Morgunblaðið - 21.08.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.08.2001, Qupperneq 18
AKUREYRI 18 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ KRISTJÁN Þór Júlíusson bæjar- stjóri á Akureyri tók fyrstu skóflu- stunguna að nýrri stólalyftu í Hlíð- arfjalli sl. laugardag. Nær lagi væri að tala um að bæjarstjórinn hafi tekið fyrstu skíðastunguna að lyftunni, því til verksins notaði hann svigskíði sem hafði verið útbúið sérstaklega til verksins. Bæjarstjóra til aðstoðar voru tveir aldnir heiðursmenn og helstu skíðaforkólfar bæjarins, þeir Her- mann Sigtryggsson og Óðinn Árnason. Í kjölfarið hófust svo jarðvegs- framkvæmdir í Hlíðarfjalli. Fyr- irtækið Árfell ehf. í Dalvíkurbyggð átti lægsta tilboð í byggingu und- irstaðna fyrir nýju lyftuna og var samið við fyrirtækið á grundvelli þess. Árfell bauðst til að vinna verkið fyrir tæpar 17 milljónir króna, sem er um 81% kostnaðar- áætlun. Verkinu skal lokið fyrir 15. október. Áður hafði verið gengið frá kaupum á nýrri fjögurra sæta stólalyftu af Doppelmayr gerð og er stefnt að því að uppsetningu hennar verði lokið um miðjan desember nk. Nýja lyftan flytur um 2.000 manns á klst. en gamla stólalyftan flutti um 450 manns á klst. Heildarkostnaður við lyftuna og uppsetningu hennar er um 160 milljónir króna. Morgunblaðið/Kristján Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri tók skóflustungu að nýrri stólalyftu í Hlíðarfjalli sl. laugardag og notaði til þess svigskíði sem hafði verið sér- staklega útbúið til verksins. Honum til aðstoðar voru skíðaforkólfarnir Hermann Sigtryggsson, til vinstri, og Óðinn Árnason. Skóflustunga tekin að nýrri stólalyftu HELGIN var róleg hjá lögreglu og slökkviliði á Akureyri. Hins vegar var sl. föstudagur erilsamur hjá slökkviliðinu og m.a. bárust tvær til- kynningar um eld á tæpum fimm mínútum. Skömmu fyrir hádegi á föstudag barst tilkynning um eld í potti í íbúð við Snægil. Húsráðanda tókst að slökkva eldinn með eldvarnarteppi áður en slökkvilið kom á vettvang en slökkviliðið reykræsti íbúðina. Tæpum fimm mínútum síðar barst tilkynningin um eld í drátt- arvél við bæinn Syðri-Brennihól. Þangað var sendur annar slökkvibíll en dráttarvélin var alelda þegar að var komið. Þessu til viðbótar bárust þrjú brunaútköll en þau komu frá eld- varnarkerfum og áttu sér skýringar aðrar en að eldur væri laus. Þá komu tvö slys til kasta sjúkra- flutningamanna á Slökkvistöð Ak- ureyrar sl. föstudag. Fullorðin kona datt illa í Borgarsíðu og slasaðist á höfði og drengur brenndist illa á hendi við Skútagil. Hann setti hönd- ina í nýlagða götumálningu sem var mjög heit og brenndist illa á lófa. Annríki hjá slökkviliði GÍFURLEGUR áhugi var fyrir jasstónleikunum sem haldnir voru í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi sl. laugardagskvöld. Tónleikarnir voru hápunkturinn á fjögurra daga Django djasshátíð á Ak- ureyri, þar sem innlendir og er- lendir tónlistarmenn stigu á svið. Húsfyllir var en um 600 manns sóttu tónleikana og þurftu margir frá að hverfa. Tónleikarnir stóðu yfir í fimm klukkustundir og hóf- ust með leik akureyska django- tríósins Hrafnasparki. Einnig komu fram hljómsveitin Pearl Django frá Bandaríkjunum og Robin Nolan Trio frá Hollandi, ásamt söngvaranum Randy Greer frá Spáni og gítarleikaranum Paul Weeden frá Noregi. Jón Hlöðver Áskelsson, formað- ur Jazzklúbbs Akureyrar, sagði að tónleikarnir hefðu verið vel heppnaðir og stemmningin í hús- inu mjög góð. „Þessi jasshátíð hefði sómt sér vel hvar sem er í heiminum,“ sagði Jón Hlöðver. Robin Nolan Trio hélt tónleika í Deiglunni sl. fimmtudagskvöld og Pearl Django daginn eftir og var uppselt á þá báða. Einnig var mik- ill áhugi fyrir djassnámskeiðinu