Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 14
AKUREYRI
14 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur sam-
þykkt að fram fari endurnýjun á
Digranesheiði milli Digranesvegar og
Skálaheiði og verða tilboð í verkið
opnuð um miðjan ágúst.
Samkvæmt upplýsingum frá Þór-
arni Hjaltasyni, bæjarverkfræðingi
Kópavogs, er fjárveiting til verksins
30 mkr. á árinu og munu framkvæmd-
ir væntanlega hefjast í september-
byrjun. Verkið er liður í endurnýjun á
gömlum götum í bænum sem hefur-
staðið yfir undanfarinn áratug og sér
nú brátt fyrir endann á henni.
Endurnýjun á
Digranesheiði
Kópavogur
VINNA við gerð bílastæða við Sala-
skóla og leikskóla við Rjúpnasali
mun hefjast á næstunni og er stefnt
að því að henni verði lokið áður en
skólastarf hefst í Salaskóla í haust,
að sögn Þórarins Hjaltasonar, bæj-
arverkfræðings Kópavogs. Tilboð í
verkið hafa verið opnuð og átti JVJ
hf. lægsta tilboðið en það hljóðaði
upp á rúmar níu milljónir króna.
Kostnaðaráætlun Kópavogsbæjar
vegna verksins er 12,3 milljónir
króna og hefur bæjarráð samþykkt
að leitað verði samninga við lægst-
bjóðanda, JVJ hf., um framkvæmd
verksins.
Jarðvinna við bíla-
stæði Salaskóla
Kópavogur
HRANNAR B. Arnarsson, formað-
ur umhverfis- og heilbrigðisnefndar
Reykjavíkurborgar, efast stórlega
um að rétt sé að stefna á að fjölga
dísilbílum í umferð þrátt fyrir að slík
fjölgun yrði til þess að draga úr los-
un gróðurhúsalofttegunda. Í frétt
Morgunblaðsins kom nýlega fram
aðmeðal tillagna, sem starfshópur á
vegum samgönguráðuneytisins og
Vegagerðarinnar hefur sett fram til
að draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda frá samgöngum, er að auka á
næstu árum hlut dísilfólksbíla í um-
ferðinni og jafna skatthlutfall milli
slíkra bíla og bensínbíla. Fram kem-
ur að losun gróðurhúsalofttegunda
frá dísilvélum sé talin 25–30% minni
en frá bensínbílum miðað við jafn-
þunga bíla. Hrannar telur að þó að
hugmyndin sé vel til þess fallin að
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda og fullgild sem slík, gangi hún
þvert á helsta loftmengunarvanda-
mál höfuðborgarsvæðisins og eitt al-
varlegasta heilsufarsvandamálið
tengt loftmengun sem sé aukning
svifryks. Dísilbílar valdi talsvert
meira svifryki heldur en bensínbílar
og ef stórauka eigi hlut þeirra í um-
ferðinni þýði það meira magn svif-
ryks og aukið heilsufarstjón og
skaða af völdum þess. „Þetta gengur
þvert á helstu verkefni í loftgæða-
málum á höfuðborgarsvæðinu, sem
hafa verið að minnka svifryk í um-
ferðinni, en nái þessar tillögur fram
að ganga mun svifryksvandinn á höf-
uðborgarsvæðinu klárlega aukast.
Mér finnst nauðsynlegt að sam-
gönguráðuneytið gefi upp hvaða leið-
ir það hefur til að bregðast við þeim
vanda, sérstaklega þegar fram koma
tillögur sem ganga út á að auka
hann,“ segir Hrannar.
Hrannar bendir á að Reykjavík-
urborg hafi lagt fram ítarlegar til-
lögur um hvernig mögulegt sé að
draga úr svifryksvandanum. Sú til-
laga sem Reykjavíkurlistanum
finnst helst að komi til greina er að
setja gjald á nagladekk en sjálfstæð-
ismenn í borgarstjórn hafa haft efa-
semdir um hana. „Á síðasta borgar-
ráðsfundi var málið sett í þann
farveg að kallað verður eftir afstöðu
ríkisvaldsins og í ljósi þessara til-
lagna finnst mér fróðlegt að sjá
hvaða leiðir ríkið hefur til að draga
úr svifryksmengun. Ég vara stór-
lega við því að menn líti á dísilbíla
sem töfralausn.“
Fjölgunin eykur á
svifryksvandann
Reykjavíkurlistinn um tillögur
um fjölgun dísilbíla
SKÁKKLÚBBUR fatlaðra, Brögð í
tafli, sem starfræktur er í Hinu hús-
inu stendur fyrir skákeinvígi þriðju-
daginn 7. ágúst, en þar munu etja
kappi þeir Björgvin Kristbergsson og
Pétur Jóhannesson, sem hlutu flesta
vinninga á móti sem klúbburinn hélt
nýlega. Að sögn Einars Jóns Erlings-
sonar, umsjónarmanns klúbbsins, er
hann ætlaður fötluðu fólki og eru
meðlimir hans þroskaheft fólk sem
hittist á þriðjudagskvöldum í Hinu
húsinu. „Við hittumst þar og förum
svo í heimsóknir til einhvers meðlima
klúbbsins. Við reynum svo að æfa upp
skákina með því að tefla en einnig æf-
ast meðlimirnir í því að taka á móti
gestum. Við höfum fengið Helga
Ólafsson og Guðfríði Lilju Grétars-
dóttur til að kenna klúbbmeðlimum
að tefla,“ segir Einar Jón.
