Morgunblaðið - 09.08.2001, Page 22
LISTIR
22 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MÁLARAMEISTARINN
Skútuvogi 6 • sími 568 9045
Erum fluttir
í Skútuvog 6
STEPHILL
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, s. 588 5711
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, s. 588 5711
Sumarnámskeið í HATHA-yoga.
Kennt verður mánud., fimmtud. og laugard.
Sértími fyrir barnshafandi konur.
einnig sýnileg í norðrinu, í Kaup-
mannahöfn sem öðrum höfuðborgum
Norðurlanda, og framar öllu öðru eft-
ir norræna menn.
Furðulegt og þó frekar neyðarlegt,
að þetta skuli í fyrsta skipti sem
myndverk Per Kirkeby ber fyrir
sjónir Íslendinga í þessa veru. Og þó
ekki, í ljósi þröngrar og einstreng-
ingslegrar listkynningar á Norður-
löndum, minnimáttarkenndin í hágír.
Þótt ótrúlegt sé þekkja hérlendir
listaháskólanemar jafnvel ekki til
Kirkebys, hvað þá almenningur,
frekar en Hammershøi fyrir 20 árum
eða svo. Að ekki sé minnst á fjölda
annarra mætra danskra og nor-
rænna myndlistarmanna lífs sem
liðna, sem segir sína sögu. Væntan-
lega eru svo listháskólanemar á hin-
um Norðurlöndunum í sömu sporum
í mörgu tilliti, í það minnsta hvað ís-
lenzka listasögu snertir. Og nýjar
áherslur, eins og það heitir, með
stefnuna beint undir pilsfald stór-
þjóðanna í nafni heimsvæðingar,
bæta væntanlega lítið úr skák.
Hannes Sigurðsson sýnir ótrúlega
dirfsku með því að skáka þannig höf-
uðborg landsins um mjög heilbrigða
kynningu á ýmsu því sem helst er á
döfinni í heimslistinni, og ekki snýr
einvörðungu að flippi heimspeki og
hugmyndafræði. Listasafnið staðsett
í höfuðstað Norðurlands, sem að
íbúatölu er á við smáþorp í Dan-
mörku og hugsunarháttur þar að
sama skapi þröngur og sjálfhvefur.
Meira en eðlilegt í ljósi aðstæðna og
áherslu á bóknám á kostnað sjón-
mennta í miðstýrðu menntakerfi. En
skyldi nokkuð heilbrigðara við slíkar
OFT hafa málmfuglar borið rýninn
yfir hálendið til Akureyrar, en aldrei í
jafn undursamlega fallegu veðri og á
laugardag. Helst lá við að honum
snerist hugur á leið út í flugvélina, og
í fyrsta skipti hefði hann jafnframt
getað hugsað sér að snúa strax aftur
suður er hann leit skýjaþykknið
norðan heiða. Landið svo yfirmáta
formfagurt lungann af leiðinni að
engu var við að jafna og ekki gott að
segja hvenær slíkt bæri fyrir sjónir
aftur. En skyldur ber að rækja og
sömuleiðis úrelt vígorð módernism-
ans; í listum liggur engin leið til baka.
Safnasafnið á Svalbarðsströnd
Tilefni fararinnar var öllu öðru
fremur sýning á verkum hins heims-
þekkta danska málara Per Kirkeby á
listasafninu, ég annars í fríi frá al-
mennum rýnisskrifum næstu vikurn-
ar. Er á flugstöðina kom tók óvænt á
móti mér betri helmingur Safna-
safnsins, meður því að Hannes Sig-
urðsson listsögufræðingur og for-
stöðumaður Listasafns Akureyrar
var upptekinn næstu stundirnar.
