Morgunblaðið - 09.08.2001, Page 52

Morgunblaðið - 09.08.2001, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra átti fund með Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington í gær þar sem sameig- inleg hagsmunamál þjóðanna voru til umræðu, m.a. varnarsamstarfið, samstarf innan NATO og tvíhliða viðskiptamál. Var þetta fyrsti tví- hliða fundur ráðherranna frá því að Colin Powell tók við embætti. Sverr- ir Haukur Gunnlaugsson, ráðuneyt- isstjóri í utanríkisráðuneytinu, og fleiri embættismenn úr utanríkis- þjónustunni sátu einnig fundinn ásamt sendiherrum ríkjanna, þeim Jóni Baldvini Hannibalssyni og Bar- böru J. Griffiths, sem fór gagngert vestur um haf til að vera viðstödd. Halldór Ásgrímsson sagði við Morg- unblaðið að fundi loknum að engar nýjar áherslur eða óskir hefðu kom- ið fram af hálfu Bandaríkjamanna aðrar en þær að þjóðirnar eigi áfram náið og gott samstarf í varnarmál- um. Halldór sagðist ekki hafa merkt neina stefnubreytingu í máli Powells gagnvart varnarsamstarfinu við ís- lensk stjórnvöld, þrátt fyrir stjórn- arskiptin í Bandaríkjunum. Halldór segir að fundurinn hafi verið vinsamlegur og mikilvægur undanfari þeirra viðræðna ríkjanna sem halda á áfram í haust um varn- arsamning Íslands og Bandaríkj- anna, sem rann út í apríl sl. „Við ræddum allítarlega varnar- samstarf Íslands og Bandaríkjanna í gegnum tíðina og stöðu þeirra mála. Ég fór yfir okkar áherslur í þeim efnum, sem eru þær helstar að við viljum ekki sjá miklar breytingar. Við teljum að starfsemin á Keflavík- urflugvelli sé á því stigi að þar sé um að ræða lágmarksvarnir fyrir land- ið. Bandaríkjamenn hafa verið að skera niður framlög til varnarmála á síðustu árum og alltaf er eitthvað í gangi í því sambandi,“ sagði Hall- dór. Aðspurður hvort rætt hefði verið að hafa orustuþotur og björgunar- sveit áfram í Keflavík sagði Halldór það ekki hafa verið rætt sérstak- lega. Hann hefði fyrst og fremst lýst þeirri skoðun Íslendinga að sá við- búnaður sem væri á Keflavíkurflug- velli í dag væri lágmarksviðbúnaður. Íslensk stjórnvöld hefðu ekki uppi óskir um breytingar þar á og Banda- ríkjamenn hefðu ekki heldur lagt fram óskir um breytingar. Ánægja með friðargæslu- hlutverk Íslendinga Málefni NATO komu einnig til umræðu sem og væntanlegur vor- fundur utanríkisráðherra banda- lagsins í Reykjavík á næsta ári. Halldór sagði Colin Powell líta til fundarins með tilhlökkun. Stækkun- arferli Atlantshafsbandalagsins hefði komið til tals og þar væru þjóðirnar með svipaðar áherslur. „Við ræddum einnig ítarlega um friðargæslu Sameinuðu þjóðanna og friðargæsluhlutverk Íslands. Það hefur vakið almenna ánægju okkar bandamanna að við ætlum okkur að efla starf á því sviði og leggja meira af mörkum. Powell var ánægður að heyra að við úr utanríkisráðuneyt- inu værum að fara til Kosovo í næstu viku til að kynna okkur að- stæður og hvernig best verður stað- ið að friðargæsluhlutverkinu,“ sagði Halldór. Auðlindamál komu til tals á fundi Halldórs og Powells í gær. Vaxandi áhugi er fyrir nánu samstarfi við Ís- land á sviði orkumála, sér í lagi nýt- ingar jarðhita. Að sögn Halldórs fór sendinefnd frá Íslandi til Kaliforníu í þessu skyni og fulltrúar þaðan hafa einnig heimsótt Ísland. Þá var rætt um hvalveiðimál á fundinum. Halldór Ásgrímsson átti fund í gær með utanríkisráðherra Bandaríkjanna Powell kynnti engar áherslubreytingar Ljósmynd/Friðrik Jónsson Vel fór á með þeim Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington í gær. Þetta var fyrsti tvíhliða fundur þeirra eftir að Powell tók við embætti. Powell var boðið að skoða Ísland í tengslum við vorfund utanríkisráðherra NATO-ríkja í Reykjavík á næsta ári. TALIÐ er að gjaldskrárhækkun, sem Eimskip hefur þegar ákveðið, muni skila félaginu 200 milljónum króna fram að áramótum. Ákveðið hefur verið að gjaldskrá flutningsgjalda í sjóflutningum hækki um 9,7% hinn 12. ágúst næstkomandi. Fyrirhugað er að taka upp sérstakt gjald í for- og áframflutningum innan- lands. Áður var þessi kostnaður inni- falinn í sjóflutningstekjum, að sögn Ingimundar Sigurpálssonar, for- stjóra Eimskipafélags Íslands. Hann segir að enginn bilbugur sé á félaginu vegna fyrirhugaðrar