Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Við styrkjum spennandi
menningarviðburði
á Norðurlöndum
Nú er kominn tími til að sækja um styrki til norrænna menn-
ingarverkefna sem ná til minnst 3 Norðurlanda/
sjálfstjórnarsvæða.
Hafið samband við skrifstofu Norræna menningarsjóðsins
í Kaupmannahöfn til að fá upplýsingar, umsóknareyðublöð
eða leiðbeiningar.
Á vefsíðu sjóðsins má lesa um starf hans og eins hvaða
verkefni hafa hlotið styrk.
Pantið umsóknareyðublöð skriflega eða símleiðis, einnig
er hægt að sækja þau á vefsíðu sjóðsins. Umsóknir þurfa að
vera póststimplaðar í síðasta lagi 15. september 2001 til að
koma til greina við endanlega afgreiðslu þeirra í desember.
NORRÆNI
MENNINGARSJÓÐURINN
Store Strandstræde 18, DK-1255 København K, Danmark.
Sími: +45 33 96 02 00. Netfang: kulturfonden@nmr.dk
Veffang: www.nordiskkulturfond.dk
Félagsráðgjöf og æfingakennslu í Dan-
mörku og Afríku, námsferð til Indlands
(með rútu), 4 ár af námi og prófum, vin-
áttu og stórkostlegri lífsreynslu.
FORELDRAR, sem einhvern
tímann hafa notað marijúana,
eru þrefalt líklegri en aðrir
foreldrar til að eignast börn,
sem einnig nota fíkniefnið.
Þetta kemur fram í niðurstöð-
um rannsóknar sem heilbrigð-
isráðuneytið í Bandaríkjunum
lét gera. Unnið var upp úr
9.463 könnunum sem alríkis-
stjórn Bandaríkjanna lét gera
á foreldrum og börnum á ár-
unum 1979-96. Niðurstöður
rannsóknarinnar benda til
þess að máltækið „sjaldan fell-
ur eplið langt frá eikinni“, eigi
við nokkur rök að styðjast í
þessum efnum og að viðhorf
foreldra til fíkniefna endur-
speglist í viðhorfum barnanna.
Foreldrar, sem telja að ekki
sé mikil hætta fólgin í því að
nota marijúana, eru t.d. lík-
legri til að eiga börn með
sama viðhorf.
Hlutfall þeirra foreldra í
Bandaríkjunum, sem hafa not-
að fíkniefni í einhverjum mæli,
tvöfaldaðist á árunum 1979 til
1994. Mest varð aukningin á
sjöunda áratug nýliðinnar ald-
ar, að því er fram kemur í nið-
urstöðum rannsóknarinnar.
Rannsakendur gátu ekki út-
skýrt aukninguna. Þeir fundu
aftur á móti að sterkt sam-
band er á milli marijúana-
neyslu ungmenna annars veg-
ar og áfengisdrykkju og brott-
falls úr skóla hins vegar.
Endur-
speglast
í næstu
kynslóð
AP.
Foreldrar móta viðhorf
barnanna til fíkniefna.
Reuters
SEINT tæmist umræðan um það
hverjar líkurnar eru á því að blóð-
tappi myndist vegna inntöku á getn-
aðarvarnartöflum af svokallaðri
þriðju kynslóð í samanburði við eldri
gerðir af pillunni. Fyrir skömmu var
fjallað um málefnið á vefútgáfu tíma-
ritsins British Medical Journal í til-
efni þess að hollenskir vísindamenn
fóru ofan í saumana á 13 af þeim 16
rannsóknum, sem hafa verið fram-
kvæmdar á síðustu 5 árum með það
að markmiði að varpa ljósi á tíðni
þessarar aukaverkunar. Samkvæmt
þremur af rannsóknunum er enginn
munur á 2. og 3. kynslóð taflnanna
en hinar 13 benda til þess að 1,4 til 4-
falt meiri líkur séu á myndun blóð-
tappa af getnaðarvarnartöflum af 3.
kynslóð en af 2. kynslóð. Niðurstaða
Hollendinganna er sú að líkur á blóð-
tappamyndum vegna getnaðarvarn-
artaflna af 3. kynslóð séu 1,7-faldar
líkurnar af töflum af 2. kynslóð. Vís-
indamennirnir komust enn fremur
að þeirri niðurstöðu að þessi munur
væri ekki til kominn vegna rann-
sóknarskekkju eða hlutdrægni.
Hættan á myndun blóðtappa er að
sögn vísindamannanna mest þegar í
hlut eiga stúlkur sem eru að byrja að
nota pilluna í fyrsta skipti. Af þeim
sökum mæla þeir með því að stúlkur
byrji á því að nota eldri tegundir en
getnaðarvarnartöflur af 3. kynslóð.
