Morgunblaðið - 09.08.2001, Page 42
DAGBÓK
42 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Vædderen, Mánafoss
og Frank koma í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Selfoss fór í dag, Dala
Rafn kom í dag.
Fréttir
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti, Stang-
arhyl 2, opinn þriðjud.
og fimmtud. kl. 14–17.
Félag frímerkjasafn-
ara. Opið hús laug-
ardaga kl. 13.30–17.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta, opin
handavinnustofan, bók-
band og öskjugerð, kl.
9.45–10 helgistund, kl.
10.15 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13–16.30 opin
smíðastofan, kl. 10–16
púttvöllur opinn.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30
böðun, kl. 9–16 almenn
handavinna og fótaað-
gerð, kl.9.30 morgun-
kaffi/dagblöð, kl. 11.15
matur, kl. 15 kaffi.
Fimmtudaginn 23.
ágúst kl. 8 verður
skoðunarferð,
Hrauneyjarfossvirkjun
og nágrenni. Heimsækj-
um Þjóðveldisbæinn,
Vatnsfellssvæðið,
Hrauneyjarfossvirkjun
og Sultartangastöð,
komið við hjá Hjálp-
arfossi. Hádegisverður,
kjöt og kjötsúpa,
snæddur í Hálend-
ismiðstöðinni. Hlýr
klæðnaður og nesti.
Upplýsingar og skrán-
ing í síma 568-5052 eigi
síðar en mánudaginn
20. ágúst.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Kl. 9
böðun og hárgreiðslu-
stofan opin.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 9 fótaaðgerð, kl.
10 hársnyrting, kl. 11.20
leikfimi, kl. 11.30 matur,
kl. 13 föndur og handa-
vinna, kl. 15 kaffi.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Fótaaðgerðir
mánu- og fimmtudaga.
Uppl. í síma 565-6775.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Púttæfingar á Hrafn-
istuvelli á morgun
föstudag kl. 14 til 16.
Félagsheimilið Hraun-
sel verður opnað aftur
eftir sumarfrí starfs-
fólks mánudaginn 13.
ágúst með félagsvist kl.
13.30 og kynningarfundi
Pragfara kl. 15. Þor-
steinn Magnússon
kynnir ferðina og tekur
við lokagreiðslum.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin alla virka daga frá
kl. 10–13. Matur í há-
deginu. Í dag fimmtu-
dag: brids kl. 13 og
verðlaunaafhending
fyrir stigamótið. Dags-
ferð 18. ágúst. Fjalla-
baksleið syðri í sam-
vinnu við FEB og
Ferðaklúbbinn Flæki-
fót. Brottför frá
Glæsibæ kl. 8. Leiðsögn
Pálína Jónsdóttir o.fl.
Dagsferð 28. ágúst.
Veiðivötn – Hrauneyjar.
Brottför frá Glæsibæ kl.
8. Leiðsögn Tómas Ein-
arsson. Silfurlínan er
opin á mánudögum og
miðvikudögum frá kl.
10-12 fh. í síma 588-
2111. Upplýsingar á
skrifstofu FEB kl. 10–
16 í síma 588-2111.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9–11
morgunkaffi, kl. 9–16
sjúkraböðun, kl. 9–12
hárgreiðsla, kl. 11.30–13
hádegisverður, kl. 15–
16 eftirmiðdagskaffi.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund- og leikfimiæf-
ingar á vegum ÍTR í
Breiðholtslaug á þriðju-
dögum og fimmtudög-
um kl. 9.30. Púttvöll-
urinn er opin virka daga
kl. 9–18, kylfur og bolt-
ar til leigu í afgreiðslu
sundlaugarinnar. Allir
velkomnir. Veitingabúð
Gerðubergs er opin
mánudaga til föstudaga
kl. 10–16. Félagsstarfið
lokað vegna sumarleyfa
frá 2. júlí–14. ágúst.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnnustofan op-
in, leiðbeinandi á staðn-
um kl. 9.30–15.
Hraunbær 105. Kl. 9
fótaaðgerðir, opin
vinnustofa, bútasaum-
ur, kortagerð og perlu-
saumur, kl. 9.45 boccia,
kl. 14 félagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun, fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 13
handavinna.
Mosfellingar, Kjalnes-
ingar og Kjósverjar 60
ára og eldri. Halldóra
Björnsdóttir íþrótta-
kennari er með göngu-
ferðir á miðvikudögum,
lagt af stað frá Hlað-
hömrum: Ganga 1: létt
ganga kl. 16–16.30.
Gönguhópur 2: kl. 16.30.
Tómstundastarf eldri
borgara í Reykja-
nesbæ. Tómstunda-
starfið á haustönn er að
fara af stað. Byrjað er
með bingói á þriðjudög-
um í Hvammi kl 14.
