Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 16
SUÐURNES
16 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MINJASAFN Slysavarnafélagsins
Landsbjargar er í Þorsteinsbúð í
Garði. Safnið er það eina sinnar
tegundar á landinu en ekki koma
margir gestir þangað, að sögn
umsjónarmanns þess, enda er það
ekki mikið kynnt.
Minjasafn Slysavarnafélags Ís-
lands var opnað á ársþingi
félagsins 29. maí 1998, en það var
haldið í Sandgerði í tilefni af 70
ára afmæli þess. Unnar Guð-
mundsson, umsjónarmaður safns-
ins, segir að það hafi verið
draumur forráðamanna Slysa-
varnafélagsins að koma upp safni
til að varðveita og sýna muni úr
eigu þess.
Björgunarsveitin Ægir í Garði
hafði þá eignast mikil mannvirki,
Þorsteinsbúð, sem sveitin hafði
ekki þörf fyrir til eigin starfsemi
og ákvað stjórn Slysavarnafélags-
ins að leigja hluta þess fyrir safn
og geymslur.
Ýmsir merkir munir
Sett var upp fjölbreytt sýning
þar sem saga og starfsemi Slysa-
varnafélags Íslands er rakin með
munum, myndum og sviðsetn-
ingum og ýmsir merkir gripir
hafðir til skoðunar.
Utan við safnhúsið er björg-
unarbáturinn Gísli J. Johnsen
sem þjónaði félaginu frá árinu
1956, lengst af í Reykjavík, en
síðar einnig um tíma í Hafn-
arfirði og á Rifi, þangað til hann
hafði lokið hlutverki sínu og var
komið fyrir við safnið haustið
1999. Meðal annarra muna í safn-
inu má nefna nokkrar gerðir af
gömlum og nýjum fluglínutækj-
um, stækkaða mynd úr kvikmynd
Óskars Gíslasonar af björguninni
við Látrabjarg, ýmis björg-
unartæki, björgunarbáta og loft-
skeytaklefa af togaranum Geir.
Dregur úr aðsókn
Safnið er opið alla daga vik-
unnar á sumrin, frá klukkan 13
til 17, og yfir vetrarmánuðina er
það aðeins opið um helgar. Að
sögn Unnars er safnið allt of lítið
sótt. Hann segir að það hafi ekki
komist inn í áætlanir ferðaskrif-
stofanna.
Aðsókn var nokkur fyrst eftir
að safnið var opnað. Fyrsta árið
komu um eitt þúsund gestir en
síðan hefur smám saman dregið
úr aðsókninni. Á síðasta ári komu
aðeins um 500 gestir í safnið.
Unnar segir að mest sé um að
slysavarnafólk komi þar við, ekki
síst eldra fólk. Þá hafi stundum
komið starfsmannahópar og
skólabörn fyrstu árin. Almennir
ferðamenn komi lítið og fáir út-
lendingar. „Við erum ekki nógu
duglegir að kynna safnið. Það
virðist vera að þjóðfélagið bygg-
ist á því,“ segir umsjónarmað-
urinn.
Vantar að gera
Landsbjörgu skil
Sýningin hefur að mestu verið
óbreytt frá opnun safnsins. Unnar
segir að farið sé að huga að
breytingum. Nefnir hann sem
dæmi að miklar breytingar hafi
orðið með sameiningu björg-
unarsamtakanna í Slysavarna-
félagið Landsbjörgu en engir
munir séu frá Landsbjörgu á sýn-
ingunni. Brýnt sé að gera þeirri
sögu betri skil.
Safn um sögu Slysavarnafélags Íslands – eina sinnar tegundar á landinu
Þurfum að kynna safnið betur
Morgunblaðið/Helgi BjarnasonUnnar Guðmundsson, umsjónarmaður Slysavarnafélagssafnsins, við
bás sem komið hefur verið fyrir um björgunina við Látrabjarg. Gamli björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen er til sýnis fyrir utan safnið.
Garður
ÍBÚAR við Suðurgarð hafa óskað
eftir heimild bæjaryfirvalda til að
setja upp hraðahindrun í götunni.
Kostnaður við framkvæmd verksins
yrði greiddur af íbúum götunnar úr
svokölluðum götusjóði sem íbúarnir
greiða árlega í.
Málið var tekið fyrir á fundi bæj-
arráðs sl. fimmtudag og óskaði ráðið
eftir umsögn skipulags- og bygging-
arnefndar bæjarins.
Gatan er vistgata og var á sínum
tíma kostuð af íbúunum sjálfum en
hámarkshraði þar er 15 kílómetrar á
klukkustund.
Hugmynd íbúanna er að setja upp
hraðahindrun í miðja götuna þar
sem mikið er um ung börn við leik í
götunni.
Að sögn eins íbúa við Suðurgarð
hafa íbúarnir orðið varir við að ungir
ökumenn komi inn götuna á miklum
hraða og af því stafi oft á tíðum
hætta.
Óskað eftir
hraðahindrun
Reykjanesbær
HUGSANLEGT er að í heildina
verði 15–20 starfsmönnum sagt upp
störfum í Myllubakkaskóla og
Njarðvíkurskóla. Um er að ræða
starfsfólk, fyrst og fremst konur í
50–80% vinnu, sem sinnir ræstingum
og gangavörslu í skólunum tveimur.
Reykjanesbær bauð út ræstingu í
skólunum tveimur fyrir um hálfum
mánuði og bárust þrjú tilboð. Hins
vegar var ákveðið að fresta málinu á
fundi bæjarráðs á fimmtudag um
viku þar sem óskað var eftir því að
fjármálastjóri bæjarins aflaði nánari
upplýsinga.
Hjörtur Zakaríasson, bæjarritari
og staðgengill bæjarstjóra, segir að
ekki sé búið að tilkynna neinar upp-
sagnir og ekki sé víst að til þess
komi.
„Menn voru aðeins of fljótir á sér
og fóru í útboð en það er almenn
kurteisi að vera ekki að gera þessa
hluti nema búið sé að ræða við
starfsfólkið áður.“
Segir hann enn fremur að það eigi
eftir að bera saman tilboðin þrjú við
þann kostnað sem farið hefur í ræst-
ingar í skólunum. Því sé alls ekki bú-
ið að afgreiða málið og ekki sé víst að
lægsta tilboðið verði tekið.
„Við vorum á sínum tíma með út-
boð vegna ræstinga í Heiðaskóla og
Holtaskóla og það verður óbreytt að
því frátöldu að um nýtt útboð verður
að ræða.“
Hugsanleg-
ar uppsagnir
Reykjanesbær
Myllubakkaskóli og
Njarðvíkurskóli
♦ ♦ ♦
Mörkinni 3, sími 588 0640
G
læ
si
le
g
hú
sg
ög
n
Sérpantanir
Opið virka daga
frá kl. 12-18.
mbl.is
VIÐSKIPTI