Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 21
HUGSANLEGT er, að Rússar fái
aðgang að bandarískum varnar-
áætlunum og þeim verði leyft að
kaupa bandaríska eldflaugatækni.
Þá er ekki heldur útilokað, að
Rússum verði gefinn kostur á aðild
að Atlantshafsbandalaginu, NATO.
Mun þetta bera á góma í viðræðum
ríkjanna í Washington í næstu
viku.
Þetta kom fram í viðtali AP-
fréttastofunnar við Condoleezza
Rice, öryggisráðgjafa George W.
Bush Bandaríkjaforseta. Þar ræddi
hún hugmyndir stjórnarinnar um
að leysa af hólmi gamalgróna tor-
tryggni milli Rússa og Bandaríkja-
manna með samvinnu, sem byggð-
ist á vináttu.
„Ég vona, að nýir tímar séu
framundan í samskiptum okkar við
Rússa,“ sagði Rice, „enda er hér
um að ræða mikilvægari mál en
eldflaugavarnir og vopnabúnað.“
Rice sagði, að Rússar hefðu ekki
fallist á hugmyndir Bandaríkja-
manna enn sem komið væri og hún
lagði áherslu á, að þeir yrðu að
stöðva að mestu sölu á ýmissi
tækni til Írans og Norður-Kóreu
áður en þeir fengju að kaupa
bandarískan tæknibúnað.
„Erum ekki óvinir“
Viðræðurnar í Washington á
þriðjudag og miðvikudag og fram-
haldsviðræður í Moskvu og New
York eru árangur af fundi Bush
með Vladímír Pútín, forseta Rúss-
lands, í Genúa á Ítalíu í síðasta
mánuði. Þótt Pútín hafi ekkert gef-
ið eftir í andstöðu sinni við hug-
myndir Bandaríkjamanna um eld-
flaugavarnir, þá féllst hann á að
ræða þær ef einnig yrði rætt um
þá ósk Rússa, að kjarnorkuvopna-
eign ríkjanna yrði skorin verulega
niður.
Rice sagði, að ný samvinna
Rússa og Bandaríkjamanna gæti
falist í því að skiptast á upplýs-
ingum um varnarmál „svo að hvor-
ir viti hvað hinir eru að gera“. Þá
mætti einnig halda sameiginlegar
viðbúnaðaræfingar.
„Rússa og Bandaríkjamenn mun
áfram greina á um ýmislegt,“ sagði
Rice, „en við erum ekki óvinir.“
NATO-aðild
Rússa ekki
útilokuð
Washington. AP.
Bandaríkjastjórn vinnur að nýrri
stefnu í samskiptunum við Rússa