Einnig verða boccia-
æfingar á þriðjudögum
og föstudögum kl 9 í
Heiðarskóla þangað til
skólarnir byrja, þá
verða æfingarnar í
kjallara Sund-
miðstöðvar. Nánari
auglýsingar verða þeg-
ar líður nær mán-
aðamótunum.
Vesturgata 7. Kl. 9 dag-
blöð og kaffi, fótaað-
gerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15–12 aðstoð við
böðun, kl. 9.15–15.30 al-
menn handavinna, kl. 10
boccia, kl. 11.45 matur,
kl. 13–14 leikfimi, kl.
14.30 kaffi. Hálfsdags-
ferð miðvikudaginn 15.
ágúst, lagt af stað kl. 13,
ekið um Hellisheiði og
Grímsnes að Ljósafoss-
virkjun. Þar verður
skoðuð tréútskurð-
arsýning á vegum Þjóð-
minjasafns Íslands. Ek-
ið um Grafning til
Þingvalla að Hótel Val-
höll. Glæsilegt kaffi-
hlaðborð. Fræðslu-
fulltrúi Þjóðgarðsins,
Einar A.E. Sæmunds-
son, tekur á móti hópn-
um. Fræðsla um stað-
hætti og
Þingvallakirkja skoðuð.
Leiðsögumaður Nanna
Kaaber. Upplýsingar og
skráning í síma 562-
7077. Ath. Takmark-
aður sætafjöldi. Á
morgun dansað við
lagaval Halldóru,
rjómaterta með kaffinu.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
hárgreiðsla, kl. 9.30
morgunstund og al-
menn handmennt, kl. 10
boccia og fótaaðgerðir,
kl. 11.45 matur, kl. 13
frjálst spil, kl. 14 létt
leikfimi, kl. 14.30 kaffi.
Ga-fundir spilafíkla eru
kl. 18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtud. í fræðsludeild
SÁÁ, Síðumúla 3–5 og í
Kirkju Óháða safnaðar-
ins við Háteigsveg á
laugard. kl. 10.30.
Minningarkort
Samtök lungnasjúk-
linga. Minningarkort
eru afgreidd á skrif-
stofu félagsins í Suð-
urgötu 10 (bakhúsi) 2.
hæð, s. 552-2154. Skrif-
stofan er opin miðvikud.
og föstud. kl. 16–18 en
utan skrifstofutíma er
símsvari. Einnig er
hægt að hringja í síma
861-6880 og 586-1088.
Gíró- og kredit-
kortaþjónusta.
FAAS, Félag aðstand-
enda alzheimersjúk-
linga. Minningarkort
eru afgreidd alla daga í
s. 533-1088 eða í bréfs.
533-1086.
Heilavernd. Minning-
arkort fást á eft-
irtöldum stöðum: í síma
588- 9220 (gíró) Holts-
apóteki, Vesturbæj-
arapóteki, Hafnarfjarð-
arapóteki, Keflavík-
urapóteki og hjá
Gunnhildi Elíasdóttur,
Ísafirði.
Parkinsonsamtökin.
Minningarkort Park-
insonsamtakanna á Ís-
landi eru afgreidd í
síma 552-4440 frá kl 13–
17. Eftir kl. 17 í s. 698-
4426, Jón, 552-2862,
Óskar eða 563-5304,
Nína.
Minningarkort Sam-
taka sykursjúkra fást á
skrifstofu samtakanna
Tryggvagötu 26,
Reykjavík. Opið virka
daga frá kl. 9–13, s. 562-
5605, bréfsími 562-5715.
Krabbameinsfélagið.
Minningarkort félags-
ins eru afgreidd í síma
540-1990 og á skrifstof-
unni í Skógarhlíð 8.
Hægt er að senda upp-
lýsingar í tölvupósti
(minning@krabb.is).
Minningarkort Sjálfs-
bjargar, félags fatlaðra
á höfuðborgarsvæðinu,
eru afgreidd í síma 551-
7868 á skrifstofutíma og
í öllum helstu apótek-
um. Gíró- og kred-
itkortagreiðslur.
Í dag er fimmtudagur 9. ágúst, 221.
dagur ársins 2001. Orð dagsins: Og
Móse skrifaði upp kvæði þetta þann
hinn sama dag og kenndi það
Ísraelsmönnum.
(5. Mós. 31, 22.)
VIÐ viljum koma á fram-
færi innilegum þökkum til
ferðaskrifstofunnar Sam-
vinnuferða-Landsýnar fyrir
frábærlega vel skipulagða
ferð til Skotlands í júní sl.
Sérstakar þakkir til farar-
stjórans Lilju Hilmarsdótt-
ur fyrir ljúfa og elskulega
stjórn ásamt einstökum
fróðleik um land og þjóð.
