Morgunblaðið - 21.08.2001, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 21.08.2001, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 53 ÞRJÁR nýjar kvikmyndir náðu inn á topp tíu listann yfir þær mest sóttu síðustu helgi. Velgengni myndarinnar Rat Race kom mest á óvart þessa vikuna en hún hafn- aði í þriðja sæti. Um er að ræða nýja kvikmynd úr smiðju Jerry Zucker, yngri bróðir Davids, en saman eru þeir þekktir fyrir að hafa gert kvikmyndir á borð við Naked Gun, Top Secret og Airplain. Ef til vill er ferilskráin ein og sér næg til þess að smala fólki á myndina, sem er gamanmynd að þeirra sið. Hún fjallar um áhrifaríkan mann í Las Vegas sem er staðráðinn í því að finna eitthvað nýtt sport sem svo er hægt að veðja á. Hann fær því þá flugu í höfuðið að búa til kapp- hlaup þar sem vinningshafinn fær hvorki meira né minna en tvær milljónir dala í verðlaun. Þið get- ið svo rétt ímyndað ykkur hvaða hvötum sá skjótfengni auður kveikir í fólki sem ekki er vant að hafa seðla á milli fingranna. Mikið er um óþekkta leikara í myndinni en þekktari leikarar á borð við Whoopi Goldberg, Cuba Gooding J.R., Jon Lovitz, Rowan Atkinson og John Cleese fara einnig með hlutverk í myndinni. Aðdráttarafl Nicolas Cage og Penélope Cruz virðist enn sterkt því kvikmyndin, Captain Corelli’s Mandolin, sem þau fara með aðalhlutverk í endaði í sjötta sæti aðsókn- arlistans. Myndin gerist á tímum seinni heimsstyrjald- arinnar og fjallar um heit- mey (Cruz) fiskimanns sem kvaddur er í gríska herinn. Á meðan kallinn er í burtu verður konan ástfangin af þeim yfirmanni ítalska hers- ins (Cage) sem ver þorpið fyrir árás fjandmanna. Við- kvæmt mál það. Vestrinn American Out- laws hafnaði í áttunda sæti listans. En um er að ræða alvöru skammbyssuvestra. Umfangsefnið er goðsögnin og útlaginn Jesse James. Með aðalhlutverk fer Ír- inn ungi og efnilegi Colin Farell, en Hollywood-fræðimenn spá því að frægðarsól kappans eigi eftir að ná sögulegu hámarki á næstu árum. Einnig fer „James Bond- inn“ stífi Timothy Dalton með stórt hlutverk í myndinni.                                                   !"# $         !" !" !" !" !" ! " ! " !" !" !"   %&'( *(+'% **'% , '- &-'* &'* *(*'- +'% *(%' %,',    Rottur, mandólín og skammbyssur Þrjár nýjar kvikmyndir á bandaríska aðsóknarlistanum Cuba Gooding J.R. í fríðu föruneyti. BASSALEIKARI hljóm- sveitarinnar Weezer, Mike Welsh, hefur lagt sjálfan sig inn á geðdeild á spítala í heimabæ sínum í Boston, samkvæmt yfirlýsingu á heimasíðu hljómsveitarinn- ar, www.weezer.com. Hljómsveitin auglýsti fyrir stuttu eftir bráðabirgða- bassaleikara vegna óskil- greindra veikinda Welsh. „Því miður vitum við ekki enn hvað er að honum,“ segja hljómsveitarmeðlimir á heimasíðunni. „Það virð- ist líka vera afar erfitt að komast að einhverju nánar frá þeim sem geta vitað það. Við óskum honum alls hins besta og vonumst til að hann komi aftur sem fyrst.“ Hljómsveitin hefur ákveðið að láta veikindi Welsh ekki hafa áhrif á framþróun sveitarinnar. Þeir félagar hyggjast snúa fljótlega aft- ur í hljóðverið til þess að taka upp um 23 ný lög sem samin hafa verið á síðustu mánuðum. Aðeins eru nokkrir mánuðir síð- an sveitin sendi frá sér samnefnda plötu, sem gengur undir nafninu græna platan. Næsta smáskífa af plötunni verður hið stórfína lag „Island in the Sun“ og er áætlaður útgáfudagur hennar 8. október. Vandræði innan herbúða Weezer Bassa- leikar- inn á geðdeild Weezer, Mike Welsh bassaleikari er annar frá vinstri. NAIL ENVY næringarkúrinn nærir neglur djúpt ofan í rót með E-vítamíni, keratíni og hveiti prót- íni. Árangur sést eftir um það bil 4–5 vikur eða þegar nöglin vex upp. Þurrkar ekki neglur. Sumartilboð taska sem inniheldur: NAIL ENVY naglanæringu, 30 ml naglalakkseyðir, tásugúmmí og naglaklippur. Raunvirði vöru kr. 2.900. Verð í Lyf og heilsu kr. 1.739. Kynningar: þriðjudag: Dómus & Austurstræti kl. 14—17 miðvikudag: Melhagi & Austurver kl. 14—17 fimmtudag: Kringlunni & Mjódd kl. 14—17 EKKI FALLA FYRIR SKYNDILAUSNUM! Hláturinn lengir lífið. VARÚÐ! Þú gætir drepist úr hlátri... aftur! Hláturin le fi . VARÚÐ! Þú gætir drepist úr hlátri... aftur! Myndin sem manar þig í bíó Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Dýrvitlaus og drepfyndinn Með Rob Schneider úr Deuce Bigalow: Male Gigolo Sýnd kl. 6, 8 og 10.  EÓT Kvikmyndir.is Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800 EINA BÍÓIÐ MEÐ THX DIGITAL Í ÖLLUM SÖLUM FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Sýnd kl. 8 og 10. B.i.16 ára Vit nr. 257. Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit nr. 245 Sýnd kl. 6 og 8. Enskt tal. Vit nr. 244 Kvikmyndir.com  strik.is  DV KISS OF THE DRAGONI ÚR SMIÐJU LUC BESSON SV MBL Sýnd kl. 10. Vit nr. 261. JET LI BRIDGET FONDA Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit nr. 258. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal. Vit nr. 265.  ÓHT Rás2  Kvikmyndir.is Snorrabraut 37, sími 551 1384 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ  ÓHT Rás2  RadioX  Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10.10. B. i. 16 ára. Vit 247. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.Vit nr. 261. Varaðu hvað þú gerir í tölvunni þinni! www.sambioin.is Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i.16 ára Vit nr. 257. Hörkutólið Jet-Li (Lethal Weapon 4, Romeo must Die) í sínu besta formi til þessa í spennutrylli eftir handriti Luc Besson li - i l , i í í f i il í lli f i i i KISS OF THE DRAGON ÚR SMIÐJU LUC BESSON JET LI BRIDGET FONDA Sýnd kl.6. Ísl tal.Vit nr. 231  ÓHT Rás2  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8. Vit 255. Hraðlestrarnámskeið Lestur er undirstaða alls náms og mjög mikilvægur við flest störf. Því hraðar sem þú lest, þeim mun meiri verða afköstin. Er ekki kominn tími til að þú aukir afköstin? Lestrarhraði þátttakenda fjórfaldast að jafnaði á námskeiðunum. Við ábyrgjumst að þú nærð árangri. Næsta námskeið hefst 22. ágúst. Skráðu þig strax í síma 565-9500 HRAÐLESTRARSKÓLINN w w w. h r a d l e s t r a r s k o l i n n . i s

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.