Morgunblaðið - 21.08.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 21.08.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isFram að ráða nýjan þjálfara í handknattleik?/B1 Haukur Ingi til Molde?/B1 16 SÍÐUR40 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM TVÍTUGUR karlmaður missti framan af handlegg í vinnuslysi í fiskvinnslufyrirtæki í Fellabæ í gærmorgun. Maðurinn festi höndina í fisk- vinnsluvél og var hann fluttur með sjúkraflugi á Landspítala – há- skólasjúkrahús í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis á slysa- deild er maðurinn ekki í lífshættu en ekki var hægt að græða hönd- ina aftur á. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum er málið nú í rann- sókn. Missti framan af handlegg SÝSLUMAÐURINN í Vík í Mýrdal rannsakar ferð fólks með hrossahóp um Lakagíga um verslunarmanna- helgina. Sýslumanni barst kvörtun frá landverði, er starfar í Lakagígum á vegum Náttúruverndar ríkisins, en hann segir að fólkið hafi ekki hlýtt tilmælum sínum og að viðkvæmur gróður við gígana hafi skemmst. Að sögn Sigurðar Gunnarssonar sýslu- manns eru skýrslutökur eftir og gætu þær tekið nokkurn tíma. Að þeim loknum verður tekin ákvörðun um framhald málsins og ákveðið hvort kært verður. Um tuttugu manns voru í förinni og kemur fólkið víðs vegar að af landinu, flest þó af höfuðborgarsvæðinu. Sögð hafa skemmt viðkvæman gróður við Lakagíga UNDIRBÚNINGUR að lands- fundi Sjálfstæðisflokksins er kom- inn vel á veg, en fundurinn stendur dagana 11.-14. október. Í þessari viku standa málefnanefndir flokks- ins fyrir opnum fundum þar sem drög að ályktunum landsfundar verða kynnt og rædd. Fundirnir eru opnir öllum sjálfstæðismönn- um. Í dag standa íþrótta- og æsku- lýðsnefnd, jafnréttisnefnd, land- búnaðarnefnd, menningarmála- nefnd og nefnd um málefni eldri borgara fyrir fundum. Á morgun funda orkunefnd, skattamálanefnd og sveitarstjórna- og byggðanefnd. Fundirnir hefjast kl. 17:15 í Val- höll. Milli 1.400 og 1.500 fulltrúar hafa seturétt á landsfundinum. Yf- irskrift fundarins hefur ekki verið ákveðin og endanleg dagskrá ligg- ur ekki fyrir. Landsfund- ur Sjálfstæð- isflokksins 11. október ÍSLENDINGAR fengu fern gull- verðlaun á heimsmeistaramótinu í Stadl Paura í Austurríki og fjög- ur af sex kynbótahrossum sem fram komu fyrir hönd Íslands stóðu efst í sínum flokki en hin tvö voru í öðru sæti. Hafliði Hall- dórsson sigraði í töltkeppninni á Valíant frá Heggsstöðum í mjög sögulegri keppni. Vignir Jónasson stóð sig með mikilli prýði á Klakki frá Búlandi, vann tvo heimsmeistaratitla, ann- an í fimmgangi og hinn í stiga- söfnun þar sem reiknaður er sam- an árangur í tölti, fimmgangi og skeiði. Að auki hlaut hann brons- verðlaun í gæðingaskeiði. Reynir Aðalsteinsson hlaut brons í 250 metra skeiði á Sprengi-Hvelli frá Efstadal og Sigurbjörn Bárðarson vann sigur í 100 metra flugskeiði á Gordon frá Stóru-Ásgeirsá, en sú grein var kynnt á mótinu og því ekki talað um gullverðlaun fyrir sigur þar. Svíar unnu tvenn gullverðlaun en sigur þeirra í 250 metra skeiði þótti í meira lagi umdeildur þar sem Mjölnir, hestur sigurveg- arans Önnu Skúlason, stökk upp á síðustu metrunum í sigursprett- inum en spretturinn var ekki dæmdur ógildur. Þjóðverjar unnu ein gullverðlaun í frjálsri fimi og Danir unnu sitt fyrsta gull í slak- taumatölti. Mótið þótti takast með ágætum að flestu leyti en lok töltkeppn- innar þóttu dapurleg, þótt allir hestar hafi komist heilir frá leiknum og sjálfsagt enginn skaði orðinn. Heimsmeistaramótið í Austurríki Íslending- ar á sig- urbraut Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Það var Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra