Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                             BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÁRNI Johnsen teygar beiskan bik- ar þessa dagana og fær að kenna harkalega á eigin gjörðum. Hann er ekki lengur þingmaður og mál hans til skoðunar hjá þar til bær- um yfirvöldum. Margir eru til að draga fram ávirðingar Árna og vissulega virðist sem hann hafi lagt þeim ýmislegt til. Hann er þó fjarri því að vera alvondur, líkt og sumir vilja meina. Ég vil minna á að sem þingmað- ur lagði Árni mörgum góðum mál- um lið og náði árangri þar sem aðrir gáfust upp. Hann var stund- um kallaður fyrirgreiðslupólitíkus, því Árni vék sér ekki undan að ganga í verk fyrir umbjóðendur sína og skjólstæðinga. Setti hrygg í málin og spúlaði dekkið, svo not- aðar séu þekktar líkingar úr hans eigin penna. Fyrirgreiðsla Árna sneri ekki einvörðungu að meiri- máttar. Hann var ólatur við að leggja lið minnimáttar og smæl- ingjum, sem stóðu höllum fæti gagnvart miskunnarleysi og kald- lyndi kerfisins. Hafi hann þökk fyrir. Árni var góður vinur föður míns heitins, Einars J. Gíslasonar. Pabbi þekkti Árna frá barnæsku og vissi að í brjósti hans slær við- kvæmt hjarta, þótt stundum blási á Stórhöfða. Í minningargrein um pabba rifjaði Árni það upp hvernig hann eignaðist rattið (stýrið) úr Gæfu VE 9, báti þeirra bræðra, Óskars og Einars í Betel. Pabbi sá stýrið hjá Árna og var hrifinn af að rattinu hefði verið bjargað áður en Gæfan fór á áramótabrennu suður með sjó. Spurði Árna hvort honum væri rattið fast í hendi. Árni svar- aði því til að það væri gott fyrir brokkgengan mann eins og sig að hafa hjá sér ratt sem þeir Einar í Betel og Drottinn hefðu stýrt með saman. „Addi,“ sagði pabbi og hugsaði sig um stundarkorn, „hafðu það.“ Bænir margra umvefja Árna og fjölskyldu hans á erfiðum dögum – að hann nái landi úr þessari brælu og kikni ekki undan álaginu. Árni hefur áður séð stórsjó og komist í hann krappan, en alltaf komist í Friðarhöfn. Mig langaði að minna strákinn á að rattið er á sínum stað og Drottinn til í að stýra. Hann þekkir rétta kúrsinn þegar gefur á bátinn. Með kveðju af Kjalarnesi, GUÐNI EINARSSON, blaðamaður. Rattið er á sínum stað Frá Guðna Einarssyni: HLYNUR S. Pálsson, björgunar- sveitarmaður og skálavörður í Álftavatni, ritaði bréf til Morgun- blaðsins sl. sunnudag þar sem hann spurðist fyrir um símasam- band á syðra Fjallabaki og Torfa- jökulssvæðinu. Það er rétt að á hálendinu nær kerfið yfir flesta fjallvegi landsins og unnið er að enn frekari út- breiðslu NMT-kerfisins. Það eru einungis liðin 15 ár frá því NMT- kerfi Símans var tekið í notkun en það var árið 1986. Á þeim 15 árum sem liðin eru hefur átt sér stað mikil uppbygging á NMT-kerfinu. Í upphafi uppbyggingar kerfisins var þetta svæði sem Hlynur nefnir ekki í forgangi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Nú er það hins vegar í skoðun og var farið í fyrra sumar að leita að ákjósan- legum stað fyrir NMT-stöð. Eng- inn einn staður nær að dekka allt þetta svæði þannig að samband verði alls staðar öruggt. Verið er að leita að stað sem tekur sem mest af því svæði sem er sam- bandslaust í dag. Fyrirsjáanlegt er þó að ekki næst að dekka allt þetta svæði. Við staðsetningu NMT-stöðva á hálendinu þarf að taka tillit til margs. Meðal þess sem taka þarf tillit til er aðgengi að stöðinni sé gott þannig að hægt sé að koma þangað eldsneyti og mögulegt sé að þjónusta hana á hvaða árstíma sem er. Einnig þarf að vera hægt að koma henni í samband við sím- stöðina í Reykjavík. Til þess þarf að vera hægt að komast inn á línu- kerfi Símans eða annarra aðila sem sem tengjast línukerfi Sím- ans. En þess má geta að víða á þessu svæði er hægt að komast í NMT- samband ef maður hækkar sig í landslaginu. Verulegu máli skiptir hvers konar sími og loftnet eru notuð. Bestan árangur gefur bíla- sími sem er 15 W og með góðu loftneti á toppi bílsins. Ef hand- sími er notaður í bíl gildir einnig að gott loftnet bætir verulega sambandið. Ein leið til þess að vera í öruggu sambandi á hálendi Íslands er að kaupa sér eða leigja gervihnatta- síma. Um er að ræða kost sem er eitthvað dýrari heldur en NMT en sé gervihnattasími eingöngu not- aður sem öryggistæki ætti þetta að vera viðráðanlegur kostur. Með kveðju, EVA MAGNÚSDÓTTIR, kynningarfulltrúi Símans. Svar við fyrirspurn um símasamband á syðra Fjallabaki Frá Evu Magnúsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.