Morgunblaðið - 09.08.2001, Side 23

Morgunblaðið - 09.08.2001, Side 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 23 AÐRIR af þrennum sumartónleik- um sl. laugardags í Skálholtskirkju tefldu fram óvenjulegri áhöfn tveggja sembala í kunnri jin-jang uppstillingu svo hljómborðsleikararnir gætu horfzt í augu. Samleikur tveggja slag- harpna er ekki ýkja algengur hér á landi, hvað þá plokkharpna, og upp- ákoman að því leyti vissulega fágæt. Þó ekki væri nema fyrir lítinn óm- styrk og algeran skort á þreplausri dýnamík slaghörpunnar, hlýtur semballinn í hugum flestra að teljast ákaflega nærgætið og „intímt“ hljóð- færi sem nýtur sín langbezt eitt sér eða í návist annarra lágværra tónam- boða. Að minni hyggju birtust að auki helztu ókostir hljóðfærisins í stækk- aðri mynd við þetta tvíspil. Þ.e.a.s. óskýrar innraddir (sem píanistar geta aftur á móti dregið ördýnamískt fram) og fábreytni í heildaráferð, sem snjall sembalsólóisti vegur á móti með rúbatói og fínstillingu tónlengda. Í samleik við annan sembal er á hinn bóginn hætt við, að slík viðleitni jafn- ist út og verði smám saman að synd- andi plokksúpu. Tilraunin átti hvað Fúgulist-þætti Bachs varðar svo sem fullan rétt á sér, enda engan veginn fráleitt að þeir hafi í fyrndinni verið leiknir á m.a. 2 sembala. En að vitund undirritaðs var að þessu sinni aðeins tjaldað til einnar nætur. Hvað sem árangur sérhæfðs sembaldúós til margra ára hefði hugsanlega getað leitt í ljós. Hitt er svo annað mál, að Die Kunst der Fuge er verk handan og of- an við alla umræðu um „upphaflegan“ flutningsmáta. Þessi nafntogaða Heimskringla og Háttatal radd- færslulistar hefur í kynslóðanna rás verið umgirt ýmist svo mikilli stall- setningu eða fræðilegum bollalegg- ingum, að stundum gleymist hvað tónlistin sjálf er dýrleg. Ekkert er fyrirskrifað um hljóðfæraáhöfn af hálfu höfundar, en sýnt hefur verið fram á, að nánast allir 19 þættir bálksins eru á færi góðs hljómborðs- leikara, enda oft fluttir á sembal, pí- anó eða orgel. Hitt er ekki síður al- gengt að heyra raddsetningar fyrir strengjakvartett, blásarahópa og jafnvel sinfóníuhljómsveit. Í mínum huga og eflaust margra annarra má raunar einu gilda hvað leikið er á, svo lengi sem raddfærslan kemur skýrt fram í sannfærandi heildarjafnvægi. Bezt af öllu úr fjórum heimshornum í kvadrafóníu. „Um Mitten in der Harmonie zu sitzen“, eins og meist- arinn orðaði það sjálfur, þegar hann var að leika á víólu. Að upplifa 9 þætti verksins í með- förum tveggja semballeikara var að vísu forvitnilegt – a.m.k. einu sinni – en í samanburði við ýmsa ofantalda möguleika óneitanlega heldur þunnur þrettándi, þó að margt væri út af fyrir sig vel leikið. Úr því báðir sembalar voru tveggja hljómborða, vakti það einnig undrun manns að ekki skyldi reynt að gæða flutninginn meira dýnamísku lífi með því að lyfta upp nokkrum hápunktsstöðum í forte, jafnvel þótt torvaldir væru úr styrk- leikamerkjalausu verki. Fjórradda fúgunum (Contrapunct- us 1–4) var skipt þannig milli flytj- enda að Helga Ingólfsdóttir lék tvær efstu raddir en Elín Guðmundsdóttir tvær neðstu. Hefði hljóðfærunum verið stillt upp með lengra bili á milli, hefði e.t.v. náðst skýrari aðgreining milli radda. Af augljósum sam- skiptasástæðum var hins vegar höfð sem skemmst fjarlægð milli spilara og veitti ekki af, enda líka á mörkum að niðurskipting leikálags borgaði sig miðað við hrynrænt samfelldari leik í einmenningsflutningi. Þegar að fjór- um tvíradda kanonum kom (Cp. 12– 15 í útgáfu Hans Gals) var svolítið neyðarlegt að sjá hvorn spilara bisa við aðeins eina rödd, sérstaklega þar sem engin raddaðgreining fékkst úr þéttri hljóðfærauppstillingunni, og hefði verið skemmtilegra ef hvor flytjandi hefði í staðinn tekið sinn kanon til skiptis og ólík persónutúlk- un fengið að kveðast á. Þar á ofan var gegnumgangandi jafnvægisvandamál að hlutfallslega veikari sembal Elín- ar, sem naut ekki heldur fulls endur- varps frá vængloki sembals Helgu. Hafi hinar samtals átta fúgur og kanonar Bachs þannig tæplega veitt þessum hlustanda fulla ánægju, kom níunda og síðasta fúgan aftur á móti betur út, enda gagngert skrifuð fyrir tvö hljómborð (merkt í handriti „a 2 Clav.