Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ALMENNAN mótbyr gegn virkjun-
aráformum við Villinganes í Skaga-
firði mátti greina á fundi sem hags-
munaaðilar í ferðaþjónustunni
boðuðu til sl. fimmtudag. Finnst
þeim almennt verið að fórna meiri
hagsmunum fyrir minni nái virkjun-
aráformin fram að ganga.
Forsvarsmenn Ævintýraferða
boðuðu til fundarins til að koma að
sjónarmiðum sínum um áhrif hugs-
anlegrar virkjunar á ferðaþjón-
ustuna og starfsemi fljótasiglinga í
Jökulsánum. Samkvæmt mats-
skýrslu framkvæmdaaðila er fyrir-
hugað að virkja rennsli Vestari- og
Austari-Jökulsár í Skagafirði
skammt neðan ármóta þeirra. Mark-
mið virkjunaraðila, Héraðsvatna
ehf., er að auka eigin raforkufram-
leiðslu og bæta við núverandi raf-
orkukerfi til þess að geta annað al-
mennum markaði og minni
iðjuverum með stuttum fyrirvara.
Einnig er stefnt að því að stuðla að
meiri dreifingu á orkuvinnslu á land-
inu auk þess sem virkjunin myndi
nýtast til að framleiða varaafl fyrir
svæðið ef bilanir verða í raforkukerf-
inu. Um er að ræða 33MW virkjun
og 132 kw háspennulínu frá virkjun-
inni fjögurra km leið að byggðalínu í
Norðurárdal.
Fyrir 8. ágúst eiga athugasemdir
við virkjunaráformin að hafa borist
Skipulagsstofnun, en að mati Magn-
úsar Sigmundssonar, forstjóra Æv-
intýraferða, mun virkjun við Vill-
inganes hafa ófyrirsjáanleg áhrif á
ferðaþjónustu í Skagafirði.
„Á síðustu árum hefur komið í ljós
að fljótasiglingar á Austari- og Vest-
ari-Jökulsá eru fyllilega samkeppn-
ishæfar við það sem boðið er upp á
annars staðar í heiminum. Jökuls-
árnar hafa skapað Skagfirðingum
dýrmæta náttúrufarslega sérstöðu í
ferðaþjónustu þar sem þessar ár
uppfylla öll grundvallarskilyrði til
fljótasiglinga, þægilegt aðgengi,
stöðugt vatnsmagn, hæfilega langar
ferðir og stórbrotna náttúrufegurð,“
segir Magnús og bætir við að fljóta-
siglingar komi til með að leggjast af í
Vestari-Jökulsá komi til virkjunar
og aðeins verði hægt að stunda þær í
hluta af Austari-Jökulsánni. „Það
vantar stefnumörkun í ferðaþjónust-
unni. Við upplifum það svo oft að það
er eyðilagt sem búið er að byggja
upp.“
Annar kosturinn útilokar hinn
Í erindi sem Þorleifur Þór Jóns-
son, hagfræðingur Samtaka ferða-
þjónustunnar, flutti á fundinum og
fjallaði um efnahagsleg áhrif fljóta-
siglinga kom fram að engum dylst að
hér er verið að takast á um mismun-
andi nýtingu á sömu auðlindinni og í
reynd útilokar annar kosturinn hinn.
Ferðaþjónustu eru gerð fremur lítil
skil í skýrslu um mat á umhverfis-
áhrifum og þörf er á að gera betur
grein fyrir stöðunni með sérstöku til-
liti til fljótasiglinga.
„Fljótasiglingar hafa notið vax-
andi vinsælda og það er mjög al-
mennur vöxtur í þeirri tegund ferða-
mennsku sem byggist á virkri
þátttöku ferðamanna,“ segir Þorleif-
ur Þór og bendir á að farþegum í
fljótasiglingum hafi fjölgað úr 200
árið 1994 í 4.500 árið 2000. Hann seg-
ir enn fremur að gera megi ráð fyrir
5.500 farþegum í ár. Aðeins í einni
annarri grein ferðaþjónustunnar
hafi orðið vart svipaðrar aukningar
frá ári til árs og það sé í hvalaskoðun.
Í máli Þorleifs kom fram að meg-
instarfstími fljótasiglinga væri frá
maí til spetember og á þeim tíma
störfuðu um 25 manns hjá fyrirtækj-
unum tveimur sem byðu slíka vöru.
