Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ MANNLAUS sumarbústaður í ná- grenni Stokkseyrar brann til grunna sl. laugardagskvöld, en fólk hafði verið í honum fyrr um daginn. Bústaðurinn stóð einn og sér og því ekki hætta á að eldurinn bærist í önnur mannvirki. Lögreglunni á Selfossi barst til- kynning um eldinn laust fyrir klukkan átta á laugardagskvöld og var Brunavörnum Árnessýslu gert viðvart. Að sögn Karls Bergssonar, varaslökkviliðsstjóra, komu bílar bæði frá Stokkseyri og Selfossi á staðinn fljótlega upp úr klukkan átta og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Sumarbústaðurinn stóð í björtu báli þegar slökkvilið bar að og segir Karl hann vera gjörónýtan. Eldsupptök eru enn ekki ljós, en Lögreglan á Selfossi fer með rann- sókn málsins. Grunur leikur þó á að um gasleka kunni að hafa verið að ræða. Sumarhús brann til grunna Stokkseyri DAUFT hefur verið yfir veiðimönnum í Borg- arfjarðaránum að undanförnu og rætt um það manna í millum að árnar þar hafi ekki verið jafn vatnslitlar í mörg ár. Bragi kokkur Agn- arsson í veiðihúsinu Helgavatni við Þverá sagðist hafa eldað ofan í veiðimenn þar síðan 1994 og aldrei hafa séð ána jafn vatnslitla, svo dæmi sé tekið. Veiðitölur endurspegla þetta. Á fimmtudag- inn veiddist t.d. enginn lax í Þverá og Kjarrá og hollin í Norðurá hafa tekið fáa fiska, tvö holl þar voru með samtals 22 laxa. Þó eru menn samdóma um að talsverður lax sé í ánum. Hann tekur bara alls ekki við svona skilyrði. Þegar rætt var við menn í vikulokin voru bundnar miklar vonir við rigningarspá helg- arinnar og skýrist á næstu dögum hvort ástæða var til bjartsýninnar. Heyrst hefur þó að víða hafi strax orðið líflegra á bökkum vatnanna. Norðurá stóð í 1.270 löxum í lok vik- unnar, Þverá/Kjarrá í 1.256 löxum. Grímsá var langt að baki þeirra, en var þó nýlega að losa 700 laxa. Vel hefur hins vegar gengið í Langá, enda býr hún að vatnsmiðlun sem hefur sann- arlega skilað sínu á þessu þurrkasumri. Langá er nú komin nokkuð yfir 1.000 laxa, en allt síð- asta sumar veiddust þar 1.014 laxar. Hún fer því sýnilega langt fram úr þeirri tölu, líklega ein Borgarfjarðaránna til að gera betur en í fyrra. Svalbarðsá betri en í fyrra Um helgina voru komnir 102 laxar úr Sval- barðsá í Þistilfirði og fékk síðasta holl 10 laxa, þar af einn 19 punda og þrjá 14 punda, að sögn Jörundar Markússonar, leigutaka árinnar. Síðasta sumar veiddust 92 laxar í ánni og stefnir því í töluvert hærri tölu. Mikill lax er í nokkrum hyljum, Stórafossi, Eyrarhyljum og Laxahyl svo einhverjir séu nefndir. Þrátt fyrir boltafiska í síðasta holli er laxinn smærri held- ur en oft áður og mikið af aflanum smálax. Síð- asta holl veiddi nokkra grálúsuga fiska. Tregt í Borgarfirð- inum nema í Langá Morgunblaðið/Stefán Á. Magnússon Helgi Héðinsson t.v. með 10 punda lax úr Sandá og hef- ur beðið Arthur Bogason um að staðfesta þyngdina. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? SAMGÖNGURÁÐHERRAhefur ákveðið að skipastarfshópa til að fara yfiröryggismál á flugvöllum landsins og til að gera tillögur til ráðherra meðal annars í ljósi at- hugasemda Alþjóðaflugmálastofn- unarinnar um breytingar á lögum og reglugerðum um rannsóknir flug- slysa. Þá hefur hann beint því til rannsóknarnefndar flugslysa hvort ástæða sé til að hún endurupptaki þann þátt skýrslu sinnar sem fjallar um björgunaraðgerðir vegna flug- slyssins í Skerjafirði. Í frétt frá samgönguráðuneytinu er rakið að á blaðamannafundi í lok júní síðastliðins þar sem kynnt hafi verið bréf og skýrsla Alþjóðaflug- málastofnunarinnar hafi verið til- kynnt að ráðuneytið myndi taka tillit til framkominna athugasemda og leita allra leiða til að tryggja enn frekar öryggi flugs. Þá hafi ráðu- neytið þegið boð Friðriks Þórs Guð- mundssonar og Jóns Ólafs Skarp- héðinssonar um að skoða myndband af björgurnaraðgerðum vegna flug- slyssins, en myndbandið sem tekið hafi verið af íbúa í Skerjafirði sýni nánast allt björgunarferlið. Að mati ráðuneytisins varpi myndbandið ljósi á aðstæður til björgunar og þann öryggisbúnað sem var á staðn- um. Einnig kemur fram í frétt ráðu- neytisins að um svipað leyti hafi komið fram upplýsingar um skýrslu slökkviliðsins í Reykjavík um sama mál og minnisblað Flugmálastjórn- ar, auk fundargerða um björgunar- bátinn sem notaður hafi verið við björgunaraðgerðirnar. Rannsóknar- nefnd flugslysa hafi staðfest að þess- um gögnum hafi ekki verið komið til nefndarinnar meðan unnið hafi verið að rannsókn flugslyssins og að hún hafi ekki haft vitneskju um tilvist þeirra fyrr en nú. Síðan segir að í ljósi þessa hafi samgönguráðherra ákveðið: „1. Ráðuneytið hefur sent rann- sóknarnefnd flugslysa bréf þar sem áréttað er að ráðuneytið hafi ekki heimild til að gefa nefndinni fyrir- mæli. Ráðuneytinu þykir þó rétt að koma á framfæri við nefndina því áliti sínu, að það verði að teljast eðli- legt og beinlínis æskilegt að nefndin afli sér ofangreindra gagna og e.t.v. frekari upplýsinga til að leggja mat á efni þeirra og mikilvægi. Vakin er athygli á 3. mgr. 11. gr. laga nr. 59/ 1996 um rannsóknir flugslysa, en þar segir að nefndinni sé heimilt að kalla til starfa sérfræðinga á tiltekn- um sviðum telji hún það nauðsyn- legt. Á grundvelli slíks faglegs mats hljóti nefndin að taka rökstudda ákvörðun um það hvort tilefni geti verið til að endurupptaka þann þátt í skýrslu nefndarinnar sem fjallar um björgunaraðgerðirnar. 2. Skipaður verður starfshópur sem fari yfir öryggismál á flugvöll- um landsins og leggi fram drög að reglugerð um starfsemi flugvalla og tillögur að nauðsynlegum lagabreyt- ingum. Jafnframt skal starfshópur- inn gera tillögur að nauðsynlegum breytingum á starfsemi flugörygg- issviðs Flugmálastjórnar. Formaður starfshópsins verður Gísli Baldur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður. 3. Skipaður verður starfshópur sem geri tillögur til ráðherra, m.a. í ljósi athugasemda ICAO, um breyt- ingar á lögum og reglugerð um rannsóknir flugslysa. Formaður starfshópsins verður Andri Árna- son, hæstaréttarlögmaður.