“ – m.ö.o. fyrir 2 sembala eða 2 klavíkorð). Dálítið í formlistrænum anda aldýrra sléttubanda er hún prentuð í tveim útgáfum í Fúgulist- inni, fyrst á réttunni, svo á hvolfi („in- verso“); hvor höfð sínum megin á opnu til samanburðarauka. Voru báð- ar leiknar af góðum þokka. Lokaverk tónleikanna, Konsertinn fyrir tvo sembala í C-dúr, komst prýðilega til skila þrátt fyrir fjarveru strengjasveitar, enda frumgerð verksins talin vera án hljómsveitar- undirleiks. Sérstaklega sat þó fyrsti hraði þátturinn vel, og náði samleikur þeirra Helgu og Elínar þar hæst þetta sérkennilega árkvöld í Skálholti með ekta bachískri danssveiflu, svo unun var á að hlýða. Fúgulist í sembalasúpu TÓNLIST S k á l h o l t s k i r k j a J.S. Bach: 9 þættir ur Fúgulistinni BWV 1080; Konsert f. 2 sembala í C BWV 1061. Elín Guðmundsdóttir og Helga Ingólfsdóttir, semball. Laug- ardaginn 4. ágúst kl. 17. SUMARTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson LEIÐIR listarinnar liggja víða. Það var ekki óþekkt á öldum áður að efnaðir velgjörðarmenn tónlistar- manna byðu til heimatónleika í dag- stofum og stássstofum, þar sem vinir og vandamenn velgjörðarmannanna fengu notið listarinnar í návígi við listamennina. Það voru hinir einu sönnu kammertónleikar, – eða stofu- tónleikar. Tónleikar Sævars Karls Ólafssonar í verslun hans í Banka- stræti vöktu upp stemmningu hinna ekta stofutónleika. Tónleikagestir sátu þétt og návígið við tónlistar- manninn var meira en gengur og ger- ist á tónleikum. Í boðsbréfi var þess getið að ungur píanóleikari, Tómas Guðni Eggertsson, léki verk að eigin vali, þannig að það var bæði spenn- andi að heyra í tónlistarmanninum og að komast að því hvaða verk hann drægi upp úr hatti sínum til að kynna sjálfan sig með. En kannski hefur þessi skemmti- lega nándarstemmning ekki haft sem best áhrif á Tómas Guðna. Það var auðheyrt að hann var talsvert spennt- ur og ekki í fullkominni ró. Prelúdía og fúga í c-moll eftir Jóhann Sebast- ian Bach fór órólega af stað og vant- aði talsvert upp á jafnvægi. Laglína hægri handar hefði víðast mátt vera skýrari. Margt var þó mjög fallega gert og leikur Tómasar Guðna mjög músíkalskur í grunninn. Pathétique sónata Beethovens var einnig um margt fallega leikin. Hægi þátturinn, andante cantabile, naut sín sérstak- lega vel og ljóst að Tómas Guðni hef- ur sterka tilfinningu fyrir lýrík og löngum og breiðum syngjandi laglín- um. Í lokaþættinum var spennan hins vegar rónni yfirsterkari; ásláttur hægri handar var of linur og ómark- viss, þannig að tónlistin missti tals- vert af þeirri ólgu og þeim erótíska krafti sem í henni býr. Í virtúsósískri etýðu op. 72 eftir Moskovskíj var Tómas Guðni hins vegar í miklu stuði og lék verkið með talsverðum bravúr. Það sem hreif mest á tónleikunum var Stúlkan og næturgalinn úr Goyescas eftir Granados. Þarna sýndi Tómas Guðni enn styrk sinn í túlkun verka sem krefst ljóðrænu og innileiks. Verkið var ákaflega fallega spilað; músíkalskt og áhrifamikið. Tómas Guðni efldist með hverju verki, og eftir því sem leið á tón- leikana bar minna á óstyrk og spennu. Byltingaretýða Chopins var prýðilega leikin, og Tómas Guðni sýndi ágæt tæknileg tilþrif. Ótal sögur eru til af komu píanó- leikarans og tónskáldsins Friedrichs Gulda hingað til lands á árum áður. Hann lék klassík á tónleikum hjá Tónlistarfélaginu í Reykjavík, en að þeim loknum brá hann sér í bæinn og lék með djassistum langt fram á nótt. Fúga í es-moll eftir Gulda ber þekk- ingu hans á djassi jafnt sem klassík gott vitni. Þar fór Tómas Guðni líka á kostum og tónlistin svingaði létt og leikandi. Músíkalskir hæfileikar