Morgunblaðið - 09.08.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 09.08.2001, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 49  AI MBL  ÓHT Rás2  Kvikmyndir.is  EÓT Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, og 10.  Strik.is Dýrvitlaus og drepfyndinn Með Rob Schneider úr Deuce Bigalow: Male Gigolo Sýnd kl. 8 og 10. ATH. myndin er sýnd óklippt. B. i. 16. ( ) Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Forsýning kl. 8. Miðasala opnar kl. 5.15. Almenn forsýning Stærsta grínmynd allra tíma. Stanslaust grín og hasar. Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800 EINA BÍÓIÐ MEÐ THX DIGITAL Í ÖLLUM SÖLUM FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. Vit 255.  ÓHT Rás2  RadioX  Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og10.15. Vit nr. 261. Varaðu hvað þú gerir í tölvunni þinni! Pokémon 3 Sýnd kl. 3.45 Íslenskt tal. Vit nr. 231 Spot Sýnd kl. 4 . Vit 236 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B. i. 16 ára. Vit 247. Samkeppnin í tölvugeiranum er orðin gríðarlegur og þar er svifist einskis. Spennumynd með þeim Ryan Phillippe (Cruel Intentions), Tim Robbins (Shawshank Redemption) og Rachel Leigh Cook Hinn margverðlaunaði japanski snillingur Takeshi Kitano kemur hér með meistaraverk í anda Pulp Fiction og Resevoir Dogs og kynnir þig fyrirofbeldi í sinni grimmustu mynd sem mun skilja þig eftir agndofa. Snorrabraut 37, sími 551 1384 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 5.45, 8 og 10,15. Vit 255.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B. i. 16 ára. Vit 247.  ÓHT Rás2  Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com  RadioX Varaðu hvað þú gerir í tölvunni þinni! Sýnd kl. 5.45, 8 og10.15. Vit nr. 261. www.sambioin.is Hraðlestrarnámskeið Lestur er undirstaða alls náms og mjög mikilvægur við flest störf. Því hraðar sem þú lest, þeim mun meiri verða afköstin. Er ekki kominn tími til að þú aukir afköstin? Lestrarhraði þátttakenda fjórfaldast að jafnaði á námskeiðunum. Við ábyrgjumst að þú nærð árangri. Næsta námskeið hefst 22. ágúst. Skráðu þig strax í síma 565-9500 HRAÐLESTRARSKÓLINN w w w. h r a d l e s t r a r s k o l i n n . i s HELGINA 9.–13. ágúst bregður Filmundur sér um það bil fimmtán ár aftur í tímann og sýnir nokkrar af ástsælustu kvikmyndum níunda ára- tugarins. Hver man ekki eftir mynd- um á borð við Flashdance, Foot- loose, Dirty Dancing, Desperately Seeking Susan, Beverly Hills Cop, Absolute Beginners og Top Gun? Margir fá eflaust fiðring í fæturna við endurminningarnar, en þessar myndir sjást afar sjaldan á hvíta tjaldinu nú orðið og ættu allir sem minnast þessara tíma með gleði í hjarta að nýta þetta einstaka tæki- færi og eyða helginni í bíó með Filmundi. Látum dansinn duna! Það má segja að umrætt tímabil hafi fengið uppreisn æru undanfarið og verið áhrifavaldur í söngleikja- uppsetningum, dagskrárgerð og tískustraumum, svo eitthvað sé nefnt. Það er því vel við hæfi að sýna þessar myndir nú, svo að yngri kyn- slóðir fái að njóta þeirra. Það er óhætt að segja að dans- myndir hafi komið sterkar inn á þessum tíma og á þessi kvikmynda- grein þrjá verðuga fulltrúa á hátíð- inni. Hátíðin verður sett með stór- myndinni Flashdance, sem kostaði foreldra ungra stúlkna ómældar upphæðir í formi djassballetttíma. Segja má að Flashdance hafi verið hápunkturinn á ferli Jennifer Beal, sem hefur síðan einbeitt sér að sápu- óperum í sjónvarpi, en leikstjórinn Adrian Lyne gerði síðar m.a. Nine and ½ Weeks og Fatal Attraction. Í dag má sjá áhrif frá Flashdance í öðru hvoru myndbandi á MTV, þar sem byggt er á hinu fræga atriði þar sem Alex fer í mikla og erfiða dans- prufu – og stenst raunina, eftir mis- heppnaðar tilraunir. Önnur vinsæl mynd var Footloose, með Kevin Bacon í aðalhlutverki, en hún fjallar