bygg- ingar 19.300 fermetra vöruhótels á Sundabakka. Framkvæmdir séu ekki hafnar en deiliskipulagi á lóðinni hef- ur verið breytt og búið er að sækja um byggingarleyfi. Væntanlega verð- ur ákvörðun um útboð verksins tekin á næstu vikum eða mánuðum. Eimskipafélagið Gjaldskrár- hækkun skilar 200 milljónum  Áhugavert/C6 UM 100% verðmunur var á milli Bónuss og Nýkaups þegar Morgun- blaðið kannaði verð á íslensku græn- meti í verslunum á höfuðborgar- svæðinu sl. þriðjudag. Um 106% verðmunur var á grænni papriku, ódýrust var hún í Bónus á 339 kr. en dýrust í Nýkaupi og Nóatúni á 699 kr. Verð á grænni papriku hefur lít- illega lækkað frá því á sama tíma í fyrra en að sögn Guðmundar Sig- þórssonar, skrifstofustjóra í land- búnaðarráðuneytinu, hafa tollar á henni lækkað um þriðjung. „Sú tolla- lækkun ætti að skila sér í lægra verði á grænni papriku, íslenskri eða inn- fluttri, sé sú staðhæfing rétt að toll- arnir haldi uppi verðinu til framleið- enda um sumartímann þegar framleiðslan er hvað mest.“  Um 100%/17 Mikill verð- munur á grænmeti SÍÐUSTU tólf mánuði hafa þrír sjúklingar komið á bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi eftir neyslu smjörsýru, sem hefur verið mikið í um- ræðunni í kjölfar atburða versl- unarmannahelgarinnar. Curtis P. Snook, bráðalæknir með sérmenntun í klínískri eitur- efnafræði sem starfar á bráðamót- tökunni, segir að þar af hafi tveir verið hætt komnir vegna neyslu á efninu. Sjúklingarnir voru lagðir inn á gjörgæslu í öndunarvél og segir Snook að öndun hefði líklega stöðvast hefðu þeir ekki komið til meðferðar. Hann veit ekki til að sjúklingar hafi látist hér á landi eftir neyslu efnisins, en segir að nokkrir einstaklingar látist á hverju ári í Bandaríkjunum vegna neyslu smjörsýru. Falla í djúpan svefn eftir neyslu efnisins Snook telur að meirihluti þeirra sem koma á gjörgæslu hér á landi eftir neyslu smjörsýru hafi verið að prófa efnið til að komast í vímu. Hann segir að fólk komist aftur á móti ekki í vímu við inntöku lyfs- ins, heldur verði það mjög syfjað og falli í djúpan svefn. Snook segir að erlendis sé nokk- uð um að íþróttamenn taki inn smjörsýru í sama tilgangi og stera og einhverjir taki lyfið til að hjálpa sér til að sofna. Einnig er þekkt að kynferðisbrotamenn byrli fórnar- lömbum sínum lyfið þannig að þau falli í djúpan svefn sem auðveldi brotamönnunum að vinna voða- verk. Snook segir að stundarfjórðungi eða hálftíma eftir inntöku efnisins falli fólk í djúpt dá, sem vari í um tvo klukkutíma. Síðan vakni það skyndilega, eins og upp af vondum draumi. Erfitt að færa sönnur á notkun lyfsins Eyrún Jónsdóttir, hjúkrunar- fræðingur á neyðarmóttöku fyrir nauðganir, sem starfrækt er á sjúkrahúsinu í Fossvogi, segir að síðustu ár hafi komið upp þó nokk- ur mál þar sem grunur hafi leikið á að fórnarlömbum kynferðisglæpa hafi verið byrlað lyf. Hún segir þó að þar sem öll merki um neyslu smjörsýrunnar hverfi á tólf tímum eftir inntöku efnisins hafi aldrei verið hægt að færa sönnur á að það hafi verið notað. Eyrún segir að miðað við lýs- ingar stúlkna sem var nauðgað á útihátíðinni Eldborg um síðustu helgi gæti efnið hafa verið notað í tveimur tilfellum og segir hún að sterkur grunur leiki á um notkun efnisins í einu tilfelli. Hún segir að blóðsýni hafi verið tekin úr þeim stúlkum og að væntanlega skýrist í næstu viku hvort efnið hafi fund- ist í sýnunum. Tveir voru hætt komnir vegna neyslu smjörsýru JEPPI með tveimur mönnum valt á Kaldadal í námunda við Þórisjökul í gærkvöldi. Hvorug- an sakaði en draga þurfti jepp- ann mikið skemmdan til byggða með kranabíl. Mennirnir voru með tökuliði frá Þýskalandi sem var á ferð á nokkrum jeppum um hálendið til að gera auglýs- ingamynd á vegum B&L. Vegfarandi, sem átti leið um Kaldadal en tilheyrði ekki töku- liðinu, tilkynnti um bílveltuna til lögreglunnar í Borgarnesi þeg- ar hann var kominn í símsam- band með þeim orðum að þrír væru alvarlega slasaðir. Í ljósi þeirra upplýsinga var óskað eft- ir því að þyrla Landhelgisgæsl- unnar yrði í viðbragðsstöðu, en þegar frekari fregnir bárust af slysstað var beiðnin afturkölluð. Jeppi valt á Kaldadal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.