Morgunblaðið - 04.08.2001, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 37
AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R
Atvinnu- og
ferðamálafulltrúi
Hagfélagið ehf., sem er atvinnuþróunarfélag í
Húnaþingi vestra, auglýsir eftir atvinnu- og ferða-
málafulltrúa til starfa. Starfið felst m.a. í aðstoð
við atvinnurekendur, einstaklinga og félagasam-
tök við athuganir á nýjum viðfangsefnum í
atvinnulífi og markaðssetningu héraðsins.
Leitað er eftir einstaklingi sem hefur brennandi
áhuga og þekkingu á atvinnu- og ferðamálum.
Umsóknir sendist Hagfélaginu ehf., bt. Þorvarð-
ar Guðmundssonar framkvæmdastjóra, Höfða-
braut 6, 530 Hvammstanga, sími 455 2515 eða
898 5154, netfang hagfelag@simnet.is, en
hann veitir einnig nánari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 18. ágúst nk.
Hagfélagið ehf.
Skrifstofustarf
ReykjavíkurAkademían óskar eftir að ráða
starfsmann í 50% stöðu á skrifstofu. Krafist
er reynslu af skrifstofustörfum og kunnáttu
í rit- og gagnagrunnsvinnslu, s.s. Word, Navis-
ion financials, Access og Excel. Gott vald á
íslenskri tungu nauðsynlegt, auk þess sem
kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli er
æskileg. Ráðið verður í stöðuna frá 1. septem-
ber nk.
Umsóknir skulu sendar til ReykjavíkurAkademí-
unnar, Hringbraut 121, 107 Reykjavík, fyrir 21.
ágúst nk.
Nánari upplýsingar um starfið veitir formaður
stjórnar í síma 562 8594 eða skrifstofustjóri
í síma 562 8561.
Vinnslustjóri-
netamaður og
yfirvélstjóri
Útgerðarfyrirtækið Reyktal AS óskar eftir
metnaðarfullum einstaklingum til framtíð-
arstarfa á rækjufrystitogara. Æskilegt er
að vaktformenn hafi reynslu af vinnslu-
stjórn á rækjufrystitogara og séu vanir
netamenn. Ekki er gerð krafa um að vakt-
formenn séu með stýrimannsréttindi.
Gerð er krafa um að yfirvélstjórar hafi
lokið 4. stigi (VF II).
Viðkomandi þurfa að vera reglusamir og
búa yfir góðum samskiptahæfileikum.
Enskukunnátta er nauðsynleg.
Í boði eru störf hjá vaxandi fyrirtæki sem
gerir kröfur til starfsmanna sinna og
veitir þeim kjör til samræmis.
Umsóknir sendist með tölvupósti til
hjalmar@iec.is eða á faxnr. 588 7635.
Nánari upplýsingar veitir Hjálmar Vil-
hjálmsson í s. 588 7666.
Umsóknareyðublöð verða send þeim
sem óska.
Meinatæknir
Laus er til umsóknar staða meinatæknis á
sýklafræðideild. Æskilegt er að viðkomandi
verði í fullu starfi en möguleiki er á hlutastarfi.
Um er að ræða fjölbreytt starf á sviði í örri þróun.
Upplýsingar veitir Karls G. Kristinssonar
yfirlæknir í sími 560 1900, netfang
karl@landspitali.is og Erla Sigvaldadóttir
yfirmeinatæknir í síma 560-1900, netfang
erlasig@landspitali.is.
Deildarlæknar
Þrjár stöður deildarlækna við lyflækninga-
deildir eru lausar til umsóknar frá 1. september
2001. Deildarlæknar munu eiga þess kost að
starfa bæði við LSH í Fossvogi og við Hring-
braut. Um er að ræða þjálfun í almennum
lyflækningum með störfum á öllum sérdeildum
Lyflækningasviða I og II ásamt bráðamóttöku
og neyðarbíl. Hvatt er til þátttöku í rannsóknar-
verkefnum í samvinnu við sérfræðinga á
lyflækningasviðum. Sóst er eftir umsækjendum
sem hyggja á framhaldsnám í lyflækningum
og eru tilbúnir að ráða sig í 1-2 ár. Upplýsingar
veita Steinn Jónsson framhaldsmenntunarstjóri,
netfang steinnj@landspitali.is eða Hilmar
Kjartansson umsjónardeildarlæknir
LSH-Fossvogi í síma 525-1000 og Sigríður
Björnsdóttir umsjónardeildarlæknir
LSH-Hringbraut í síma 560-1000.
Meinatæknir
óskast sem fyrst í 100% starf á tækni-
frjóvgunardeild. Hér er um að ræða fullt starf
auk nokkurrar helgarvinnu. Starfið felst meðal
annars í vinnu með fósturvísa og kynfrumur
á rannsóknastofu deildarinnar.
Upplýsingar veita Þórður Óskarsson yfirlæknir
í síma 560 1155 og Hilmar Björgvinsson
forstöðulíffræðingur í síma 560 1176, netfang
hilmar@landspitali.is
Umsóknarfrestur ofangreindra starfa er til
20. ágúst.
Grafískur
hönnuður
og myndlistamaður með mikla reynslu
óskar eftir starfi. Upplýsingar veitir
Steingrímur Eyfjörð í síma 869 4869.
Kokkur og smur-
brauðsdama til Osló
Óskum eftir duglegu fagfólki sem fyrst, til
Mortenskro í útjaðri Osló. Góð laun, hjálpum
við að útvega húsnæði.
Upplýsingar gefa Sólveig og Hans í símum
0047 2255 4992, 0047 4157 7070 eða
0047 4142 6022.