Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR karlmenn og ein kona fundust látin seinni hluta sunnudags í einu af veiðihúsum Veiði- og fiskiræktar- félags Landamannaafréttar við Veiðivötn í Rangárvallasýslu. Talið er að þau hafi látist af völdum kol- sýringseitrunar sem myndast m.a. við bruna í gaslampa sem fannst í veiðihúsinu. Hin látnu voru Sigurður Jónsson, 50 ára, dóttir hans Eva María Sigurðardóttir, 24 ára, Örn Sigurbergsson, 51 árs, og Óli Ágúst Þorsteinsson, 37 ára. Rannsókn lögreglu á slysinu bein- ist að því hvort fólkið hafi fengið kol- sýringseitrun, vegna þess að gasljós hafi brunnið yfir nótt og eytt öllu súrefni í húsinu. Húsið sem fólkið var í er um 25 fermetrar að stærð, með einu herbergi og forstofu, en millihurð var inn í forstofuna og voru dyrnar lokaðar. Allir gluggar á hús- inu voru einnig lokaðir þegar að var komið, enda var leiðindaveður að- faranótt sunnudags. Gils Jóhannsson, varðstjóri lög- reglunnar á Hvolsvelli, segir að veiðivörður í Veiðivötnum hafi hringt til lögreglunnar laust fyrir klukkan hálfsjö á sunnudag og til- kynnt að hann hafi komið að fjórum einstaklingum látnum í einu af veiði- húsunum við Tjaldvatn. Vörðurinn sagðist hafa farið að vitja fólksins þegar ekkert hafði sést til þess allan sunnudaginn en síðast varð vart við fólkið klukkan ellefu á laugardags- kvöld. Hann fór því að skálanum og gekk inn þegar ekkert svar barst og kom að fólkinu látnu í rúmunum. „Við fáum í raun mjög skýr skila- boð frá honum um að þannig sé ástandið. En við bregðumst samt við með þeim hætti að ræsa út lækni og sjúkrabíl og fáum okkur til aðstoðar tvo lögreglumenn frá Árnessýslu, þar af var annar þeirra rannsókn- arlögreglumaður,“ segir Gils. Ekki vart við gaslykt Hann segir lögregluna hafa verið komna að Veiðivötnum um níuleytið á sunnudagskvöld. „Við fórum þarna inn og þar blasti við okkur það sama og veiðiverðinum, fjórir einstakling- ar liggjandi í rúmum og augsýnilega látnir. Þrír þeirra voru í svefnpokum eins og þeir hefðu verið búnir að koma sér fyrir og farnir að sofa. Fjórði einstaklingurinn, karlmaður, hefur trúlega setið á kojuendanum og annaðhvort verið að hátta sig eða eiga eitthvað við svefnpokann sinn þegar hann líður út af. Það lítur þannig út, hann var með fætur niður á gólfi og eins og hann hafi liðið út af eða lagst aftur fyrir sig.“ Gils segir að húsið hafi verið lokað þegar veiðivörðinn bar að og allir gluggar verið lokaðir. Ekki segist veiðivörðurinn hafa orðið var við neina gaslykt þegar hann fór inn í húsið en gaskúturinn var tómur og allar aðstæður bentu til þess að um dauða af völdum eitraðra loftteg- unda hafi verið að ræða. „Þetta var sorglegt slys og í raun- inni ekkert annað. Rannsókn okkar gengur klárlega í þá veru. Fólk var í svefnstellingum og líklega sofnað, nema hugsanlega þessi eini. Þetta er mjög lúmskt og gerist, held ég, ekki á löngum tíma.“ Gils segir þó rann- sókn málsins ekki lokið. Beðið verð- ur eftir niðurstöðum úr réttarkrufn- ingu og gaskútar sem fundust í veiðihúsinu verða skoðaðir nánar. Kolsýringur hefur lamandi áhrif Þórir B. Kolbeinsson, yfirlæknir á heilsugæslustöðinni á Hellu, fór með lögreglunni á vettvang við Veiðivötn. Hann staðfesti andlát einstakling- anna fjögurra og tók síðan þátt í að móta hugmyndir um orsakir þess að fólkið var látið. Að sögn Þóris var þarna greinilega um að ræða tiltölu- lega lítið rými með lokuðum glugg- um og dyrum. Þegar gas brennur eyðir það upp súrefni úr loftinu og jafnframt myndast eitraðar úr- gangslofttegundir sem aðallega eru kolsýringur og koltvísýra. Ef loft- ræsting er ekki nægilega góð hlaðast þessi efni upp og þar sem kolsýring- urinn er lyktarlaus er erfitt fyrir fólk að átta sig á því hvað er að gerast. Að sögn Þóris eru áhrif þessara eitruðu lofttegunda margvísleg á líkamann, m.a. á miðtaugakerfið þar sem þau sljóvga og gera fólk dómgreindar- lausara og syfjaðra. Eftir því sem magnið eykst slævir það öndun og hefur lamandi áhrif. „Maður getur svo sem ímyndað sér að fólkið hafi lagst fyrir og gaslampinn hugsan- lega verið í gangi. Þá safnast meira og meira magn upp af þessu þangað til það nægir til þess að valda dauða. Við bruna eyðist súrefni úr loftinu en fyrst og fremst hleðst upp meira og meira magn af þessum kolsýringi sem eitrar raunverulega fyrir fólk- inu og leiðir hreinlega til dauða,“ segir Þórir. Hann segir nauðsynlegt að brýna fyrir fólki við notkun á gasi almennt að hafa góða loftræstingu. Margir nota gastæki bæði til að gefa ljós og hita og sé ekki góð loftræst- ing geta þessar lofttegundir hlaðist upp, bæði í tjöldum og skálum. Þórir segir slíka upphleðslu banvænna lofttegunda vera annað en það sem fólk kalli gaseitrun. „Það er ekki það sem maður á kannski við, af því þetta er ekki gas sem lekur úr kútunum og eitrar fyrir fólki. Þetta er bara gas sem er að brenna, eins og það á að gera, en við brunann myndast þessi eitraða lofttegund.