mikið gleðiefni að afhenda Hafliða Halldórssyni tölthornið. BRESKA hljómsveitin Coldplay kom til landsins í gær, en sveitin mun halda tónleika í Laugardals- höll annað kvöld. Fjórmenning- arnir komu við í Bláa lóninu til þess að þvo af sér ferðarykið á leið sinni til Reykjavíkur. Mikill áhugi er fyrir tónleikum sveitarinnar og er búist við fjöl- menni í Laugardalshöllinni á morgun. Hins vegar er enn ekki uppselt á tónleikana. Coldplay hyggst leika í eina og hálfa klukkustund og spila efni af væntanlegri breiðskífu sinni. Þeir í Coldplay hlökkuðu til að heimsækja landið og sögðu í sam- tali við Morgunblaðið á sunnudag að Ísland væri eitt þeirra landa sem þeir hefðu ávallt viljað heim- sækja. Liðsmenn Coldplay áforma að dvelja hér í fjóra daga, fram til fimmtudags, en þá halda þeir til Írlands til að leika á tónleikum U2 í Slane-kastala. Morgunblaðið/Palli Sveinsson Coldplay komin til landsins PÉTUR Magnússon, 36 ára gamall sjómaður búsettur í Ólafsvík, bjarg- aðist þegar að eldur gaus upp í fjög- urra tonna trillu, Hrönn AK, á Húnaflóa snemma á laugardags- morguninn síðasta. Báturinn er gerður út frá Akranesi og var Pétur að leysa af um helgina. „Það var í raun algjör tilviljun að ég var þarna um borð. Kunningi minn sem var með þennan bát þurfti að fara í frí og ég var með hann fyrir hann yfir helgina,“ sagði Pétur og tiltók að báturinn hafi verið í topp- standi og nýuppgerður. Eldur hafði komið upp í bátnum kvöldið áður, en Pétur slökkti hann og taldi sig hafa komist fyrir vand- ann. „Ég taldi að sá eldur hefði kom- ið upp í miðstöðinni og þorði þess vegna ekkert að kveikja á henni aft- ur.“ Þetta sagði Pétur hafa gert að verkum að hann varð seint var við eldinn sem kom upp í stýrishúsinu því brunalykt hafi verið í bátnum. „Maður veit bara ekki neitt um elds- upptökin, enda hvorki slökkviliðs- maður né rafvirki,“ sagði Pétur, en hann var nývaknaður og byrjaður að skaka þegar kviknaði í aftur. „Ég sá að stýrishúsið var allt fullt af reyk, en svo blossaði upp eldur þegar ég opnaði dyrnar. Þá lokaði ég aftur og sótti slökkvitækið sem ég var með á dekkinu frá því kvöldið áður og reyndi að slökkva en réð bara ekk- ert við eldinn. Hitinn var mjög mikill og hurðin brann fljótlega í gegn eftir að ég hafði lokað dyrunum,“ sagði hann. Þegar Pétri varð ljóst að ekki yrði ráðið við eldinn greip hann lok af fiskikari og setti fyrir dyrnar. „Ég skellti lokinu fyrir því ég þurfti að standa upp við dyrnar til að ná björgunarbátnum,“ sagði hann. Báturinn brann mjög hratt Talstöðvar og fjarskiptatæki eru öll í stýrishúsinu og Pétur hafði því engin tök á að kalla strax á hjálp. „En þykk reykjarsúlan stóð óhemju- hátt upp úr bátnum og það var heiðskí3rt þannig að ég var nokkuð klár á að ef væri skip einhvers stað- ar í nágrenninu þá myndu þeir sjá þetta. Svo kveikti ég á neyðarbauj- unni í björgunarbátnum,“ sagði hann og bætti við að í trillunni væri einnig sendir sem stöðugt sendi boð til tilkynningaskyldunnar. „Þannig að þegar hann brennur og hættir að senda hverf ég af skjánum hjá þeim og þeir vita að eitthvað er að.“ Pétur telur að trillan hafi verið orðin alelda örfáum mínútum eftir að hann komst í hann. „Þetta brenn- ur hratt, það er rosalegur eldmatur í þessu plasti þegar það brennur og það gerist miklu hraðar en ég hélt,“ sagði hann. „Þá sá ég fljótlega bát- inn sem kom nokkuð langt að vegna þess hve hann er stór. Maður verður náttúrlega svolítið rólegri þegar maður sér stórt skip koma öslandi til sín,“ sagði Pétur, sem slapp ómeiddur. Manni bjargað af brennandi báti á Húnaflóa að morgni laugardags Þykk reykjarsúlan stóð hátt upp úr bátnum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.