Það samsvaraði um 0,48% af vinnu-
afli á Norðurlandi vestra eða 430
störfum á höfuðborgarsvæðinu. Bein
velta við fljótasiglingar hefði sl. sum-
ar numið um 25 milljónum og ætti þá
eftir að taka tillit til margfeldisá-
hrifa, sem ekki mætti vanmeta.
„Falli siglingarnar út má búast við
a.m.k. 50 milljón króna samdrætti af
250 milljóna króna árlegri veltu. Ég
leyfi mér að velta því upp að ef sigl-
ingarnar fá að þróast áfram sé hægt
að gera ráð fyrir að vöxtur verði
álíka og hann hefur verið undanfarin
ár eða um 8%. Falli siglingarnar út
sé líklegt að almennur vöxtur í ferða-
þjónustu á svæðinu verði ekki nema
6%. Miðað við 8% árlegan vöxt á 250
milljóna veltu yrði umfang ferða-
þjónustu í Skagafirði rúmlega 1,7
milljarðar árið 2025. Verði vöxturinn
aftur á móti ekki nema 6% og fljóta-
siglingar falli niður árið 2004 yrði
umfangið einungis 974 milljónir. Þar
munar rúmlega 738 milljónum árið
2025 eða 6,3 milljörðum samanlagt,“
segir Þorleifur Þór.
Skólabókardæmi um nýsköpun
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,
deildarstjóri ferðamálabrautar við
Hólaskóla, sagði að án afþreyingar
hefði ferðaþjónusta ekki möguleika á
því að styrkja byggð að neinu marki.
„Hérna í Skagafirði höfum við skóla-
bókardæmi um þetta þar sem ný-
sköpun á tveimur ólíkum sviðum af-
þreyingar hefur orðið til þess að
draga þúsundir ferðamanna á staði
sem fáir komu á áður. Hér á ég ann-
ars vegar við Vesturfarasetrið á
Hofsósi og hins vegar fljótasiglingar
á jökulsánum. Þróunin hefur verið
bæði mikil og hröð hvað varðar af-
þreyingu fyrir ferðamenn en hana
ber alla að sama brunni. Gerðar eru
meiri og ákveðnari kröfur til ferða-
þjónustuaðila og það þarf sífellt að
krydda þá rétti sem fyrir eru.“
Með aukinni tækni og framförum í
búnaði er nú hægt að bjóða almenn-
ingi ferðir, sem áður voru aðeins á
sviði einstakra ævintýramanna og
flestum þeim, sem fylgjast með
straumum og stefnum í ferða-
mennsku, ber saman um að dreifbýl-
ið sé í tísku meðal efnaðs fólks, sem
er kröfuharður neytendahópur, að
sögn Guðrúnar Þóru.
„Vatn hefur gríðarlegt aðdrátt-
arafl í ferðaþjónustu sem m.a. hefur
kristallast í ævintýralegum vexti
ferðamanna í fljótasiglingum á jökul-
ánum tveimur á síðustu árum. Mis-
munandi erfiðleikastig ánna hefur
mikið að segja í þessu sambandi en
sérstaðan er þó einkum fólgin í
gljúfrunum sjálfum. Hrikalegar
náttúrumyndanir þeirra gefa upplif-
uninni í fljótasiglingunum ómetan-
legt gildi,“ segir Guðrún Þóra og
bætir við að það sé nokkuð ljóst að
komi til virkjunarframkvæmda við
Villinganes séu forsendur fljótasigl-
inganna brostnar.
„Þrátt fyrir að stórfelldar breyt-
ingar hafi orðið til hins betra á stór-
umhverfi ferðaþjónustunnar síðustu
fimm árin er enn ríkjandi ákveðin
ringulreið. Það er eins og við hikum
við að gera það upp við okkur hvert
skuli stefna. Við reynum dálítið mik-
ið að halda öllum möguleikum opn-
um, en ef ferðaþjónustan á að vera
tæki til að snúa byggðaröskun við, þá
verða stjórnvöld að gera upp við sig
hvaða stefnu beri að taka og vinna
samkvæmt því. Það er ekki hægt að
ætlast til þess að ferðaþjónustuað-
ilar leggi fjármagn og orku í þróun
og uppbyggingu nýrra tækifæra ef
forsendu þeirrar vinnu er síðan
kippt í burtu í einu vetfangi.“
Í stefnumörkun samgönguráðu-
neytisins í ferðamálum segir:
„Tryggt verði að skipulag í byggð og
á óbyggðum svæðum taki mið af
þörfum ferðaþjónustunnar og að við
skipulagningu sé tekið mið af hags-
munum ólíkra tegunda afþreyingar.“
Guðrún Þóra segist ekki geta séð að
þessi markmið hafi verið ofarlega á
blaði í skýrslu um mat á umhverfis-
áhrifum Villinganesvirkjunar.