Við hlökkum til næstu ferð-
ar með Samvinnuferðum-
Landsýn.
Auður og Jón Stefáns-
son, Stekkjarnefi, Hrísey.
Ekki barnabær
OKKUR finnst Mosfells-
bær ekki vera barnabær.
Börnum er einungis leyft að
koma hálfan daginn á
gæsluvelli og er synjað að-
komu ef þau óska að mæta á
völlinn bæði fyrir og eftir
hádegi. Eins fá börn sem
eru fædd ’97 ekki aðgang að
vellinum. Börn vilja vera úti
að leika sér á sólríkum degi
og í öruggu umhverfi en þó
að það séu aðeins 1–20 börn
á vellinum fá þau samt ekki
aðgang. Maður spyr hvort
þessar gæslukonur vallar-
ins séu í áskrift að launum
hjá bænum? Er réttlætan-
legt að koma svona fram við
börnin? Þetta þekkist
hvergi í öðrum bæjarfélög-
um.
Nokkrar mæður í Mos-
fellsbæ.
Góð þjónusta
ÉG vil koma á framfæri
ánægju minni og þökkum
fyrir góða þjónustu á nudd-
stofu Jia Rui í Hamraborg-
inni.
Ánægður viðskiptavinur.
Babysam
ELÍN hafði samband við
Velvakanda og spyr hún
hvort einhver geti sagt sér
hvenær og þá hvar barna-
vöruverslunin Babysam
verði opnuð?
Notuð gleraugu
BIRNA hafði samband við
Velvakanda og segist hún
eiga mikið safn af notuðum
gleraugum. Spyr hún hvort
einhver taki að sér að koma
notuðum gleraugum til
þurfandi. Birna er í síma
557-6180.
Einhvers staðar
verða vondir að vera
ÉG er sammála Sverri
Björnssyni í grein hans
„Einhvers staðar verða
vondir að vera“ sem birtist í
Morgunblaðinu 2. ágúst sl.
Tel ég að borgarstjóri eða
þeir sem ráða þessum mál-
um ættu að gaumgæfa
þessa hugmynd, þ.e. félags-
miðstöð drykkjumanna þar
sem hlúð er að þessu ógæfu-
fólki.
Hvet ég fólk til að lesa
þessa grein.
Guðrún Jóhannsdóttir,
Túngötu 20, Bessast.hr.
Hvers á Kristín
Rós að gjalda?
NÝLEGA hafa tveir af okk-
ar fremstu sundmönnum,
Örn Arnarson og Kristín
Rós, verið að vinna til verð-
launa á erlendum stórmót-
um. Í fréttum er varla
minnst á Kristínu Rós en
mikil umfjöllun hefur verið
um Örn. Hvers vegna er
ekki fjallað meira um henn-
ar afrek? Eru hennar afrek
síðri en Arnar? Er það
vegna þess að hún er fötluð?
Eða er það vegna þess að
hún er kona?
Ein fötluð.
Góð stund
í Planet Pulse
VIÐ konur í klúbbnum
Geysi viljum koma á fram-
færi kærri þökk til Jónínu
Benediktsdóttur íþrótta-
frömuðar fyrir að bjóða
okkur að eiga stund í bað-
húsinu hennar 27. júlí sl.
Einnig viljum við koma á
framfæri þökkum til starfs-
fólks baðhússins. Aðstaða
var einstaklega glæsileg og
áttum við ánægjulega stund
þar og gengum við endur-
nærðar aftur út í lífið.
Enn og aftur ástarþakkir.
Konur í Klúbbnum Geysi.
Tapað/fundið
GSM-sími týndist
SVARTUR Nokia 3210 með
tígrisfronti týndist aðfara-
nótt 29. júlí sl. í miðbæ
Reykjavíkur. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
551-7331 eftir kl. 18. Fund-
arlaun í boði.
Seðlaveski týndist
GRÁTT seðlaveski týndist
annaðhvort í strætó eða í
Jaðarseli eða nágrenni.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 690-1368.
Dýrahald
Kettlinga
vantar heimili
TVEIR 10 vikna kettlingar
óska eftir góðu heimili.
Uppl. í síma 567-2422 eða
868-1889.
Þrjá kettlinga
vantar heimili
ÞRÍR kisustrákar óska eftir
góðu heimili. Þeir eru sjö
vikna og kassavanir. Upp-
lýsingar í síma 694-8186.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Vel skipu-
lögð ferð
Víkverji skrifar...
STANGAVEIÐI og golf eruíþróttagreinar sem margir
stunda. Stundum fær Víkverji á til-
finninguna að enginn sé maður með
mönnum nema hann stundi annað-
hvort veiðar eða golf. Víkverji, sem er
að komast á miðjan aldur, hefur lengi
ætlað sér að byrja í golfi og hefja
stangaveiði.