Ástæða er til að vekja athygli á því
að hættan á þessari aukaverkun er
lítil borið saman við líkur á myndun
blóðtappa á meðgöngu. Í ritstjórn-
argrein vefútgáfu British Medical
Journal segir t.d. að líkurnar á því að
kona, hvar sem er í heimi hér, deyi
vegna barnsburðar sé að minnsta
kosti 100-föld áhættan af því að nota
getnaðarvarnartöflur.
Áhættan meiri
á meðgöngu
TENGLAR
.....................................................
British Medical Journal: bmj.com
ÁÐUR fyrr voru fremur fá störf þess eðlis að
þeim þyrfti að sinna allan sólarhringinn. Á síð-
ari árum eru æ fleiri störf sem krefjast þess að
unnið sé á vöktum eða utan hefðbundins vinnu-
tíma – má þar nefna störf í verslun og iðnaði.
Þróunar í þessa átt hefur gætt í Evrópu og
Bandaríkjunum undanfarin ár og áætlað er að
nú stundi milli 20 og 25% vinnufærra manna og
kvenna starf utan hefðbundins vinnutíma.
Áhrif óreglulegs vinnutíma á heilsu fólks eru
margvísleg eins og rannsóknir hafa leitt í ljós.
Í þeim efnum er að mörgu að hyggja, svo sem
svefni (og svefnleysi), mataræði, samskiptum
við fjölskyldu og vini svo fátt eitt sé nefnt. Um
tveggja áratuga skeið hefur hópur fræðimanna
um allan heim unnið að rannsóknum þessu
tengdum. Meðal annarra hefur sænsk rann-
sókn á hópi manna sem vann í Stokkhólmi og
nágrenni vakið athygli. Hópurinn vann á þrí-
skiptum vöktum um margra ára skeið og í ljós
kom að þessu fólki var hættara við að fá hjarta-
sjúkdóma en því sem vann á hefðbundnum
vinnutímum. Fleiri rannsóknir hafa sýnt fram
á sams konar eða svipaðar niðurstöður.
Svefntruflanir eru einnig algengari meðal
fólks sem vinnur utan hefðbundins vinnutíma.
Skýringa á þessu er ekki langt að leita. Þegar
fólk reynir að sofa að degi til eru mun meiri lík-
ur á truflun en að næturlagi – samfélagið vakn-
ar á morgnana með hávaða og gný, áreitið tek-
ur ekki enda fyrr en kvöldar á ný. Komið hefur
í ljós að þar af leiðandi er dagsvefn að jafnaði
styttri en nætursvefn. Sá sem vinnur margar
næturvaktir í röð missir sífellt meiri svefn og
nær því ekki sömu hvíld og sá sem vinnur ein-
göngu dagvaktir. Afleiðingar þess að missa
svefn með þessum hætti eru ekki alveg ljósar –
en svo virðist sem þær komi fram á löngum
tíma. Óhætt er þó að segja að skortur á svefni
flokkist undir álag sem hefur áhrif á viðkom-
andi einstakling þegar til lengdar lætur.
Rannsóknir á vinnuslysum benda til þess að
áhættusamara sé að vinna að næturlagi en að
degi til. Sérstaklega virðist vera viðsjárvert að
sinna mjög krefjandi störfum milli klukkan
þrjú og sex að nóttu. Á þeim tíma er ein-
staklingurinn síður undir það búinn að bregð-
ast við óvæntum atburðum en að degi til – ár-
vekni er minni og þreytan farin að segja til sín.
Hugsanlegra skýringa á ofangreindu er m.a.
að leita í því hvernig við erum gerð frá náttúr-
unnar hendi. Líkamshiti fólks hækkar frá
morgni til kvölds en lækkar þá aftur – þetta
fall líkamshita er meðal annars orsök þess að
við finnum til þreytu þegar kvölda tekur.
Dagsbirtan virðist stýra ýmsum ferlum í lík-
ama okkar sem kemur auðvitað engum á óvart.
Í heila okkar er ljósnæmur kjarni sem nemur
breytingar á birtu og þannig eigum við t.d.
auðveldara með að sofna í myrkri en í björtu.
Okkur virðist því henta betur að vaka á daginn
og sofa um nætur heldur en að því sé öfugt far-
ið. Þegar unnið er utan hefðbundins vinnutíma
má því segja að við séum að færa vökumynstur
okkar til með handafli. Í stað þess að fylgja því
sem líkaminn segir okkur að gera, höldum við
okkar striki og vökum um nætur en sofum á
daginn. Nú væri freistandi að álykta að hver sá
sem er í næturvinnu nógu lengi muni einfald-
lega venjast því lífsmynstri. Svo er ekki. Jafn-
vel þótt unnið sé nótt eftir nótt nær líkaminn
ekki að breyta sínu mynstri svo neinu nemur.