Eðlilega haldið beinustu leiðina á
Safnasafnið í rennireið spúsunnar og
fljótlega var öll heimþrá suður horfin,
einkum er við mér blöstu þeir iðja-
grænustu túnblettir í hallandanum
mín megin sem ég minnist hafa séð,
þannig að augun stóðu á stilkum,
gleymdi jafnvel að líta yfir Pollinn og
yfir til Akureyrar jafn mikil opinber-
un og það er jafnaðarlega. Þetta var
eitthvað líkt því sem Halldór Laxness
útlistaði einhvers staðar á þann veg,
að grasið hafi verið svo grænt að
hann sá rautt, sem er ekki út í hött
þar sem rautt er andstæður póll
græna litarins og þeir hlutleysa hvor
annan.
Alltaf lifun að koma á Safnasafnið á
Svalbarðsströnd, og er iðulega á
stefnuskránni er ég kem norður, að
þessu sinni er þar uppi sérsýning á
verkum hins ágæta málara Arnars
Herbertssonar og stendur til 2. sept-
ember. Arnar sýndi nýverið í lista-
salnum Man, rýndi ég í hana og gæti í
það heila endurtekið skrifið varðandi
þessa, enda keimlík verk á ferð.
Safnasafninu vex ásmegin með
hverju ári sem líður og stöðugt fleiri
blikkbeljur renna þar í hlað með for-
vitið fólk innanborðs. Má segja að
þetta sé safn fyrir fólk á öllum aldri
og lítt sakar frábær veislukostur fyr-
ir andann í formi listaverkabóka. Þá
er jarðbundnari hressing innfalin í
aðgangseyrinum, hnallþórur á disk-
um…
Tímamótasýning Kirkebys
Sýningin á verkum jarðfræðings-
ins og myndlistarmannins Per Kirke-
by markar væntanlega tímamót, von-
andi fleiri en ein. Um einstakan
viðburð er að ræða og hér sjá Ísland-
ingar svart á hvítu að þeir þurfa ekki
endilega að leita til New York, Par-
ísar, Amsterdam eða London til að
mynnast við heimslistina, hún er
aðstæður en að kasta fólki beint í
djúpu laugina og gefa um leið söfnum
höfuðborgarinnar langt nef?
Per Kirkeby var ágætlega kynntur
í Lesbók sl. sunnudag, svo ég fer ekki
út í þá sálma hér en vísa til greinar
Halldórs Björns Runólfssonar, jafn-
framt skrifa hans í formála sýning-
arskrár. Þá fjallaði ég einnig ítarlega
um nýútkomna bók um steinþrykk
Kirkebys í blaðinu eigi alls fyrir
löngu. Þó lag að endurtaka það hér,
að í upphafi hafnaði Kirkeby sígildum
vinnubrögðum í listgrafík, eða allt
þar til hann fyrir sérstaka skikkan
fór í bólakaf í steinþrykkið og gerði
þar margar og óvæntar uppgötvanir
sem höfðu svo aftur áhrif á sýn hans á
málverkið. Gefur augaleið hvað hrað-
soðnar kenningar og hugmyndafræði
geta verið varhugaverðar og þá stutt
í bólusetningar og heilaþvott. Þannig
mjög til efs að leikrænir tilburðir til
hliðar eða tölvur, hversu dýrar og
fullkomnar sem þær eru, komi nokk-
urn tímann í staðinn fyrir kalkstein-
ana frá Solnhofen, í öllu falli ekki um
skynræn vinnubrögð í tengslum við
ævaforn berglög jarðar, og þannig í
bland við eilífðina og sköpunarverkið.
Ekki að undra að jarðfræðingurinn
yrði gagntekinn af tækninni, en hann
hefur rannsakað jarðveg víða um
lönd, mjúkan sem grjótharðan, eink-
um berglög á Grænlandi, og þar er
með sanni lítilli mýkt fyrir að fara
nema þá í nýföllnum snjónum og
mylgringnum.