Um síðustu helgi lét Víkverji loks
verða af því að leggja fyrir sig stanga-
veiði. Það var ekki síst fyrir þrýsting
frá ungum syni Víkverja að af þessu
varð. Fyrir valinu varð Brúará, sem
reyndar er ekki meðal þekktustu lax-
veiðiáa landsins, en þykir hins vegar
ágæt til að drekkja biskupum, eins og
Jón Gerreksson Skálholtsbiskup fékk
að kynnast.
Víkverji er ekki vel birgur af veiði-
græjum en það kom ekki að sök því að
tengdafaðir Víkverja er áhugamaður
um veiðigræjur, en þær hafa árum
saman legið lítið notaðar í geymslu.
Nokkurn tíma tók fyrir son Vík-
verja að draga föður sinn af stað en
áhugi hans á veiðinni var það mikill að
loks þegar Víkverji var kominn í stíg-
vélin var sonurinn búinn að draga
fram veiðistangir, þræða þær og
flækja girnið. Veiðin hófst því á því að
greiða úr girninu. Tók það drjúga
stund, en síðan var gengið niður að á.
Þegar þangað kom og veiðimenn
höfðu komið sér þar fyrir var girnið
aftur orðið flækt.
x x x
NÚ var tekið til við að þræða ormaupp á öngul, en það er hræðileg
vinna og ekki fyrir ung börn eða við-
kvæmt fólk. Að því búnu hófst hin
eiginlega veiði. Ekki reyndist auðvelt
að koma önglinum út í ána, m.a.
vegna þess að hann vildi festast í
njólabreiðunum sem þöktu árbakk-
ann. Í hvert skipti sem tókst svo að
koma önglinum út í ána leitaði hann
aftur heim að bakkanum. Var engu
líkara en að helsærður ormurinn
synti í land í örvæntingarfullum til-
raunum til að bjarga eigin lífi.
Þegar veiðimennirnir höfðu áttað
sig á því að best var að kasta ekki á
móti straumnum og þegar ormurinn
var örugglega drukknaður tók við
löng bið eftir því að einhverjir fiskar
létu sjá sig. Veiðimennirnir reyndu að
vekja áhuga þeirra með því að kasta
sem víðast um ána. Nauðsynlegt
reyndist að skipta um orma því að
þeir vildu detta af, sérstaklega þar
sem oft kom fyrir að öngullinn dróst
eftir jörðinni og reif og tætti nálæga
njóla.
Að áliðnum degi var mjög farið að
sneyðast um orma og gróður á ár-
bakkanum var orðinn sár og tættur.
Þótti veiðimönnum sýnt að engir fisk-
ar myndu skila sér á land. Sonur Vík-
verja, sem hafði haldið í veiðiferðina
fullur spennu og tilhlökkunar, sagði
loks: „Eigum við ekki bara að fara
heim? Við gætum kannski farið í golf
á morgun!“
x x x
VÍKVERJI skoðaði um helginarústirnar á Stöng í Þjórsárdal.
Kristján Eldjárn, forseti Íslands,
rannsakaði þær á sínum tíma og í
framhaldi af því var byggður svokall-
aður Þjóðveldisbær neðar í dalnum.
Eftir að uppgreftri á Stöng lauk var
byggt yfir rústirnar og frá þeim
gengið þannig að almenningur gæti
skoðað þær. Sú bygging er orðin yfir
30 ára gömul og er farin að láta á sjá.
Eins skortir allar merkingar á rúst-
unum. Engar merkingar eru heldur
við kirkjuna, smiðjuna og fjósið, en
rústir af þessum húsum eru við bæ-
inn.
LÁRÉTT:
1 nístandi vindur, 4 eklu,
7 sjúga, 8 svikull, 9 mis-
kunn, 11 brún, 13 vex,
14 fiskinn, 15 skordýr, 17
verkfæri, 20 mann, 22
gjálfra, 23 jarðlífið, 24
hásum,
25 fugl.
LÓÐRÉTT:
1 gegn, 2 hænan, 3 skelin,
4 stígur, 5 fuglar, 6 lifir,
10 tunnuna, 12 skepna,
13 op, 15 falleg, 16 áköf-
um, 18 píluna, 19 týna, 20
sorg, 21 lokuð.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 tónsmíðar, 8 skæri, 9 túlka, 10 gær, 11 reisa,
13 aumum, 15 stóll, 18 kagar, 21 íma, 22 svört, 23 laufs,
24 snillings.
Lóðrétt: 2 ónæði, 3 seiga, 4 ístra, 5 aulum, 6 ósar, 7
faðm, 12 sel, 14 una, 15 sess, 16 ósönn, 17 lítil, 18 kalsi,
19 grugg, 20 ræsa.
K r o s s g á t a
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16