“ Eðlilegt að beina þessum tilmælum til nefndarinnar Sturla Böðvarsson, samgönguráð- herra, sagðist aðspurður ekki geta svarað því hvers vegna þessir hlutir hefðu ekki verið rannsakaðir af hálfu rannsóknanefndnar flugslysa. Hins vegar lægi fyrir að nefndin hefði ekki haft myndbandið né upp- lýsingarnar sem hefðu komið fram í innanhússkýrslu slökkviliðsins. Í ljósi þess teldi hann eðlilegt að beina þessum tilmælum til nefndarinnar, þannig að hún fengi færi á að fara rækilega yfir málið. Það væri af- staða ráðuneytisins að það væri mjög nauðsynlegt að skoða þessa þætti ekkert síður en aðra. Hann sagði aðspurður að aðilar málsins svo sem eins og slökkviliðið hefðu auðvitað átt að beina þessum upplýsingum til nefndarinnar. Hann felldi að sjálfsögðu enga dóma í þessum efnum, en hann teldi allra hluta vegna æskilegt að nefndin færi yfir þetta. Hins vegar lægi alveg ljóst fyrir að hann gæti ekki á grundvelli gildandi laga haft nein af- skipti af rannsókn nefndarinnar. Sturla sagði að nefndin hefði ekki fjallað mikið um þennan þátt slyss- ins. Hins vegar hefði Alþjóðaflug- málastofnunin farið yfir skýrslu nefndarinnar og metið það svo að það væri ekki þörf á frekari rann- sókn. Nú væri út af fyrir sig ekkert gefið að ný gögn leiddu til nýrra upplýsinga fyrir nefndina, en hann vekti athygli á því að í gangi væri op- inber rannsókn í þessum efnum og hann teldi því engin efni fyrir sam- gönguráðuneytið að beita sér fyrir rannsókn á öðrum þáttum málsins en ákvörðun hefði verið tekin um. Sturla sagði aðspuður að hann hefði átt fundi með hluta aðstand- enda þeirra sem fórust í flugslysinu. Samtöl sem vitnað væri til af þeim fundi á minnisblaði þar að lútandi liti hann svo á að væru trúnaðarmál. Hann hefði reynt að lægja öldur með þessu og hefði ekki hugsað sér að gera að umtalsefni þau atriði sem þar hefðu komið fram. Hins vegar hefði það aldrei hvarflað að honum, eins og hann hefði þegar sagt í við- tali við Ríkisútvarpið, að það yrði þögguð niður umræða um þessi mál. Byrjaði að afla gagna og skoða þau í síðustu viku Skúli Jón Sigurðarson, formaður rannsóknanefndar flugslysa, sagði að nefndin hefði byrjað að afla þess- ara gagna og skoða þau í síðustu viku og ráðuneytinu hefði verið kunnugt um það. Aðspurður hvernig á því stæði að rannsóknanefndin hefði ekki haft þessi gögn undir höndum fyrr en nú, sagðist hann í sjálfu sér ekki hafa skýringu á því. Öllum hefði verið vel kunnugt um að þeir hefðu verið að rannsaka þetta mál, en þetta mynd- band hefðu þeir einfaldlega ekki vit- að um. Þeir hefðu hins vegar séð myndskeið frá slysstað, en hvort þessi gögn gæfu einhverjar nýjar upplýsingar sem nefndin hefði ekki þegar haft væri of snemmt að segja til um. Það yrði bara að koma í ljós. Hins vegar mætti ekki gleyma því að í skýrslu nefndarinnar væri komist að niðurstöðu um líklega orsök slyssins og gerðar tilllögur til að koma í veg fyrir að sambærileg slys gætu orðið. Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri, sagðist ekki geta svarað fyrir það hvernig á því stæði að rannsóknar- nefnd flugslysa hefði ekki haft þessa myndbandsupptöku undir höndum við rannsókn sína og vísaði í þeim efnum á rannsóknanefnd flugslysa. Nefndin væri algerlega óháð Flug- málastjórn og þeir hefðu ekkert með það að gera hvernig nefndin hagaði rannsókn sinni. Samgönguráðherra beinir tilmælum til rannsóknarnefndar flugslysa vegna nýrra gagna Björgunaraðgerðir verði kannaðar betur FRIÐRIK Þór Guðmundsson, að- standandi eins þeirra sem fórust í flugslysinu í Skerjafirði, sagði að- spurður um ákvörðun samgöngu- ráðherra að hvað