Jarðfræðingurinn er vel sýnilegur
í myndverkum listamannsins, sem
einmitt gerir hann samkvæman sjálf-
um sér, uppruna sínum og menntun,
skoðandinn finnur jafnt ilm af mold
og grasi sem öðrum safaríkum nátt-
úrusköpum streyma frá þeim. Þær
eru ekki beinlínis fallegar fyrir sjón-
taugarnar en það er eitthvað að gerj-
ast í þeim sem hrífur og grípur í skoð-
andann, eins konar innri samhljómur
sem hann kannast við og meðtekur.
Hér má tala um lífræna fagurfræði,
rafmagnaða veröld sem brýst fram
úr mörgum lögum gagnsærra lita,
jafn óútskýranleg lifun og framrás
hughrifa, gangur eilífðarinnar og að
að engin fingraför eru eins í mann-
heimi.
Þótt sýningin í listasafninu sé ekki
mikil að vöxtum gefur hún góða hug-
mynd um hin sjálfsprottnu óform-
legu en þó jarðtengdu vinnubrögð
Per Kirkebys. Hún er afar vel sett
upp og öllum til sóma er hér lögðu
hönd að...
Svipur af holu byrgi
Í vestursal hefur verið komið fyrir
innsetningu eftir Heklu Dögg Jóns-
dóttur, sem á þessu ári hlaut verð-
laun úr listasjóði Pennans. Um að
ræða eins konar snjóhús sem hefur
jafnframt svip af holu byrgi og golf-
kúlu, um það leika skuggar og logar
elds með margræðum vísunum á
mörkum nútíðar og fortíðar, leggja
má útaf á ýmsan hátt eftir því sem
ímyndunaraflið býður. Leiðir hugann
jafnt að tortímingu sem lífi og ber í
sér sjónræna fegurð sem listakonan
undirstrikar með einnar mínútu
myndbandi í innskoti út af salnum,
Nokkuð snjallt þótt leikurinn beri í
senn svip af hönnun og sviðsverki
sem má vera tilgangurinn í viðleitni
listakonunnar til útvíkkunar listhug-
taksins. Fellur vel að sýningu Kirke-
bys, þótt æskilegra hefði verið að
leggja allt rýmið undir verk heims-
listamannsins og kynna þá einnig
verk hans í steinþrykki…
Vafalítið búið að fjalla um listhóp-
inn sem sýndi einskonar sambland
bútasaums og „collage“ í Deiglunni
ásamt undirfurðulegu myndbandi, en
sýningunni lauk um helgina. Framn-
ingurinn í heild kom mér þægilega á
óvart fyrir lífrænt yfirbragð sem
kveikti í mér, og sum teppanna voru
einstaklega opin og óþvinguð í út-
færslu…
Innsetning í Ketilhúsinu
Í Ketilhúsinu var verið að opna
sýningu eða réttara innsetningu
þeirra hjóna Tuma Magnússonar og
Ráðhildar Ingadóttur. Oddur pend-
úls er gengur fram og aftur um rýmið
stýkst þar við sandhrúgu á gólfi en á
alla veggi eru límdir litlir kringlóttir
blettir sem eiga að tákna ákveðnar
hliðar fyrirsætu. Dálítið á reiki um
vísunina í heild og heimspekin að
baki þarfnast nánari útlistunar, og
gesturinn að fá eitthvað upp í hend-
urnar, að öðrum kosti er hann full-
komlega bjargarlaus og þannig séð
skil ég síður tilganginn…
Að því kom loks að ég hitti á Minja-
safnið opið eftir breytingarnar, að-
koman allt annar handleggur en þeg-
ar ég skoðaði það síðast. Nú er
mögulegt að fara yfir sögu byggðar
frá upphafi sem og þróun Akureyrar,
og jafnvel þótt hratt sé farið yfir ætti
hver og einn að geta uppskorið marg-
an nytsaman fróðleik sem gerir heim-
sókn í byggðarlagið til muna skilvirk-
ari. Þannig viturlegt að koma þar
við...