hans og tilfinning fyrir laglínum og lýrík, rytma og hrynjandi komu þar skýrt fram. Þessir hæfileikar eru grunnur þess að geta orðið góður músíkant og þá hefur Tómas Guðni í ríkum mæli. Annað er bara æfing og þrotlaus vinna. Í lokin tók Tómas Guðni lag Hoagies Carmichaels, Georgia og lék virkilega vel. Til að endurgjalda óspart klapp tónleikagesta lék hann Etýðu Moszkovskíjs aftur glimrandi vel. Þetta voru óvenjulegir tónleikar; – staðsetningin og umhverfið sköpuðu sérstaka stemmningu og það var gaman að heyra Tómas Guðna leika uppáhaldsverk sín. Það er mikilvægt að ungir tónlistarmenn fái tækifæri til að koma fram sem oftast og fái þá æfingu sem þarf, – ekki bara til að geta spilað vel, – heldur líka hrein- lega í því að koma fram. Þrátt fyrir svolítið stress, lofa þessir fyrstu ein- leikstónleikar Tómasar Guðna Egg- ertssonar í Reykjavík góðu um fram- haldið. Falleg lýrík hjá ungum píanista TÓNLIST H e r r a f a t a v e r s l u n S æ v a r s K a r l s í B a n k a s t r æ t i Tómas Guðni Eggertsson lék verk eftir Bach, Beethoven, Moszkovs- kíj, Granados, Chopin, Friedrich Gulda og fleiri. Fimmtudag kl. 20. PÍANÓTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdótt ir EINAR Jóhannesson klarín- ettuleikari og organistinn Pavel Manásek koma fram á hádeg- istónleikum í Hallgrímskirkju í dag, fimmtudag, kl. 12–12.30. Tónleikarnir eru hluti af tón- leikaröðinni Sumarkvöldi við orgelið sem haldin er ár hvert í júlí og ágúst í Hallgrímskirkju. Á efnisskránni eru verk eftir sautjándu aldar meistarana Jo- hann Sebastian Bach, Giuseppi Tartini og einnig Wolfgang Amadeus Mozart. Pavel ríður á vaðið og leikur eitthvert kunn- asta verk tónlistarsögunnar, Tokkötu og fúgu í d-moll, BWV 565, eftir Bach. Síðan leika þeir félagar saman hæga kaflann úr hinum þekkta klarínettukons- erti Mozarts og Concertino eft- ir Tartini. Einar Jóhannesson Pavel Manásek Bach, Tartini og Mozart CEILIDH Band Seyðisfjarðar undir stjórn Muff Worden heldur þjóð- lagatónleika á Skriðuklaustri annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Á efn- isskrá er keltnesk og íslensk tónlist, þjóðlög, dans- og dægurlög. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Þjóðlagakvöld á Skriðu- klaustri NÚ STENDUR yfir sýning Garðars Péturssonar á vatnslitamyndum á Hótel Djúpuvík á Ströndum undir yfirskriftinni Djúpavík á Ströndum. Garðar útskrifaðist úr auglýsinga- deild Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands árið 1982. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar, nú síðast ár- ið 2000 í Gallerí Fold, og tekið þátt í samsýningum. Fyrirmyndir listamannsins eru flestar sóttar til fortíðarinnar – gjarnan í búrhilluna eða eldhússkáp- inn hjá ömmu þar sem hver dós og kassi átti sinn sérstaka stað, sinn sérstaka ilm og innihald. Einnig má líta myndir af ýmsum hlutum ná- tengdum Djúpuvík. Sýningin á Hótel Djúpuvík stend- ur til 31. ágúst. Málverka- sýning á Hót- el Djúpuvík ♦ ♦ ♦ Laugardagur 11. ágúst Kl. 14: Dom Daniel Saulnier O.S.B. flytur erindið Gregorssöngur áður fyrr, nú og í framtíð. Erindið er flutt í Skálholtsskóla. Kl. 15: Messa XI úr Graduale Romanum, flutt til skiptis við orgeltónlist eftir Andreu Gabrieli (1533–1585) og Giovanni Gabrieli (1557–1612). Kl. 17: Giancarlo Parodi flytur ítölsk orgelverk. Sunnudagur 12. ágúst Kl. 15: Messa XI úr Graduale Romanum, flutt til skiptis við org- eltónlist eftir Andreu Gabrieli (1533–1585) og Giovanni Gabrieli (1557–1612). Orgelstund í Skálholts- kirkju hefst kl. 16.40 með flutningi Giancarlo Parodi á orgelverkum eft- ir ítalska meistara. Í messu kl. 17 verða fluttir þættir úr tónverkum helgarinnar. Sr. Sigurður Sigurðar- son vígslubiskup predikar. Tónleikarnir standa yfir í u.þ.b. klukkustund og er boðið upp á barnapössun í Skálholtsskóla fyrir þá sem þurfa. Aðgangur er ókeypis. Dagskrá Skálholtshátíðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.