Félagar í Brögð í tafli eru níu tals-
ins, ein kona og átta karlar, en klúbb-
urinn hefur nú starfað í rúm tvö ár.
Einar Jón segir að frumkvæðið að
stofnun klúbbsins hafi komið frá fólk-
inu sjálfu. „Kunnátta meðlima í tafl-
mennsku var misjöfn í upphafi, sumir
kunnu að tefla en aðrir ekki, en fram-
farir hjá hópnum hafa verið nokkrar,“
segir hann.
Brögð í tafli er starfræktur á veg-
um Félagsmiðstöðvar fatlaðra, Tipp-
topp í Hinu húsinu en Félagsþjónust-
an í Reykjavík styrkir einnig starf-
semina með því að greiða laun
umsjónarmanns klúbbsins. Á vegum
Félagsmiðstöðvarinnar eru svo starf-
ræktir ýmsir aðrir klúbbar, meðal
annars söng- og leikhópur.
Brögð í tafli í
Hinu húsinu
Reykjavík
GALLERÍ Sól heitir handverks-
húsið í Grímsey. Þar hefur verið
mikið líf og mikil starfsgleði í sum-
ar. Tólf konur opnuðu Gallerí Sól
5. júlí 1998 með handverki sínu og
að auki lítilli kaffistofu í Sólbergi,
einu elsta húsinu í Grímsey sem
stendur á stórfallegum stað beint
upp af höfninni. Strax árið eftir
færði handverkshópurinn út kví-
arnar og opnaði lykilgistiheimili á
tveimur efri hæðum Sólbergs og er
það opið allan ársins hring. Þessa
dagana er langþráður draumur að
rætast því Sólberg, þetta gamla
hús, er að færast í nýjan og glæsi-
legan búning með klæðningu að ut-
an, endurnýjuðu þaki og gluggum.
Handverkshópurinn hóf und-
irbúning að framkvæmdunum í
vetur og með dyggum stuðningi
Vinnumálastofnunar, Smáverk-
efnasjóðs bænda og fleiri aðila er
þetta að takast. Handverkskon-
urnar horfa því björtum augum til
framtíðar með ferðamennsku hér í
jaðarbyggð norðursins á heim-
skautsbaug.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Miklar framkvæmdir standa yfir á handverkshúsi Gallerís Sólar. Ketill,
Guðjón og Stefán glaðbeittir á þaki hússins.
Stórframkvæmdir
handverkskvenna
Grímsey
KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, sagði að þær töl-
ur sem verktakar buðu í byggingu
fjölnota íþróttahúss á félagssvæði
Þórs við Hamar væru mun hærri
en menn hefðu vonast eftir að fá.
„Það virðist sem væntingar manna
með verð í þessa framkvæmd
gangi ekki eftir. Við verðum því að
fara yfir málið að nýju og þegar við
höfum ekki fjármagn til að tryggja
framkvæmdina verðum við að vega
og meta það yfirvegað og kalt
hvort ráðast eigi í þetta verk.“
Kristján Þór sagði stefnt að því
að ljúka yfirferð og samanburði til-
boðanna í lok næstu viku og að
ákvörðun um framhaldið yrði von-
andi tekin í kringum miðjan þenn-
an mánuð. Eins og komið hefur
fram var lægsta tilboð í alútboði í
byggingu fjölnotahússins um 70
milljónum króna hærra en bæj-
arstjórn hafði samþykkt að leggja í
fyrirhugaða framkvæmd á þessu
og næstu tveimur árum. Tréverk
ehf. átti lægsta tilboðið en það
hljóðaði upp á 447,5 milljónir
króna. Fjögur fyrirtæki sendu inn
samtals 8 tilboð en þar af sendu
Katla hf. og Tréverk í Dalvíkur-
byggð þrjú tilboð hvort fyrirtæki.
Hin tilboðin komu frá Íslenskum
aðalverktökum hf., upp á 449 millj-
ónir króna og Ístaki hf. upp á rúma
531 milljón króna.
Lægsta tilboð Kötlu hljóðaði upp
á um 486 milljónir króna, það
næsta upp á um 490 milljónir
króna og það hæsta upp á um 547
milljónir króna.
Hin tvö tilboð Tréverks hljóðuðu
upp á um 490 og 518 milljónir
króna.