varðaði síðari tvo töluliðina í ákvörðun samgönguráð- herra væri ágætt ef ráðherra teldi að það þyrfti að fara í saumana á flugöryggismálum og eftir hvernig lögum rannsóknarnefnd flugslysa starfaði, ekki veitti af. Hann sagði að hvað varðaði fyrsta töluliðinn, að fela rannsókn- arnefnd flugslysa skoðun á björg- unarþættinum sérstaklega, væri hins vegar það að segja að það væri með ólíkindum hvað ráðamönnum flugmála á Íslandi dytti í hug að gera. Vika væri liðin frá því rann- sóknarnefnd flugslysa hefði lýst því yfir opinberlega að nefndin liti svo á að það væri ekki í verkahring nefndarinnar að fjalla um þessa þætti, þ.e. björgunaraðgerðirnar, læknishjálp og fleira, það væri í verkahring annarra. Aðstandendur hefðu hins vegar bent á að þetta væri kolröng niðurstaða með vísan til verklagsreglna Alþjóðaflug- málastofnunarinnar, sem kvæðu skýrt á um að þetta verkefni væri vissulega í verkahring rannsóknar- nefnda flugslysa. ICAO teldi í handbókum sínum að þetta væri mikilvægur hluti rannsókna og þess að komast að orsökum flug- slysa. Sú staðreynd hins vegar að rannsóknarnefnd flugslysa hefði ekki rannsakað þennan þátt og kallað eftir gögnum í þessum efn- um þegar í stað gerði það að verk- um að nefndin hefði sýnt fram á vanhæfni sína. Það væri því í raun og sann í verkahring annarra að skoða þessar björgunaraðgerðir að þeirra mati. Það sem kæmi fram í fréttatilkynningunni varðandi það að rannsókanefndin hefði ekki haft vitneskju um innri skýrslu slökkvi- liðsins og myndbandið væri bein sönnun um vanhæfni nefndarinnar. Rannsakendur ættu ekki að sitja og bíða þess að einhverjir kæmu með gögn til þeirra heldur ættu þeir að afla allra gagna. Skref afturábak Friðrik Þór bætti því við að þessi ákvörðun ráðherra væri skref aft- urábak frá þeim hugmyndum sem hann hefði viðrað í eyru sín og Jóns Ólafs Skarphéðinssonar á fundi á þriðjudeginum í síðustu viku þar sem hann hefði haft öllu róttækari tilboð uppi um rannsókn á björg- unarþættinum eingöngu. Þeir teldu hins vegar að sjálfsögðu að rann- sókn yrði að vera miklu víðtækari, því þegar á allt væri litið væru björgunaraðgerðirnar nokkuð vel rannsakaðar nú þegar, með skýrslu slökkviliðsins, myndbandsupptök- um, með fyrirliggjandi meintum neyðaráætlunum og að hve miklu leyti farið hefði verið eftir þeim o.fl. Það þurfi starfshóp eða nefnd um það hvernig eigi að bregðast við þessum ósköpum en ekki nefnd til þess að rannsaka það sem liggi í meginatriðum ljóst fyrir. Friðrik Þór sagði að á fundinum með samgönguráðherra hefði ráð- herra lagt fram hugmyndir sem meðal annars hefðu falist í því að skoða bara björgunarþáttinn, en öllu öðru yrði ýtt til hliðar og að áfallinn kostnaður vegna Cranfield- rannsóknarinnar yrði greiddur gegn því að þeir myndu láta af yf- irlýsingum í fjölmiðlum. Þeir hefðu hafnað þessum hugmyndum með formlegum hætti á fundi með ráð- herra á fimmtudaginn var. Friðrik Þór sagði að þeir stæðu við yfirlýsingar sínar um að þetta væri það sem ráðherra hefði sagt á þessum fundi. Neitaði hann því yrði fólk bara að taka afstöðu til þess hverjum það vildi trúa. Friðrik Þór Guðmundsson RNF hefur sýnt fram á vanhæfni sína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.