Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 21 HUGSANLEGT er, að Rússar fái aðgang að bandarískum varnar- áætlunum og þeim verði leyft að kaupa bandaríska eldflaugatækni. Þá er ekki heldur útilokað, að Rússum verði gefinn kostur á aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Mun þetta bera á góma í viðræðum ríkjanna í Washington í næstu viku. Þetta kom fram í viðtali AP- fréttastofunnar við Condoleezza Rice, öryggisráðgjafa George W. Bush Bandaríkjaforseta. Þar ræddi hún hugmyndir stjórnarinnar um að leysa af hólmi gamalgróna tor- tryggni milli Rússa og Bandaríkja- manna með samvinnu, sem byggð- ist á vináttu. „Ég vona, að nýir tímar séu framundan í samskiptum okkar við Rússa,“ sagði Rice, „enda er hér um að ræða mikilvægari mál en eldflaugavarnir og vopnabúnað.“ Rice sagði, að Rússar hefðu ekki fallist á hugmyndir Bandaríkja- manna enn sem komið væri og hún lagði áherslu á, að þeir yrðu að stöðva að mestu sölu á ýmissi tækni til Írans og Norður-Kóreu áður en þeir fengju að kaupa bandarískan tæknibúnað. „Erum ekki óvinir“ Viðræðurnar í Washington á þriðjudag og miðvikudag og fram- haldsviðræður í Moskvu og New York eru árangur af fundi Bush með Vladímír Pútín, forseta Rúss- lands, í Genúa á Ítalíu í síðasta mánuði. Þótt Pútín hafi ekkert gef- ið eftir í andstöðu sinni við hug- myndir Bandaríkjamanna um eld- flaugavarnir, þá féllst hann á að ræða þær ef einnig yrði rætt um þá ósk Rússa, að kjarnorkuvopna- eign ríkjanna yrði skorin verulega niður. Rice sagði, að ný samvinna Rússa og Bandaríkjamanna gæti falist í því að skiptast á upplýs- ingum um varnarmál „svo að hvor- ir viti hvað hinir eru að gera“. Þá mætti einnig halda sameiginlegar viðbúnaðaræfingar. „Rússa og Bandaríkjamenn mun áfram greina á um ýmislegt,“ sagði Rice, „en við erum ekki óvinir.“ NATO-aðild Rússa ekki útilokuð Washington. AP. Bandaríkjastjórn vinnur að nýrri stefnu í samskiptunum við Rússa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.