Morgunblaðið - 21.08.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.08.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ                  Til sölu VW Bjalla, 2000, ný- skráður 12,04,2000, ekinn 12,000 km, 5 gíra, 3 dyra. Ásett verð 1,970,000. 17 tommu álfelgur, geislaspilari GUNNAR Eyþórsson blaðamaður lést á heimili sínu í Reykjavík sl. laugardag, 61 árs að aldri. Hann var fæddur í Reykjavík, 23. júní 1940, næstelstur fjög- urra barna hjónanna Valgerðar Evu Vil- hjálmsdóttur og Ey- þórs Gunnarssonar læknis. Gunnar lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1960 og stundaði að því loknu nám við læknadeild og heimspekideild Háskóla Íslands en hvarf frá námi. Frá 1964–1970 starfaði hann sem kennari við Voga- skóla, Kópavogsskóla og Matreiðslu- og veitingaþjónaskólann en réðst til starfa á fréttastofu Ríkisút- varpsins árið 1970 og starfaði þar til ársloka 1980. Þá starfaði hann um nokkurra ára skeið hjá Menningar- sjóði. Síðustu ár stundaði hann ýmiss konar ritstörf og textagerð á eigin veg- um, auk þess að skrifa reglulega um erlend málefni í DV. Sambýliskona Gunnars er Hjör- dís Guðbjartsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. Hann lætur eftir sig þrjú uppkomin börn af fyrra hjónabandi. Andlát GUNNAR EYÞÓRSSON ÚTFÖR Ásgríms Hartmannssonar fyrrverandi bæjarstjóra í Ólafsfirði fór fram frá Ólafsfjarðarkirkju sl. laugardag. Ásgrímur lést aðfara- nótt mánudagsins 12. ágúst, níræð- ur að aldri. Að lokinni athöfn í kirkjunni var gengið með kistu Ásgríms í gegn- um bæinn og í kirkjugarðinn. Bæj- arfulltrúar í bæjarstjórn Ólafsfjarð- ar báru kistuna úr kirkju en þá tóku við Rotary-félagar en Ásgrím- ur var einn af stofnfélögum Rot- aryklúbbs Ólafsfjarðar. Síðan tóku við kistunni barnabörn, tengdasynir og sonur, í alls sex hópum. Á leið- inni að kirkjugarðinum var stað- næmst við Kolku, einbýlishús Ás- gríms og Helgu Jónínu Sigurðar- dóttur konu hans, þar sem fram fór húskveðja. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Útför Ásgríms Hartmannssonar. Kistuberar eru t.v. Sæmundur Kristjánsson, Helga Kristjánsdóttir og Illugi Hartmannsson, hægra megin eru Ásgeir Örn Þorsteinsson, Ásta Þorsteinsdóttir og Sveinn Þórir Guðmundsson. Fremst á myndinni með kransinn eru Lilja og Reynir Helgi, barnabörn Ásgríms. Útför Ás- gríms Hart- mannssonar VAKNAÐ hafa spurningar um ör- yggi körtubíla eftir að banaslys varð í lokaumferð Íslandsmótsins í körtu- kappakstri á Alexandersflugvelli á Sauðárkróki á laugardag. Forsvars- menn akstursíþróttafélaga harma slysið og segja að úrbætur verði skoð- aðar í kjölfar rannsóknar. Í slysinu fórst Brynjar Örn Hlíð- berg, en Ólafur Kr. Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra akstursfélaga, segir að hann hafi ver- ið vanur ökumaður og í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna til Íslands- meistaratitils. „Það var engin keppni byrjuð held- ur var verið að skoða brautina. Brynj- ar var búinn að keyra fjóra til fimm hringi þegar slysið átti sér stað í ein- um hægasta kafla brautarinnar og bíllinn því ekki á mikilli ferð. Vinstra afturhjólið snerti brautarmerkingu, sem er felgulaust fólksbíladekk í plastpoka sem liggur laust á jörðinni, en við það hálfvalt bíllinn eða enda- stakkst þegar hann kastaðist upp að aftan.“ Ólafur sagði þekkt að bílarnir gætu oltið en það væri þó ekki algengt vegna þess hve þyngdarpunktur þeirra liggi lágt. „Fólk á að losna úr bílunum án mikillar áhættu ef þeir velta, en eins og í öðrum íþróttum geta átt sér stað slys eins og raunin varð í þessu hörmulega tilviki,“ sagði hann en vildi þó ekki alhæfa of mikið þar sem rannsókn væri enn í gangi. „Svo verður lagst vandlega yfir nið- urstöðu rannsóknar og reynt að læra af slysinu. Við gerum allt sem hægt er í þeirri von að svona lagað gerist ekki aftur,“ sagði hann. Fram kom í máli Ólafs að allur ör- yggisbúnaður sem krafist er í svona keppni hafi verið fyrir hendi. „Menn voru í hlífðargöllum, með hálskraga, hjálm og hanska. Þá voru sumir kepp- endur búnir að láta smíða á sig plast- brynjur, svipaðar og notaðar eru í mótorkrossi, sem þeir voru í innan undir gallanum og Brynjar var í einni slíkri,“ sagði hann. Þá áréttaði Ólafur að alvanalegt væri að nota dekk til að afmarka brautirnar líkt og gert var á flugvell- inum, hvort heldur sem þau væru höfð laus eða fest saman. Jafnframt sagði hann að ómögulegt væri að setja veltigrind á körtubíla. „Hugsun- in er sú sama og með mótorhjól og reiðhjól að maður eigi að losna við þetta frá sér ef maður veltur.