um tilverurétt dansins, hvorki meira né minna, en Kevin flytur ásamt fjölskyldu sinni til smá- bæjar þar sem dans- og rokktónlist er bannvara. Hann heldur í kross- ferð gegn þessum óréttlátu viðhorf- um og flækjast málin verulega þegar hann verður ástfanginn af dóttur prestsins sem hefur komið þessum reglum á. Mun dansinn sigra? – það er spurningin. Dansinn sigrar svo sannarlega í Dirty Dancing, en sú mynd kom af stað miklu æði og sérnámskeiðum í dansskólum landsins – „dirty danc- ing“ var meira að segja kenndur í leikfimitímum í Menntaskólanum í Reykjavík. Eins og flestir muna gengur sá dans út á að parið dansar þétt hvort upp við annað og nuddar mjöðmunum saman og var því að margra mati á mörkum velsæmis. Þessi dansaðferð verður tæki í ákveðinni stéttabaráttu sem á sér stað í sumarbúðum, þar sem yfir- stéttarstúlkan Baby verður ástfang- in af danskennaranum og lágstétt- arfolanum Johnny. Hann sýnir henni engan áhuga fyrr en hún kemst í þá stöðu fyrir röð tilviljana að dansa með honum í sýningu. Með því að til- einka sér dónalega alþýðudansinn tekst henni loks að ná athygli John- nys og allt fer vel að lokum. Dirty Dancing kom Patrick Swayze á stjörnuhimininn, en hann varð ákaf- lega vinsæll í kjölfarið og lék í mynd- um á borð við Ghost. Þó að vin- sældir hans hafi dalað nokkuð er óhætt að segja að hann hafi verið einn af aðalhjarta- knúsurum níunda áratugarins. Löggur og flugkappar Á hátíðinni má einnig sjá frum- raun Madonnu í kvikmyndum, en það er hin ágæta Desperately Seeking Susan. Í huga margra er hér um að ræða langbestu mynd Madonnu, en kvikmyndaferill poppstjörnunnar hefur verið þyrnum stráður, eins og kunnugt er. Shanghai Sur- prise, Who’s That Girl og The Next Best Thing gerðu sig einfaldlega ekki alveg. Leik- stjórinn Susan Seidelman hef- ur aðallega unnið í sjónvarpi undanfarin ár, en hún hefur meðal annars leikstýrt sjón- varpsþáttunum Sex and the City. Madonna er ekki eina popp- stjarnan sem kemur við sögu á hátíðinni; David Bowie leik- ur í Absolute Beginners en sú mynd er hópdýrkuð í dag (e. „cult“). Hún byggist á samnefndri skáldsögu Col- ins MacInnes og lýsir lífinu í London á sjötta áratugnum. David Bowie sér um tónlistina, og má segja að mynd- in sé tónlistarútfærsla á skáldsög- unni. Leikstjórinn Julian Temple hefur aðallega unnið að tónlistar- myndum og gerði meðal annars hina frábæru heimildarmynd The Filth and the Fury sem fjallar um Sex Pistols og Filmundur sýndi einmitt fyrir um það bil ári. Beverly Hills Cop-myndaröðin, með Eddie Murphy í hlutverki hins mjög svo óhefðbundna rannsóknar- lögreglumanns Axels Foleys, hefur notið gríðarlegra vinsælda, og verð- ur fyrsta myndin í seríunni sýnd á hátíðinni, en hún verður að teljast langbest, að hinum ólöstuðum, eins og verða vill með fyrstu myndir í svona myndaröðum. Eddie Murphy er án efa einn af vinsælustu gam- anleikurum seinni tíma; þegar mað- ur heldur að hann sé búinn að vera rís hann alltaf upp á ný, nú síðast í hlutverki Klump-fjölskyldunnar í Nutty Professor-myndunum. Síðast en ekki síst sýnir Filmund- ur stórmyndina Top Gun með Tom Cruise í aðalhlutverki. Það er óhætt að segja að sú mynd hafi skotið hon- um upp á stjörnuhimininn, en þar hefur hann átt nokkuð öruggt sæti síðan. Flugkappinn Maverick kemst að því að árennilegar konur geta ver- ið vélaverkfræðingar, en það er að- eins ein af fjölmörgum uppgötvunum á þroskaferli Mavericks í Top Gun. Hátíðin hefst með hátíðarsýningu á Flashdance fimmtudaginn 9. ágúst í Háskólabíói, en nánari dagskrá má finna á kvikmyndasíðum dagblað- anna. Filmundur með sítt að aftan Filmundur sýnir nokkur af meistaraverkum níunda áratugarins Tom Cruise byrstir sig í Top Gun. Madonna í hlutverki sínu í Desperately Seeking Susan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.