Þeir einstaklingar sem vinna að næturlagi geta
þó vitnað um að síðasta næturvaktin fyrir
vaktafrí er töluvert léttbærari en sú fyrsta eft-
ir vaktafrí. Einhver aðlögun á sér stað en hún
er furðu lítil. Svo virðist sem líffræðin sé hér
viljanum yfirsterkari.
Er hættulegt að vinna um nætur?
Eftir Sturlu Jóhann Hreinsson
Svefntruflanir eru einnig
algengari meðal fólks sem
vinnur utan hefðbundins
vinnutíma. Skýringa á
þessu er ekki langt að leita.
...........................................................
www.persona@persona.is
Höfundur er starfsþróunarstjóri Símans.
Lesendur Morg-
unblaðsins geta
komið spurn-
ingum varðandi
sálfræði-, félags-
leg og vinnutengd
málefni til sérfræðinga á veg-
um persona.is. Senda skal
tölvupóst á persona@per-
sona.is og verður svarið jafn-
framt birt á persona.is.
EIN af hverjum fimm bandarísk-
um unglingsstúlkum hefur orðið
fyrir líkamlegu eða kynferðislegu
ofbeldi af hálfu kærasta síns. Of-
beldið hefur sterk tengsl við fíkni-
efnanotkun, óábyrga kynhegðun,
ótímabæra þungun og tilraunir til
sjálfsvígs, að því er fram kemur í
niðurstöðum nýrrar rannsóknar
sem birt er í nýjasta hefti tíma-
ritsins JAMA eða Journal of the
American Medical Association.
Ofbeldið virðist vera ástæðan fyr-
ir áðurnefndum vandamálum
fremur en að vera afleiðing
þeirra, er haft eftir Jay G. Sil-
verman, aðstoðarprófessor við
Harvard-læknaháskólann í
Bandaríkjunum, en hann stjórn-
aði rannsókninni.
Skýrust eru tengslin milli of-
beldisins og ótímabærrar þung-
unar hjá unglingsstúlkunum, seg-
ir Silverman. Stúlkur sem verða
fyrir ofbeldi af hálfu kærastans
síns eru í fjór- til sexfaldri hættu á
að verða barnshafandi. Hann seg-
ir að í ofbeldisfullu sambandi
verði sá aðili sem er beittur of-
beldinu á valdi innri ótta sem sá
ofbeldisfulli kyndir undir með
ógnvekjandi framkomu sinni.
Máli sínu til stuðnings nefnir hann
að stúlkurnar þori ekki að færa
getnaðarvarnir, svo sem smokka,
í tal við kærastann og það auki
náttúrlega líkur á þungun.
Tengsl orsakar og afleiðingar
eru ekki jafn ljós í sambandi við
fíkniefnanotkun, sjálfsvígs-
tilraunir eða önnur vandamál sem
voru skoðuð í rannsókninni. Silv-
erman segir að konur, sem hafi
orðið fyrir ofbeldi, hirði síður en
aðrar kynsystur þeirra um heilsu
sína og séu líklegri til að hafa lítið
sjálfsálit. Hann segir einnig að
líta megi á niðurstöður rannsókn-
arinnar sem vísbendingu um
ákveðna tilhneigingu en að það
þurfi ýtarlegri rannsóknir til að
komast fyrir um orsakatengsl.
Ekkert benti til þess að meira
ofbeldi meðal unglinga ætti sér
stað í einum þjóðfélagshópi frem-
ur en öðrum.
Rannsókn Silvermans og starfs-
félaga fólst í því að fara ofan í
saumana á tveimur öðrum rann-
sóknum þar sem rúmlega 2.000
unglingsstúlkur voru spurðar
m.a. um líkamlegt og/eða kyn-
ferðislegt ofbeldi.
Ofbeldi er lærð hegðun
Silverman leggur áherslu á að
athyglinni verði beint að fram-
komu og hegðan ungra manna
ekki síður en á að stúlkunum ver-
ið komið til hjálpar. „Piltarnir
nota ofbeldið til að stjórna ungum
stúlkum. Ofbeldi er lærð hegðun.
Við verðum að beina athyglinni
að piltunum. Við þurfum að rann-
saka það hvernig ofbeldishegðun
þróast og öðlast þekkingu á því
hvernig best megi koma í veg fyr-
ir þróunina.“
Ofbeldi í unglingasamböndum
Athyglin beinist
að hegðun pilta
The New York Times Syndicate.
Reuters
Hér er allt í lukkunnar velstandi, eða hvað!