Ásta Þorsteinsdóttir jarðfræðing-
ur flutti hugvekju um samspil nátt-
úru og ferðaþjónustu og sagði að jök-
ulárnar hefðu sérstöðu sem ekki
mætti hrófla við. Virkjunarfram-
kvæmdir við Villinganes væru óaft-
urkræfar. „Við þurfum að hugsa um
framtíð barnanna okkar og upp á síð-
kastið hefur töluvert verið uppi á
teningnum að nota fortíðarhyggju,
sem í mínum huga eru stóriðju-
draumar einstaklinga í valdastöðum
en fortíðarhyggjan skapar framtíð-
arvanda. Að sjálfsögðu þarf að virkja
og byggja upp iðnað en það þarf að
vega og meta hagsmunina á hverjum
tíma og velta upp nýjum möguleik-
um.“
Óbreytt afstaða uppi
„Það verður ekki bæði sleppt og
haldið,“ sagði Páll Pétursson félags-
málaráðherra í samtali við Morgun-
blaðið að afloknum fundi. „Ég er að
hlusta á málflutning þeirra sem
standa að fljótasiglingunum, sem
segja má að sé ný atvinnugrein. Í
henni virðist vera verulegur vaxtar-
broddur og þeir, sem hafa verið
brautryðjendur á því sviði, eiga allt
gott skilið. Varðandi hitt, þá held ég
að það sé of djúpt í árinni tekið að
fljótasiglingar leggist af við hugsan-
lega virkjun þótt vafalaust bíði þessi
nýja atvinnugrein hnekki. Eins ligg-
ur fyrir að um veiði á sjógengnum
fiski verður ekki að ræða ofan virkj-
unar en gera má ráð fyrir að Hofsá
eyðileggist við þessi áform. Ég flutti
sjálfur tillögu fyrir rúmum 20 árum
um það að virkja við Villinganes og
sú afstaða mín hefur ekkert breyst.
Ég tel að það væri mjög mikilvægt
fyrir Skagafjörð að þar risi virkjun.
Ég viðurkenni að það eru nokkrir
annmarkar á því en ég tel að það
hefði átt að fara í Villinganesvirkjun
á undan Blönduvirkjun enda yrðu
umhverfisáhrif hennar sáralítil mið-
að við aðra staði þar sem við höfum
verið að virkja,“ segir Páll.
Sérstaðan kortlögð
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra sagði að mörg sjónarmið væru
uppi þegar lögð væru á ráðin um að
nýta vatnsaflið annars vegar og
styrkja ferðaþjónustuna hins vegar.
„Ég held að það fari ekkert á milli
mála að við þurfum að stíga afskap-
lega varlega til jarðar þegar við velj-
um virkjun vatnsfallanna en sem
betur fer eigum við orðið mikið af
góðum sérfræðingum til að fara ofan
í saumana á þessu fyrir okkur án
þess að láta tilfinningarnar flækjast
of mikið fyrir,“ sagði samgönguráð-
herra.
Forsendur fljótasiglinga brostnar verði virkjað við Villinganes, að mati ferðaþjónustuaðila
„Meiri hags-
munum fórnað
fyrir minni“
Fljótasiglingar á jökulánum í Skagafirði verða
svipur hjá sjón komi virkjunaráform við Vill-
inganes til framkvæmda, að mati hagsmunaaðila í
ferðaþjónustu. Jóhanna Ingvarsdóttir kynnti sér
málið og fór í fljótasiglingu á Austari-Jökulsá.
Morgunblaðið/Jóhanna
Mikill og ör vöxtur hefur verið í fljótasiglingum á undanförnum árum.
join@mbl.is
RÚNASTEINN sem stendur yfir
leiði Sigurðar Vigfússonar forn-
fræðings í gamla kirkjugarðinum
við Suðurgötu hefur nú verið
hreinsaður upp og málaður en það
eru rúnafræðingurinn Þórgunnur
Snædal og sagnfræðingurinn Gunn-
ar Bollason sem eiga veg og vanda
af verkinu.
