
norður-kóreska leiðtoganum vilji
rússnesk yfirvöld tryggja að hann
styðji áform þeirra um að leggja
járnbrautarteina milli Síberíujárn-
brautarinnar og brautar sem áform-
að er að leggja milli Norður- og Suð-
ur-Kóreu. Járnbrautin myndi
tryggja Rússum tekjur vegna mikilla
viðskipta sem Suður-Kóreumenn
eiga við Evrópuþjóðirnar.
Rússum
greitt
með
vinnu
Moskvu. AFP.
Ríkisskuldir
Norður-Kóreumanna