sem Robin Nolan Trio stóð fyrir í Tónlistarskólanum en námskeið- inu lauk með tónleikum í göngu- götunni á laugardag. Að sögn Jóns Hlöðvers var námskeiðið kjarninn í hátíðinni. Vel heppnaðir djasstónleikar á Glerártorgi Morgunblaðið/Kristján Söngvarinn Randy Greer og gítarleikarinn Paul Weeden taka lagið með Robin Nolan Trio í verslunarmiðstöð- inni Glerártorgi. Lengst til vinstri er Paul Meader, bassaleikari Robin Nolan-tríósins. NEMENDUM við Háskólann á Ak- ureyri fjölgar um ríflega 30% milli ára. Kennsla hófst í háskólanum í gær, mánudag, og hófu þá nám rétt um 900 nemendur, en þeir voru 688 á síðasta skólaári. Nýnemar eru alls um 500 talsins og hefur þeim fjölg- að um rúmlega 40% frá fyrra skóla- ári. Mest fjölgun er í rekstrardeild þar sem nemum fjölgar úr 168 í 293 og þá fjölgar nemendum í kenn- aradeild úr 258 í 342. Nemendum í fjarnámi fjölgar einnig umtalsvert eða úr 156 nemendum í 273. Ný deild, upplýsingatæknideild, tók til starfa í gær og þar mun 31 nemandi hefja nám í tölvunarfræði til BS-prófs. Deildarforseti er Mark O’Brian sem var prófessor við tölv- unarfræðideild háskólans í Notting- ham í Bretlandi. Fyrsta vika skólaársins hefur að þessu sinni fengið nafnið Nýnema- vika og er ástæðan sú að sérstök kynningarvika hefur verið skipu- lögð fyrir alla nýnema sem skráðir eru við háskólann. Meginmarkmið hennar er að kynna nemendum Nýnemavika í Háskólanum á Akureyri Nemendum fjölgar um ríflega 30% milli skólaára Morgunblaðið/Kristján Jóna Jónsdóttir, verkefnisstjóri nýnemaviku í Háskólanum, ræðir við nemendur á upplýsingatæknideild, sem sestir voru á skólabekk í gær. tölvukerfi, tölvuumhverfi og stoð- þjónustu skólans og gefa þeim tæki- færi til að kynnast innbyrðis og starfsfólki skólans áður en kennsla hefst. Með þessu er verið að gera aðlögun nýnema að háskólanámi auðveldari og leggja grunn að enn betri námsárangri. Hugmyndin að Nýnemavikunni er fengin að láni frá erlendum háskólum þar sem slíkar vikur hafa verið haldnar ár- lega með góðum árangri. NORÐLENSKA, kjötvinnslufyrir- tæki Kaupfélags Eyfirðinga, hefur sent sauðfjárbændum á félags- svæði sínu bréf og hvatt þá til að koma með fé til forslátrunar í dag, þriðjudaginn 21. ágúst en afurð- irnar verða sendar ferskar á Bandaríkjamarkað. Norðlenska stefnir að því að tvöfalda útflutning til Bandaríkjanna frá fyrra ári og flytja nú út 40 tonn, að sögn Jóns Helga Björnssonar framkvæmda- stjóra. Jón Helgi sagði útflutninginn til Bandaríkjanna spennandi verkefni og að fyrirtækið hefði fengið nóg af gripum í þessa fyrstu slátrun í dag. Kjötinu verður pakkað í gaspakkn- ingar, sem eiga að gefa meira geymsluþol og er þar um tilraun að ræða. Stefnt er að því að senda kjöt til Bandaríkjanna fyrir Laborday Weekend sem er þann 3. septem- ber. Norðlenska hefur haft sér- staka vottun á Bandaríkin og í síð- asta mánuði fékk fyrirtækið einnig vottun fyrir Evrópu. Sauðfjárbændur fá greitt innan- landsverð ásamt álagi fyrir allt magnið en meðalverð fyrir kílóið er um 280 krónur. Í fyrstu slátrun verður útflutningsverðið hið sama og innanlandsverð en fer síðan stiglækkandi eftir því sem líður á haustið og verður lægst í lok októ- ber, 170 krónur fyrir kílóið. 20 útlendingar í sláturtíðina Norðlenska auglýsti eftir fólki á dögunum í sláturtíðina á Húsavík, sem hefst af fullum krafti í byrjun næsta mánaðar og stendur í um tvo mánuði. Jón Helgi sagði að nokkuð vel hefði gengið að fá fólk til starfa. Alls verða ráðnir 60-70 manns og sagði Jón Helgi að í þeim hópi yrðu 20 útlendingar, frá Skandinavíu. Norðlenska slátrar fyrir Bandaríkjamarkað Stefnt að tvöfalt meiri út- flutningi en á síðasta ári

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.