Sigurður Vigfússon var for-
stöðumaður Forngripasafnsins en
hann lést árið 1892 og er grafinn í
kirkjugarðinum við Suðurgötu
ásamt konu sinni. Gunnar segir að
Matthías Þórðarson þjóðminjavörð-
ur hafi ákveðið að láta reisa Sigurði
varanlegt minnismerki en 1917 var
safnað fé til þessa. Voldugur bauta-
steinn var svo fluttur úr Öskjuhlíð í
kirkjugarðinn og Matthías Geir
Guðnason steinsmiður meitlaði rún-
ir í steininn. „Handverkið er allt
mjög haganlega unnið og fínt,“ seg-
ir Gunnar. Á steininum stendur á
rúnaletri: „Reykvíkingar reistu
stein þennan yfir Sigurð son Vig-
fúsar, forstöðumann Forn-
gripasafnsins, og Ólínu eiginkonu
konu hans.“
Kirkjugarðurinn við Suðurgötu
Gamall
rúnasteinn
hreinsaður
Morgunblaðið/Þorkell
Þórgunnur Snædal rúnafræð-
ingur vinnur að því að hreinsa
upp rúnasteininn yfir leiði Sig-
urðar Vigfússonar í gamla
kirkjugarðinum við Suðurgötu.
PÉTUR Rafnsson, formaður Ferða-
málasamtaka Íslands og nefndar um
reglur vegna rekstrarleyfa og ör-
yggis fyrirtækja í afþreyingarþjón-
ustu, segir að ekki sé rétt að engar
sérstakar reglur séu til um afþrey-
ingarferðir eins og Erna Hauksdótt-
ir, framkvæmdastjóri Samtaka
ferðaþjónustunnar, sagði í Morgun-
blaðinu í gær.
Sagði Erna að engar sérstakar
reglur væru til um fyrirtæki sem
selja afþreyingarferðir, sbr. flúða-
siglingar, hestaferðir, jöklaferðir
o.fl, og reglubundið eftirlit með þeim
væri ekki fyrir hendi.
„Þetta er alls ekki rétt þar sem
það eru til alls konar reglur um af-
þreyingarferðir og þá er eftirlit með
þeim.“ Í blaðinu í gær kom auk þess
fram að flúðasiglingar eru háðar
leyfum Siglingamálastofnunar. Gilda
þar reglur um báta sem eru styttri
en sex metrar að lengd þegar þeir
eru notaðir í atvinnuskyni. Þá veitir
Siglingamálastofnun siglingaklúbb-
um og bátaleigum sem stunda far-
þegaflutninga starfsleyfi.
„Menn hafa verið mjög óánægðir
með þessa yfirlýsingu um að engar
reglur séu til um afþreyingarferðir
þar sem þeir líta svo á að þetta hræði
fólk frá að eiga viðskipti við þessi
fyrirtæki. Ég hef líka á tilfinning-
unni að það hafi verið fljótfærni eða
ókunnugleiki hjá Ernu sem veldur
þessu.“
Pétur segir að nefndin sem Erna
minnist einnig á og hann er formað-
ur í hafi verið skipuð af samgöngu-
ráðherra í fyrrahaust og heyri ein-
göngu undir ráðuneytið en ekki
undir Samtök ferðaþjónustunnar.
„Nefndin var skipuð til þess að
koma með drög að reglugerð um
rekstrarleyfi og öryggisreglur til
handa fyrirtækjum í afþreyingar-
þjónustu. Nefndin hefur starfað í
vetur og hefur ekki enn lokið störf-
um þar sem vinnan var flóknari en
menn gerðu sér grein fyrir.“
Eru þá til sérstakar reglur um fyr-
irtæki í afþreyingarþjónustu?
„Við erum að gera reglurnar full-
komnari. Í lögum um skipulag ferða-
mála frá 1994 segir m.a. í 10. grein að
ferðaskipuleggjandi þurfi að hafa
rekstrarleyfi en það vantar mikið
upp á að allir séu komnir með þessi
leyfi. Meðal annars þess vegna og ör-
yggisins var þessi nefnd skipuð.“
Pétur segir að reglunum muni
fjölga, þær munu verða strangari og
að reiknað sé með að skila endanleg-
um niðurstöðum til ráðherra í októ-
ber nk.
Formaður Ferðamálasamtaka Íslands
Reglur um afþreying-
ariðnaðinn eru til