“ Þrír karlmenn og ein kona fundust látin í veiðiskála við Veiðivötn Talin hafa látist af völd- um kolsýringseitrunar Frá vettvangi slyssins. Lengst til vinstri er veiðihúsið sem fólkið fannst í en í forgrunni til hægri er skáli sem Ferðafélag Íslands reisti árið 1968 en er nú í eigu veiðifélagsins. Gaslampinn sem lögreglan á Hvolsvelli tók úr veiðihúsinu. Morgunblaðið/Þorkell Veiðihús Veiði- og fiskiræktarfélags Landamanna- afréttar við Veiðivötn í Rangárvallasýslu.                                     Þrír menn og ein kona létust í rúmum sínum í veiði- kofa í Veiðivötnum síðdegis á sunnudag. Að sögn Kjartans Magnússonar, formanns veiði- félagsins, verður í kjölfar slyssins farið yfir öryggismál í húsunum og kannað hvort unnt sé að fyrirbyggja slys í þeim í framtíðinni. Vel komi til álita m.a. að setja upp viðvörunarskilti í húsunum þar sem fjallað er um um- gengni við gas og ráðstafanir þar að lútandi. Skálar á hálendinu rannsakaðir Væntanleg er bráðabirgðaniðurstaða skýrslu Bruna- málastofnunar þar sem greint er frá ástandi 28 hálend- is- og fjallaskála með tilliti til brunavarna. Rannsókn á ástandi skálanna hefur farið fram í sumar og þegar hafa 20 skálar verið teknir út, þar af hafa tveir skálar fengið ágætiseinkunn og 13 taldir slæmir. Tekið skal fram að eingöngu stærstu skálar landsins sæta rannsókninni og því eru veiðihús Veiði- og fiski- ræktarfélags Landmannaafréttar ekki inni í rannsókn- inni. Þegar Morgunblaðið hafði samband við Bruna- málastofnun í gær fengust þó þær upplýsingar hjá Pétri Valdimarssyni, sem var í Veiðivötnum fyrir skömmu, að ástand umræddra veiðihúsa virtist vera gott. SLYSIÐ við Veiðivötn í Rangárvallasýslu, þar sem þrír karlmenn og ein kona létu lífið aðfaranótt sunnudags, að því er talið er, varð í einu af 13 veiðihúsum í eigu Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar. Húsin standa í þyrpingu við Tjaldvatn, á um 5 hektara svæði sem er deiliskipulagt sem skálasvæði. Húsin eru 6–12 manna og eru öll byggð úr timbri eft- ir 1980, að einu undanskildu sem byggt var um 1970. Þá er auk þess á svæðinu skáli frá 1968 sem áður var í eigu Ferðafélags Íslands, nú í eigu veiðifélagsins. Geysimikil umferð fólks er um Veiðivatnasvæðið á sumri hverju og eru 4–5 þúsund gistinætur skráðar á hverju sumri að meðtöldum gistinóttum í tjöldum, veiði- húsum, skálanum og húsbílum. Tveir veiðiverðir auk að- stoðarmanns annast vörslu á svæðinu og hafa það verk- svið m.a. að taka á móti veiðifólki og aðstoða það eftir þörfum, auk þess að annast almenna landvörslu. Veiðihúsin eru leigð út með dýnum og í þeim er renn- andi vatn. Gas fylgir ekki húsunum. Slökkvitæki og reykskynjari eru í öllum húsunum og í þeim eru opn- anleg fög. Allt að 5 þúsund gistinætur á sumri KRISTJÁN Friðgeirsson, slysa- varnafulltrúi hjá Slysavarnafélag- inu Landsbjörgu, segir óhjákvæmi- legt annað en að kofar til fjalla séu vel þéttir, til að þola vetrarveður, en slíkur frágangur geti hins vegar átt sinn þátt í því að skapa súrefnis- þurrð með því að ekkert loft kemst inn í húsið séu gluggar lokaðir þeg- ar logandi eldur er innandyra. Að sögn hans eru dæmi þess að fólk hafi séð kertaloga innandyra deyja þegar súrefni var á þrotum og stundum legið við slysum vegna skorts á loftræstingu. Kristján varpar því fram í tilefni af slysinu í Veiðivötnum um helgina, að þeir sem leigi út hús í óbyggðum geri með einum eða öðrum hætti ráðstafanir til loftræstingar í hús- unum. Þar sem svo háttar til að gas er notað að staðaldri er sjálfsagður öryggisbúnaður fólginn í gasskynj- urum sem virka eins og reykskynj- arar og gefa frá sér viðvörunarhljóð verði vart gasleka. Slíkur öryggis- búnaður komi þó ekki að notum ef súrefnisþurrð vofi yfir af völdum loga innandyra í óloftræstum híbýl- um. Grundvallarregla í umgengni við gas sé ávallt að kveikja eld áður en skrúfað er frá gasinu. Þéttir kofar geta skap- að loftræstivandamál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.