“ 10 ára börn mega aka körtum Til eru nokkrar tegundir körtubíla og skiptast þær í flokka eftir vélarafli. „Keppnisbílarnir eru með tvígengis- vélar og í þeim eru mismunandi flokk- ar. Sá sem við notum er 125 kúbika flokkur, en svo eru til bæði aflmeiri og aflminni flokkar. Þetta er svona miðl- ungsflokkur og einn sá algengasti víða um heim. Svo er til önnur gerð karta sem eru svokallaðir „leigubíl- ar,“ sem eru með svipaðar grindur en miklu aflminni mótor sem er fjór- gengisvél,“ sagði hann og bætti við að bílar með 125 rúmsentimetra slag- rými færu alla jafna ekki mikið yfir 100 kílómetra hraða á klukkustund en bílarnir sem væru til leigu og hefðu fjórgengisvélar færu ekki hraðar en á 60 til 70 kílómetra á klukkustund. Í reglugerð nr. 275 frá árinu 2000 um akstursíþróttir og aksturskeppni kemur fram að 10 ára börn megi aka kraftminnstu körtunum, með allt að 250 rúmsentimetra slagrými í fjór- gengisvél og allt að 80 rúmsentimetr- um með tvígengisvél. Banaslys á Alexandersflugvelli við Sauðárkrók Valt eftir snertingu við brautarmerkingu TF-SÝN, Fokkerflugvél Landhelg- isgæslunnar, lenti á einum hreyfli í Keflavík um þrjúleytið í gær. Að sögn Landhelgisgæslunnar var vél- in í gæslu- og ísflugi i er áhöfnin varð vör við bilun í öðrum hreyfl- inum. Ákveðið var að slökkva á honum og halda til Keflavíkur. Hjá Landhelgisgæslunni fengust þær upplýsingar að fjögurra manna áhöfn vélarinnar hafi strax látið vita af biluninni og hafi því mikill viðbúnaður verið í stjórn- stöð og hjá Flugmálastjórn. Vélin lenti heilu og höldnu í Keflavík um tveimur tímum síðar og hófst við- gerð á hreyflinum skömmu seinna. Ljósmynd/Hilmar Bragi Viðgerð á hreyfli TF-SÝN í Keflavík í gær. Flugvél Land- helgisgæsl- unnar lenti á einum hreyfli GÍSLI Þorsteinsson, lögreglu- fulltrúi hjá rannsóknardeild lögregl- unnar í Hafnarfirði, segir ljóst að mjög gott púður hafi verið notað í rörasprengjuna sem sprakk á Strandgötu í Hafnarfirði á laugar- dagskvöld. Sprengjunni var kastað að inngangi inn í verslunarhúsnæði sem lokað var af með járnhliði. Reyndist hún óvenjuöflug og flugu sprengjubrot í allar áttir. Tvær stúlkur, sem voru í bíl er ók fram hjá húsasundinu þegar sprengingin varð, tognuðu í hálsi þegar sprengi- krafturinn henti bílnum til. Þær sak- aði að öðru leyti ekki en bútur úr sprengjunni lenti í bíl stúlknanna og sprengdi gat á framhjólið bílstjóra- megin. Unnið er að rannsókn máls- ins. „Rörasprengjur eru misjafnlega öflugar eftir því hvernig púður er notað og hversu mikið af því er not- að. Í þessu tilviki hefur verið um að ræða mjög gott púður. Það er ekki spurning,“ segir Gísli. Hann segir að oftast flettist röra- sprengjur í sundur við sprengingu án þess að tætast í sundur. Í um- ræddu tilviki á Strandgötu hafi hún hins vegar tæst í sundur ekki ósvip- að og þegar handsprengja springur. Hann segir efni í rörasprengjur auðfengið en að sama skapi séu þær stórhættulegar. Sem fyrr segir var sprengjan óvenjuöflug og meðal annars grófust brot úr henni djúpt inn í álkant á húsinu. Þá brotnuðu þrjár rúður í verslunarhúsnæðinu auk þess sem hurð þrýstist upp. Lögregla biður þá sem hafa vísbendingar um tildrög sprengingarinnar að hafa samband við sig. Tættist líkt og handsprengja Morgunblaðið/Billi Bútar úr rörasprengjunni sem sprakk á Strandgötu á laugardagskvöld. Mikil mildi að ekki fór verr FISKISKIPIÐ Aðalvík SH-344 frá Ólafsvík kom til hafnar á Þingeyri í gær en skipverjar eru grunaðir um ólöglegar veiðar. Fokkerflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SÝN, kom að skipinu um 12 mílur út af Önund- arfirði um hádegið í gær og mældi staðsetningu þess 0,7 mílur innan við landhelgislínuna. Skipið var því of nærri landi miðað við það sem leyfi- legt er við togveiðar. Að sögn sýslu- mannsins á Ísafirði, Ólafs Helga Kjartanssonar, kom skipið til hafnar um fjögurleytið í gær og fóru tveir lögreglumenn um borð. Þeir lögðu hald á skipsdagbækur, innsigluðu afla og yfirheyrðu skipstjóra. Aðalvík hét áður Jói Bjarna SF 16. Það er 234 brúttórúmlestir og var smíðað í Aust- ur-Þýskalandi árið 1959. Staðið að meintum ólöglegum veiðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.