Morgunblaðið - 09.08.2001, Page 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 9
ÞORSTEINN Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir
vinnu við undirbúning Núpsvirkjunar
í ákveðnum farvegi og ekki hægt að
spá fyrir um niðurstöður. Síðastliðinn
föstudag birtist í Morgunblaðinu
grein eftir Jóhönnu Jóhannsdóttur,
fyrrverandi bónda í Haga í Þjórsár-
dal, þar sem hún líkir Landsvirkjun
við þriðju pláguna, á eftir jarðskjálft-
um og eldgosum, og fer fram á að
hætt verði við virkjunaráform í Gnúp-
verjahreppi.
„Ætlun okkar er að fara eins var-
lega og við getum og við höfum nú
þegar rætt við landeigendur og þá
sem þarna búa, jafnt í Haga sem öðr-
um jörðum,“ sagði Þorsteinn. „Auð-
vitað erum við að reyna að finna hinn
gullna meðalveg þar sem við getum
annars vegar tekið sem mest tillit til
umhverfisins og viðhorfa landeigenda
og svo hins vegar framleitt orku
þarna,“ og kvað Þorsteinn Lands-
virkjun hafa fullan skilning á áhyggj-
um landeigenda.
Lögð hafa verið fram drög að til-
lögu að matsáætlun vegna Núpsvirkj-
unar og þau verið kynnt. „Síðan verð-
ur lögð fram tillaga og þá hefst hinn
formlegi ferill. Það fer aftur af stað
kynning og enn er hægt að gera at-
hugasemdir, þannig að við erum í
raun að leita eftir athugasemdum áð-
ur en formlegt ferli fer í gang,“ sagði
Þorsteinn. Á heimasíðu Landsvirkj-
unar kemur fram að búist er við nið-
urstöðu Skipulagsstofnunar um
matsáætlunina í ágúst. „Þá liggur fyr-
ir hvað þarf að rannsaka, hvaða val-
kosti þarf að skoða o.s.frv. Í fram-
haldinu vinnum við okkar rannsóknir
og leitum víða fanga, en úr því verður
matsskýrsla sem svo er aftur send
Skipulagsstofnun. Þá geta lögform-
legir umsagnaraðilar og almenningur
gert athugasemdir við skýrsluna, við
svörum þeim og skipulagsstjóri kveð-
ur upp sinn úrskurð um mat á um-
hverfisáhrifum. Á þessu stigi er í raun
verið að ákveða hvað skuli rannsaka
og hvaða valkostir séu í stöðunni, þar
með taldir umhverfisþættir í víðasta
skilningi, samfélagsmál, efnahagur.“
Fulltrúi Landsvirkjunar um áhyggjur í Þjórsárdal
Höfum skilning á áhyggj-
um landeigenda
SKIPULAGSSTOFNUN mun
kveða upp úrskurð sinn varðandi
mat á umhverfisáhrifum álvers í
Reyðarfirði þann 31. ágúst nk.
Hólmfríður Sigurðardóttir, sviðs-
stjóri umhverfissviðs, segir að upp-
haflega hafi staðið til að kveða upp
úrskurðinn í gær, 3. ágúst. Fram-
kvæmdaaðilar hefðu hins vegar tekið
sér rúman tíma til að svara þeim at-
hugasemdum sem bárust. Því muni
úrskurður Skipulagsstofnunar tefj-
ast sem því nemur.
Úrskurður
um álver
í lok ágúst Verðhrun
allt að 70% afsláttur
Stærðir 36-52
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00.
Útsalan
hefst á morgun • • •mkm
v i ð Ó ð i n s t o r g
1 0 1 R e y k j a v í k
s í m i 5 5 2 5 1 7 7
á horni Laugavegs og Klapparstígs,
sími 552 2515
Sígild verslu
n
Tilboðsdagar í ágúst
10-50% afsláttur
Húsgögn, lampar, púðar glös og skart
Komdu og líttu við
hjá okkur á
Laugavegi 64.
www.djasn.is
Skráðu þig í Djásnarklúbbinn
á www.djasn.is
Hefur þú heyrt um
blómstrandi baðbomburnar
eða styrkjandi, hressandi, örvandi
og kynörvandi sápurnar okkar?
Laugavegi 56, sími 552 2201
7.900 kr.
HELGARTILBOÐ
19.900 kr.
9.900.- 3.900.-
Tilboð Tilb
oð
Opið til kl. 16 á laugardögum
Ný sending
FYRIR KLASSAKONUR
Laugaveg 63, sími 551 4422
GERRY WEBER