Þá ber að geta vísis að flugsafni
sem óðast er að fá á sig mynd, að
stórum hluta verk hugumstórra
áhugamanna, eins og svo margt upp-
byggjandi á Íslandi nú um stundir…
Snæddi með Helga Vilberg skóla-
stjóra listaskólans og Soffíu konu
hans uppi á efri hæð Kaffi Karólínu,
sem er nýr og fjarska þægilegur og
vel hannaður veitingastaður. Vöktu
þau fljótlega athygli mína á nýjum
myndum eftir Helga Þ. Friðjónsson á
veggjunum. Undarlegt að ég skyldi
ekki strax taka eftir þeim, má vera
vegna þess að hinar minni hverfa svo
til inn í litþunga veggina en hinar
stærri eru nokkuð ólíkar því sem
maður er vanur að sjá frá hendi lista-
mannsins, kannski fyrirheit um ný
grunnmál hjá hinum slynga málara…
Ský hafði dregið frá sólu, og upp-
lagt að dóla fram og aftur um sveitina
endilanga á dimmrauðri rennireið
skólameistarans, eða allt þar til síð-
asti málmfuglinn suður hæfi sig á
loft. Reyndist fjölþætt og mögnuð lif-
un einkum er eldhnötturinn tók að
síga og birtubrigði hófust, flosa-
mjúkir skuggar að lengjast – Pollur-
inn spegilsléttur og skyggni kristal-
tært til víðra átta.
Dagstund á Akureyri
Per Kirkeby, án titils.
Margt var að gerast í menningarlífinu norð-
an heiða um síðustu helgi og bar þar hæst
opnun sýningar á verkum Per Kirkeby,
vafalítið nafnkenndasta myndlistarmanns á
Norðurlöndum hin síðari ár. En þar sem
margt fleira var á döfinni þótti Braga
Ásgeirssyni rétt að þjappa viðburðunum í
einn samfelldan pistil með Kirkeby sem
alltyfirgnæfandi hverfipunkt.
ÁSTA Sigurðardóttir veitingamaður
í Fjallakaffi á Efra-Fjalli sýnir ljós-
myndir sínar um þessar mundir í
Fjallakaffi í Möðrudal.
Ásta sýnir þar 26 ljósmyndir.
Þetta eru allt stemmningsmyndir
sem teknar eru í nágrenni Fjalla-
kaffis og eru sólarlagsmyndir áber-
andi en náttúran er ráðandi í öllum
myndunum.
Aðspurð sagðist Ásta oft hafa hug-
leitt að setja upp ljósmyndasýningu
en nú hefði loks orðið af því fyrir
hvatningu Ingunnar dóttur hennar
sem lét vinna myndirnar undir sýn-
inguna hjá Myndsmiðjunni á Egils-
stöðum.
Sýningin hefur vakið mikla athygli
ferðalanga og eftirspurn eftir mynd-
unum nokkur, en þær eru allar til
sölu.
Ljósmynda-
sýning í
Fjallakaffi
Norður-Héraði. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins
Ásta Sigurðardóttir
Skriðuklaustur
Sýningunni Austfirsku meistar-
arnir lýkur nú á mánudag. Sautján
verk eru á sýningunni sem eiga
það sammerkt að vera eftir mynd-
listarmenn sem eru fæddir eða ald-
ir upp á Austurlandi. Sýningin er
tekin saman af Listasafni Íslands
og eru öll verkin í eigu safnsins.
Sýningin er opin alla daga á
sama tíma og Hús skáldsins, frá kl.
11–17.
Sýningu lýkur
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
Hafnarborg
Sýning á ljósmyndum sænska
ljósmyndarans Hans Malmberg, Ís-
land 1951, er framlengd til 27. ágúst.
Ljósmyndirnar sýna Íslendinga
við leik og störf jafnt í sveit sem í
borg á árunum 1947–1951.
Sýningin er opin alla daga nema
þriðjudaga frá kl. 11–17.
Sýning
framlengd