Ekki er hægt að horfa eingöngu
á tilboðsfjárhæðirnar, þar sem þær
gilda aðeins 45% af heildareinkunn
tilboðanna. Tilboðin eru mjög mis-
munandi enda eru verktakarnir að
bjóða mismunandi gerðir húsa. Áð-
ur en verðtilboðin voru opnuð hafði
sérstök matsnefnd gert mat á
teikningum og greinargerðum með
innsendum tilboðum og gefið þeim
einkunn með bókstöfum. Við yf-
irferð tilboðanna verða þessir bók-
stafir svo umreiknaðir í tölur.
Tilboð í fjölnota húsið mun hærri en áætlað var
Óvissa um framhaldið
AKUREYRARKIRKJA: Helgistund
kl. 11:00 sunnudaginn 5. ágúst, sr.
Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Manuela
Wiesler leikur á flautu. Forsöngvari
Sigrún Arna Arngrímsdóttir, organ-
isti Eyþór Jónsson. Sumartónleikar
kl. 17:00. Manuela Wiesler, flauta, að-
gangur er ókeypis og allir velkomnir.
Þriðjudagur 7. ágúst, morgunsöngur
kl. 9. Fimmtudagur 9. ágúst, kyrrð-
ar- og fyrirbænastund kl. 12. Bæna-
efnum má koma til prestanna. Eftir
stundina er unnt að kaupa léttan há-
degisverð í safnaðarheimili.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sunnu-
daginn 5. ágúst kl. 20:00 verður vitn-
isburðarsamkoma í umsjón Önnu og
Bjarna. Fjölbreytt lofgjörðartónlist
og fyrirbænaþjónusta. Allir hjartan-
lega velkomnir.
PÉTURSKIRKJA, Hrafnagilsstræti
2. Messa laugardag kl. 18 og sunnu-
dag kl. 11.
Kirkjustarf
AÐSÓKNARMET var sett í Sund-
laug Akureyrar í júlímánuði sl. en þá
komu um 32 þúsund gestir í laugina,
sem er 12% aukning frá sama mán-
uði í fyrra.
Fyrstu sjö mánuði ársins hafa 232
þúsund gestir sótt laugina, sem er
tæplega 14% aukning frá sama tíma-
bili í fyrra. Árið 1996 voru sundlaug-
argestir 148 þúsund fyrstu sjö mán-
uði ársins og hefur þeim því fjölgað
um 57%.
Frá þeim tíma hafa verið gerðar
miklar endurbætur á Sundlaug Ak-
ureyrar og sagði Gísli Kristinn Lór-
enzson forstöðumaður að þær fram-
kvæmdir skiluðu sér nú með aukinni
aðsókn.
Aðsóknarmet
í Sundlaug
Akureyrar
Í FYRRASUMAR gerðu bændur á
Grænavatni samning við Þjóðminja-
safn Íslands um varðveislu fram-
húss þess sem byggt var úr timbri
1913 við eldri torfbæ; í þessum hús-
um var búið fram undir 1970. Torf-
bærinn er nú allur fallinn fyrir all-
mörgum árum en tóttir hans
tengjast timburhúsinu bakatil.
Í framhaldi af fyrrnefndum
samningi var hafin viðgerð og end-
urnýjun á þaki hússins á síðastliðnu
hausti. Í sumar hefur áfram verið
unnið nokkuð að lagfæringum á
þakinu og nú þessa dagana er ein-
mitt verið að tyrfa það með nýristu
torfi. Þórhallur Hólmgeirsson ann-
ast þessar viðgerðir. Á næsta sumri
verða vonandi bæjarþilin hvítmáluð
og verður þá staðarlegt heim að líta
að þessum virðulega gamla bæ sem
á það skilið að honum sé sómi sýnd-
ur.
Fleiri byggingar í Mývatnssveit
eru það merkilegar að ástæða væri
til að halda þeim við. Má nefna
Kálfastrandarbæ og Syðri Neslönd
í því samhengi en á báðum þeim
jörðum eru að grotna niður ein-
stakar samstæður bæjarhúsa þar
sem saman fer torfbær frá 19. öld
og timburhús frá því um 1915. Bæði
mun þó skorta áhuga og fé til að
eitthvað verði gert þeim til bjargar.
Hlúð að Græna-
vatnsbænum
Mývatnssveit
UMHVERFISRÁÐ Akureyrar
frestaði því á fundi sínum nýlega að
taka afstöðu til staðsetningar nýs
leikskóla í bænum.
Áður hafi stjórn Fasteigna Akur-
eyrarbæjar tekið undir tillögu verk-
efnisliðs um staðsetningu nýs leik-
skóla og vísað henni til umfjöllunar í
umhverfisráði og skólanefnd. Tillaga
verkefnisliðsins er sú að næsti leik-
skóli verði byggður á horninu norðan
Hrafnagilsstrætis og vestan Þórunn-
arstrætis og hafði bókun meirahluta
stjórnarinnar verið samþykkt í bæj-
arráði.
Umhverfisráð frestaði því að taka
afstöðu til erindisins en fól umhverf-
isdeild að athuga möguleika til bygg-
ingar leikskóla í norðausturhorni
Hamarkotstúns eða á lóð FSA.
Staðsetning nýs leik-
skóla á Akureyri
Umhverfisráð
frestar
afgreiðslu
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